Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Hel- ene Knutsen kemur í dag. Dettifoss og Helga- fell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Great Majesty kemur í dag, Bliki og Lagarfoss fara í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14– 17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilulagi. Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni, Glerárgötu 1, Ak- ureyri. Mannamót Aflagrandi 40. Mynd- mennt kl. 13. Á morgun, föstudag, bókband kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og bók- band, kl. 9–16.30 penna- saumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofa, kl. 9 hár- og fót- snyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan, kl. 14.30 sögustund. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, glerskurðar- námskeið og leir- munagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Þrettándagleði verður föstudaginn 5. janúar kl. 14. Ólafur B. Ólafsson leikur á píanó og harm- onikku og dóttir hans, Ingibjörg Aldís sópran- söngkona, syngur inn- lenda og erlenda tónlist. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Brids kl. 13 í dag. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 11. janúar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Hananú- gönguhópur Félags eldri borgara í Kópavogi mætir í Ásgarð, Glæsibæ, í boði Göngu- Hrólfa laugardaginn 13. janúar kl. 10, hóparnir ætla að eiga sam- verustund. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silfurlín- unnar, opið verður á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 f.h. í síma 588-2120. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Opið frá kl. 9–16.30. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, umsjón Edda Baldurs- dóttir íþróttakennari, frá hádegi spilasalur op- inn. Myndlistarsýning Hrefnu Sigurðardóttur stendur yfir. Kaffiveit- ingar í fallega skreyttu kaffihúsi Gerðubergs. Allar uplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9–15, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans, Sigvaldi kenn- ir. Kynningardagur verður í dag kl. 14. Skráning á námskeið fer fram á sama tíma. Fólk er hvatt til að mæta og kynna sér þá starfsemi sem fyrirhuguð er til vors og koma með til- lögur. Leikfimi hefst að nýju í dag, fimmtudag- inn 4. janúar, á venjuleg- um tíma. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlusaumur og korta- gerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félags- vist. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl.15.15 dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Bridsdeild FEBK, Gull- smára. Spilað mánu- og fimmtudaga í vetur í Gullsmára 13. Spil hefst kl. 13, mæting 15 mín- útum fyrr. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimin byrjar aftur á morgun, föstudaginn 5. janúar, kl. 10 fyrir há- degi. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimin byrjar 11. janúar kl. 11 í Digraneskirkju. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Kvenfélag Grens- ássóknar. Fundur verð- ur 8. janúar kl. 20, spiluð félagsvist. Minningarkort Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jóns- dóttur flugfreyju eru fá- anleg á eftirfarandi stöðum: Á skrifstofu Flugfreyjufélags Ís- lands, s. 561-4307/fax 561-4306, hjá Halldóru Filippusdóttur, s. 557- 3333, og Sigurlaugu Halldórsdóttur, s. 552- 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skógum fást á eftirtöldum stöð- um: Í Byggðasafninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487- 8842, í Mýrdal hjá Ey- þóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487-1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551- 1814, og hjá Jóni Að- alsteini Jónssyni, Geita- stekk 9, s. 557-4977. