Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 39 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka í um- sjón Gistiheimilis og Bjargs. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Vitnisburðir. Ræðumaður: Erling Magnússon. Fjölbreyttur söngur. Kaffi að lok- inni samkomu. Allir velkomnir. www.samhjalp.is Þrettándaferð Jeppadeildar í Bása 6.—7. jan. Þrettándagleði í þessu sæluríki vetrar og fjalla. Léttar göngur og kvöldvaka. Sameiginleg kvöldmáltíð. Pantið og takið farmiða strax. Sunnudagur 7. janúar kl. 10. Nýársferð í Krýsuvíkurkirkju og Herdísarvík. Fróðleg og skemmtileg ferð, m.a. farið á slóðir Einars Ben. Fararstjórn og leiðsögn: Kristján M. Baldursson og Nanna Kaaber. Þriðjudagur 9. janúar kl. 20. Tunglskingsganga og blys- för. Sjá um ferðir á heima- síðu: utivist.is og textavarpi bls. 616. Byrjið betra líf með Útivist á nýju ári! ✝ Hrólfur Ás-mundsson fædd- ist á Víðivöllum í Hróbergshreppi í Strandasýslu 24. júlí 1911. Hann lést á Droplaugarstöðum 24. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ás- mundur Kristinn Magnússon, f. 10.2. 1887, d. 6.10. 1960, bóndi í Stóru-Hlíð í Vestur-Húnavatns- sýslu, og Jósefína Guðrún Sveinsdóttir, f. 10.6. 1888, d. 25.12. 1921, hús- freyja. Ásmundur og Jósefína áttu sjö börn og komust sex þeirra upp. Hrólfur var elstur en hin eru: Ólína, f. 15.6. 1909, dó í barnæsku; Sesselja, f. 22.10. 1912, búsett í Reykjavík; Magnús, f. 27.8. 1914, d. 15.10. 1966, úr- smíðameistari í Reykjavík; Sig- ríður, f. 11.7. 1916, d. 21.2. 1989, saumakona í Reykjavík; Grettir, f. 21.4. 1919, d. 17.2. 2000, sjó- maður í Reykjavík; Svanlaug, f. 12.7. 1920, d. 7.12. 1978, húsmóð- ir í Reykjavík. Hrólfur kvæntist 2.8. 1953 Tryggvinu Ingibjörgu Steinsdótt- ur, f. 7.4. 1922, húsmóður í Reykjavík. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Leó Sveins- son, f. 17.1. 1886, d. 27.11. 1957, bóndi og hreppstjóri á Hrauni á Skaga, og Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir, f. 12.10. 1892, d. 24.10. 1978, húsfreyja. Hrólfur og Tryggv- ina eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ás- mundur Jósep, f. 23.9. 1954, d. 24.10. 1995, stýrimaður í Reykjavík, sonur hans og Ragnheiðar Fossdal er Hrólfur, f. 1985. 2) Kristrún, f. 7.12. 1958, matvælafræðingur í Reykjavík, dóttir hennar er Hildur Sif, f. 1984. 3) Gestur, f. 22.11. 1962, félagsfræðingur í Reykjavík. Hrólfur stundaði nám við Hér- aðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði 1933–35 og var í kvöldskóla í Garði í Gullbringusýslu 1936–37, auk þess sem hann sótti verk- stjóranámskeið 1945. Hrólfur vann við vegagerð frá 1927, þá búsettur á Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu, en var vegaverkstjóri hjá Vegagerð rík- isins á árunum 1940–86. Hann var búsettur í Reykjavík frá 1953. Útför Hrólfs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Okkur langar með fáeinum orðum að minnast Hrólfs afa. Hrólfur var fæddur á Víðivöllum í Strandasýslu en foreldrar hans bjuggu í Stóru-Hlíð í Víðidal í Húna- vatnssýslu. Hrólfur var elstur sjö systkina. Tíu ára gamall missti hann móður sína er hún varð úti á jóladag þegar hún var á ferðalagi á milli bæja og skyndilega brast á vonsku- veður. Þessi atburður markaði djúp spor í barnssálina en faðir