Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 22

Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 22
ERLENT 22 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrifstofutækni 250 stundir! Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefj- andi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru:  Handfært bókhald  Tölvugrunnur  Ritvinnsla  Töflureiknir  Verslunarreikningur  Glærugerð  Mannleg samskipti  Tölvubókhald  Internet STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær í öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla Íslands. Þar bætti ég kunnáttuna í Word- ritvinnslu og Excel-töflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum í mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er vel skipulagt og kennsla frábær. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjó!. Steinunn Rósq, þjónustu- fulltrúi, Íslenska Útvarpsfélaginu Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli Íslands B í l d s h ö f ð a 1 8 , s í m i 5 6 7 1 4 6 6 Opið til kl. 22.00 RÚSSAR lögfestu fyrr í vetur sem þjóðsöng sinn fyrrverandi þjóðsöng Sovétríkjanna sem saminn var að beiðni Stalíns ár- ið 1943. Þó með þeirri breyt- ingu, að nýr texti skyldi saminn við gamla lagið. Í nýársmóttöku í Kreml var nýi þjóðsöngurinn frumfluttur opinberlega, eftir að Vladimír Pútín hafði sam- þykkt hann. Hinn 87 ára gamli Sergej Mikhalkov, höfundur textans frá 1943, samdi nýja þjóðsönginn en í honum vekur athygli, að ort er um hið „heil- aga Rússland“ sem „Guð verndar“. Á hinum „guðlausu“ tímum Sovétríkjanna var óhugsandi að minnzt væri á Guð í opinberum söngtextum eins og þjóðsöngnum. Hin gamla hylling Vladimírs Leníns og kommúnismans er horfin. Talsmenn rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar hafa fagnað nýja þjóðsöngnum en Borís Jeltsín, fyrrverandi forseti, er ekki eins hrifinn eftir því sem segir í frétt sænska blaðsins Nya Dagen. Fischer var „herskár“ JOSCHKA Fischer, utanríkis- ráðherra Þýzkalands, viður- kennir í viðtali sem þýzka viku- ritið Der Stern birtir í dag, fimmtudag, að hann hafi á sín- um tíma – á fyrri hluta áttunda áratugar- ins – verið „herskár“ þátttakandi í hreyfingu vinstri- sinnaðra stúdenta en hafi þó hafnað vopnaðri baráttu fyrir þeim pólitísku markmiðum sem hann aðhylltist. Í viðtalinu seg- ist Fischer meðal annars hafa tekið þátt í húsatöku og slags- málum við lögreglu í Hamborg. Til stendur að Fischer beri vitni eftir tvær vikur í réttarhaldi yf- ir Hans-Joachim Klein, póli- tískum samherja ráðherrans núverandi frá þessum tíma, en Klein þarf að svara til saka fyrir meinta þátttöku sína í að ræna fulltrúum á OPEC-fundi í Vín árið 1975. Aðalmaðurinn sem að mannráninu stóð var hinn al- ræmdi hryðjuverkamaður Car- los, öðru nafni Iliich Ramirez Sanchez, en tveir lífverðir og einn OPEC-fulltrúi létu lífið er mannránið var framið. Sjálfsmorðs- tilræði í Istanbúl ÓÞEKKTUR maður framdi sjálfmorðssprengjutilræði á lögreglustöð í Istanbúl í gær. Fjórir lögreglumenn og einn óbreyttur borgari særðust, eft- ir því sem Anatolian-fréttastof- an greindi frá. Í gær hafði eng- inn lýst ábyrgð á tilræðinu á hendur sér en grunur var helzt sagður falla á vinstriöfgamenn, sem áður höfðu heitið því að hefna dauða nokkurra félaga sinna er fangauppreisnir í tyrk- neskum fangelsum voru kveðn- ar niður með valdi í síðasta mánuði. STUTT „Guð verndar Rússland“ Joschka Fischer SADDAM Hussein, forseti Íraks, skýtur hér úr riffli upp í loftið á gamlársdag, sl. sunnudag. Upplýs- ingamálaráðuneyti Íraks vísaði í gær á bug fréttum þess efnis, að forsetinn hefði fengið alvarlegt slag um helgina. AFP hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að Saddam hafi hleypt af 142 skotum með ann- arri hendi; það sanni að hann sé hinn hraustasti. Samkvæmt heimildum íraskra útlaga, sem nokkrar fréttastofur vitnuðu til í gær, liggur Íraks- forseti nú á gjörgæzlu á sjúkrahúsi í Bagdad. Reuters Saddam sagður hafa fengið slag AÐALVITNI ákæruvaldsins í réttar- höldunum til embættismissis á hend- ur Joseph Estrada, forseta Filipps- eyja, bar við vitnaleiðslur í gær að hann hefði veitt forsetanum andvirði hundraða milljóna króna af hagnaði af ólöglegum fjárhættuspilum. Efnt var til réttarhaldanna yfir Estrada í kjölfar ásakana ríkisstjór- ans Luis Singson þessa efnis, og stóð hann við framburð sinn er hann kom í fyrsta sinn fyrir dómstól öldunga- deildarinnar í gær. Singson bar einn- ig að Estrada hefði skipað sér að breiða yfir þá staðreynd að tekjur af skattfé hefðu runnið til forsetans og