Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á AÐEINS einu ári hefur næstum tekist að útrýma heilahimnubólgu af C-stofni í Bretlandi. Var það gert með umfangsmikilli bólusetn- ingu sem kostaði nokkuð á þriðja milljarð ísl. kr. Ekki hefur þó enn tekist að framleiða bóluefni við heilahimnubólgu af B-stofni en hún er öllu algengari en sú af C-stofni. Kom þetta fram í breska dag- blaðinu Daily Telegraph í gær sem sagði, að von væri á yfirlýsingu um þetta frá breska heilbrigðisráðu- neytinu. Að sögn Haralds Briem sóttvarnalæknis er nú verið að skoða hvort sams konar bólusetn- ing verði hafin hér á landi. Enginn heilahimnubólgufaraldur kom upp í breskum skólum á síð- asta ári og áætlað er, að lífi 25 barna, unglinga og ungs fólks hafi verið bjargað með bólusetningunni. Hefur sjúkdómstilfellum meðal unglinga á aldrinum 15 til 17 ára fækkað um 90% og um 82% meðal barna sem eru yngri en ársgömul. Er þessi árangur kallaður „krafta- verk“ sem jafnist aðeins á við þann árangur sem náðist í baráttunni við lömunarveikina á sjötta áratug síð- ustu aldar. Sérfræðingar breska heilbrigðis- ráðuneytisins líkja bólusetningunni við „leifturstríð“ og segja, að heila- himnubólga af C-stofni muni verða æ sjaldgæfari. Þá er einnig fullyrt, að einsdæmi sé, að jafnmikill ár- angur náist á jafnstuttum tíma en fólk er almennt mjög hrætt við heilahimnubólguna vegna þess, að oft er hún ekki réttilega greind í fyrstu þegar börnin veikjast. Dr. George Kassianos, talsmaður Félags breskra heimilislækna, seg- ir, að þessi mikli árangur hafi náðst vegna þess, að allir hafi lagst á eitt, heilbrigðisyfirvöld, læknar, fram- leiðendur og dreifingarfyrirtæki. Segir hann, að ekki sé vitað um jafngóðan árangur annars staðar. Kassianos segir, að á árunum 1998 til 1999 hafi 1.530 manns sýkst af heilahimnubólgu C. 150 hafi látist, þar af 40 unglingar. Yf- irleitt verður sjúkdómurinn einum af hverjum tíu að bana. Bólusetningin hófst í nóvember 1999 og síðan hafa verið notaðar um 18 milljónir skammta. Höfðu ungabörn og elstu unglingarnir forgang enda eru þessir hópar taldir eiga mest á hættu. Aðrir hópar hafa síðan komið inn og er nú búið að bólusetja alla sem eru 18 ára og yngri. Hér eftir mun bólusetningin því aðeins beinast að ungabörnum. Heilbrigðisyfirvöld leggja eftir sem áður mikla áherslu á, að fólk sé vel á verði enda sé ekki enn búið að finna bóluefni við heilahimnu- bólgu af B-stofni. Er það afbrigði raunar algengara í Bretlandi en C- afbrigðið, eða um helmingur tilfella á móti þriðjungi. Síðasti stóri faraldurinn á Íslandi 1974 Haraldur Briem sóttvarnalæknir sagði í gær í viðtali við Morgun- blaðið, að hér á landi væru heila- himnubólgutilfellin 10 til 12 á ári og um helmingur af hvorum stofni. Síðasti stóri faraldurinn hér hefði verið 1974 og hefði þá verið um að ræða B-stofn. Sagði Haraldur, að verið væri að kanna hvort hafist yrði handa við bólusetningu við C- stofninum. Árangur af baráttu Breta við heilahimnubólgu C Hefur næstum verið útrýmt á einu ári London. Daily Telegraph. Ekkert bóluefni er þó enn til við heilahimnubólgu B sem er öllu algengari JEAN-Christophe Mitterrand, sonur Francois heitins Mitterrand Frakk- landsforseta, verður að dúsa áfram í fangelsi vegna þess, að hann á ekki fyrir tryggingunni. Skýrðu lögfræðing- ar hans svo frá í gær en