Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR4.JANÚAR2001 MORGUNBLAÐIÐ Ég á góðar minning- ar um marga sam- ferðamenn. En fáir hafa orðið mér kærari og minnisstæðari en Björn Fr. Björnsson, sýslumaður Rangæinga í 40 ár, flokksbróðir minn og samþingsmað- ur í nærri hálfan annan áratug, öðl- ingsmaður og höfðingi. Það tók okkur Björn varla meira en fimm mínútur að verða góðir mál- vinir vorið 1960 í kaffistofu Alþingis og úr því trúnaðarvinir í 40 ár. Nú er þessi góði samferðamaður fallinn í valinn, enda aldraður og hlaut að bú- ast við ævilokunum fyrr en síðar. Björn sýslumaður var með sanni vel á sig kominn um það sem mann má prýða. Hann var atorkusamur, skarpur til skilnings og skynjunar, ungur í anda þótt kominn væri á tí- ræðisaldur þegar lífsleiðin var á enda. Eins og hann fæddist á fyrsta tug 20. aldar lifði hann til aldarloka má segja, sannur 20. aldar Íslend- ingur, sem lá ekki á liði sínu að gera þá öld að blómaskeiði íslenskrar þjóðarsögu, hvað sem líður sögu mannkynsins að öðru leyti með ógn- þrungnum heimsstyrjöldum, fótum troðnum mannréttindum og útrým- ingarherferðum. Björn Friðgeir Björnsson var ekki borinn til frama og forustu fyr- ir ætt og uppruna. En hann naut þeirrar aðstöðu, sem fylgt hefur 19. og 20. aldar mönnum, að geta brotið af sér hlekki stéttbundinna réttinda, komast til áhrifa, ryðja brautir til jafnaðar og jafnréttis. Upplag hans hneig í þessa átt. Hvað það snertir lét hann til sín taka með athöfnum og eftirdæmi sem sýslumaður, al- þingismaður og lögfræðingur. Mannréttindamál, réttarfars- og dómsmál voru Birni hugstæð. Vert væri að rekja nánar viðhorf hans og tillögur í þeim efnum, en ég get þeirra aðeins lauslega í þessari stuttu vinarkveðju. Vinátta okkar Björns var ekki einungis bundin við það sem saman fór um skoðanir okkar á samfélags- BJÖRN FR. BJÖRNSSON ? Björn Fr. Björns- son fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1909. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 21. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 3. janúar. málum hvers konar, virðingu fyrir siðmann- legum samskipta- reglum og tillitssemi við náungann. Við lét- um ekki standa upp á okkur um siðfágun. En við höfðum líka rúm fyrir ýmislegt sem var utan og ofan við (eða neðan við) virðuleika og alvöru. Slíkt fram- ferði (reyndar sakleys- ið uppmálað) er að sjálfsögðu aðeins fyrir innvígða. Í slíkum vinahópi var Björn manna glaðastur, lét ýmis snjallyrði fjúka, þ. á m. beinskeyttar athuga- semdir um menn og málefni. Björn kunni vel að meta „slæman kveð- skap“ eins og umvöndunarsamir menn fyrrum kölluðu skringilegar vísur og samdi sjálfur ágætar „búr- leskur“ eins og þessa: Ó, að ég væri úti í Pest með eina flösku af víni, skoskan hatt og skjóttan hest, skyldi ég deyja úr gríni. Eins og Björn var reglusamur og réttsýnn embættismaður, sem tók alvarlega hvert það hlutverk sem honum var falið, var hann glaður á góðri stund og ekki djúpt á græsku- lausum æringjanum. Og nú eru leið- arlok. Frú Ragnheiði Jónsdóttur, eftir- lifandi eiginkonu Björns sýslu- manns, sendi ég hugheila samúðar- kveðju okkar Ólafar Auðar, svo og börnum og barnabörnum. Sem vandamenn syrgja góðan heimilis- föður og forsjármann söknum við vinar í stað. Ingvar Gíslason. Í dag er kvaddur hinstu kveðju Björn Fr. Björnsson, sýslumaður og alþingismaður um langt árabil. Og þótt