Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi Lestrarskólinn Ný átta vikna námskeið hefjast 15. janúar 2001 A) Fimm ára börn: Lestrarnámskeið fyrir fimm ára börn. Námið getur líka hentað lítið eitt yngri börnum. Kennt verður fyrir hádegi fjóra daga í viku, 30 mínútur í senn. Hámarksfjöldi í hópi: fimm börn. B) Nýbúar: Byrjendanámskeið fyrir nýbúa í lestri og íslensku máli. Farið verður vandlega yfir íslenska hljóðkerfið, framburður æfður og lestur þjálfaður á hæfilega þungum textum. Kennt verður síðegis tvisvar í viku, 90 mínútur í senn. Hámarksfjöldi í hópi: sex nemendur. Nánari upplýsingar og innritun í símum 554 2337 og 696 2834 Netfang: helgasd@mi.is. HINIR árlegu Vínartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar Íslands verða í kvöld klukkan 19.30 í Laugardalshöll- inni. Tónleikarnir, sem verða endur- teknir á morgun, föstudag, klukkan 19.30 og aftur á laugardag klukkan 17 eru liður í grænni áskriftarröð Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Stjórn- andi á tónleikunum er Peter Guth sem oft hefur stjórnað Vínartónleik- um hér og þykir einn af bestu Vín- arstjórnendum sem völ er á. Á tónleikunum kemur fram ung söngkona, Arndís Halla Ásgeirsdótt- ir sem um þessar mundir er fastráðin við óperuhúsið í Neustrelitz í Þýska- landi. Einnig tekur Kór Íslensku óper- unnar þátt í Vínartónleikunum og heyrst hefur að félagar úr kórnum muni einnig sýna þar óvænta fótatil- burði. Einsöngvarinn, Arndís Halla Ás- geirsdóttir, kemur frá Berlín til þess að syngja á Vínartónleikunum, en hún býr bæði í Berlín og Neustrelitz. Eftir að hún lauk námi við Listahá- skólann í Berlín, var hún ráðin á fast- an samning hjá Komische Oper í Berlín og var þar í tvö leikár en skipti þá yfir til Neustrelitz. „Í Berlín fékk ég aðallega minni en þurfti að æfa mig í stærri hlutverkum og flutti mig því yfir í Óperuhúsið í Neustrelitz,“ segir Arndís Halla sem ennþá syngur þó gestahlutverk í Komische Oper í Berlín. „Ég fór yfir í þetta litla hús – sem er eitt af þremur húsum sem voru til- nefnd sem bestu óperuhús ársins í Þýskalandi – og hef fengið flott hlut- verk þar. Ég var gestur í tveimur sýningum þar síðastliðið vor en var fastráðin þar í haust.“ Stór hlutverk í Þýskalandi Í Neustrelitz hefur Arndís Halla meðal annars sungið Súsönu í Brúð- kaupi Fígarós, Frau Fluth í Kátu konunum frá Windsor, Mí í Hlátur- landinu og er núna að byrja að æfa Næturdrottninguna í Töfraflautunni sem frumsýnd verður í apríl. Samn- ingi Arndísar við Óperuhúsið í Neustrelitz lýkur í vor og þegar hún er spurð hvort hún ætli að vera þar áfram, segist hún ekki vera viss. „Staðan er opin og ég þarf að ákveða hort ég ætla að vera þar áfram. Það hefur verið mjög gott að starfa þarna en núna er í gangi sameining milli Fílharmóníunnar í Neu Brand- enburg og leikhússins þar og okkar leikhúss. Það eru mjög miklar mannabreytingar, bæði meðal leik- ara og hljómsveitarstjóra og ég ætla að sjá hvaða hlutverk þeir hafa að bjóða mér og hvað þeir eru tilbúnir að gefa mér mikið frí til að syngja ann- ars staðar. Við ætlum að tala saman eftir miðjan mánuðinn og þá sé ég til hvort ég starfa áfram þar í eitt leikár, eða fastræð mig annars staðar og kem þangað sem gestasöngvari. Ég hefði ekkert á móti því að prófa eitthvert annað horn af Þýskalandi. Ég hef alltaf verið á þessu svæði. Svo hefði ég ekkert á móti því heldur að kynnast restinni af Evrópu nánar þegar fram líða stundir.“ Var í þungarokkinu Ferill Arndísar Höllu hefur verið nokkuð óhefðbundinn. Hún tók að vísu 8. stigs próf frá Söngskólanum í Reykjavík þar sem hún var nemandi Snæbjargar Snæbjarnardóttur, en í Söngskólann kom hún frá FÍH-skól- anum. „Ég fór í þann skóla til þess að læra popp og djass,“ segir hún, „því ég var meira fyrir poppið og þunga- rokkið. Ég þekkti klassíkina ekkert fyrir þann tíma. Við FÍH-skólann var ég í eitt til tvö ár og þar kynntist ég klassíkinni sem varð til þess að ég skipti yfir.“ Þungarokki? „Já, ég var alveg brjálaður þunga- rokkari, litaði hárið á mér blátt og allt hvað heitir og er. Ég var alveg rosa- leg gella.“ Það hafa orðið alger pólskipti hjá þér? „Það má segja það. Á því tímabili sem diskóið og pönkið var allsráðandi var ég í pönkinu og átti skellinöðru sem ég keyrði á um allt.