Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 23 Nýskr. 1.1998, 2500cc Diesel vél, 5 dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 73 þ. Topplúgur, ABS o.m.fl. Verð: 2.590 þ. Land Rover Discovery XS Grj thÆlsi 1 S mi 575 1230/00 bla land notaðir bílar bilaland.is B&L FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Fagskóli í ferðagreinum Innritun fyrir vorönn 2001 í Ferðamálaskólann í Kópavogi hefst þriðjudaginn 2. janúar og stendur til föstudagsins 12. janúar 2001. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans frá 28. desember kl. 10:00 - 14:00. Allir nemendur, nýnemar og nemendur sem þegar stunda nám við skólann þurfa að skila inn umsókn fyrir vorönn 2001 Starfstengt Ferðamálanám: Bóklegt 3ja anna starfstengt FERÐAMÁLAnám. Starfsþjálfun í fyrirtæki í ferðaþjónustu fer fram samhliða námi. Námið skiptist í 2 námsbrautir, FERÐAFRÆÐInám og HÓTEL- OG GESTAMÓTTÖKUnám. • 3ja anna FERÐAMÁLAnám auk 3ja mánaða starfsþjálfunar í fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Námið skiptist í 2 námsbrautir: 1. Ferðafræðinám. 2. Hótel- og gestamóttökunám. • Markmið námsins er að þjálfa einstaklinga til starfa í ferðaþjónustu á Íslandi, við móttöku erlendra ferðamanna og við almenna sölu. • Fyrirlestrar þar sem áhersla er lögð á faggreinar ferða- þjónustu, ferðalandafræði, rekstrarþætti fyrirtækja í ferðaþjónustu, samskipti í þjónustu, markaðs- og sölumál, tungumál, rekstur og bókunarkerfi ferðaskrifstofa, flugfélaga og hótela. • Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu og starfsemi ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og skipulag við móttöku erlendra ferðamanna. • Nemendur fara í þriggja - sex mánaða starfsnám í fyrirtæki í ferðaþjónustu. • Kennt er frá kl. 17:30 - 22:00. Fjarnám: • Boðið er upp á fjarnám í Ferðafræðinámi og Hótel- og gestamóttökunámi. • Á vorönn 2001 verða ýmsir áfangar í boði í fjarnámi ef næg þátttaka næst. Inntökuskilyrði Umsækjendur í allt nám skólans þurfa að hafa náð 20 ára aldri, vera með stúdentspróf eða sambærilega menntun og hafa haldgóða þekkingu á enskri tungu. Skráning hefst þriðjudaginn 2. janúar 2001. og stendur til föstudagsins 12. janúar. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans í Menntaskólanum í Kópavogi v/ Digranesveg. Sími 544-5510. Öllum umsóknum skal fylgja ljósrit af prófskírteinum, upplýsingar um nám og fyrri störf og/eða meðmæli frá vinnuveitanda og ljósmynd af umsækjanda. FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI Menntaskólanum í Kópavogi v/Digranesveg Sími: 544 5510 DÓMARI í Chile, Juan Guzman, hef- ur fyrirskipað Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra landsins, að gangast undir tveggja daga geð- rannsókn til að hægt verði að ákveða hvort hann sé fær um að koma fyrir rétt vegna meintra mannréttinda- brota á valdatíma hans á árunum 1973-90. Guzman tilkynnti í fyrradag að Pi- nochet ætti að gangast undir rann- sóknina á sjúkrahúsi hersins í San- tiago á sunnudag og mánudag. Áður hafði hæstiréttur Chile ógilt úrskurð dómarans um að halda ætti Pinochet í stofufangelsi og úrskurðað að rann- saka þyrfti hvort hann væri fær um verja sig fyrir rétti. Pinochet er 85 ára gamall og lög Chile kveða á um að þeir sem eru 70 ára eða eldri þurfi að gangast undir geðrannsókn áður en þeir verði leidd- ir fyrir rétt. Pinochet getur komist hjá réttarhöldum verði niðurstaða rannsóknarinnar sú að hann sé geð- veikur eða vitskertur. Sakaður um dráp á vinstrimönnum Guzman úrskurðaði 1. desember að halda bæri Pinochet í stofufangelsi vegna ásakana um að hann hefði skipulagt dráp á 77 vinstrimönnum fyrstu vikurnar eftir að hann steypti Salvador Allende