Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Fólk virðir gáfur þínar, sjálfstæði og frumkvæði. Komdu hreint fram svo eng- inn haldi að þú sért með óhreint mjöl í pokahorninu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð hvernig sem á stendur og hver sem í hlut á. Gamalt mál úr fortíðinni lifn- ar við og kemur þér á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það sakar ekki að staldra við og hugleiða hversu ríkur mað- ur raunverulega er af vinum og vandamönnum. Það eru þau auðæfi sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það hefur eitt og annað geng- ið á hjá þér að undanförnu en nú virðist þú vera kominn með tök á hlutunum og átt því að sigla lygnan sjó. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er gott ráð að gera sjálf- um sér eitthvað til góða við og við. Það þarf ekki að kosta mikið að lífga upp á tilveruna . Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er nauðsynlegt að þekkja takmörk sín og geta viður- kennt mistök sín. Það má margt af ósigrum læra ef þeim er tekið á réttan hátt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nú þegar þú hefur lagt að baki erfiða leið að settu marki skaltu leyfa þér að njóta ávaxtanna af erfiði þínu en svo tekur alvaran aftur við. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það sparar mikla fyrirhöfn að forðast tálsýnir hvort heldur það er í starfi eða einkalífi. Gerðu þér umfram allt far um að vera raunsær. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er nauðsynlegt að þú haldir vöku þinni þessa dag- ana því margt er að gerast í kringum þig sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Betri vinnuaðstaða gæti verið á næsta leiti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér finnist þér allir vegir færir skaltu gæta þess vel að virða rétt annarra. Það bjarg- ar oft málum að láta gamanið sitja í fyrirrúmi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gleymdu þeim hlutum sem ekki gengu upp hjá þér á síð- asta ári. Nú er komin ný öld með nýjum tækifærum sem þú þarft að grípa og nýta þér til hins ýtrasta. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu ekki aðra um að mata þig á öllum hlutum heldur hafðu þor til þess að afla þér sjálfur reynslu til þess að ráða við ný og krefjandi verkefni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla ÞAÐ er alltaf gaman af spilum sem „leyna á sér“. Þetta er eitt af þeim, en til að byrja með ætti lesand- inn aðeins að skoða hend- ur NS og reyna að finna bestu leiðina í fjórum spöðum með tíguldrottn- ingu út: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á1094 ♥ 653 ♦ Á82 ♣ 642 Vestur Austur ♠ 43 ♠ 2 ♥ D1042 ♥ KG8 ♦ DG106 ♦ K9743 ♣ KG9 ♣ 8753 Suður ♠ KDG876 ♥ Á97 ♦ 5 ♣ ÁD10 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Viðfangsefni sagnhafa er að finna vinningsleið þegar vestur liggur á með KG í laufinu á eftir ÁD10. Grundvallaráætlunin er að þurrka upp rauðu litina áður en laufið er hreyft og spila svo laufi á tíuna. En þetta er ekki einfalt, því austur virðist fá tækifæri til að komast inn á hjarta og spila laufi. Sem gæti rústað þessari áætlun. Það er ekki sniðug hug- mynd að dúkka tígul- drottningu, því bæði gæti austur yfirdrepið og eins fær hann tækifæri til að komast inn á hjarta síðar til að spila laufinu. Best er að drepa á tígulás og trompa tígul. Fara svo inn í borð á spaða og trompa aftur tígul. Síðan kemur lykilspilamennskan: Inn í borð á tromp og hjarta spilað með því hugarfari að setja níuna. Ef austur lætur lítið hjarta mun vestur lenda inni og restin er sjálfspilandi. En segj- um að austur hoppi upp með hjartagosa. Þá drepur suður, fer enn inn á blind- an á spaða og spilar hjarta að 97. Austur gæti tekið á kónginn og spilað laufi, en það gerir ekkert til. Sagn- hafi lætur tíuna og vestur fær á gosann. En nú er það vestur sem er með hæsta hjartað fyrir utan níu suð- urs. Hann verður að taka síðasta hjartaslag varnar- innar og þegar því er lokið getur sagnhafi lagt upp. Hvað er það sem leynir svona á sér í þessu spili? Það er mikilvægi hjarta- níunnar. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ÍRAR hafa ekki staðið fram- arlega á skáksviðinu í gegn- um tíðina. Fyrir nokkrum árum flutti hinn sterki rúss- neski stórmeistari Alexand- er Baburin sig um set til eyj- unnar grænu. Síðan þá hefur hann þjálf- að allnokkra inn- fædda skák- menn og virðist sem þeir séu að styrkjast hægt og bítandi. Stað- an kom upp í C- flokki York skákhátíðarinn- ar. Heimamað- urinn Harry Lamb (2166) hafði hvítt gegn Íranum Joseph Ryan (2291) sem án efa hefði þótt sætt að bera sig- urorð af Tjalla. 36...Hxd4! 