“ Fékkstu vitrun? „Ne-ei, ég get nú kannski ekki sagt það. Það sem heillaði mig við klassíkina til að byrja með var að mig langaði alltaf til þess að læra leiklist – og ótal margt annað – en ég er lesblind og treysti mér ekki í þá listgrein. Hún kallar á mikinn lestur og það er eitt- hvað sem ég get ekki gert. En klassíkinni kynntist ég síðan í FÍH-skólanum hjá kennaranum mín- um, Jóhönnu Linnet. Ég var þar til að læra söng mér til skemmtunar og ætlaði bara að hafa gaman af þessu öllu. Einn daginn sagði Jóhanna að röddin mín væri best fallin til að syngja klassík. Ég móðgaðist. Svo fór ég að kynnast klassískri tónlist og óperum og því meira sem ég heyrði af klassískum söng, heill- aðist ég meira. Ég sá að í honum gæti ég líka sameinað löngunina til að leika og löngunina til að syngja. Það má því segja að óperan hafi hitt mig beint í hjartað.“ Auðveldara að festa orðin við tónlist Í óperunni fer maður upp á svið með eitthvað sem maður kann. Æf- ingatíminn er langur að maður þarf ekki að lesa haug af bókum. Ég á miklu auðveldara með að læra texta ef ég get fest orðin við tónlist.“ Arndís Halla er fædd og alin upp á höfuðborgarsvæðinu, fyrst Hafnar- firði, síðan Álftanesi og þá í Reykja- vík. Hún var við nám í Söngskólanum í Reykjavík frá 1991–1994 og þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi farið til Berlínar í framhaldsnám, segir hún það hafa verið tilviljun. „Ég ætlaði ekkert til Þýskalands, heldur Bandaríkjanna eða Bretlands, en það æxlaðist einhvern veginn þannig að ég fór í prufu í Listaháskólann í Berl- ín – og hef verið þar síðan.“ Vinsæll stjórnandi Sjórnandi Vínartónleikanna, Peter Guth, stundaði tónlistarnám sitt við tónlistarháskólann í Vínarborg og Konservatorium Moskvuborgar þar sem kennari hans til þriggja ára var David Oistrach. Hann vakti snemma athygli á sér sem afbragðs fiðluleik- ari og hefur átt mikilli velgengni að fagna sem slíkur, jafnt sem einleikari og þriðjungur Vínartríósins. Hann er virtur kennari, hefur skrifað bækur um nútíma fiðlutækni, beitt sér fyrir flutningi nýrrar tónlistar og var fyrsti konsertmeistari Útvarpshljóm- sveitar Vínarborgar til margra ára, svo eitthvað sé nefnt. Ferill Guths sem stjórnanda hófst fyrir tæpum 20 árum og hefur hann á þeim tíma skapað sér nafn sem einn fremsti túlkandi tónlistar Strauss- feðganna í heiminum í dag. Hann er listrænn stjórnandi „Strauss Festival Orchester Wien“ og eftirsóttur gestastjórnandi og hefur nú stjórnað yfir hundrað nafnkunnum sinfóníu- hljómsveitum um víða veröld og hvarvetna við góðar undirtektir. Pet- er Guth eyðir áramótunum í vinnunni, á gamlársdag stjórnar hann tónleikum með Nicolai Gedda og Sinfóníuhljómsveitinni í Zürich og á nýársdag stendur hann í stafni Strauss-hljómsveitar sinnar á árleg- um nýárstónleikum þeirra í Wiener- Konzerthaus. Vínartónleikahefðin Það er orðinn siður víða um heim að leika tónlist þeirra Strauss-feðga um áramót. Í Vínarborg sjálfri er þessi siður hafður í hávegum. Þar heyrist hins vegar tónlist Strauss- feðga ekki aðeins á áramótum heldur allt árið um kring á fjölmörgum tón- leikum og dansleikjum og er ómiss- andi þáttur í ferðaþjónustu borgar- innar. Þegar skoðað er upphaf Vínartón- listarinnar, sem er órjúfanlega tengd sögu Strauss-fjölskyldunnar er óhjá- kvæmilegt að geta Josefs Lanner (1801–1843) en hann stofnaði með Jo- hann Strauss eldri (1804–1849) vin- sæla hljómsveit sem átti góðu gengi að fagna í Vínarborg. Hljómsveitin stækkaði eftir því sem vinsældir hennar jukust og fór svo að skipta þurfti henni í tvo hluta til að anna eft- irspurninni. Stjórnaði Lanner öðrum hlutanum en Johann eldri hinum. Eftir miklar deilur milli stjórnend- anna klofnaði hljómsveitin alveg svo Vínarborg átti nú tvær frambærileg- ar danshljómsveitir sem börðust um hylli almennings. Johann Strauss eldri og Lanner eru þau tvö tónskáld sem skópu hinn alþekkta Vínarvals, sem sonurinn Johann yngri full- komnaði. Tónlist Lanners þótti um margt lagrænni en tónlist Johanns eldri, en Strauss sagður hafa vinning- inn er kom að fjölbreyttri hrynjandi. Vínarbúar sögðu um tónlist þeirra tveggja: „Hjá Lanner er það: „Dansið nú, ég bið ykkur“ en hjá Strauss „Dansið, það er skipun!“ Meðal annarra söngvara sem fram koma á tónleikunum eru Sigurður Björnsson, Guðbjörn Guðbjörnsson, Steinarr Magnússon, Snorri Wium, Hjálmar Pétursson, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Bryndís Jóns- dóttir, Hulda Dögg Proppé, María Jónsdóttir, Sigurlaug Jóna Hannes- dóttir og Sigurlaug Knudsen. Morgunblaðið/Golli Peter Guth stjórnandi leggur á ráðin með söngvurum á æfingu í Laugardalshöllinni. Dansið, það er skipun! Arndís Halla Ásgeirsdóttir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða í Laugardalshöll í kvöld og endurteknir annað kvöld og á laugardaginn. Súsanna Svavarsdóttir leit inn á æfingu hjá hljómsveitinni og spjallaði við hina ungu og efnilegu Arndísi Höllu Ásgeirsdóttur sem er einsöngvari á tónleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.