Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var mér sönn ánægja að vera á fund- inum hjá Arnbjörgu Sveinsdóttur norður á Ólafsfirði sl. vor. Heyrt hef ég að Sturla Böðv- arsson samgönguráð- herra hafi í nóvember sl. verið á fundi með Smára Geirssyni, bæj- arstjóra Fjarðabyggð- ar, og rætt um að hefja framkvæmdir við Siglufjarðargöng á undan Austfjarðagöng- um sem frekar ættu að ganga fyrir. Ég trúi því ekki ef rétt er eftir ráð- herranum haft að allir þingmenn Austfirðinga geti fallist á það þegjandi og hljóðalaust að þeirra kjördæmi sitji þá áfram á hakanum næstu 5–6 árin eða lengur sem engin ástæða er til. Það er óþarfi að Norðlendingar fái að troð- ast fram fyrir Austfirðinga eins og þingmenn Norðurlands eystra og vestra hafa lengi barist fyrir í þeim tilgangi að fleygja möguleikum Austfirðinga út um gluggann, vel hefðu þeir nú unnið fyrir kaupinu sínu. Það fara miklu fleiri bílar allt árið um kring um landleiðina milli Egilsstaða, Fjarðabyggðar og Hafn- ar í Hornafirði heldur en um leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Fljótin og Lágheiði sem er ófær all- an veturinn. Af þessum sökum er þörfin á tvíbreiðum veggöngum á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar og undir Almannaskarð meiri heldur en fyrir norðan á sama tíma og bílum stórfjölgar í landinu. Veggöng undir Oddskarð í stað þeirra gömlu sem eru á snjóflóða- svæði og standa 400–500 metrum hærra en Vestfjarðagöngin hefðu átt að vera inni í þessari jarðganga- áætlun Vegagerðarinnar vegna staðsetningar Fjórðungssjúkrahúss- ins í Neskaupstað sem frekar ætti heima uppi á Egilsstöðum eða Reyð- arfirði. Til þess að rjúfa alla vetr- areinangrun Neskaupstaðar, Seyð- isfjarðar og Egilsstaða þarf að gera veggöng úr Norðfirði inn í Mjóa- fjörð og þaðan vegamótagöng undir Fjarðarheiði inn á leiðina til Egils- staða, þá þarf að opna aðrar dyr til austurs inn í Seyðisfjörð á sama hátt og gert var í Vestfjarðagöngunum þar sem aðrar dyr voru opnaðar til vesturs inn í Súgandafjörð. Þá væri öryggi Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað og Heilsugæslustöðv- arinnar á Seyðisfirði tryggt í tengslum við sjúkraflugið frá Egils- staðaflugvelli á sama tíma og ekki er hægt að moka veginn um Fagradal, Fjarðar- heiði þar sem vegurinn stendur í um 600 metra hæð yfir sjó og báðar leiðirnar upp að Odd- skarðsgöngunum vegna mikilla snjó- þyngsla og mikils blindbyls. Fyrir íbúa Fjarðabyggðar er þjónusta sjúkraflugs- ins frá Egilsstaðaflug- velli verri heldur en hún er fyrir íbúana á norðanverðum Vest- fjörðum frá Ísafjarðar- flugvelli þar sem sjúkraflugvél auk flug- manns er staðsett eftir að umferð var hleypt í gegnum Vestfjarða- göngin fyrir fimm árum. Fyrir sjúkraflugið verða jarðgöng á lands- byggðinni auk Reykjavíkurflugvall- ar mikilsverður hlekkur í heilbrigð- isþjónustunni þegar mínútur geta skilið milli lífs og dauða þótt borg- arstjórinn, þingmenn Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis verði á allt öðru máli. Það er óþolandi að íbúar Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar búi áfram við óbreytt ástand í sam- göngumálum þegar slys ber að höndum á sama tíma og ekki er hægt að treysta á snjómokstra um Fagradal, Fjarðarheiði og báðar leiðirnar upp að Oddskarðsgöngum sem aldrei geta svarað kröfum