Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Útsala
Útsala
Kvenfataverslun
Álfheimar74
Glæsibæ
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að
komast í sólina eftir áramótin á verði sem
ekki hefur sést fyrr. Það er 20-25 stiga hiti á
Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið ný-
ársins á Kanarí. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin. Fjórum
dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir.
Meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu reyndra fararstjóra okkar.
Verð kr. 29.985
Verð fyrir manninn, m.v. hjón
með 2 börn, 2-11 ára, flug og
skattar. 16. janúar - vika.
Út 16. janúar
1 eða 2 vikur
Heim 23. eða 30. jan.
síðustu sætin
16. janúar til
Kanarí
frá kr. 29.985
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 52.930
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð,
gisting, skattar.
16. janúar - 2 vikur
Ferðir til og frá flugvelli,
kr. 1800.-
Verð kr. 39.930
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð,
gisting, skattar.
16. janúar - vika.
Ferðir til og frá flugvelli,
kr. 1800.-
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Illuga Gunnarsssyni,
aðstoðarmanni forsætisráðherra, og
Þóri Haraldssyni, aðstoðarmanni
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra:
„Garðar Sverrisson formaður Ör-
yrkjabandalagsins sagði í Kastljósi
sl. þriðjudag eftirfarandi: „Forset-
inn tók okkur mjög vel og hafði
greinilega veitt bæði forsætisráð-
herra og heilbrigðisráðherra tiltal“
... „Hann hafði greinilega gert það.“
Af þessu sérstæða tilefni skal tek-
ið fram: Eftir að forseti Íslands hafði
heyrt í fjölmiðlum að fulltrúar Ör-
yrkjabandalagsins ætluðu að óska
eftir fundi með honum ræddi hann
stuttlega við forsætisráðherra og
heilbrigðisráðherra í síma. Annars
vegar leitaði forsetinn eftir upplýs-
ingum um stöðu mála og hins vegar
vildi hann kanna hvort andstaða
væri við slíkan fund, sem var ekki af
hálfu ráðherranna. Forsetinn tjáði
sig ekkert um efni eða stöðu málsins
og eftir fundinn með forráðamönn-
um Öryrkjabandalagsins hefur hann
ekki rætt við neinn ráðherra ríkis-
stjórnarinnar af þessu tilefni.“
Athugasemd frá aðstoðarmönnum tveggja ráðherra
Forseti tjáði sig ekki um
efni og stöðu málsins
VATNSTENGI við vask í skólastofu
í Laugarnesskóla í Reykjavík bilaði
á nýársdag. Kalt vatn lak um átta
kennslustofur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins urðu nokkrar skemmdir
á hurðum og listum og öðru tréverki
en gólfefni slapp að mestu. Lekinn
varð á þriðju hæð og fór vatn inn í
þrjár stofur á þeirri hæð en lak það-
an niður á næstu hæðir. Slökkviliðs-
menn hreinsuðu vatnið af gólfum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Slökkviliðsmenn þurrkuðu upp vatn sem flæddi um skólastofurnar.
Vatn flæddi
um Laug-
arnesskóla
TÍÐARFAR síðasta sumar og
haust var mjög hagstætt en snjór
og umhleypingar voru til baga í
febrúar og mars og nokkuð erfitt
kuldakast gerði síðari hluta maí-
mánaðar og fram eftir júní. Þá var
veturinn einn sá snjóþyngsti í
Reykjavík síðustu 30 árin að því er
fram kemur í tíðarfarsyfirliti Veð-
urstofunnar.
Meðalhiti ársins var 4,5 stig í
Reykjavík, sem er 0,2 stigum fyrir
ofan meðallag og svipað og und-
anfarin ár. Í Reykjavík mældust
1.390 sólskinsstundir en það er 120
stundum meira en í meðalári en ívið
færri en 1998. Úrkoma í höfuðborg-
inni var 800 mm og er það nákvæm-
lega í meðallagi.
Sólskinsstundir á Akureyri
hafa ekki mælst fleiri
Á Akureyri var meðalhitinn 4,1
stig sem er 1 stigi fyrir ofan með-
allag og hefur hitinn ekki mælst
hærri þar frá árinu 1991. Alls
mældust 1.276 sólskinsstundir á
Akureyri á síðasta ári og hafa þær
ekki mælst fleiri frá því mælingar
hófust árið 1928. Úrkoma mældist
559 mm sem er 70 mm umfram
meðallag.
Þegar farið er yfir árið kemur í
ljóst að janúar var góðviðrasamur
og fremur hlýr lengst af. Í febrúar
var tíðarfar lengst af óhagstætt,
snjór var þrálátur á jörðu og olli
nokkrum samgöngutruflunum. Í
Reykjavík var jörð hulin snjó 28
daga í mánuðinum en það hefur
ekki gerst síðan 1957. Snjódýpt var
þó aldrei mikil miðað við það sem
mest getur orðið. Hún var mest 28
cm en mest hafa mælst 48 cm í
febrúar.
