Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 53 CHIP TAYLOR fæddist árið 1944 í New York og var skírður John Wesley Voight. Hann er yngstur þriggja bræðra, Barry, sá elsti, er einn af fremstu eldfjallafræðingum heims. Miðbróðirinn er hinn þekkti „Íslandsvinur“ og leikari Jon Voight. John Wesley Voight var yngstur þeirra bræðra og tók upp nafnið Chip Taylor þegar hann fór að reyna fyrir sér sem söngvari og lagasmiður. Tónlistaráhuginn vakn- aði snemma og hann var aðeins átta ára gamall þegar hann fékk leyfi foreldra sinna til að vaka fram eftir kvöldi til að hlusta á tónlistarstöð í Vestur-Virginíu, sem náðist í New York. Stöðin spilaði sveitatónlist og átti eftir að móta tónlistarsmekk þessa stórborgarbúa. Þegar í há- skóla var komið stofnaði hann hljómsveitina Town and Country Brothers sem gaf út hljómplötu. Þegar hljómsveitin leystist upp ákvað Chip að feta í fótspor föður síns og gerðist atvinnumaður í golfi. Það gekk ágætlega þangað til hann meiddist á úlnlið og golfferillinn var þar með á enda. Það má einnig geta þess að sönghæfileikana hefur hann líklega erft frá móður sinni en eitt af afrekum hennar á tónlistarsviðinu var að syngja fyrir Natalie Wood í kvikmyndinni West Side Story. Hann ákvað að snúa sér alfarið að tónlist og komst á samning hjá Warner Brothers en tók sér nafnið Chip úr golfinu. Það var svo árið 1961 sem hann kom fyrsta laginu sínu á vinsældalista en það var lagið „Here I Am“. Skömmu seinna heyrði Chet Atk- ins nokkur lög Chips og fannst ótrú- legt að hann væri fæddur og uppal- inn í New York. Chet byrjaði að hljóðrita nokkur lög eftir Chip með tónlistarmönnum sem hann var að vinna með og fyrsti smellur Chips sem sveitalagahöfundur var „Just a Little Bit Later on Down the Line“. Um 1965 komst hann á samning sem lagasmiður hjá CBS. Hann byrjaði að blanda saman áhrifum frá „takti og trega“ (R&B) og sveitatón- list í tónlistarsköpun sinni. Hæfi- leikar hans til að semja lög í ýmsum stílbrigðum heyrast einna best í tveimur af þekktustu lögum hans, „Wild Thing“ og „Angel of the Morning“. Fleiri lög hans hafa sleg- ið í gegn með ýmsum þekktum tón- listarmönnum. Hér á Íslandi átti Chip two smelli í flutningi Brimkló- ar en það voru „Ég las það í Samú- el“ („I Read It in Rolling Stone“) og hið geysivinsæla „Síðan eru liðin mörg ár“ („(I Want) The Real Thing“) en bæði lögin má finna á plötunni Chip Taylor’s Last Chance sem hefur nú verið endurútgefin á geisladiski. Chip Taylor gaf út sex sólóplötur á næstu árum sem fengu góða dóma hjá gagnrýnendum þó að ekki hafi honum tekist að „slá í gegn“ á þess- um árum. Chip er mjög persónu- legur í tónlistarsmíðum sínum og liggur við að maður þekki fjöl- skylduhagi hans ef maður hlustar á plöturnar hans. Sem dæmi má nefna lag sem Anne Murray gerði vinsælt á sínum tíma, „Son of a Rotten Gambler“ sem hann samdi fyrir son sinn, Kristian, en lagið segir einmitt frá annarri ástríðu Chips sem er fjárhættuspil. Ferill hans sem fjár- hættuspilari var ólíkur ferli svo margra annarra sem leggja fjár- hættuspil fyrir sig; honum gekk svo vel að á endanum var honum úthýst úr öllum spilavítum í Atlantic City. Tónlistin átti þó alltaf hug hans þó að hann væri ekki að spila eða semja á þessum árum. Hann sam- þykkti því að fara í tónlistarferð með Midge Ure, Darden Smith, Rosie Flores og Don Henry árið 1993. Í framhaldi af þessari tón- leikaferð rumskuðu tónlistargáfur hans aftur og hann fór að semja lög á ný. Hann segir sjálfur frá því að hann hafi endan- lega ákveðið að snúa sér aftur að tónlist við dán- arbeð móður sinnar. Hún bað hann að syngja fyrir sig. Hann fann hve gaman hann hafði af að syngja og ekki varð aftur snúið. Það var svo 1996 sem hann hljóðritaði Hit Man en þar tek- ur hann flest alla gömlu góðu smell- ina sem aðrir en hann gerðu vinsæla á sínum tíma. Þessi diskur var gef- ERLENDAR P L Ö T U R Hjörtur Guðnason, for- stöðumaður Prenttæknistofn- unar, skrifar um geisladiskinn The London Sessions – Boot- leg+ með Chip Taylor. Chip Taylor lifir! Chip Taylor á að baki ríflega fjörtíu ára feril og er hvað þekktastur hér á landi fyrir að hafa samið Brimkóarlögin „Ég las það í Samúel“ og „Síðan eru liðin mörg ár“. inn út til að boða endurkomu hans í tólistarbransann. Ári seinna kom síðan út The Living Room Tapes sem sannaði jafnt fyrir aðdáendum hans sem öðrum að hann hafði að- eins tekið framförum og þroskast sem listamaður á þessu tímbili sem hann hvarf sjónum manna. Til að tryggja það að hann hefði fullt frelsi við tónsmíðar sínar og út- setningar stofnaði hann sitt eigið út- gáfufyrirtæki, Train Wreck Re- cords, sem hefur gefið út diska hans síðan. Fyrsti diskurinn hjá eigin út- gáfu var Seven Days in May, ást- arsaga sem hann samdi til konu sem hann hitti á bar í New York (hún var komin fimm mánuði á leið). Það má segja að „grái fiðringurinn“ hafi heltekið kallinn á þessum tíma en daman, sem er frönsk og heitir Florence, er helmingi yngri en Chip. Þetta „ástar- flipp“ hans endaði þó vel þó að ekki fengi Chip dömuna, því að hann er góður vinur hennar og eiginmanns hennar í dag. Á þessu ári kom út tveggja diska sett, The London Sess- ions – Bootleg+, tveir frá- bærir diskar, annar tekinn upp í London með raf- magnaðri hljómsveit en hinn órafmagnaður og tekinn upp í New York. Upptökurnar áttu að vera svokallaðar „demó“- upptökur sem átti að fullvinna síðar. Þegar Chip hlustaði síðar á þessar upptökur, sem teknar voru í hljóð- veri, líkaði honum svo vel við stemmninguna sem kom fram í þeim að hann ákvað að gefa út sjóræn- ingjaupptökur með sjálfum sér enda réð hann nú sjálfur gjörðum sínum hjá eigin útgáfufyrirtæki. Á þessum diskum koma greinilega fram hæfi- leikar hans bæði sem lagasmiðs og textahöfundar. Núna 40 árum eftir að hann seldi sitt fyrsta lag er hann að semja enn betri lög en áður. Á vefsíðunni www.trainwrecks.com má finna ýmsar upplýsingar um út- gáfuna og Chip. Þar kemur m.a. fram að Chip haldi tónleika í Hollandi 9.–13. nóvem- ber næstkomandi og þá er tilvalið að bregða undir sig betri fætin- um og heimsækja Hol- land og Chip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.