nú- tímanns. Austfirðingar verðskulda að þeir gangi fyrir í næstu jarðanga- gerð sem samþykkt hefur verið á Al- þingi þótt þingmenn Norðurlands eystra og vestra segi allt annað. Þrátt fyrir gildandi heiðursmanna- samkomulag Vestfirðinga og Aust- firðinga hafa þeir síðarnefndu alltaf sýnt þolinmæði án þess að fá nokkuð í sinn hlut. Áberandi er að íbúar við Eyjafjörð, í Skagafirði, á Sauðár- króki, Akureyri, Dalvík og víðar á Norðurlandi hafa tekið harða af- stöðu gegn Siglufjarðargöngum eins og ég hef orðið var við á þeim for- sendum að þörfin sé brýnni á Aust- fjörðum vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði og stækkunar atvinnu- svæðisins í Fjarðabyggð. Þetta vil ég taka undir, af þessum sökum er heppilegra að tvenn veggöng, helst tvíbreið, gangi fyrir á Austfjörðum heldur en fyrir norðan. Nú verður erfiðara fyrir þingmenn Norður- lands eystra og vestra að sannfæra kjósendur sína um réttmæti Siglu- fjarðarganga sem margir Norðlend- ingar hafa miklar efasemdir um. Að- eins tveir þingmenn Norðurlands eystra, þau Valgerður Sverrisdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, fyrr- verandi samgönguráðherra, hafa viðurkennt að Austurland eigi að ganga fyrir á sviði jarðgangagerðar. Einbreið veggöng með útskotum á leiðinni milli Egilsstaða, Fjarða- byggðar og Hafnar í Hornafirði myndu strax bjóða upp á stóraukið umferðaröngþveiti á sama tíma og umferð flutningabíla með löngum tengivögnum aftan í stóreykst, með tvíbreiðum veggöngum verður um- ferðaröryggið meira þótt þau verði 500 milljónum kr. dýrari. Austfirð- ingar eiga inni stuðning Vestfirðinga og fleiri landsmanna eftir að þeir fyrrnefndu féllust á að Vestfjarða- göngin hefðu forgang samkvæmt gildandi heiðursmannasamkomulagi frá árinu 1991 sem Vestfirðingar hafa alltaf kannast við. Það væri blaut tuska framan í Austfirðinga ef Vestfirðingar og Norðlendingar sameinast um að láta Siglufjarðar- göng ganga fyrir í stað Austfjarða- ganga sem þá sætu á hakanum í 5– 10 ár eða lengur. Slíkt væri tilræði við atvinnu- og samgöngumál Aust- firðinga ef Vestfirðingar þökkuðu svona fyrir sig. Eftir næstu alþing- iskosningar 2003 eiga Austfirðingar skilið að fá næsta samgönguráð- herra. Nú skulu Austfjarðagöng hafa forgang þótt fyrr hefði orðið. Miklu máli skiptir að útboð jarð- ganga á Austurlandi fari fram snemma á þessu ári þannig að fram- kvæmdir geti hafist ekki seinna en árið 2001. Nú er það undir þingmönnum Austurlands komið hvort þeim er al- vara í því að fylgja eftir þessu mik- ilvæga hagsmunamáli Austfirðinga á næsta fundi samgöngunefndar Al- þingis. Þingmenn Norðlendinga gætu átt auðveldara með að binda hendur Austfirðinga ef þið gefið eft- ir í þessu máli, það megið þið ekki gera. Þá getur allt farið á versta veg. Austurland gangi fyrir í jarðgangagerð Guðmundur Karl Jónsson Samgöngur Það er óþolandi, segir Guðmundur Karl Jónsson, að íbúar Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar búi áfram við óbreytt ástand í samgöngumálum. Höfundur er farandverkamaður. TILHÆFULAUSAR ásakanir á hendur kristindómi og kirkju eru orðnar næsta algengur lestur á síð- um þessa blaðs á kristnihátíðarári. Þeg- ar um þverbak keyrir er ekki auðvelt að leggja frá sér blaðið, hristandi hausinn yfir fáfræði náungans, en umbera allt í nafni mál- frelsis. Rennur