þessi merki samferðamaður hafi lifað langan dag og verið orðinn hvíldar þurfi, þá fer ekki hjá því að hann sé kvaddur með söknuði og trega af öllum þeim sem þekktu hann vel og áttu hann að samstarfs- manni og vini um langan aldur. Slík- ur maður sem Björn markaði spor og skilur eftir sig stórt og ófyllt skarð í hugum samferðamanna sinna. En fögur minning um merkan mann og góðan dreng lifir áfram með okkur og bregður birtu og hlýju yfir kveðjustundina. Björn kom sér ungur til mennta með dugnaði og ósérplægni og lauk stúdentsprófi 1929 og prófi í lögum 1934. Vann hann síðan við ýmis lög- fræðistörf um skeið í Reykjavík og víðar. Hann var settur sýslumaður í Árnessýslu 1936–37 og gerðist í framhaldi af því sýslumaður í Rang- árvallasýslu og gegndi því embætti til 1977 eða í 40 ár samfleytt. Þá var hann alþingismaður fyrir Rangár- vallasýslu og síðar Suðurlandskjör- dæmi um langt árabil, auk fjöl- margra annarra trúnaðarstarfa. Svo sem að líkum lætur, hlaut hann að hafa margvísleg afskipti af öllum helstu framfaramálum á Suðurlandi og alveg sérstaklega í Rangárþingi sem sýslumaður og oddviti sýslu- nefndar og alþingismaður. Hann gerði sér snemma ljóst að öruggasta leiðin til aukinna framfara og feg- urra mannlífs var að efla möguleika fólks til menntunar á sem breiðust- um grundvelli. Frá öndverðu var það því helsta áhugamál hans að skapa skilyrði til framhaldsnáms á heimaslóðum sem mundi opna sem flestum leið til aukinnar menningar og þroska. Þegar svo að því kom að heimilað var að stofna nýjan héraðsskóla inn- an Rangárvalla- og V. Skaftafells- þings greip hann tækifærið fagn- andi og vann að því öllum árum að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. En ráðamönnum héraðanna var á þeim tíma nokkur vandi á höndum vegna kostnaðar og þá ekki síður með staðarval fyrir væntanlegan framhaldsskóla, því að sitt sýndist hverjum í því efni. En það sem leysti vanda Rangæinga og V. Skaftfell- inga var höfðingleg gjöf ábúenda og eigenda að jörðinni Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum sem skólaseturs árið 1944. Má segja að sú ágæta gjöf kæmi líkt og himnasending, því að bæði er staðurinn mikill og fagur og liggur auk þess nærri sýslumörkum sem teljast mátti augljóst hagræði eins og málin stóðu. Samþykktu sýslunefndir beggja sýslna að taka góðu boði og þar með var vandinn um staðarval væntanlegs fram- haldsskóla leystur. Björn Fr. Björnsson gegndi for- mennsku í framkvæmda- og bygg- ingarnefnd og vann ötullega að framgangi málsins. Á árunum 1946– 49 risu fyrstu skólahúsin í Skógum hvert af öðru og þrátt fyrir peninga- leysi á stundum og vöruskort eft- irstríðsáranna þokaði Björn ásamt samstarfsmönnum sínum verkinu áfram með miklum dugnaði og út- sjónarsemi og sá öllu vel borgið. Björn var svo skipaður sem formað- ur skólanefndar, þegar Skógaskóli tók til starfa haustið 1949. Gegndi hann síðan því embætti til 1977 og vakti yfir velferð og viðgangi þess- arar menntastofnunar með ráðum og dáð. Var það ekki síst heilla- drjúgri forystu hans að þakka að skólastarfið í Skógum gekk vel og naut þessi menntastofnun jafnan mikils álits og virðingar heima fyrir sem út í frá. Þá skal því ekki gleymt að geta um góðan þátt Björns í stofnun og viðgangi Byggðasafnsins íSkógum, en það hefur með árunum orðið eitt mesta og kunnasta minja- safn landsins. Einnig gekkst hann