Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR Íslendingar kannast nú orðið við Jóhönnu Guðrúnu sem gaf út diskinn 9 fyrir jólin, með ellefu skemmtilegum popplögum við ís- lenska texta. Söngkonan unga hefur vakið mikla athygli, en hún var bæði valin besti nýliðinn af Tónlistarverð- launum fólksins auk þess sem sala hefur náð gullplötusölu og á leiðinni í platínuplötu. Söngkonan unga hafði það náðugt í faðmi fjölskyldunnar ásamt heim- ilishundinum Hróki daginn eftir að hún tók við verðlaununum, þar sem hún kom fram og söng lagið „Strax“ við góðar undirtektir, en það var upphaflega með Sam Brown og hét þá „Stop“. Fríkað út með kústskaftið „Mér líður mjög vel og er mjög glöð með verðlaunin. Það var líka rosalega gaman í gær. Það er reynd- ar alltaf gaman að taka þátt í svona uppákomum jafnvel þótt maður vinni ekki neitt,“ segir Jóhann Guðrún og verður við ósk blaðamannsins um að segja frá því hvernig söngævintýrið allt hófst. „Ég hef verið syngjandi alveg síð- an ég var eins árs, en var aldrei beint að hugsa um það að verða söngkona. Ég bara söng, fríkaði út með kúst- skaftið af því að það var svo gaman,“ segir hún og hlær. „Síðan tók ég þátt í söngvakeppni á vegum Skífunnar í fyrra, þar sem við vorum tuttugu af hundrað sem komumst áfram, og þar lenti ég í sjötta sæti. María Björk, sem gefur út diskinn minn, spurði mig þá hvort ég ætlaði ekki að koma á námskeið og þá fór þetta að þróast. Ég fór á þrjú söngnámskeið í röð og í lok þess þriðja sagðist hún vera með smá- leyndarmál handa mér. Og þegar hún hringdi í mig og spurði hvort ég vildi syngja inn á plötu, þá sagði ég náttúrulega já.“ Jóhanna Guðrún segist hafa orðið mjög spennt en hafi reynt að róa sig niður. En hún var alveg óhrædd að takast á við þetta spennandi verk- efni. „Allt frá því að ég var lítil hef ég fengið rosalega mikla athygli þannig að það breytir engu, ég er vön at- hygli.“ Söngrósir og sjálfstæði Það fór mikil vinna í hönd hjá söngkonunni upprennandi, því hún vildi auðvitað hafa plötuna fulla af vinsælum og skemmtilegum lögum og helst eitthvað af uppáhaldslögun- um sínum. „Við María ákváðum öll lögin í sameiningu, þótt mamma og pabbi og fleiri í ættinni hafi komið með góð- ar hugmyndir. Mér finnst skemmti- legast að syngja „Strax“ og líka lagið „Mundu mig“. Í því lagi koma svona söngrósir rosa hátt aftarlega í laginu og upptökumaðurinn ætlaði að láta aðra bakraddasöngkonuna syngja þær. Þá móðgaðist ég bara og næst þegar ég kom í upptöku þá sagðist ég ætla að gera það sjálf og gerði það.“ Jóhönnu fannst rosalega gaman að vinna í stúdíóinu í þennan eina og hálfa mánuð sem upptökurnar stóðu í ágúst. „Það er voðalega gott að vinna með Maríu Björk og upptöku- mennirnir Pétur og Haffi voru sér- staklega skemmtilegir.“ Ekkert smá gaman! Það er auðvitað mikið ævintýri að vera nýorðin tíu ára einsog Jóhanna Guðrún og fá að reyna alla þessa spennandi hluti sem poppsöngkonur þurfa að takast á við. En hvað ætli sé skemmtilegast? „Mér finnst rosalega gaman að fara í myndatöku,“ segir Jóhanna Guðrún sem talar af reynslu. „Fyrst fannst mér það ekkert sérstakt en seinna þegar maður verður vanari og frjálslegri, þá myndast maður bara miklu betur. Það sama í vídeóupp- tökum, það var ekkert smá gaman! Í einu myndbandinu fékk ég fimm stelpur til að vera með mér til að dansa fyrir aftan mig. Það var rosa- lega gaman að hafa vinkon- urnar með og þeim fannst líka mjög gaman að taka þátt í þessu, en ég reyndi að velja þær sem hafa gaman að dansi og eru frjálslegar.“ Geri mitt besta Jóhanna Guðrún hefur einnig komið sér upp ágæt- is tækni, líkt og atvinnu- söngvarar hljóta að þurfa að hafa, til að koma í veg fyrir að verða stressuð á sviði. „Það er alveg rosalega gaman að syngja á tónleik- um,“ segir hún og minnist þess sérstaklega hversu gaman var að syngja með Strákunum á Borginni. „Stundum verð ég samt al- veg uppspennt en svo þeg- ar ég er komin á sviðið ákveð ég bara að gera mitt besta og þá verður þetta allt í lagi. Ef mér finnst ég vera að gleyma textanum þá reyni ég að sjá hann fyrir mér. Ég er með textamöppu með merkingum eftir mömmu, þar sem ég átti að anda eða aðrar leiðbeiningar, og rúlla því í gegn í huganum og man þá betur. Þannig að ég hef aldrei gleymt text- anum.“ En hvernig ætli það sé að vera bara allt í einu orðinn frægur? „Ég lít ekki á mig sem neina stjörnu,“ svarar Jóhann Guðrún. „Ég er bara venjulegir krakki.