mér blóðið til skyldunnar þar sem ég nam guð- fræði og miðaldafræði við háskóla heima og heiman og get ekki endalaust horft upp á sögufalsanir manna sem hafa það mark og mið að gera aðra jafn- fordómafulla og þeir eru sjálfir. Flosi Guðmundsson viðrar van- þekkingu sína 29. nóv. með blöskran- legu bulli um þessi mál. Ég hef að- eins rúm og tíma til að taka á fáeinum bábiljum. Aumt er að sjá menn lastmæla heil. Ágústínusi sem er í röð merk- ustu hugsuða og rithöfunda allra tíma; FG kallar hann „hórkarlinn“, talar þá eins og ópplýstur hneyksl- unarpredikari, ekki aftan úr miðöld- um, heldur út frá eigin hvatvísi; eng- um presti hefur dottið í hug að kalla lausaleiksbarneign hórdóm og sonur Ágústínusar var ekki hórgetinn (sbr. H. Marrou: Saint Augustine and his influence through the ages, 23-4). Yrði lítið gert úr íslenzkum afburða- mönnum eins og Jóni Loftssyni í Odda eða Snorra Sturlusyni, ef slíkir dómar sem FG leyfir sér væru al- mennt viðhafðir. Þá segir hann Ágústínus hafa „fundið upp“ erfðasyndina. Það er firra, kenningin er í Rómverjabréf- inu 5.12 o.áfr. og á sér jafnvel rætur í GT. Ágústínus er aðeins einn margra í kirkjusögu fornaldar til að fjalla um upprunasyndina (eins og hún er réttar nefnd) þótt lagt hafi skýrar út frá kenningunni en fyrri kirkjufeður. 3. bábilja Flosa er að á „myrkum miðöldum“ hafi kirkjan bannað alla hugsun (!) og lagt niður háskóla. Þessu var þveröfugt farið. Háskólar eiga upphaf sitt á 12. og 13. öld, þeir fyrstu flestir stofnaðir af klerkum og nutu tilstyrks páfabréfa, það á við um ítalska, franska og þýzka há- skóla, þrátt fyrir hugmyndaáhrif víðar að. Guðfræði var fjarri því að vera eina greinin og nemendur hennar voru lítill minnihlutahópur; hinar sjö „frjálsu listir“ voru fornámið, heim- spekin skipaði vegleg- an sess, einnig lög- fræði, læknisfræði, náttúrufræði o.fl. Klerklærðir menn, munkar og kirkjan sjálf áttu meginþátt í æðri menntun Evrópu fram á 13. öld og leng- ur. Ísland er þar engin undantekning. Ekki gekk þróun há- skólanna hljóðalaust fyrir sig en oftar en ekki verndaði kirkjan skólahaldið og mátti heita ljósmóðir endur- vakinna vísinda. Margvísleg deiluefni innan há- skólanna sýndu merkilegt sjálfstæði þeirra. Sjálfir kennsluhættirnir báru vitni um djúpa rökhyggju og dirfsku í því að skoða hvert mál, jafnvel yfirlýst trúarsannindi, í ljósi eða öllu heldur undir skæðadrífu alhörðustu mót- raka sem unnt var að hugsa sér. „Myrkar miðaldir“, þetta er marg- þvælt hrakyrði í munni manna sem þekkja söguna tæpast í raun en leyfa sér að tengja þetta ofurvaldi kirkj- unnar. Ætli myrkrið og fáfræðin sé ekki mest í hugarfylgsnum þeirra sjálfra? Voru þá engar myrkar mið- aldir? Sagnfræðingar og hugmynda- sögufræðingar einskorða það hugtak við 6.-10. öld, með u.þ.b. aldarhléi á 8.-9. öld þegar Karla- magnús náði með herförum sínum að sameina hluta álfunnar og „mennta- málaráðherra“ hans, enska klerkin- um Alcuin, tókst að sá ómetanlegum fræjum menntunar og skólastarfs. Áður, frá hruni Rómaveldis og þjóð- flutningatímanum, ríkti löngum samfélagsupplausn í V-Evrópu, inn- rásir barbara, fátækt og lögleysa, yf- irgangssemi þeirra sterkari, kirkjan veikburða og siðmenning öll að flosna upp, ólíkt því sem var í Byz- anz og Islam. Klausturlífið var þá sá þráður sem varðveitti