fyrir stofnun Tónlistarskóla Rang- æinga, enda mikill áhugamaður um söng og hljómlist og lék sjálfur ágætlega á hljóðfæri. Björn Fr. Björnsson naut jafnan mikils álits og virðingar allra þeirra sem til hans þekktu og áttu við hann samskipti. Honum var líka sýndur margvíslegur sómi. Meðal annars var hann heiðursfélagi í Dómara- félagi Íslands og Sýslumannafélagi Íslands, en í báðum þeim félögum hafði hann áður gegnt formennsku. Þá var hann sæmdur frönsku heið- ursmerki sem og riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, svo að eitthvað sé nefnt. Ég vil nú á kveðjustund þakka Birni Fr. Björnssyni fyrir langa og góða samfylgd, alla tryggð og vin- áttu og árna honum heilla á eilífð- arvegum. Fyrir mér og fjölskyldu minni var Björn ekki aðeins emb- ættismaður og forystumaður í hér- aði, heldur ekki síður einlægur og traustur vinur sem alltaf var jafn- ánægjulegt að sækja heim eða fá í heimsókn og deila geði með á góðum stundum. Minningin um vináttu þessa góða drengskaparmanns mun fylgja okkur og ylja á ókomnum ævi- stundum. Við hjónin og börn okkar kveðjum nú góðan vin með söknuði um leið og við sendum eiginkonu hans, dætrunum tveimur og sonun- um þremur sem og vandafólki þeirra öllu einlægar samúðarkveðj- ur. Megi góður guð styrkja þau á sorgarstund. Blessuð sé minning Björns Fr. Björnssonar. Jón R. Hjálmarsson. Látinn er á háum aldri Björn Fr. Björnsson, fyrrverandi sýslumaður og alþingismaður, eftir farsælan æviferil. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Fyrir og um miðja öldina lá leið mín oft í sýslumannshúsið á Hvols- velli vegna vinskapar við son Björns, Gunnar. Þau Gunnar og Guðrún systir hans voru skólafélagar mínir í barnaskóla og raunar lengur og fermingarsystkin. Á þessu góða heimili átti ég ævinlega vinum að mæta. Húsmóðirin Margrét, sem lést langt um aldur fram, var ein- staklega barngóð og gæddi okkur á ýmsu góðgæti í eldhúsinu milli þess sem við lékum okkur innanhúss og utan. Má með sanni segja að þarna hafi verið manns annað heimili á æsku- og uppvaxtarárunum. Svo háttaði til að í húsinu var einnig skrifstofa sýslumanns svo að oft var margt um manninn og veit ég að margir þeir sem komu um langan veg á sýsluskrifstofuna þáðu kaffi- sopa í eldhúsinu hjá Margréti. Þótt samskipti mín væru eðlilega meiri á þessum árum við húsmóðurina á heimilinu var samt oftast stutt í sýslumanninn, sem vék sér að okkur börnunum og sagði eitthvað skemmtilegt eða hvatti til dáða. Ekki man ég betur en að fyrstu spor okkar Gunnars í skáklistinni hafi verið stigin við nærveru föður hans, en Björn var áhugamaður um skák og hafði m.a. verið formaður Tafl- félags Reykjavíkur. Þá var ekki ónýtt að fá forsmekkinn að tónlist snillinganna, Mozarts, Beethovens og Schuberts, sem Björn lék á pí- anóið sér til hugarhægðar, en hann var mikill áhugamaður um tónlist og kunni ýmislegt fyrir sér á því sviði. Á þessum árum, þegar ekki voru at- vinnumenn í tónlist í sveitum lands- ins, naut fólkið gjarnan leiðsagnar þeirra sem liðtækir voru á tónlist- arsviðinu og var Björn oft fenginn til að æfa og leika undir hjá söngfólki við undirbúning einhverrar upp- ákomu í sveitinni. Eins gat hann leyst organistann í Stórólfshvols- kirkju af, ef því var að skipta. Það var því engum blöðum um að fletta, að þarna var á ferðinni hæfileikarík- ur menntamaður, sem margt var til lista lagt, enda