Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Egilsstöðum - 29. desember sl. var undirrituð viljayfirlýsing Heilbrigð- isstofnunar Austurlands, Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra Austur- landi, Lífeyrissjóðs Austurlands og Skólaskrifstofu Austurlands um formlegt samstarf við að koma á fót þjónustu iðjuþjálfa á Austurlandi á árinu 2001. Í yfirlýsingunni segir að markmið þessa þróunarverkefnis sé að skilgreina þarfir skjólstæðinga stofnananna, gera áætlun um úrbæt- ur og veita stofnunum og einstak- lingum ráðgjöf. Í samtali við Morgunblaðið sagði Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, að endurhæfing í fjórð- ungnum hefði verið stunduð í litlum mæli, einkum í formi stuttra nám- skeiða fyrir hjarta- og lungnasjúk- linga. Vilji sé til að þróa reglulega og markvissa endurhæfingu. Samstarf- ið, sem nú er að hefjast, gerir ráð fyrir að í byrjun verði ráðinn einn iðjuþjálfi til Heilbrigðisstofnunar- innar og verður hlutverk hans að greina þörfina og leggja línurnar um framhaldið. Ný endurhæfingardeild á teikniborðinu Einar segir starfsemi Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað hafa dregist nokkuð saman undanfarið og nú hafi verið teiknuð inn í 2. hæð gamla hluta sjúkrahússins endur- hæfingar- eða iðjuþjálfunardeild, sem muni geta vistað átta manns í einu. Þar verður stefnt að því að stunda reglulega endurhæfingu eins og Reykjalundur er með. „Það er markmið okkar að koma þessari starfsemi á og til að skapa þarna eina stoðina enn undir rekstur Fjórð- ungssjúkrahússins í Neskaupstað. Stefnt er að því að fá ákvörðunar- töku um málið í gegn árið 2001.“ Björn Magnússon læknir mun veita endurhæfingardeildinni forstöðu og einnig munu sálfræðingar, geðlækn- ar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og læknar koma að verkefninu. Samkvæmt upplýsing- um frá Birni, munu á bilinu 80 til 100 manns á Austurlandi bíða eftir end- urhæfingu á hverjum tíma. Ef hægt er að stytta biðlistana um 80 til 90 manns á ári, ekki bara fyrir Austur- land heldur á landsvísu, þá er það af- ar góð viðbót við heilbrigðiskerfið. Þetta er að mínu mati framfaraspor og merkilegt að allir þessir geirar skuli sameinast um að koma að verk- efninu, ekki bara til að borga laun iðjuþjálfa heldur einnig að hrinda þessu mikilvæga máli í framkvæmd. Þetta er ákaflega sterkur samstarfs- vettvangur og teygir sig utan um gríðarlega stóran hóp af fólki. Menn mega ekki gleyma sér við að horfa á vanheilsuna, heldur verðum við að horfa á heilsuna sem er eðli- legt ástand og reyna að viðhalda henni. Partur af því er einmitt þessi forvarnarþáttur sem er fólginn í greiningunni, því að aðstoða fólk við að vinna rétt og hafa réttan aðbúnað og koma í veg fyrir að sjúkdómar nái að þróast. Gert er ráð fyrir að það kosti um 25 milljónir að koma deildinni í gagn- ið og mun mest af kostnaðinum fel- ast í endurbótum á húsnæðinu, sem er orðið 50 ára gamalt. Verið er að kynna heilbrigðisráðherra og þing- mönnum fjórðungsins verkefnið og byrjað að leita fjármögnunarleiða. Börn sem þarfnast greiningar losni við langdvalir í Reykjavík Soffía Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra á Austurlandi, segir að það sem snúi að þeim sé einkum ráðgjafar- vinna vegna fatlaðra barna. „Það á það sama við um fötluð börn og ófötluð sem þurfa iðjuþálfun, þau hafa hingað til þurft að leita til Reykjavíkur, þar sem greiningar- þjónusta er veitt af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Það má segja að með samkomulaginu séum við að leggja drög að því að minnka að for- eldrar þurfi að dvelja langtímum saman með börn sín í Reykjavík til greiningar og meðferðar. Einnig verður komið á fót ráðgjöf varðandi val á hjálpartækjum og um líkams- beitingu umönnunaraðila.