bókmenntaarf fortíðar, kristinn og „heiðinn“, fyrst í Suður-Evrópu og svo ekki sízt á Ír- landi; afraksturinn var trúboð víða á meginlandinu og fræðastarf sem breiddist út til Englands og þaðan m.a. til Frakklands og Norðurlanda. Einn áhrifaþátturinn voru rit hins klassískt menntaða Ágústínusar (d. 430), sem mótaði hugsun næstu alda, með ívafi platónskra hugmynda í sínum kristnu fræðum. Sagnfræðingurinn Christopher Dawson kallar það „the second Dark Age“ þegar herjað var á Vesturlönd úr öllum áttum á 9.-10. öld, Serkir úr suðri, Magjarar úr austri og þessir rómuðu forfeður okkar úr norðri og vestri. Víkingar lögðu menningu Norðimbralands, Aust-Anglíu og Kelta að mestu í rúst, fóru ótrúleg- um ógnarbrandi um Frakkland, Þýzkaland og víðar. Hvarvetna voru klaustrin rænd og oft brennd ásamt heilum borgar- hverfum, fólk í munklífi drepið eða leitt í ánauð. Hetjudýrkendum vík- ingaaldar væri hollt að lesa um þá eymd og þjáningu sem margar þjóð- ir urðu að þola af hendi norrænna manna. Það var ekki fyrr en með stöðvun hersóknar Serkja og með kristnun Ungverja, Pólverja og umfram allt víkinga á 10. og 11. öld (í heimalönd- um þeirra, en fyrst þó í nýlendum þeirra víða um álfuna, s.s. á Eng- landi, Normandí og Sikiley) sem jafnvægi og öryggi komst á í Evr- ópu. Konungarnir Knútur mikli á Englandi, Ólafur Tryggvason og Ólafur helgi voru meðal stærstu áhrifavalda í því efni á sínum um- ráðasvæðum. Ólíkt því, sem gerzt hafði við blóðuga „kristnun“ Saxa á meginlandinu og Slava í Austur- Þýzkalandi, var það því ekki ytra hervald sem innleiddi kristni á Norðurlönd, með tilheyrandi sigri yfir þjóðlegri menningu, heldur varðveittu þessi lönd sjálfstæði sitt og gátu samtengt sitt þróttmikla samfélag og menningu við nýja strauma kristninnar. Blómaskeið miðaldamenningar er um 1050-1350, stærstu áfangarnir 12. aldar renaissanzinn, ný vakning klausturreglna, fundur rita Aristote- lesar, vöxtur skólaspekinnar og há- skólanna, uppgangur byggingar- og ritlistar, sívaxandi vegur kaþólsku kirkjunnar í útbreiðslu og ríkidæmi norður og austur um álfuna jafnt sem í innra lífi hennar. Framhaldið, með ólíkum áherzlum, var forn- menntastefnan (húmanisminn) og renaissanz 14. og 15. aldar, en fór saman við ófriðaröld. Að tímanum til fellur blómaskeið skólaspekinnar æðivel saman við gullöld íslenzkra bókmennta og menningar á 13. öld. Innan beggja þrífast þá veraldleg og andleg fræði. Eftir áróðurskennda grein Flosa Guðmundssonar var næsta heil- næmt að lesa í sama Morgunblaði (aftast í bókablaði) viðtal við Vil- borgu Davíðsdóttur rithöfund. Eftir að hafa lagzt í heimildarannsóknir tekur hún tæpitungulaust á nokkr- um firrum sem í gangi hafa verið um miðaldir á Íslandi. Hvet ég fólk til að lesa viðtalið, það losar kannski um nokkur steinbörnin. En óneitanlega þurfa ýmsir að losna við þunga byrði af fordómum áður en þeir geta leyft sér þann munað að kynna sér hinn heillandi heim miðaldafræðinnar, umfram allt hugmyndasöguna. Myrkar miðaldir? Jón Valur Jensson Miðaldafræði Þetta er margþvælt hrakyrði í munni manna, segir Jón Valur Jensson, sem þekkja söguna tæpast í raun. Höfundur er guðfræðingur og for- stöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Ofn æmisprófað Úr ríki náttúrunn ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.