Hrólfs þurfti að skilja hann eftir til að gæta systkina sinna hjá móður þeirra lát- inni á meðan faðir hans leitaði hjálp- ar á næsta bæ. Frá tólf ára aldri þurfti Hrólfur að sjá um sig sjálfur og vann hann við ýmis störf á sjó og landi og kynntist mörgu fólki. Hrólf- ur átti auðvelt með að umgangast fólk, var virtur af samstarfsfólki sínu og heyrðist hann aldrei hall- mæla nokkrum manni. Hrólfur vann nánast allan sinn starfsaldur hjá Vegagerðinni en 16 ára gamall byrjaði hann í vegavinnu á vorin. Á þeim tíma hafði hann eignast hest og ljá og um sláttinn fór hann ríðandi á milli bæja í heima- sveit sinni og sló fyrir bændur. Hrólfur var mjög eftirsóttur til þeirra verka. Hann þótti bæði dug- legur sláttumaður og laginn við hey- bindingu. Á veturna var hann tíðum á vertíð á Suðurnesjum. Frá 1940 var hann verkstjóri hjá Vegagerð- inni og starfaði þar til ársloka 1986, þá orðinn 75 ára gamall. Á árunum 1939–41 vann hann m.a. við snjó- mokstur og sá einnig um að ferja fólk yfir Holtavörðuheiði. Þá kynnt- ist hann Tryggvinu, sem vann á hót- elinu í Fornahvammi, en Hrólfur var ásamt Páli Sigurðssyni hótelstjóra annar tveggja bílstjóra sem sáu um að flytja fólk yfir heiðina. Ástin var lengi að gerjast með Hrólfi og Tryggvinu enda var hvorugt þeirra fyrir að flana að hlutunum. Tryggv- ina slapp frá Hrólfi í það sinnið en þegar hún réð sig aftur í Forn- ahvamm árið 1951 tókust með þeim ástir sem kulnuðu aldrei. Hrólfur var mikill mannkosta- maður. Fólk skynjaði heilindi hans og heiðarleika og hann var alltaf tilbúinn að aðstoða náungann þegar þess gerðist þörf. Hrólfur var alla tíð félagslyndur meðan hann hélt heilsu og m.a. spilaði hann lengi bridge með gömlum sveitungum sín- um úr Húnavatnssýslu. Hrólfur og Tryggvina bjuggu öll sín búskaparár í Blönduhlíð 12 og þar tóku þau okkur opnum örmum frá upphafi. Andinn á heimilinu bar vott um hlýju, ástúð og gagnkvæma virðingu þeirra hjónanna og hversu umhugað þeim var um börnin sín og sína nánustu. Margir komu á heimili þeirra til að eiga góða stund með þeim og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma. Hrólfur var eitt sinn spurður hvort hann væri ekki orðinn þreyttur á öllum þessum gestagangi og svaraði þá að bragði: „Nei, ég vil heldur hafa fleiri en færri við mat- arborðið á mínu heimili.“ Fjölskyld- an og heimilið voru honum allt og hann lagði metnað sinn í að fólkinu hans liði sem best. Þrátt fyrir að langvarandi veikindi settu mark sitt á Hrólf var hann alltaf sama ljúf- mennið gagnvart okkur og öllum öðrum sem komu í Blönduhlíðina. Það var greinilegt að samband Hrólfs og Tryggvinu var mjög náið og Tryggvina átti mjög erfitt með að láta Hrólf frá sér þegar önnur ráð voru ekki fyrir hendi. Hrólfur naut þess að Tryggvina kom til hans á hverjum degi og hann þekkti kon- una sína allt til hinstu stundar þótt aðrir hyrfu smátt og smátt í mistur gleymskunnar eftir því sem sjúk- dómurinn ágerðist. Okkur finnst lýsandi dæmi um samband Hrólfs og Tryggvinu, sem hélst óbreytt þrátt fyrir veikindin, að eitt sinn hafði Tryggvina keyrt hann í hjólastól á kaffihús til að gera þeim dagamun. Maður á næsta borði tók eftir þeim og skynjaði samband þeirra og setti í orð með eftirfarandi vísu sem hann rétti Tryggvinu þegar hann stóð upp frá borðinu: Það er fögur sjón að sjá svona ást og blíðu sem að vinna ekki á árin löngu og stríðu. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Hrólfi og hversu velkomin við vorum boðin í fjölskyldu Hrólfs og Tryggvinu. Staðfesta þeirra í blíðu og stríðu er einstök. Við kveðjum Hrólf afa og þó að vitað hafi verið að hverju dró er sorgin hjá ömmu þung. Við vonum að sú vissa að þau munu hittast aft- ur létti henni sorgina. Minning Hrólfs Ásmundssonar mun lifa. Ragnheiður og Hrólfur. Hann Hrólfur afi var alltaf mjög góður við mig. Mér hefur verið sagt að þegar ég var lítið vöggubarn hafi hann oftar en ekki setið og vaggað mér í svefn. Við sofnuðum stundum bæði en ef ég bylti mér eða eitthvað heyrðist í mér þá var höndin óðara komin aft- ur og byrjuð að vagga. Svo þegar ég stækkaði og var úti að leika mér labbaði afi oft framhjá á leið í mat- vörubúðina. Ég bað hann þá stund- um að kaupa handa mér Turtlesópal og hann glotti og sagði: „Já, það gæti nú alveg verið,“ og svo kom hann alltaf í bakaleiðinni með ópal handa mér. Þegar hann var farinn að verða veikur sat hann oft við eldhúsborðið þegar ég kom heim úr skólanum. Ég settist niður fyrir framan hann og fékk mér að borða, hann sagði þá: „Jæja, Hildur litla, ertu nú komin heim úr skólanum?“ Ég svaraði: „Já, ég er komin heim úr skólanum.“ Nokkrum mínútum síðar endurtók hann: „Jæja, ertu nú komin heim úr skólanum?“ Hann spurði mig oftast þrisvar sinnum og fór svo að spyrja um t.d. veðrið eða Gest frænda minn. Svo kom amma og settist hjá okkur og fór að leggja kapal, afa fannst það skemmtilegt og dundaði sér við að hjálpa ömmu með kap- alinn og svindlaði stundum aðeins svona rétt til að hann gengi upp. Hann kallaði mig alltaf Hildi litlu og ég varð rosalega móðguð og sagði t.d.: „Ég er ekkert lítil.“ Hann brosti þá bara og sagði: „Jæja, Hildur stóra.“ Hann hélt mikið upp á mig og amma segir að hann hafi alltaf verið að spyrja um mig þegar ég var ekki heima. Hann var alltaf svo góður, mamma segir t.d. að hún hafi aldrei heyrt ömmu og afa rífast. Hann var heldur aldrei í ósætti við neinn, tal- aði aldrei illa um fólk og blótaði aldrei svo amma viti. Já, hann var góður maður og ég efast ekki um að margir eigi eftir að sakna hans og sjá eftir honum. Hildur Sif Thorarensen. Mig langar með nokkrum orðum að minnast móðurbróður míns Hrólfs Ásmundssonar sem lést á að- fangadag jóla á Droplaugarstöðum 89 ára að aldri. Aldurinn var orðinn hár og hann raunar farinn að heilsu á líkama og sál. Þá er hvíldin kær- komin. Hrólfur var aðeins tíu ára þegar móðir hans Jósefína Guðrún Sveinsdóttir varð úti á jóladag árið 1921. Þá bjuggu foreldrar hans í Stóru-Hlíð í Víðidal í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þau Ásmundur ætluðu í heimsókn á næsta bæ, þegar þau hrepptu aftakaveður, örmagnaðist Jósefína á leiðinni og bar Ásmundur hana heim, en þá var hún látin. Þessi sorglegi atburður hafði mikil áhrif á líf hans og fjölskyldu. Frá 12 ára aldri þurfti hann að standa á eigin fótum og sjá sér farboða. Má segja að mótlæti æskunnar hafi mótað styrk og eljusemi dugnaðarforksins Hrólfs frænda. Ég vil þakka honum ævilanga tryggð. Hann var gegnheill maður og traustur og tranaði sér aldrei fram. Þá var hann hagsýnn og nægjusamur. Fyrstu minningar