forseta 11. septem- ber 1973. Rúmlega 3.000 manns biðu bana eða eru taldir af vegna pólitíska ofbeldisins á valdatíma einræðisherr- ans fyrrverandi. Pinochet var handtekinn í Bret- landi í október 1998 að beiðni spænsks dómara sem vildi að hann yrði sóttur til saka á Spáni vegna ásakana um að hann hefði látið pynta pólitíska andstæðinga sína. Honum var haldið í stofufangelsi nálægt London í 503 daga en leyft að snúa aftur til Chile eftir að innanríkisráð- herra Bretlands komst að þeirri nið- urstöðu að hann væri of gamall og veikur til að geta varið sig fyrir rétti. Skömmu eftir að Guzman tilkynnti geðrannsóknina kom Þjóðaröryggis- ráð Chile saman í Santiago að beiðni Ricardos Lagos, forseta landsins. Ráðið er skipað yfirmönnum hersins, forsetum þingsins og hæstaréttar og nokkrum valdamiklum ráðherrum, auk þjóðhöfðingjans. Talið er að La- gos hafi reynt að sefa yfirmenn hers- ins sem eru andvígir því að Pinochet verði sóttur til saka. Þótt Pinochet hafi látið af störfum sem æðsti yfirmaður hersins árið 1998 nýtur hann enn mikillar virðing- ar í hernum og fyrrverandi hershöfð- ingjar heimsækja hann reglulega. Pinochet gert að gangast und- ir geðrannsókn Santiago. Reuters. AP Félagar í kommúnistaflokki Chile og mannréttindahreyfingum mót- mæla fundi öryggisráðs Chile fyrir utan forsetahöllina í Santiago í fyrradag. Þeir héldu því fram að yfirmenn hersins í öryggisráðinu væru að reyna að koma í veg fyrir réttarhöld yfir Augusto Pinochet. ÞRÝST var á Hun Sen, forsætisráð- herra Kambódíu, í gær að flýta stofnun dómstóls, þar sem leiðtogar ógnarstjórnar Rauðu khmeranna á áttunda áratugnum verða loks sóttir til saka, en neðri deild kambódíska þingsins samþykkti lög þess efnis á þriðjudag. „Samþykkt laganna er ekki nóg. Það ætti að vera fyrir hendi nægileg- ur vilji af hálfu stjórnvalda til að flýta framkvæmd þeirra,“ sagði Sam Rainsy, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar í Kambódíu, í viðtali við dagblaðið Cambodia Daily í gær. „Þessi rétt- arhöld eru í þágu alls mannkyns, ekki aðeins Kambódíumanna,“ sagði annar stjórnarandstöðuleiðtogi, þingmaðurinn Cheam Channy. Lagafrumvarpið var samþykkt einróma af neðri deild þingsins, en öldungadeildin og stjórnlagaráð Kambódíu þurfa einnig að sam- þykkja það áður en það verður að lögum. Frumvarpið var samið í kjöl- far tveggja ára viðræðna við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, en kambódísk stjórnvöld þurfa að undirrita samn- ing við SÞ um framkvæmd réttar- haldanna áður en unnt verður að stofna dómstólinn. Frakkar og Bandaríkjamenn fagna samþykkt frumvarpsins Farhan Haq, talsmaður SÞ, sagði á þriðjudagskvöld að lögfræðingar samtakanna ættu eftir að skoða frumvarpið ofan í kjölinn, en öllu máli skipti að það væri í fullu sam- ræmi við það óformlega samkomu- lag, sem Kambódíustjórn og SÞ komust að í júlí síðastliðnum. Frakkar, sem áður voru nýlendu- herrar í Kambódíu, lýstu yfir ánægju með að loks stæði til að rétta yfir leiðtogum Rauðu khmeranna. Bandaríkjastjórn hafði þrýst mjög á Kambódíustjórn að setja á fót slíkan dómstól, og talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins fagnaði sam- þykkt frumvarpsins. Rauðu khmerarnir voru við völd í Kambódíu á árunum 1975–1979. Tal- ið er að um 1,7 milljónir Kambódíu- manna hafi látið lífið af völdum ógn- arstjórnar kommúnistahreyfingar- innar, en Rauðu khmerarnir tæmdu borgir landsins og reyndu að koma á frumstæðu bændaþjóðfélagi, bönn- uðu peninga og brutu alla andstöðu miskunnarlaust á bak aftur. Fyrirhuguð réttarhöld yfir leiðtogum Rauðu khmeranna Stofnun dómstóls verði flýtt Phnom Penh. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.