37.De2 Hd2 38.Df3 Dxf3 39.Bxf3 g4 svartur er nú peði yfir og með betri stöðu sem hann auðveldlega not- færir sér til sigurs. 40.Bg2 Re5 41.Haa1 Rd3 42.Heb1 Rxf2 43.Hf1 Rd3 44.Ha7 Re5 45.Hf5 Kg6 46.Hg5+ Kh6 47.Ha1 f6 48.Hf5 Kg6 49.Hf4 Rd3 50.Hd4 Hxe3 og hvítur gafst upp SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. janúar, verður sextugur Björn Pálmason, bifvéla- virki, Álfhólsvegi 131, Kópavogi. Eiginkona hans er Guðrún Bjarnadóttir. Í tilefni þessa taka þau á móti gestum laugardaginn 6. janúar kl. 20 að Álfabakka 14a, 3. hæð, Kópavogi. 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. janúar, verður fimmtug Sig- urbjörg Magnúsdóttir í Blómabúðinni Kósý, Kefla- vík, til heimilis að Þverholti 23, Keflavík. Hún tekur á móti gestum kl. 20 nk. laug- ardag 6. janúar í KK-saln- um, Vesturbraut 17. LJÓÐABROT ÚR KVÆÐI UM GÓÐA LANDSINS KOSTI Sumar kveður, sól fer úr hlíðum, vér höfum fengið lausn og lið, lífs og sálar yndi og frið, það skulum allir þakka drottni blíðum. Oss hefur gefið sumarið sætt sjálfur skaparinn þjóða, allt vort ráð með blessan bætt betur en eg kann að ljóða, himin, jörð og hauðrið klætt með hýrri náð, það sjáum vér, sumar kveður, sól fer, stöðvað synda straffið hætt með strauminum ástar þýðum. Það skulum allir þakka drottni blíðum. Bjarni Gissurarson. Þessir duglegu drengir söfnuðu flöskum og gáfu andvirði þeirra, 5.873 kr., til Rauða kross Íslands. Þeir heita Garðar Gíslason, Pálmar Gíslason og Kolbeinn Sig- urðsson. Hlutavelta Útsalan byrjuð! Kays sumarlistinn kominn. Nýja sumartískan á alla fjölskylduna. Viðskiptavinir sækið frílista strax. B. Magnússon, Austurhrauni 3, Gbæ/Hf. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR SAMTÖK hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki standa fyrir ráðgjöf gegn reykingum, einu stærsta heilbrigðisvandamáli hér á landi, í lyfjaverslunum um landið í janúar og fram í febrúar. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæð- ur í samtökunum munu veita hag- nýtar upplýsingar um meðferðar- og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja hætta að reykja á nýju ári. Má þar nefna þau reykingalyf sem eru á markaðnum, nýja reykingalínu sem veitir endurgjaldslausa símþjónustu þeim sem eru að hætta reykingum, ýmis námskeið sem eru í boði og margt fleira. Skipulögð ráðgjöf um allt land Félagsmenn í Samtökum hjúkrun- arfræðinga- og ljósmæðra gegn tób- aki munu veita endurgjaldslausa reykingaráðgjöf í apótekum um allt land frá og með 4. janúar til 2. febrú- ar. Farið verður á milli apóteka, sem óskað hafa eftir þátttöku í verkefn- inu, og veitt margvísleg fagleg ráð og upplýsingar um reykingavarnir, fyr- ir viðskiptavini apótekanna milli kl. 15 – 18. Ráðgjöfin hefst fimmtudag- inn 4. janúar hjá Lyfju Laugavegi og lýkur föstudaginn 2. febrúar í Lyfju íHamraborg í Kópavogi. Verkefnið er unnið í samstarfi við lyfjafyrir- tækið GlaxoSmithKline á Íslandi. Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki voru stofnuð hér á landi á síðasta ári. Fyrirmynd- in er sótt til Svíþjóðar en þar hafa verið til í nokkur ár sambærileg sam- tök sem hafa unnið af krafti gegn tóbaksneyslu. Jafnframt hefur verið stofnað net tengiliða hjúkrunarfræð- inga og ljósmæðra gegn tóbaki í Evr- ópu og eru íslenskir hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður aðilar að því neti. Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra gegn tóbaki eru þrýsti- hópur fagaðila með sérfræðilega þekkingu og geta tjáð sig málefna- lega um tóbaksmál. Markmið sam- takanna er að vekja athygli á öllu því sem komið getur í veg fyrir reyk- ingar barna og unglinga, dregið al- mennt úr reykingum og komið í veg fyrir aukna tóbaksnotkun. Samtökin ætla að ná þessum markmiðum með því að koma upplýsingum á fram- færi, meðal annars á heimasíðu, fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og með öðrum sértækum aðgerðum. Ráðgjöf gegn reyking- um í apótekum í janúar Í BYRJUN janúar hefst aftur námskeiðið „Sjálfstyrking ung- linga“ í Foreldrahúsinu í Von- arstræti 4b. Er það ætlað fyrir unglinga 13–16 ára. Námskeiðinu er ætlað að efla sjálfstraust, sjálfsvirðingu og félagslega hæfni unglinganna. Fjallað verður um tilfinningar og hvernig einstaklingi líður frá degi til dags, leiðbeint er um hvernig hann getur ráðið bót á neikvæðum tilfinningum. Það að þekkja eigin tilfinningar og hvernig viðkomandi einstak- lingi líður getur hjálpað til við að öðlast betra líf. Uppbygging sjálfsvirðingarinnar verður einn af lykilþáttum námskeiðs- ins, segir í fréttatilkynningu. Allar nánari upplýsingar fást í Foreldrahúsinu og skráning fer einnig fram þar. Sjálf- styrking unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.