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570- 5900. Fax: 570-5901. Netfang: slysavarna- felagid@landsbjorg.is Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minning- arkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn í s. 555-0104 og hjá Ernu í s. 565-0152. Í dag er fimmtudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Þetta býð ég yður, að þér elskið hver annan. (Jóh. 15, 17.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hreinlæti, 8 klasturs, 9 dútla, 10 spil, 11 rétti við, 13 nálægt, 15 fjalls, 18 mastur, 21 legil, 22 stjórna, 23 guð, 24 af- reksverk. LÓÐRÉTT: 2 fyrsta árs stúdent, 3 keðja, 4 bylgjan, 5 bára, 6 þjálfar, 7 grasflötur, 12 hamingjusöm, 14 gubbi, 15 gömul, 16 slagbrand- ar, 17 hávaði, 18 mikli, 19 hrekk, 20 kvenmanns- nafn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 spjör, 4 grund, 7 læpan, 8 ætlar, 9 dýr, 11 senn, 13 enda, 14 efist, 15 fant, 17 aumu, 20 æta, 22 næðið, 23 kodda, 24 tinið, 25 remma. Lóðrétt: 1 sults, 2 Japan, 3 rönd, 4 grær, 5 uglan, 6 dorga, 10 ýmist, 12 net, 13 eta, 15 fánýt, 16 náðin, 18 undum, 19 uxana, 20 æðið, 21 akir. ÞANN 20. des. sl. fór sam- býlismaður minn með pakka til Íslandspósts í Skipholti og átti pakkinn að fara upp á Kjalarnes. 27. desember var hann ekki enn búinn að skila sér. Ég hringdi þá í Íslandspóst í Skipholti og spurðist fyrir um pakkann. Þar fékk ég þau svör frá konunni sem svaraði að hún lægi nú ekki á pakkanum og að hún vissi ekkert um hann. Ég spurði hvað ég gæti gert og benti hún mér á að hringja í Ís- landspóst í Mosfellssbæ. Þegar ég spurði hana um númerið þar sagði hún að það væri í símaskránni og lagði á. Hún var vægast sagt mjög dónaleg. Ég hringdi því næst í Mosfellsbæ og þar svaraði mjög almennileg kona sem vildi allt fyrir mig gera, en fann því miður ekki pakk- ann minn. Það lítur því út fyrir að pakkinn sé á ein- hverju flakki. Það er nú kannski ekki aðalmálið, heldur dónaskapurinn sem starfsmaður Íslandspósts í Skipholti sýndi í símasvör- un sinni. Ég sendi annan pakka með öðru flutningafyrir- tæki, sem er VM, og sá pakki fór 22. desember frá Reykjavík til Fáskrúðs- fjarðar og var hann búinn að skila sér 23. desember. Ég hélt að leiðin frá Reykjavík til Fáskrúðs- fjarðar væri lengri en frá Reykjavík til Kjalarness. Birna Stefánsdóttir. Barist áfram til betra lífs NÚ þegar árið 2000 er liðið í aldanna skaut og búið er að velja menn og konur ársins fyrir hin ýmsu afrek sem unnin hafa verið á síð- asta ári kemur mér í hug hópur ungs fólks sem lítið er fjallað um og afrek þess aldrei nefnd nema þegar illa gengur. Þessi hópur er fíkniefnaneytendurnir. Margir þeirra hafa unnið mikið þrekvirki á síðasta ári. Þeir hafa barist til sig- urs og losnað úr fjötrum eiturlyfjanna og eiturlyfja- salanna. Enn aðrir eru á miðri leið á sigurbrautinni og sendi ég þeim baráttu- kveðjur og óska þeim vel- farnaðar á árinu 2001. Ekki má heldur gleyma öllu því fólki sem stendur þétt við bakið á þessum dugmiklu unglingum og styður þá öllum stundum í baráttunni til betra lífs. Þetta eru allt saman hetjur ársins þó að lítið sé fjallað um sigur þeirra opinber- lega. Ég vil senda öllu þessu unga fólki og öllum þeim sem verja ómældum tíma sínum í að styðja það bar- áttukveðjur og óska þeim öllum góðs gengis á árinu 2001. Ég er stolt af ykkur. Mamma. Fyrirspurn MIG langar að spyrja íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hvort ekki sé hægt að opna Laugardals- laugina klukkan 6.30 í stað 6.50 á morgnana. Eiríkur. Tapað/fundið Svört kventaska týndist SVÖRT kventaska týndist á nýársnótt við Hátún 10a. Skilvís finnandi hafi samb- and í síma 551-9303. Gullarmband týndist GULLARMBAND (spöng) merkt að innanverðu týnd- ist rétt fyrir jól. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551-3192. Nokia GSM-sími týndist NOKIA 5110 með svörtu fronti sem sést í gegnum týndist á gamlárskvöld í miðbænum. Skilvís finn- andi hafi samband við Heiðar í síma 692-9552. Dýrahald Simbi er týndur SIMBI er 3ja ára, svartur og hvítur fress, ómerktur, týndist 26. desember frá Þinghólsbraut í Kópavogi. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 564-1184. Kanína í óskilum LJÓSGRÁ kanína er í óskilum í Kópavogi. Upp- lýsingar í síma 565-2406. Lady er týnd SÍAMSKISA hvarf frá Furugrund í Kópavogi 30. des. sl. Hún er eyrnamerkt, brún og drapplituð. Þeir sem vita um hana hafi sam- band í síma 552-2809 eða vs. 530-1400 (Lilja). VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dónaskapur í símasvörun Víkverji skrifar... ÞAÐ ríkti talsverð spenna á heim-ili Víkverja fyrir jólin. Þrír pakkar með jólagjöfum og matvæl- um höfðu ekki skilað sér utan af landi og því var ákveðið að hringja í Íslandspóst föstudaginn fyrir jól. „Hafið engar áhyggjur“ sagði stúlk- an í símanum, „allir pakkar verða keyrðir út á Þorláksmessu í síðasta lagi.“ Þann dag bólaði ekkert á pökk- unum og því ákvað heimilisfaðirinn seinnipartinn að aka upp í höfuð- stöðvar fyrirtæksins í Stórhöfða og kanna málið. Þar reyndist allt vera harðlæst. Á aðfangadag var reynt að hringja í Íslandspóst en án árangurs. Enda kom í ljós þegar hlustað var á frétt- irnar í útvarpinu að fyrirtækið hafði ákveðið að vera fjölskylduvænt (fyr- ir sína eigin starfsmenn) fyrir þessi jól. Póstútibúum var því lokað öllum nema tveimur á Þorláksmesu og fyr- irtækið var lokað á aðfangadag. Að vonum ríkti mikil reiði á heimili Vík- verja þennan dag í garð Íslandspósts og ekki síður hjá því fólki sem hafði glapist til að senda jólapakka með fyrirtækinu, pakka sem ekki bárust í tæka tíð fyrir jólin. Seint um síðir birtist forstjóri Ís- landspósts í fjölmiðlum og baðst af- sökunar, heldur treglega þó. Mistök hefðu verið gerð og fyrirtækið hefði þurft einn dag í viðbót til að skila pökkunum til viðtakenda. Eitthvað virtist þessi útreikningur hafa klikk- að. Reyndar barst fyrsti pakkinn af þremur að kvöldi 27. desember, sá næsti barst síðdegis laugardaginn 30. desember og sá síðasti barst loks á gamlársdag! Pakkinn sem barst 30. desember hafði verið póstlagður á Akureyri 18. desember. Víkverji er þeirrar skoðunar að fram eigi að fara opinber rannsókn á því hvað fór úrskeiðis hjá Íslands- pósti. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa. Íslandspóstur er fyrirtæki í opinberri eigu sem samgönguráð- herra ber ábyrgð á fyrir hönd eig- enda, sem er almenningur í landinu. Þessi sami almenningur fór flatt á því að skipta við sitt eigið fyrirtæki og vill ekki lenda í því sama um næstu jól. x x x UM jólin reyna margir að njótaþess að lesa góðar bækur og hlusta á góða tónlist. Víkverji las um jólin bók Einars Más Guðmundsson- ar „Draumar á jörðu“. Að mati Vík- verja er þetta afar góð bók. Einari tekst að segja skemmtilega sögu af fólki sem mátti þola mikla fátækt og erfiðan uppvöxt. Einar notar ekki mörg orð til að lýsa líðan persóna sinna en þær myndir sem hann dreg- ur upp snerta óhjákvæmilega les- andann. Það er lærdómsríkt í ald- arlok að lesa sögu um börn sem fæddust í upphafi aldarinnar og þurftu að þola þau óblíðu örlög að vera tekin úr faðmi móður sinnar og látin alast upp hjá vandalausum. Þó að „Draumar á jörðu“ sé skáldverk fjallar hún um raunverulega atburði. Nýleg viðtöl í Morgunblaðinu við gamalt fólk staðfesta það. x x x VÍKVERJI fékk í jólagjöf hljóm-disk með Kristjönu Arngríms- dóttur söngkonu, sem ber nafnið „Þvílík er ástin“. Kristjana var áður í Tjarnarkvartettinum, en á þessum diski sýnir hún vel hversu hæfileika- rík söngkona hún er. Víkverji getur ekki látið hjá líða að nefna flutning hennar á „Ástarsálmi“, sem Edith Piaf söng á sínum tíma, en Kristjana syngur texta sem þýddur er af Þór- arni Eldjárn. Þarna er á ferðinni hrífandi flutningur á frábæru lagi og fallegum texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.