Mitterrand er sakaður um ólöglega vopnasölu. Mitterrand var fangelsaður 21. des- ember sl. en í fyrra- dag úrskurðaði dóm- ari, að láta mætti hann lausan úr hinu illræmda Sante-fangelsi í París gegn tryggingu. Er hún óvenjuhá eða rúmlega 60 millj. íslenskra króna. Einn lögfræðinga Mitterrand sagði, að líkja mætti ákvörðun dómarans við fjárkröfur mannræningja og annar sagði, að engin leið væri að útvega þetta fé. Þess vegna yrði Mitterrand að vera áfram í fangels- inu. Ólögleg vopnasala og fjárdráttur Jean-Christophe Mitterrand er grunaður um ólöglega vopnasölu og einnig um að hafa dregið sér fé í sambandi við sölu á miklu af rúss- neskum vopnum til Angóla snemma á síðasta áratug. Var hann ráðgjafi föður síns, Mitterrand forseta, í mál- efnum Afríku á árunum 1986 til 1992 og fékk þá viðurnefnið „Pabbi sagði mér“ (Papa-m’a-dit) vegna þess hve oft hann vitnaði til orða föður síns. Hefur hann viðurkennt að vopnasal- inn Pierre Falcone, sem er einnig til rannsóknar, hafi greitt rúmlega 150 millj. kr. inn á reikning sinn í Sviss en það hafi verið fyrir aðstoð við ol- íusölu, löglega milliríkjasamninga. Treysta á frávísun Lögfræðingar Mitterrand og Falcone vonast til, að málinu gegn þeim verði vísað frá vegna alvarlegs brots eins rannsóknardómaranna. Segja þeir, að hann hafi breytt og fært aftur í tímann dagsetningu á úrskurði um, að rannsókn á málinu skyldi aukin en það var á grundvelli úrskurðarins, sem þeir Mitterrand og Falcone voru flæktir í málið. Þá segja þeir, að jafnvel þótt einhver vopnasala hafi átt sér stað, sé hún ekki mál franskra yfirvalda vegna þess, að engin vopn hafi farið um Frakkland. Þá sé fjárdráttarkæran marklaus vegna þess, að fyrirtækið, sem hún snertir, sé skráð á bresku eynni Mön. Sonur Mitterr- ands verður áfram í fangelsi Má ganga laus en segist ekki eiga fyrir tryggingunni París. Reuters. Reuters Francois heitinn Mitterrand, forseti Frakk- lands, ásamt syni sínum, Jean-Christophe. SAUTJÁN ára breskur fram- haldsskólanemi, Adam Hugh- es, hafði ekki verið lengi í starfskynningu í prentsmiðju þegar hann tók sig til og end- urskipulagði sölu- og markaðs- mál fyrirtækisins og bjargaði því þar með frá gjaldþroti. Hughes kom upplýsingum um fyrirtækið á Netið en það hafði áður eingöngu notast við gamaldags aðferðir eins og síma og bréfaskipti. Þessi breyting var svo áhrifarík að prentsmiðjan fékk stórar pantanir um leið frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Mikil umskipti Martin Mulligan, fram- kvæmdastjóri prentsmiðjunn- ar, sagði að hún hefði barist í bökkum áður en Adam Hugh- es kom til sögunnar. Breyting- arnar hefðu hins vegar verið afar áhrifaríkar. „Við fengum pöntun frá Ameríku að verð- mæti 70.000 pund [nær níu milljónir króna] og við gerum ráð fyrir að ná yfir milljón dollurum [85 millj. ísl. kr.] veltuaukningu út á pöntunar- kerfið sem Adam á allan heið- ur af.“ Mulligan var svo hrifinn af Adam, sem lýkur námi í kaþ- ólska framhaldsskólanum St. Edwards College í Liverpool í vor, að hann bauð honum stöðu yfirmanns markaðsmála fyrir- tækisins í Bandaríkjunum. Adam hyggst hins vegar halda sínu striki og hefja nám í arkitektúr í háskólanum í Liv- erpool. Bjargaði fyrirtæki frá gjald- þroti The Daily Telegraph. Breskur framhalds- skólanemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.