“ – Ertu ekki orðin barnastjarna? „Það verða aðrir að segja til um. Það getur vel verið að það sé rétt, en ég lít ekki á mig þannig.“ Jóhanna Guðrún segir að það sé búið að plana að gefa út aðra plötu, líklega um næstu jól, „en ég fer í frí þangað til þótt ég þurfi auðvitað að koma fram af og til.“ Og líklega verður lítið lát á söng hjá Jóhönnu Guðrúnu í framtíðinni. „Mig langar að læra söng, fara í nám, klára það og verða söngkona þegar ég verð fullorðin. Það er alltaf erfitt að segja til um hvað gerist í framtíðinni, en ég myndi vilja syngja popptónlist,“ segir söngkonan sem hefur mest gaman af því að hlusta á Whitney Houston. Bíður eftir Gerpi Og Jóhanna Guðrún situr ekki auðum höndum þegar hún er ekki að syngja á sviði eða í upptökuverinu, því hún á sér annað mjög stórt áhugamál. „Ég er búin að kaupa mér hest sem heitir Gerpir og er frá Mið- sitju í Skagafirði. Ég gat borgað fyrir hann sjálf með peningunum sem ég fékk af plötunni,“ segir Jóhanna glöð, en hún fór á reiðnámskeið fyrir tveimur árum þar sem hún lærði að umgangast hesta. „Ég er orðin vön hestum og get farið á stökk og brokk og skeið og allt það. Það er rosalega gaman og svo á afi minn hesthús hér rétt hjá, svo ég get alltaf skroppið þangað.“ En tamningu á Gerpi er að ljúka og kemur hann bráðum til nýja eig- andans sem hlakkar til að njóta þess að vera á hestbaki og umgangast hestinn sinn ásamt hundinum og tveimur eldri bræðum sínum sem eru orðnir fimmtán og tuttugu ára. – Ert þú prinsessan á bænum? „Uhmm... , það mætti eiginlega segja það,“ svarar Jóhanna Guðrún með semingi en brosir síðan prakk- aralega. Morgunblaðið/Þorkell Jóhanna Guðrún og vinur hennar Hrókur leika sér í herbergi söngkonunnar. Morgunblaðið/Þorkell Alltaf verið syngjandi Jóhanna Guðrún hefur slegið í gegn með nýju plötunni sinni 9. Hún segist þó bara vera venjulegur krakki þegar Hildur Lofts- dóttir spyr hana hvort hún sé barnastjarna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nýliðinn Jóhanna Guðrún syngur lagið „Strax“ á Tónlistarverðlaunum fólksins. Hvaðan ertu eiginlega? (What Planet Are You From?) G a m a n m y n d  Leikstjóri: Mike Nichols. Handrit: Garry Shandlin og Michael Leeson. Aðalhlutverk: Garry Shandling, Annette Bening, John Goodman, Greg Kinnear, Ben Kingsley. (104 mín.) Bandaríkin. Skífan, 2000. Myndin er öllum leyfð. HAROLD Anderson er enginn venjulegur maður því hann er reynd- ar geimvera sem er send til jarðar til þess að frjóvga konu til þess að pláneta hans geti smám saman tekið yfir jörðinni. Hann fer í gegnum geim- veruskóla reynsl- unnar og er útbú- inn með mjög hljómmikinn getn- aðarlim. Þetta er nokkurn veginn allur söguþráður kvikmyndarinnar Hvaðan ertu eig- inlega? Garry Shandling var á sínum tíma með einn besta gamanþátt sem Íslendingar hafa ekki séð en sá heitir „The Larry Sanders Show“ og er hann mjög fínn í þessari mynd, þó ekki eins stórkostlegur eins og í þáttunum. Bestu senur myndarinnar eru með John Goodman sem leikur eftirlitsmann flugvéla sem er viss um að Anderson sé geimvera þótt allir aðrir telji hann brjálaðan. Einnig eru Kingsley og Kinnear góðir í sínum senum. Bening er þolanleg í hlut- verki sínu en það er ekki henni að kenna að persóna hennar sé svona leiðinleg. Nichols hefur gert margar betri myndir en þetta er alls ekki hans versta mynd. Ottó Geir Borg MYNDBÖND Karlmenn eru frá Mars Furðuland (Strangeland) H r y l l i n g s m y n d  Leikstjóri: John Pieplow. Handrit: Dee Snider. Aðalhlutverk: Dee Snider, Kevein Gage og Robert Englund. (84 mín.) Bandaríkin, 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. HÉR ER á ferðinni mynd sem í fyrstu virðist ætla að skipa sér í flokk færibandaframleiddra fjölda- morðingjamynda en sýnir svo á sér nokkrar óvæntar hliðar og rís fyrir vikið örlítið upp úr meðalmennskunni. Sagt er frá líkams- listamanni sem safnar unglingum í búrum heima hjá sér með það að markmiði að endurmóta líkama þeirra með óhugnanlegum hætti. Framvindan er þó með undarlegasta móti, og skiptir algjörlega um stefnu um miðbikið. Þessi hvörf sem eiga sér stað gera hana áhugaverðari en ella en myndin er afsprengi Dees Sniders, söngvara þungarokkssveit- arinnar Twisted Sister, en hann leik- ur, framleiðir og skrifar handritið. Óhætt er að mæla með henni við sanna hryllingsfíkla. Heiða Jóhannsdótt ir Vondur líkamslista- maður                !!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.