Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 45 OFT hefur sést á prenti og heyrst á öldum ljós- vakans að misskilnings gæti varðandi skilgrein- ingu á orðunum heiman- fylgja og heimanmund- ur. Svo virðist sem síðara orðið sé farið að standa fyrir bæði orðin sem er alrangt, enda mikill merkingarmunur þar á. Heimanmundur, var líka kallað kvonarmundur, var til forna eign eða verðmæti sem fjölskylda brúð- guma lagði fram þegar gifting son- arins átti sér stað. Brúðurin var því ,,mundi keypt“ eins og sagt var. Heimanfylgjan var hins vegar eign eða verðmæti sem fjölskylda brúð- arinnar lagði fram við giftingu dótturinnar. Þessi siður virðist hafa verið nokkuð svipaður um öll Norð- urlönd. Heimanfylgja var oftast helm- ingur af verðgildi heimanmundar sem gat verið allt frá lausagóssi, kvikfé, jarðarparti og upp í nokkr- ar jarðir en það fór eftir efnahag hverrar fjölskyldu. Aðalinnihald heimanfylgjunnar var þó brúðarkistan eða það sem hefur verið kallað á norsku ,,ut- styr“. Ungar stúlkur, jafnvel frá fermingu, fengu oft gefins kistil frá foreldrum sínum sem þær söfnuðu síðan hlutum í sem þær bjuggu til sjálfar, kistan innihélt því að lok- um, þegar að brúðkaupinu kom, ,,búsílag brúðarinnar í eigin handa- vinnu“, en það gat verið stór hluti af heimanfylgjunni. Í kistunni gat verið ýmislegt. Auk skartklæða á brúðina sjálfa var oft einn umgang- ur af öllu á rúm, dúkar, blúndur, vettlingar, sokkar og jafnvel ein- hver flík á lítið barn svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að settar voru skorður við því hversu dýrt skyldi meta klæðnað konu sem heim- anfylgju og lítur út fyrir að feður hafi viljað virða skartklæði dætra sinna ansi mikils úr því sett voru lög því til aðhalds. Það var nefni- lega kveðið á um það í lögum að klæði kvenna máttu ekki vera meira en þriðjungur heimanfylgj- unnar. Stundum var það þannig að stúlkur fengu löng frí frá vinnu til að útbúa sig fyrir brúð- kaup sitt þó eflaust hafi það átt frekar við hjá þeim efnameiri. Til er heimild um stúlku frá Sogni um að hún hafi fengið frí allan veturinn frá allri vinnu til að út- búa sig fyrir brúðkaupið sitt. Þá fékk hún frið til að spinna, prjóna, vefa og sauma alla daga og móðir hennar og systir hjálpuðu líka til. Síðan á öðrum eða þriðja degi brúðkaupsins sýndi brúðurin stundum brúðkaupsgestum allt það sem hún hafði búið til í kistilinn sinn. Það er því greinilegt að hann- yrðir hvers konar voru mjög mikils metnar hér áður eins og nú og mik- ið kapp lagt í að hafa vinnuna ná- kvæma og vandaða. Enda um hreint verðmæti að ræða fyrir brúðina og fjölskylduna þegar meta skyldi hvenær og hvort heim- anfylgjan skyldi teljast helmingur af verðgildi heimanmundar eins og það átti að vera skv. lögum svo gift- ing gæti farið fram. (Heimildir: Hogtider og minnedagar eftir Olav Bo og Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson.) Í janúar-Spuna er boðið uppá vesti úr tvöföldu Rondo-garni eða á prjóna nr. 15, hvorki meira né minna. Það geta því bókstaflega all- ir prjónað vesti á sig eða sína á einni kvöldstund. Þeir sem ekki kunna að prjóna eiga því nú ekki lengur til þá afsökun að geta ekki lært að prjóna því nú hefur enginn lengur efni á því að neita að læra þá einföldu en skemmtilegu list. Ein- faldara, fljótlegra og ódýrara getur það ekki verið, enda veitir okkur örugglega ekki að fara að spara svona rétt eftir jólin. Þær verða því aldeilis fljótar að