mínar um Hrólf eru tengdar sveit- inni, þau góðu ár þegar hann var verkstjóri í vegagerðinni fyrir norð- an, aðallega í Fljótunum, einnig í Siglufjarðarskarði og norður í Ólafs- firði. Ásmundur afi var flokksstjóri hjá honum og móðir mín ráðskona í átta sumur, eða þar til hann festi ráð sitt og hans góða kona Tryggvina tók við starfinu. Sömu mennirnir voru í vinnu hjá honum árum saman, enda leið öllum vel hjá Hrólfi, því hann var óvenju dagfarsprúður maður. Ég bar ómælda virðingu fyr- ir honum og hlýddi honum í einu og öllu, er ég sem barn fylgdi móður minni í sveitina. Hjónaband Hrólfs og Tryggvinu var einstaklega gott. Gagnkvæm ást og virðing einkenndi þeirra sambúð alla tíð. Heimili þeirra stóð öllum op- ið og hjá þeim bjó afi minn síðustu æviárin sín. Þá reyndust þau einnig Gretti bróður Hrólfs mjög vel, en hann var einhleypur og barnlaus og lést í febrúar s.l. Árið 1995 varð fjöl- skyldan fyrir þeirri sáru lífsreynslu að elsta barnið þeirra Ásmundur lést eftir að hafa háð hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Hrólfur reyndist móður minni einstaklega vel alla tíð. Hann hjálp- aði henni verulega við að koma und- ir sig fótunum, meðal annars við fyrstu íbúðarkaup. Fyrir slíkt er vert að þakka. En þannig var Hrólf- ur – drengskapur og hjálpsemi var hans aðall. Ég kveð elskulegan frænda og þakka honum samfylgd- ina og bið honum Guðs blessunar. Auður Aradóttir. Skagafjörður baðaður sólskini að morgni júnídags 1948. Ég er kominn um langan veg norður yfir heiðar til móts við framtíðina. Á bökkum Höfðaár eru búðir vegagerðar- manna, nokkur reisuleg tjöld í beinni, snyrtilegri röð ásamt birgða- og mötuneytisskúr. Hingað er för minni heitið til sumarlangrar vinnu við vegagerð. Er við rennum í hlað, kemur mað- ur á fertugsaldri til móts við okkur, ljós yfirlitum, með eilítið vaggandi göngulag og réttir mér höndina, með bros á vör, kynnir sig og býður mig velkominn. Framkoma hans er innileg og vekur strax traust mitt. Hann býður mér að ganga í mat- skálann og kynnir mig fyrir ráðs- konunni, Sigríði, systur hans, og Auði, barni hennar. Hann hafi hugs- að sér að ég yrði hjálparmaður hennar hálfan daginn, en gengi síð- an til vegagerðar hinn hluta dagsins og yrði á tippnum með föður hans, það er að dreifa og jafna úr ofaní- burðinum. Þetta leist mér vel á og samþykkti orðalaust. Frá upphafi og í sex sumur samfellt reyndist hann mér slíkur öðlingur, að lengi yrði leitað samanburðar. Vandaðri og einlægari manni var leitun að. Hóg- vær og hæglát framkoma hans vakti virðingu og velvild og skapaði ein- dæma vinnufúsan hóp og vandaðri vinnubrögð en víða var að sjá. Skip- anir gaf hann aldrei, en lét í ljós vilja sinn með þeim hætti, að hópurinn taldi sjálfsagðan hlut að framkvæma orðalaust. Trúmennska Hrólfs við starfið og sína yfirmenn var mikil og öllu vandlega til skila haldið. Bókhaldið unnið af natni og vandvirkni. Allt var unnið með skriffærum og forn- legum handsnúnum reiknirokk. Vill- ur voru engar, því kynntist ég, þeg- ar hann gerði mig að aðstoðarmanni sínum við launaútreikninga og út- borganir. Til vegagerðar var úthlut- að eyrnamerktum fjárhæðum til ein- stakra verkefna, viðhalds og nýbygginga einstakra spotta , ræsa og brúa og varð að vanda til þess að hvergi væri farið