fjölskyldu hans. Verjandi Estradas, Estelito Men- doza, freistaði þess við vitnaleiðslurn- ar í gær að draga upp mynd af Sings- on sem spilltum stjórnmálamanni sem reyndi að koma sök á forsetann fyrir eigin afbrot. „Ég er tilbúinn að fara í fangelsi, svo fremi sem höfuð- paurinn fer sömu leið,“ svaraði Sings- on þá. Sagði forsetann hafa tekið við hundruðum milljóna Vitnaleiðslurnar yfir Singson í gær tóku yfir fjórar klukkustundir, en verjanda Estradas tókst ekki að fá hann til að hvika frá fyrri vitnisburði. Singson sagði að forsetinn hefði á tveggja ára tímabili tekið við 400 milljónum filippseyskra peseta, eða um 700 milljónum króna, af hagnaði af ólöglegum fjárhættuspilum. Féð hefði ýmist verið lagt inn á banka- reikninga í eigu Estradas eða afhent á skrifstofu hans. Singson fullyrti einnig að aðstoð- armenn forsetans hefðu fyrir hans hönd tekið við töskum, sem innihéldu tekjur af skattfé, en viðurkenndi eftir spurningar öldungadeildarþing- manna að hann hefði ekki sjálfur séð forstetann taka við skattfénu. Hann kvaðst samt sem áður vera sannfærð- ur um að Estrada hefði fengið féð í hendur, enda hefði hann staðfest það við sig síðar, og fullyrti að forsetinn hefði fyrirskipað að þessu yrði haldið leyndu. Singson sagði þó hugsanlegt að ekki hefði verið um að ræða 140 milljónir peseta, eins og hann hélt fyrst fram, heldur 90 milljónir. Estrada er ákærður fyrir mútu- þægni, fjárglæfra, trúnaðarbrest og brot á stjórnarskránni. Ef tveir þriðju af 22 þingmönnum öldungadeildar- innar finna hann sekan um eitt eða fleiri ákæruatriðanna verður honum vikið úr embætti. Aðalvitnið stendur við ásakanir sínar Réttarhöldin yfir Joseph Estrada Manila. AFP, AP, Reuters. AP Luis Singson svarar spurningum verjanda Estradas, Estelitos Mendoza, við vitnaleiðslur í gær. NORSKI ríkissaksóknarinn til- kynnti í gær, að gefnar yrðu út ákærur á hendur fjórum manneskj- um fyrir að hafa myrt þrjár mann- eskjur á Orderud-býlinu 22. maí árið 1999. Er hér um að ræða eitt mesta og kunnasta morðmál í norskri sögu. Réttarhöldin eiga að hefjast í lok apríl næstkomandi og búist er við, að þau muni standa í marga mánuði. Eru gögnin í málinu mikil að vöxtum en samt mjög umdeild. Kristian Orderud, 81 árs að aldri, Marie Orderud, kona hans, 84 ára, og dóttir þeirra, Anne Orderud Paust, 47 ára gömul, voru skotin á Orderud-býlinu sem er skammt fyr- ir norðan Ósló. Voru tvær byssur notaðar við morðin og alls 13 skot. Heldur ákæruvaldið því fram, að langvarandi deilur milli Kristians og sonar hans, Per Orderuds, um rétt- inn til fjölskyldubýlisins sé undirrót morðanna. Þau fjögur, sem verða ákærð, neita þó allri sök og lögregl- an hefur ekki enn lagt fram tækni- legar sannanir fyrir því, að þau hafi framið morðin. Þessi fjögur eru Per Orderud og kona hans, Veronica Orderud; Lars Grønnerød og Kristin Kirkemo. Þau tvö síðarnefndu verða einnig ákærð fyrir sprengjutilræði við Anne Orderud Paust og eiginmann henn- ar, Per Paust, sumarið 1998. Það var 15. júlí 1998 að sprengja fannst und- ir bifreið Anne Orderud Paust en hún var þó ekki með neinum kveikjubúnaði. Telur lögreglan sig hafa sannanir fyrir því, að þau Grønnerød og Kirkemo hafi komið sprengjunni fyrir en hún hefur hins vegar engar vísbendingar um hver eða hverjir komu fyrir opnum gas- kút við heimili Anne í Ósló 12. ágúst þetta sama ár. Fjögur ákærð fyrir Orderud-morðin Ósló. Morgunblaðið. og bætti við að „fyrirtækið hefði áhyggjur af hatursáróðri“. Franski dómstóllinn kvað upp úrkskurð sinn í nóvember en Yahoo höfðaði í desember mál fyrir dómstól í Kaliforníu, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru, og krafðist þess að franski úrskurðurinn yrði felldur úr gildi. Að sögn Traynors verður þeim málarekstri haldið áfram en hann segir málið snúast um tjáningar- frelsi á Netinu, sem sé grundvallar- atriði. Málaferlin eru álitin prófsteinn á gildi löggjafar einstakra ríkja í hinu alþjóðlega umhverfi Netsins. BANDARÍSKA netfyrirtækið Yahoo mun frá og með 10. janúar banna sölu á munum sem tengjast nasistum á uppboðssíðum sínum á Netinu, að því er tilkynnt var á þriðjudag. Lögmaður fyrirtækisins sagði að ákvörðunin tengdist ekki úrskurði fransks dómstóls sem skyldaði Yahoo til að taka í notkun svokall- aðar síur svo franskir notendur gætu ekki skoðað síður þar sem nasistam- unir væru boðnir til sölu. „Forsvars- menn Yahoo tóku þessa ákvörðun í samræmi við stefnu fyrirtækisins,“ sagði lögmaðurinn Michael Traynor Yahoo bannar nasistasíður San Fransisco. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.