bar maður mikla virðingu fyrir þessu góða fólki. Á þessu heimili var þannig margt að læra, sem ég veit að komið hefur að góðum notum seinna á lífsleiðinni. Þráðurinn við fjölskyldu Björns sýslumanns slitnaði aldrei, hvað þá vinátta okkar Gunnars, en í hönd fóru námsár fjarri heimabyggð, svo að ferðunum í sýslumannshúsið fækkaði eðlilega. Það var svo að loknu lagaprófi að leiðin lá á ný í sýslumannshúsið og nú ekki sem gestur heldur starfsmaður, fulltrúi sýslumanns heitir það. Fyrir mér rifjaðist upp að margt var enn óbreytt innanhúss, en Margrét sýslumannsfrú var horfin sjónum okkar. Í húsið var komin önnur góð kona, Ragnheiður Jónsdóttir, sem ávallt hefur borið Björn á höndum sér. Starfsaðstaða mín var í fyrst- unni í borðstofunni, enda hafði fólk- inu fjölgað í sýslunni og umsvif emb- ættisins aukist að sama skapi svo að skrifstofurnar rúmuðu ekki lengur starfsemina. Þá þótti sýslumanns- hjónunum sjáfsagt að leggja íbúðina einnig undir skrifstofuhaldið. Þarna vann ég með góðu fólki og reyndist Björn hinn besti húsbóndi. Þótt störf hans á þessum tíma á skrifstof- unni væru ekki samfelld vegna setu hans á Alþingi kom hann á þingtím- anum ævinlega heim um helgar og hellti sér í fyrirliggjandi verkefni embættisins. Hann var afkastamik- ill og kom miklu í verk og var það einstaklega góður skóli fyrir nýút- skrifaðan lögfræðing að fylgjast með störfum hans og læra af langri reynslu hans sem embættismanns. Var það raunar sá grunnur sem lagður var fyrir ævistarf þess sem þessar línur ritar. Urðu kynni okkar Björns nánari og með öðrum hætti á þessum árum þegar ég var fulltrúi hans, eins og gefur að skilja, og hafa haldist svo allar götur síðan. Hann hafði m.a. þann einstaka hæfileika, sem of fáum er gefinn, að sjá björtu hliðarnar á lífinu og geta í sviphend- ingu komið með hnyttnar athuga- semdir um menn og málefni, sem vöktu mikla kátínu viðstaddra. Hann reyndist mér eins og ég veit að hann reyndist mörgum þeim sem kynntust honum tryggur og vin- veittur, svo að minningarnar um hann eru allar góðar og munu varð- veitast í huga okkar. Ég og fjölskylda mín sendum vin- um okkar, ástvinum Björns Fr. Björnssonar, innilegar samúðar- kveðjur og þökkum jafnframt tryggð og vináttu gegnum tíðina. Blessuð sé minning mæts samferða- manns. Rúnar Guðjónsson. Mér þykir ástæða til að kveðja vin minn, Björn Fr. Björnsson, nokkr- um orðum nú þegar hann hefur haldið yfir móðuna miklu. Í febrúar 1967, þegar ekki var nema mánuður liðinn frá því að ég gekk frá próf- borðinu sem lögfræðingur, lá leið mín austur í Rangárvallasýslu þar sem ég réðst sem fulltrúi hjá Birni á sýsluskrifstofunni á Hvolsvelli. Hann bráðvantaði aðstoðarmann því að hann var mjög önnum kafinn í tvöföldu starfi, annars vegar sem sýslumaður og hins vegar sem þing- maður Suðurlandskjördæmis. Við- dvöl mín austur í sýslu stóð að vísu ekki nema sex mánuði því að um haustið hélt ég til framhaldsnáms erlendis. En hún hefur löngum verið mér minnisstæð, eins og hún hafi tekið yfir miklu lengri kafla ævi minnar. Þessi stutti tími nægði til þess, að með okkur Birni tókst ævi- langt samband kunningskapar og vinátta. Ævi Björns Fr. Björnssonar spannaði næstum alla öldina síð- ustu, sem vissulega var skeið mikilla breytinga hér á landi sem annars staðar. Menn sem upplifa svo miklar breytingar verða eðlilega mjög víð- sýnir og öðlast