fram úr áætlun. Á þessum tíma fóru launataxtar eftir samningum verkalýðsfélaga á hverj- um stað, þannig að einn taxti var á Hofsóssvæði, annar á Fljótasvæði og þriðji á Ólafsfjarðarsvæði, en hæstur var hann á Siglufjarðar- svæði. Taxtar vörubifreiða réðust auk þess af burðargetu hvers öku- tækis. Fyrstu árin var handmokað á bílana og einnig var tippað með handafli. Betri skóla geta ungir menn ekki fengið en að taka þátt í að byggja upp mannvirki og verðmæti undir stjórn reynslumikilla manna, sem af einlægni og alúð leggja sig fram um að gera ávallt betur í dag en í gær og hafa smitandi áhrif á samstarfs- menn til sömu áttar. Ekkert verk svo lítilfjörlegt, að ekki mætti leggja sig fram og vanda til vinnunnar eins og um meiriháttar verk væri að tefla. Hrólfi var mikið kappsmál að halda fæðiskostnaði niðri. Með út- sjónarsemi í innkaupum og húsmóð- urlegri umsjón ráðskonunnar náðist það markmið, að fyrir dagsfæðið í mötuneytinu þurfti starfsmaður ekki að greiða nema tæplega einnar dagvinnustundar laun. Það urðu litlar mannabreytingar frá ári til árs, utan skiptingar milli verkalýðssvæða, eins og þá var um samið. Kjarninn var hinn sami öll árin og undi vel undir stjórn Hrólfs og við viðurværi matráðskonunnar, sem af snilld sinni bjó okkur heima- gerðan mat og bakaði öll brauð og kökur fyrir vinnuflokkinn. Í minn- ingu minni eru sumrin mín í Skaga- firði á skólaárunum einskonar æv- intýr í huga mínum. Heiðríkja þar sem birta og gleði réðu ríkjum í samstilltum vinahóp, þar sem aldur var afstæður og manngildið eitt metið. Hrólfi þakka ég leiðsögn og samvinnu jafningjans, við unga sem aldna, á löngum og drjúgum starfs- ferli og þau fræ sem honum tókst að koma fyrir í misjöfnum jarðvegi. Gott er þreyttum að hvílast og fylgja honum góðar óskir um heim- komu til betri heima. Eiginkonu og börnum hans sendum við kveðjur og vottum virðingu góðum, gengnum manni. Hreinn Bergsveinsson og fjölskylda. Hrólfur Ásmundsson er allur, í hárri elli. Ég kynntist honum sem ungum manni, er hann var vega- verkstjóri í Hrútafirði og sá um að Holtavörðuheiðin væri fær. Þar unnu hann og menn hans þarft verk, eins og jafnan fyrr og síðar. Hrólfur hélt til með menn sína á Þórodds- stöðum. Síðar vann ég hjá honum norður í Fljótum 1942, en það var stutt, vegna þess að haust var komið og erfitt að standa að vegagerð. Haustið 1956, er ég var skólastjóri á Sólgörðum í Fljótum, byggði vega- vinnuflokkur Hrólfs brú yfir Brunná, þar skammt frá. Ráðskona vinnuflokksins var kona Hrólfs, hún Tryggvina Ingibjörg Steinsdóttir frá Hrauni á Skaga í Skefilsstaða- hreppi. Við hjónin bjuggum á efri hæð hússins, en vinnuflokkurinn á neðri byggðinni. Ég man vel, að þá áttu þau hjón ungan son, og sonur okkar á svipuðum aldri varð leik- félagi hans. Gott samkomulag var við þetta fólk og allt í besta lagi. Hrólfur var þá á miðjum aldri, eða um hálffimmtugt, nýlega kvæntur og að vissu leyti að byrja lífið. Hann reyndist traustur maður og farsæll í störfum sínum. Ég held að allir, sem með honum unnu, en þeir voru margir, beri honum vel söguna. Þar á meðal ég. Fari hann í friði, friður guðs hann blessi. Aðstandendum votta ég sam- úð við fráfall hans. Auðunn Bragi Sveinsson. HRÓLFUR ÁSMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.