Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 31 ÞEGAR sá er þessar línur ritar hóf störf í ferðaþjónustunni fyrir um 14 árum, var ekki fyrir að fara sér- stakri þjónustu við íslenska íþrótta- hópa sem fara vildu til útlanda til að undirbúa sig við góðar aðstæður fyr- ir keppnistímabil heima fyrir eða til að taka þátt í opnum, alþjóðlegum keppnum. Einn ágætur maður, Pét- ur Ómar Ágústsson, nú starfsmaður Ferðamálaráðs Íslands í New York, hafði þó um tíma sinnt þessari sér- stöku ferðaþjónustu, meðfram öðru starfi sínu hjá Flugleiðum. Eftir 10 ára starf sem verktaki hjá stærstu ferðaskrifstofum Íslands, Samvinnuferðum-Landsýn og Úrval- Útsýn, stofnaði undirritaður ferða- skrifstofuna ÍT ferðir (IT Travel). Auk almennrar ferðaþjónustu, fyrir þá einstaklinga og hópa sem til fyr- irtækisins leita, hefur innan ÍT ferða verið unnið brautryðjendastarf í markaðssetningu á Íslandi sem ákjósanlegum valkosti fyrir erlenda íþróttahópa. Áður en lengra er haldið er rétt að staldra aðeins við og velta fyrir sér hugtakinu íþróttaferðir; hvað felst í því? Ég hef orðið var við mikinn mis- skilning síðustu 14 árin, þegar ég er spurður við hvað ég starfi. Svarið inniheldur gjarnan orðið eða hugtak- ið íþróttaferðir, og þá er viðkvæðið oftar en ekki, „já, þú selur ferðir á fótboltaleiki og svoleiðis“. Vissulega hafa slíkar ferðir verið meðal þess sem íþróttadeildir ferðaskrifstof- anna og ÍT ferðir hafa sinnt, en þær eru þó í miklum minnihluta, a.m.k. hvað mitt fyrirtæki áhrærir. Það er líka spurning um hvort rétt sé að telja til íþróttaferða, utanlandsferðir áhorfenda sem sjá vilja einhvern íþróttaviðburð. Að mínu mati er íþróttaferð ferðalag með íþrótta- menn, gjarnan íþróttalið, en ekki áhorfendur. Á sama hátt vil ég gera greinarmun á tónlistarfólki sem ferðast til útlanda til að syngja eða spila (kórar, lúðrasveitir, hljómsveit- ir) og svo þeim sem ferðast gagngert til að fara á tónleika með söngvara og/eða hljómsveit, hvort sem um er að ræða dægurtónlist eða klassík. Þar er annarsvegar um að ræða tón- leikaferð (= skemmtiferð), hins veg- ar tónlistarferð. Sem skipuleggjandi íþróttaferða í 14 ár, vil ég skipta slíkum ferðalögum í tvo hópa: 1. Skylduferðir. 2. Frjálsar ferðir. 1. Skylduferðir eru ferðalög sem þátttakendur, einstaklingar og lið, í alþjóðlegum mótum verða að tak- ast á hendur vegna þátttöku í við- komandi keppni. Sem dæmi má nefna ferð danska landsliðsins til Íslands í lok ágúst vegna landsleiks Íslands og Dan- merkur í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Einnig ferð keppnishóps Ís- lands til Sydney vegna Ólympíuleik- anna 2000 o.s.frv. Ferðaþjónusta í tengslum við alþjóðlegt mótshald í íþróttum er gífurleg að umfangi og er henni sinnt af flugfélögum, hótelum, sérstökum íþróttaferða-skrifstofum og almennum ferðaskrifstofum. 2. Frjálsar íþróttaferðir eru þær sem hópar ráðast í, til æfinga og und- irbúnings keppnistímabili heima fyrir og einnig ferðir sem íþrótta- hópar, gjarnan unglinga, fara til að etja kappi við jafnaldra/sambæri- lega hópa erlendis. Á síðustu 10–15 árum hefur orðið mikil aukning í ferðalögum íslenskra íþróttahópa til útlanda. Knatt- spyrnufélög senda meistaraflokka sína út fyrir landsteinana, gjarnan um páska, til að æfa við góðar að- stæður og leika æfingaleiki eða taka þátt í æfingamótum með erlendum liðum. Frjálsíþróttamenn vilja kom- ast í hita og góðar aðstæður á vet- urna og um páskana. Handbolta- og körfuboltalið fara í æfingaferðir síðla sumars. Unglingalið í helstu bolta- greinunum taka þátt í opnum, alþjóð- legum mótum sem haldin eru víða um lönd, í skólafríum um páska og að sumarlagi. Sundhópar hafa ferðast töluvert og enn er ógetið fjölmargra golfferða sem farnar eru ár hvert. Fleira mætti nefna. Það er á þessu sviði frjálsra íþróttaferða sem miklir möguleikar eru að skapast á Íslandi. Og það eru ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi sem njóta munu góðs af auknum fjölda erlendra íþróttahópa sem til landsins koma í æfinga- og keppnisferðir. Íþróttahreyfingin mun einnig fagna því að íslenskt íþróttafólk geti att kappi við jafn- aldra og sambærilega hópa frá út- löndum, án þess að til þurfi að koma misdýrar utanlandsferðir sem ekki eru á allra færi. Í annarri grein mun ég fjalla nánar um þá möguleika sem eru að opnast hér á Íslandi til að gera íþrótta- tengda ferðaþjónustu að athygli- verðri viðbót við annars fjölbreytta flóru íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem m.a. má nefna nýjungar eins og heilsutengda ferðaþjónustu og menningartengda ferðaþjónustu sem hvort tveggja á einnig mikla mögu- leika. Íþróttatengd ferðaþjónusta Hörður Hilmarsson Höfundur er framkvæmdastjóri ÍT ferða, sem sérhæfir sig í íþróttaferðum og ferðalögum ýmiss konar sérhópa. Íþróttaferðir Á sviði frjálsra íþrótta- ferða, segir Hörður Hilmarsson, eru miklir möguleikar að skapast á Íslandi. Fe rr ó au gl ýs in ga st of a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.