Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 21

Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 21 SVÍAR tóku formlega við for- mennskuhlutverkinu í Evrópusam- bandinu (ESB) um áramótin en á hálfs árs formennskumisseri sínu hefur sænska stjórnin heitið því að leggja mesta áherzlu á þrjú mál- efnasvið: stækkun sambandsins til austurs, nýjar áherzlur í at- vinnuþróunarmálum og umhverfis- vernd. En með tilliti til þess að vænta megi að þróun alþjóðamála komi til með að hafa áhrif á formennsku- áætlunina hefur Göran Persson for- sætisráðherra tekið fram, að hann geri ráð fyrir að á þessum sex mán- uðum muni ESB vera virkara í að reyna að stuðla að friði í Mið-Aust- urlöndum, rækta tengslin við Rúss- land og gera meira í því að hvetja kommúnistaríkið Norður-Kóreu lengra inn á braut pólitískrar opn- unar gagnvart umheiminum. Þetta er í fyrsta sinn sem röðin er komin að Svíum að gegna ESB-for- mennskunni, réttum sex árum eftir að þeir gengu í sambandið. Á for- mennskumisserinu munu verða haldnir um 80 fundir ráðamanna frá aðildarlöndunum fimmtán og hinum yfirþjóðlegu stofnunum sambands- ins á 44 stöðum í Svíþjóð. Fyrsti slíki fundurinn fer fram í Stokk- hólmi í næstu viku, er framkvæmda- stjórn ESB mætir til viðræðna við sænsku ríkisstjórnina. Leiðtoga- fundir verða í Stokkhólmi á miðju misserinu 23.-24. marz og í Gauta- borg í júní. En þótt það sé yfirlýst stefna Svía að þeir muni reyna sitt bezta til að hlúa að metnaðarfyllstu markmiðum sambandsins, munu þeir hafa mjög takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á eitt mikilvægasta verkefnið sem fram undan er: að koma evr- unni í umferð. Í tólf af fimmtán að- ildarríkjum ESB með samtals rúm- lega 300 milljónum íbúa mun hinum hefðbundnu gjaldmiðlum þessara landa verða skipt út fyrir evru-seðla og mynt eftir næstu áramót. Þar sem Svíar, ásamt Dönum og Bret- um, hafa kosið að standa utan við Efnahags- og myntbandalagið (EMU) hafa þeir lítið um undirbún- ing gjaldmiðilsskiptanna að segja; hann verður aðallega á herðum ut- anríkis- og fjármálaráðherra EMU- ríkjanna tólf og Belgíu sérstaklega sem er meðal stofnríkja myntbanda- lagsins og gegnir ESB-formennsk- unni síðari helming þessa árs. Grikkland tólfta EMU-ríkið Reyndar voru EMU-ríkin aðeins ellefu fram að síðustu áramótum, þá bættist Grikkland í hópinn. Gríski seðlabankinn tilkynnti á þriðjudag, að innganga landsins í myntbanda- lagið hefði gengið snuðrulaust fyrir sig. Evrópski seðlabankinn ákvað að endanlegt fastgengi grísku drök- munnar gagnvart evrunni skyldi vera 340,75:1. Á síðasta ári tókst grískum stjórnvöldum að fá það við- urkennt, að efnahagsumbætur þær, sem þau hefðu gripið til á síðustu ár- um, hefðu skilað nægilegum árangri til að landið teldist uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir inn- göngu í myntbandalagið. Svíar teknir við ESB- formennskunni Stokkhólmi, Vín, Aþenu. AFP, AP. YFIRGNÆFANDI stuðningur er á meðal norskra þingmanna við þá ákvörðun Jens Stoltenbergs, for- sætisráðherra Noregs, að hætta við byggingu þriggja vatnsorkuvera í Norðlandi vegna þeirra náttúru- spjalla sem hún myndi valda. Þá hafa náttúruverndarsinnar einnig fagnað mjög en í sveitarfélögunum, sem notið hefðu góðs af atvinnuuppbygg- ingunni, gætir vonbrigða og reiði í garð stjórnvalda. Stoltenberg tilkynnti um ákvörð- un stjórnarinnar í áramótaræðu sinni og bar við áhrifum byggingar- innar á náttúruna, þau væru einfald- lega of mikil og því hefði verið hætt við byggingu vatnsorkuvera í Beiarn, Melfjord og Bjøllåga. Harð- lega hefur verið deilt um þessar áætlanir og hefur verið hart lagt að stjórninni að hætta við þær. Hún lét undan þrýstingi í september sl. og lét stöðva framkvæmdir í Beiarn og nú hefur skrefið verið stigið til fulls. Röksemdin hefur m.a. verið sú að þau miklu áhrif sem byggingin hafi séu í engu samræmi við hve lítil framleiðsla orkuveranna yrði, sam- anlagt undir 1% af heildarraforku- framleiðslu Noregs. M.a. var fyrir- séð að tvær ár í Rana, vinsælum ferðamannastað, myndu þorna upp. Allir norsku þingflokkarnir hafa fagnað ákvörðun Stoltenbergs þótt Sósíalíski vinstriflokkurinn segi, að ekki sé nógu langt gengið í náttúru- verndarátt. Vonbrigði í N-Noregi Þessa röksemd telja íbúarnir í Rødøy hins vegar hina mestu firru, segja nóg af náttúrunni, það sem vanti séu fleiri atvinnutækifæri og auknar tekjur. Sveitarfélagið verður nú af milljónatekjum sem það vill að stjórnvöld bæti því upp. Johan Svartis sveitarstjóri óttast að ákvörðun Stoltenbergs sé til marks um að fleiri áætlanir stjórnvalda um byggingu orkuvera verði lagðar á hilluna í sveitarfélagi þar sem fólks- flótti sé eitt stærsta vandamálið. Sveitungar hans segja í samtali við Aftenposten að engu sé líkara en stefnt sé að því að leggja Norður- Noreg niður. Norska stjórnin hættir við byggingu þriggja vatnsorkuvera Mikill stuðningur við ákvörðun Stoltenbergs Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. TÓLF landbúnaðarverkamenn frá Ekvador fórust á Spáni í gær þegar farþegalest rakst á sendiferðabíl sem notaður var til að flytja þá til vinnu nálægt bænum Lorca. Tveir aðrir Ekvadorbúar voru í bílnum og slös- uðust alvarlega. Ökumaður sendiferðabílsins var fluttur á sjúkrahús vegna höfuðmeiðsla og var talinn í lífshættu. 13 ára stúlka, sem var í bílnum, varð einnig fyrir höfuð- meiðslum en ekki eins alvarlegum. Um 30 farþegar voru í lestinni og nokkrir þeirra slös- uðust lítillega þegar hún fór út af sporinu eftir árekst- urinn. 76 ára kona var flutt á sjúkrahús vegna tauga- áfalls.Sendiferðabíllinn gereyðilagðist. Talið er að bílnum hafi verið ekið yfir járnbrautarteinana gegn rauðu ljósi við mót akbrautar og járnbrautarspors. Engar hindranir voru við teinana og bæjarstjóri Lorca kvaðst margoft hafa varað spænska ríkislestafyrirtæk- ið RENFE við því að hætta væri á árekstrum ef hindr- unum yrði ekki komið fyrir á staðnum. Ekvadorbúar eru á meðal fjölmennustu innflytjenda- hópanna á Spáni. Talið er að allt að 9.000 Ekvadorbúar starfi í býlum í grennd við Lorca. Reuters Árekstur bíls og lestar kostar 12 mannslíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.