“ Markmið að ná fólki aftur inn á vinnumarkaðinn Aðkoma Lífeyrissjóðs Austur- lands að verkefninu byggist að sögn Hrafnkels A. Jónssonar, formanns stjórnar, á hag sjóðsins af því að koma fólki, sem einhverra hluta vegna hefur dottið út af vinnumark- aði, inn á hann aftur. „Það má segja að það sé hin fjár- hagslega réttlæting á þátttöku Líf- eyrissjóðsins. Hugmyndasmiðurinn að þátttöku sjóðsins í verkefninu var Gísli Marteinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins, og hefur hann fylgt málinu eftir fram á þennan dag. Markmið okkar eru hin sömu og í svokölluðu Janusarverkefni Samein- aða lífeyrissjóðsins um endurhæf- ingu örorkulífeyrisþega: Endurhæf- ingin miðast að því að hjálpa þátttakendum til að ná árangri, tekið er tillit til óska og þarfa hvers og eins og endurhæfingin skipulögð í sam- ráði við þá. Stefnt er að því að ein- staklingurinn geti séð sjálfan sig sem manneskju sem getur, en ekki manneskju sem getur ekki.“ Sigurbjörn Marinósson, forstöðu- maður skólaskrifstofu Austurlands, telur hagsmuni sinnar stofnunar ótvíræða af verkefninu, þar sem skólabörn muni í framtíðinni njóta bættrar þjónustu í heimabyggð og forvarnir eflast til muna. Eiginlegur samstarfssamningur bíður nýrrar aldar og verður þá verkefninu settur tímarammi, fram- lag hverrar stofnunar fyrir sig skil- greint og nánar skoðað hvernig þjón- ustan skiptist niður. Jafnframt verður leitað til fleiri aðila um sam- starf og stuðning við verkefnið. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar stofnanir sameinast um verkefni og mun þetta vera einsdæmi á fjórð- ungsvísu. 80 til 100 Austfirðingar á biðlista eftir endurhæfingu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá vinstri: Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, Einar Rafn Haraldsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Sigurbjörn Marinósson, for- stöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands, og Hrafnkell A. Jónsson, for- maður stjórnar Lífeyrissjóðs Austurlands. Stefnt að uppbyggingu endurhæfingardeildar Stykkishólmi -Tekið hefur verið í notkun GSM-kerfi Tals á Snæfells- nesi. Óli Jón Gunnarsson bæjar- stjóri hringdi fyrsta samtalið til Snorra Böðvarssonar, rafveitu- stjóra í Ólafsvík, og þar með var GSM-kerfið komið í notkun. Í ávarpi Þórólfs Árnasonar, for- stjóra Tals, við þetta tækifæri kom fram að fyrirtækið hefur að und- anförnu sett upp fimm GSM-senda á Snæfellsnesi. Nýju sendarnir eru í Búðardal, Stykkishólmi, Grund- arfirði, Ólafsvík, Hellissandi og Rifi. Nýverið var gengið frá samningi við Landssímann um afnot Tals af grunnlínum Símans á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og landinu austanverðu. Á næstu dögum geta viðskiptavinir Tals verið í GSM-sambandi í öllum byggðar- lögum sem hafa 200 íbúa eða fleiri, svo og á stórum landsvæðum sunnanlands og norðan. Telur Þórólfur að með þessum áfanga hafi Tal tekist að loka hringnum og nái til 97 % lands- manna. Hann var ánægður með að uppbygging Tals hefur gengið miklu hraðar en reiknað var með í upphafi og vildi hann þakka þeim góðu viðtökum, sem Tal hefur fengið hjá landsmönnum. Við- skiptavinum Tals fjölgar stöðugt og eru þeir nú yfir 50.000 talsins. Hinn nýi sendir Tals í Stykk- ishólmi er á þaki gamla barnaskól- ans og ekki fer mikið fyrir útbún- aðinum, því hann kemst fyrir í smáherbergi sem innréttað hefur verið í gamla skólanum. Það er mikil breyting frá því að sjálf- virkur sími kom til Stykkishólms árið 1967, en þá þurfti stóran sal undir tæknibúnaðinn. Tal tekur í notkun GSM-kerfi á Snæfellsnesi Blönduósi - Maríuerlan, sem hefur verið í fæði hjá þeim Jóni Kr. Jónssyni og Herdísi Ellertsdóttur á Blönduósi alla jólaföstuna, hefur fengið inni hjá þeim hjónum. Greint var frá maríuerlu þessari í Morgunblaðinu fyrir síðustu jólog það talið einstæður atburður að þessi fuglategund væri ekki löngu farin suður á bóginn með öðrum farfuglum. Þau hjón höfðu af henni miklar áhyggjur og töldu að hún myndi drepast fljótlega og gældu við þá hugmynd að fanga fuglinn. Það gékk eftir og tældi Jón maríuerl- una inn á síðasta degi ársins og er fuglinn nú kominn í búr og unir hag sínum vel. Að sögn þeirra hjóna hefur mar- íuerlan farið í nýársbaðið og tekur hraustlega til matar síns. Þau hjón Jón og Herdís voru sammála um að skemmtilegri endir á árinu væri vandfundinn en tilkoma þessa litla vinar í líki maríuerlu. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Maríuerlan unir hag sínum vel í búrinu. Maríuerla fagnar nýju ári með vinum sínum á Blönduósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.