jafnaðargeð heim- spekingsins. Skömmu eftir að Björn Fr. lauk embættisprófi, á fjórða ára- tugnum, lá leið hans austur í Rang- árvallasýslu þar sem hann var sýslu- maður í rúm 40 ár. Hafa það eflaust verið talsverð viðbrigði eftir til- breytingaríkt líf æskuáranna í Reykjavík að flytjast búferlum aust- ur fyrir fjall, þar sem vísar klukk- unnar mjökuðust ólíkt hægar en í ys og þys borgarinnar við sundin. Austur í sýslu gat Björn sér orð sem velviljað yfirvald er hvers manns vanda vildi leysa. Brátt kom og að því, að honum var fengið hlut- verk í stjórnmálum. Á þeim vett- vangi kom í hlut hans glíma við Ing- ólf Jónsson kaupfélagsstjóra á Hellu. Að kljást við svo öflugan and- stæðing var auðvitað ekki auðvelt en frá því komst Björn klakklaust. Hann kom stutta stund inn á Alþingi á sumarþingum 1942 og 1959 en varð að lokum þingmaður Suður- landskjördæmis 1959 og sat á þingi í 15 ár, sem verður að teljast dágóður tími. Í málstofunni við Austurvöll tók hann sjaldan til máls en lagði jafnan gott til mála er til framfara máttu horfa. Tók hann sárasjaldan þrönga flokkslega afstöðu. Skýring- in á því var og sú, að Björn var svo menningarlega sinnaður, að honum var fjarri að dragast inn í dægur- þras. Að vallarsýn var Björn mikill vexti og mikilúðugur, dökkur á brún og brá og gránaði lítt þótt aldurinn færðist yfir hann. Þess vegna hefði hann alveg eins getað átt ættir að rekja suður í lönd. Hann var og fjöl- hæfur atgervismaður með mörg og ólík áhugasvið sem alla tíð naut lífs- ins jafnt í leik sem starfi. Hann var einkar orðhagur maður og átti mjög létt með að tjá sig. Var því oft G4DGF3GF0G69G72 G6FG6BG6BG61G72G2C G74G65G6EG67G64G61G6DGF3GF0G69G72 G6FG67 G61G6DG6DG61G2C G49G4EG47G49G42G4AGD6G52G47G4AGD3G4EG41 G4AGD3G4EG53G44GD3G54G54G49G52G2C G56G61G74G6EG73G68G6FG6CG74G69G34G2C G52G65G79G6BG6AG61G76GEDG6BG2C G76G65G72GF0G75G72 G6AG61G72GF0G73G75G6EG67G69G6E G66G72GE1 G48GE1G74G65G69G67G73G6BG69G72G6BG6AG75 G66GF6G73G74G75G64G61G67G69G6EG6E G35G2E G6AG61G6EGFAG61G72 G6BG6CG2E G31G30G2EG33G30G2E G56G69G6CG64GEDG73 G47G75GF0G6DG75G6EG64G73G64GF3G74G74G69G72G2C G4AGF3G6E G49G6EG67G69G47G75GF0G6DG75G6EG64G73G73G6FG6EG2C G53G69G67G72GEDGF0G75G72G48G65G6CG67G61GDEG6FG72G73G74G65G69G6EG73G64GF3G74G74G69G72G2C G47G75GF0G72GFAG6E G45G6CGEDG73G61G62G65G74G47G75GF0G6DG75G6EG64G73G64GF3G74G74G69G72G2C G53G6BG61G72G70G68GE9GF0G69G6EG6E G48G61G72G61G6CG64G73G73G6FG6E G6FG67 G62G61G72G6EG61G62GF6G72G6EG2E G41G6CGFAGF0G61G72GFEG61G6BG6BG69G72 G66GE6G72G75G6D G76G69GF0 GF6G6CG6CG75G6D GFEG65G69G6DG2C G73G65G6D G73GFDG6EG74 G68G61G66G61 G6FG6BG6BG75G72 G73G61G6DGFAGF0 G6FG67 G76G69G6EG61G72G68G75G67 G76G69GF0 G61G6EG64G6CGE1G74 G6FG67 GFAG74G66GF6G72 G47G55G4EG4EG41G52G53 G49G4EG44G52G49GD0G41G53G4FG4EG41G52 G62G69G66G72G65G69GF0G61G73G74G6AGF3G72G61 G66G72GE1 G4CG69G6EG64G61G72G62G72G65G6BG6BG75G2E G4BG72G69G73G74G76G65G69G67 GC1G72G6EG61G64GF3G74G74G69G72G2C G47G75G6EG6EG61G72 GD3G6DG61G72 G47G75G6EG6EG61G72G73G73G6FG6EG2C G48G72G61G66G6EG68G69G6CG64G75G72 G53G74G65G6CG6CG61 G53G69G67G75G72GF0G61G72G64GF3G74G74G69G72G2C GC1G72G6EG69 G47G72GE9G74G61G72 G47G75G6EG6EG61G72G73G73G6FG6EG2C G4DG61G72G67G72GE9G74 G53G69G67G75G72GF0G61G72G64GF3G74G74G69G72G2C G48G6CGE9G64GEDG73 G47G75G6EG6EG61G72G73G64GF3G74G74G69G72 G6FG67 G62G61G72G6EG61G62GF6G72G6EG2E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.