Morgunblaðið - 04.01.2001, Page 25

Morgunblaðið - 04.01.2001, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 25 Spennusagnahöfundurinn Dick Francis nýtur mikilla vinsælda um heim allan og ekki síst hér á Ís- landi þar sem bækur hans hafa verið þýddar. Hann sendir frá sér í það minnsta eina bók á ári og eru þær nú orðnar um fjörutíu talsins. Sú sem síðast kom út í vasabroti heitir Second Wind og er gefin út af Jove-útgáfunni en Francis hefur þegar sent frá sér nýja sögu, Shattered, og mun hún væntanleg í vasabroti áður en langt um líður. Þannig malar kvörnin áfram og er engin þreytumerki að finna á rit- höfundinum er skrifar sem fyrr spennandi og skemmtilega sögu og tengir hana sínu aðaláhugamáli bæði í lífinu og bókmenntunum, hestamennsku. Í blóð borin Hestamennskan virðist honum í blóð borin. Dick Francis er fyrr- verandi knapi og það leynir sér ekki í sögum hans. Honum tekst yfirleitt að tengja spennusögur sínar með einhverjum hætti áhugamáli sínu þótt stundum geti það virkað nokkuð langsótt. Í til- felli Secon Wind þarf hann t.d. að fara nokkrar krókaleiðir til þess að koma sér í hesthús en tekst það samt snyrtilega. Hins vegar reynir nokkuð á trúgirni lesandans þegar líður á söguna og undarlegir at- burðir taka að gerast. Aðalsöguhetja Francis í þetta skipti er veðurfræðingur að nafni Perry Stuart. Hann er einstæð- ingur sem aðallega hefur sam- skipti við aldraða ömmu sína. Báð- ir foreldrar hans fórust í slysi þegar hann var ungur drengur og sú gamla hefur hugsað um hann síðan og hann er mjög hændur að henni. Veðurfræðin virðist honum í blóð borin eins og hestamennskan Francis. Aðspurður hvers vegna hann hafi gerst veðurfræðingur segir Stuart, eins og hann hefur sagt hundrað sinnum áður: „Ég hef glápt upp í skýin frá því að ég var sex ára og aldrei getað hugsað mér annað líf.“ Stuart segir veðurfréttir hjá BBC og er talsvert frægur um allt Bretland. Besti vinur hans er einn- ig veðurfræðingur hjá stöðinni og báða dreymir þá um að fljúga í gegnum fellibyl, sem er einskonar dauðaósk, og kannski ekki alveg í takt við hið sérlega rólyndislega líf sem Stuart hefur valið sér. En hann leynir á sér. Dularfulla eyjan Svo gerist það að risastór felli- bylur fer um Karíbahafið og er gefið það mjög svo viðeigandi nafn Óðinn. Félagarnir hoppa þegar upp í flugvél og fljúga fyrst til Flórída og síðan suðureftir í átt að bylnum. Vinur þeirra hefur beðið þá að koma við á lítt þekktri eyju og mjög dularfullri að ná í ákveð- inn hlut fyrir sig en síðan halda þeir inn í óveðrið. Ekki vill betur til en svo að flug- vélin ferst með þá báða innanborðs (hefðu getað sagt sér það sjálfir, bjánarnir) og Stuart rekur aftur til eyjarinnar, lerkaðan en við sæmi- lega heilsu. Hann tekur að kanna eyjuna nánar og kemst að því að hún er þrælgeislavirk. Upp úr því taka mál að þróast veðurfræðingnum heldur í óhag. Second Wind hefur upp á flest það að bjóða sem dyggir lesendur Dick Francis eiga að venjast. Í henni er enn ein sérlega vinaleg aðalper- sóna sem lesandinn á auðvelt með að samsama sig við þegar líður á söguna en sterkar aðalpersónur eru eitt af vörumerkjum Dick Francis. Atburðir sögunnar eru hæfilega spennandi þótt ekki séu þeir alltaf trúverðugir og framvindan hröð. Lýsingin á því þegar veðurfræð- ingarnir fljúga inn í óveðrið og lenda loks í auga bylsins er líklega besti kafli bókarinnar, sérlega myndrænn og dularfullur. Þar er Francis upp á sitt besta. Í auga fellibylsins ERLENDAR BÆKUR S p e n n u s a g a SECOND WIND Eftir Dick Francis. Jove Fiction 2000. 261 síða. Arnaldur Indriðason MYND janúarmánaðar í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, er eftir Júlíus Samúelsson og er hér um að ræða kynningarátak á myndlistar- mönnum Reykjanesbæjar á vegum markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Júlíus er fæddur 4. september 1969 í Keflavík og alinn þar upp til 10 ára aldurs. Síðan hefur hann búið víða, m.a. í Suður-Afríku í sex ár. Júlíus hefur málað frá árinu 1995. Hann sótti námskeið hjá Baðstof- unni og voru Sossa og Reynir leið- beinendur hans. Einnig stundaði hann nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur Eiríkur Árni verið leiðbeinandi hans síðustu árin. Júlíus hefur haldið tvær einkasýn- ingar og tekið þátt í tveimur samsýn- ingum og nú stendur yfir sýning í Matarlyst og gefst fólki kostur á að skoða hana í hádeginu. Júlíus er með vinnustofu á Vest- urgötu 9 í Reykjanesbæ og er hún opin eftir samkomulagi. Mynd mánaðarins í Kjarna Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette Stórsekkir Algengar tegundir fyrirliggjandi Útvegum allar stærðir og gerðir Tæknileg ráðgjöf Bernh. Petersen ehf., Ánanaust 15, 101 Reykjavík, sími 551 1570, fax 552 8575. Netfang: steinpet@simnet.is K O R T E R kemur þér beint að efninu! Dregur úr sykurlöngun og hungurtilfinningu. Hjálpar þér að halda línunum í lagi! Jurtir - Vítamín - Steinefn i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.