fyllast brúðarkist- urnar núna ef vel er haldið á spöð- unum (prjónunum). Heimanfylgj- urnar fara fljótt að vaxa og dafna og nokkuð ljóst að tilvonandi brúð- gumar mega fara að hafa sig alla við að safna í sarpinn sinn, þ.e.a.s. heimamundinn, ef þeir ætla eiga einhverja möguleika á að krækja sér í kröftugar hannyrðakonur sem allar tengdmömmur elska!! Fljótprjónuð vesti úr tvöföldu grófu Rondo-garni Upplýsingar um hvar garnið fæst er í síma 565-4610 Hönnun: Auður Magndís Garn: Rondo. Fæst í 7 frískum lit- um 1. Vesti – tveir litir blandaðir sam- an: Ljósbrúnn nr. 2335: 2 dokkur Hvítur nr. 1002: 2 dokkur 2. Vesti – Rósbleikur nr. 4324: 4 dokkur. Stærð: Medium Yfirvídd: u.þ.b. 86 sm Sídd: u.þ.b. 40 sm Prjónar: Hringprjónn eða tveir prjónar nr. 15, Heklunál nr. 12. Prjónfesta í tvöföldu Rondo-garni: 6 lykkjur slétt prjón = u.þ.b.10 sm Ath: Hér er vestið prjónað í tveim stykkjum en hægt er að prjóna það í hring upp að höndum. Framstykki: Fitjið upp á prjóna nr. 15 með tvöföldu Rondo-garni 22 lykkjur. Prjónið einn garð neðst til að kanturinn rúllist ekki upp. Prjón- ið fram og til baka slétt prjón = slétt á réttu, brugðið á röngu. Ath. fallegt er að setja brugðnar lykkjur á rétt- Innihald heim- anfylgjunnar SPUNI HANDMENNT Umsjón: Bergrós Kjartansdóttir Skemmtileg vesti prjónuð á einni kvöldstund á sig eða sína. Nú hefur engin lengur efni á að prjóna ekki. Fyrirsætur eru Auður Magndís Leiknisdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn una hér og þar eins og sést á mynd. Prjónið u.þ.b. 30 umferðir eða þar til æskilegri sídd er náð. Síðustu tvær umferðirnar eru prjónaðar brugðnar á réttu. Fellið af. Bakstykki: Prjónað eins og fram- stykki. Frágangur: Leggið stykkin saman á réttunni og heklið hliðarnar saman með tvöföldu garni u.þ.b. 20 sm og síðan u.þ.b.10 sm á sitt hvorri öxl. Felið endana vel. www.mbl.is Stólpi fyrir Windows Kynning á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1, 4. janúar, kl. 16.00 -18.00 Kynnt verður ný útgáfa af Stólpa fyrir Windows og nær bókhaldskerfið nú til flestra þátta atvinnurekstrar. Einstaklega notendavænn viðskiptahugbúnaður í takt við tímann. Kerfið hefur alla sömu eiginleika og Word og Excel. Kerfisþróun ehf. byggir á fimmtán ára reynslu við gerð viðskiptahugbúnaðar og þjónar um 1500 viðskiptavinum á öllum sviðum atvinnulífsins. Um 100 fyrirtæki hafa nú þegar tekið Stólpa fyrir Windows í notkun. Hægt er að skoða kerfin á heimasíðu Kerfisþróunar:http://www.kerfisthroun.is Komdu, sjáðu og láttu sannfærast um hvernig upplýsingakerfi á að líta út. Helstu bókhaldskerfin frá Kerfisþróun: Fjárhagsbókhald, Skuldunautabókhald, Lánardrottnabókhald, Sölukerfi, Innheimtukerfi banka, Birgðakerfi, Vefverslun, Framleiðslukerfi, Verkbókhald, Launakerfi, Stimpilklukkukerfi, Tilboðskerfi, Bifreiðakerfi, Pantanakerfi, Tollkerfi, Útflutningskerfi og EDI samskipti. Fákafen 11 • Sími 568 8055 • Fax 568 9031 Netfang: kerfisthroun@kerfisthroun.is hefst 10. janúar nk. Kvöld- og helgarnám. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nuddfræðinga. Útskriftarheiti er nuddfræðingur. Upplýsingar og innritun í síma 897 2350 og 511 1085 virka daga kl. 13—17. Kynning í kvöld kl. 20 fyrir þá sem eru á eða hafa verið á námsbraut fyrir nuddara, eru heilbrigðisstarfsmenn eða hafa lokið prófgráðu af einhverju tagi. Nuddskóli Guðmundar, Hólmaslóð 4, Reykjavík. NUDDNÁM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.