Í tíðarfarsyfirlitinu kemur fram
að marsmánuður var umhleypinga-
samur og tíð fremur erfið. Fremur
snjóþungt var suðvestanlands og að
kvöldi þess 5. mars gerði óvenju
hart veður af norðvestri norðaust-
anlands. Undir lok mánaðarins voru
miklar leysingar og hlýindi víða um
land og sums staðar vestanlands og
á sunnanverðum Vestfjörðum, á
Snæfellsnesi og í Borgarfirði var
óvenju mikið úrfelli og skriður ollu
sköðum. Úrkoman í Reykjavík var
hin mesta í mars frá 1953 og í
heildina var veturinn einn af þeim
snjóþyngstu síðustu 30 árin eða svo.
Svipaður snjór eða öllu meiri var þó
árin 1984 og 1989.
Júlí var þurr og sólríkur
Aprílmánuður var kaldur og þurr
og fór illa með gróður. Sólskin var
hins vegar óvenju mikið og hafa sól-
skinsstundir ekki mælst eins marg-
ar í apríl frá upphafi mælinga í
Reykjavík árið 1923 og árið 1928 á
Akureyri. Þá gerði lengsta sam-
fellda sólskinskafla í Reykjavík frá
upphafi mælinga þegar sólin skein í
meir en 10 klukkustundir á dag í 12
daga í röð frá 14. til 25. apríl.
Maímánuður var í meðallagi í
heild en skiptist í tvo mjög ólíka
kafla. Fyrri hlutann var hlýtt, þá
rigndi talsvert syðra og margir
mjög góðir dagar voru norðanlands.
Upp úr miðjum mánuði gerði versta
veður, þá kólnaði mikið og kalt var
allan síðari hluta hans.
Júnímánuður var í meðallagi hlýr
og norðanlands var óvenju sólríkt
og þurrt. Á Akureyri mældust 284,8
sólskinsstundir og hafa ekki mælst
fleiri í júní frá upphafi mælinga árið
1928. Í júnímánuði árið 1982 mæld-
ust 263,8 sólskinsstundir.
Júlímánuður var þurr og sólríkur
og hiti í góðu meðallagi. Mjög þurrt
var á norðaustan- og austanverðu
landinu. Þá var ágústmánuður
fremur hlýr og talinn hagstæður
um land allt.
Óvenju lítil úrkoma í
nóvember og desember
September var hlýr og á norðan-
og austanverðu landinu var þurrt
og sólríkt. Mikið vatnsveður var á
suðvestanverðu landinu dagana 12.
til 16. september og stutt norð-
anáhlaup gekk yfir landið á eftir en
að öðru leyti var tíðin góð. Sam-
kvæmt tíðarfarsyfirlitinu var sum-
arið í heild fremur hlýtt og sólríkt.
Októbermánuður var fremur hlýr
og þá einkum seinni hlutinn. Frost-
laust var að mestu á láglendi nema
fáa daga. Nóvembermánuður var
hagstæður víðast hvar á landinu og
óvenju þurrt var um sunnanvert
landið og hefur ekki mælst svo lítil
úrkoma í nóvembermánuði í
Reykjavík frá upphafi samfelldra
mælinga árið 1920. Haustúrkoma
fyrir norðan var hins vegar talsvert
meiri en að meðaltali.
Tíðarfar í desember var hagstætt
og góðviðrasamt um meginhluta
landsins. Mjög þurrt var sunnan-
og vestanlands og framan af mán-
uðinum var hlýtt en síðasta vikan
var mjög köld. Snjór var lítill víðast
hvar og mældist úrkoma 45,1 mm í
Reykjavík og er það um 60% af
meðallagi. Um 37 mm af þessari úr-
komu féllu á innan við tveimur sól-
arhringum. Sólskinsstundir í
Reykjavík voru 28 og hafa ekki
mælst fleiri síðan 1981. Á Akureyri
mældist ekki sólskin í desember en
það er alvanalegt. Úrkoman mæld-
ist 48,4 mm sem er rétt í tæpu með-
allagi.
Veður var lengst af hagstætt á síðasta ári samkvæmt tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar
Morgunblaðið/Júlíus
Síðastliðinn vetur var einn sá snjóþyngsti í 30 ár í höfuðborginni og hinn 11. febrúar gerði hríðarbyl sem stóð í um
6 klst. og var meðalvindhraði um 17 m/sek. og flestar götur urðu ófærar.
Veturinn í
Reykjavík var
einn sá snjó-
þyngsti í 30 ár