Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 27 INN á borð til mín hefur borist bók sem inniheldur tólf sögur, marg- ar sígildar, sem jafnmargir listmál- arar eða fleiri hafa myndskreytt. Auk þess eru í bókinni ljósmyndir og teikningar. Allar sögurnar eru á dönsku og er ætlað að kynna landið sjálft, fegurð þess og fjölbreytni, einnig sýn íslenzkra málara á landið og fylgir hverri sögu inngangur um inntak sögunnar og listaverk frá söguslóðum. Hugmyndin er í alla staði fullgild, er í raun undur og býsn hve íslenzk myndlist hefur lítið ratað inn í bók- menntirnar og hve útgefendur hafa í smáum stíl virkjað íslenzka myndlist- armenn af hærri gráðu til lýsinga bóka, þótt ekki væru nema fullgerð verk gerð af öðru tilefni eins og í þessari bók. Hef ég iðulega vikið að þessu í skrifum mínum enda á ég marga útlenzka bókina sem er ekki minna fræg fyrir lýsingarnar en rit- málið. Lýsing bóka getur verið jafn- mikilvæg ritmálinu og hér vil ég sem oftar vísa til Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar sem Gunnar yngri listmálari myndlýsti og ber sérstak- lega að árétta hér að myndlýsing er ekkert vinnuhjú lesmálsins og getur oftar en ekki fylgt því hönd í hönd og auðgað eins og þar gerðist. Hlutverk mitt hér er einvörðungu að skrifa um útlit bókarinnar, hönn- un og myndlýsingarnar, en um aðra þætti vísa ég til bókarýna. Bókin er í mjög almennu broti, prentuð á góðan pappír og nostur- samlega bundin inn þannig að hún fer vel í hendi, kápuspjald mjög traust og mynd á forhlið björt og fal- leg, málverk Ólafs Túbals frá Múla- koti í Fljótshlíð með Goðastein og Eyjafjallajökul í baksýn. Hins vegar eru stafir útgáfufyrirtækisins, Sleipnir, undir mynd fullítækir, sem menn geta sannfærst um með því að bregða litlafingri þar yfir. Mál mál- anna eru svo listaverkin í bókinni, lit- greining þeirra, svo og staðsetning á síðurnar. Þar hefur afar misjafnlega tekist til í báðum tilvikum, litgreining hnökrótt og síður kunnáttusamlega staðið að staðsetningu þeirra á síð- urnar. Fyrst skal tekið dæmi um hvar vel hefur tekist, sem er mynd Jóns Stefánssonar á bls. 69, Á leið yf- ir jökulfljótið; bls. 123, mynd Georgs Guðna, Án titils og bls. 142 Jóhann Briem, Svört fjöll, ekki er ég þó alveg sáttur við hvernig myndirnar ná al- veg út í jaðarinn fyrir miðju, hér hefði verið æskilegt að skilja eftir mjóa hvíta ræmu til hlutleysingar. Í upphafi eru lýsingarnar svolítið ósamkvæmar og ruglingslegar, vega salt milli barna- og fræðibóka, og það er ekki nógu gott. Danir skilgreina þetta sem „broget“ og það er eins og hið sanna andlit bókarinnar birtist fyrst á síðu 42, þar sem getur að líta málverk Ásgríms Jónssonar af Eyja- fjallajökli og öll er opnan sjónrænt sterk og akkúrat, skortir einungis hvítu ræmuna beggja vegna mynd- arinnar. Menn kunna að vera mér ósammála en hvernig liti það út ef þannig væri farið með ritmálið og það gengi alveg að báðum jöðrunum til hliðar og hvað miðjuna snerti yrði að slétta úr síðunum með fingrunum til þess að greina upphaf línanna? Nei, svona á ekki að fara að listaverkum. Litgreining er upp og ofan og þannig kemst áðurnefnd mynd Georgs Guðna furðuvel til skila, en hins veg- ar er litgreiningin á Strokuhesti Jóns Stefánssonar (bls. 134), forkastanleg vinnubrögð. Hefði málverkið komið mun betur út í svarthvítu, sbr. bókina um Jón í útgáfu Helgafells 1950(!). En sem fyrr segir er hugmyndin góð, bókin falleg, sögurnar standa með sóma og sann fyrir sínu og um er að ræða afar eigulega skjalfestingu feg- urðar, fjölbreytni og síkvikulla brigða í lofti og gróandi á landi hér. Land míns föður LIST/HÖNNUN M y n d s k r e y t t a r s ö g u r Sögur tólf íslenzkra rithöfunda myndskreyttar af íslenzkum mál- urum. Ritstýrt hefur Páll Skúlason. Sleipnir, Reykjavík 2000. Gefin út með styrk frá Sáttmálasjóði og Sjóðnum um dansk-íslenzka sam- vinnu. Útlitshönnun: Guðmundur Steinsson. Fagleg ráðgjöf: Lars Brink og PP forlag. Markaðssetn- ing og dreifing. PP forlag – Dan- mörku. Þrykk og formprent: DK-Randers. Fögur er hlíðin, málverk Ólafs Túbals, sem valið var sem kennimark bókarinnar. Bragi Ásgeirsson MIN FARS SMUKKE LAND ÍSLENSKI dansflokkurinn hefur hafið æfingar á tveimur nýjum verkum eftir norska danshöfund- inn Jo Strømgren. Verkin bera nöfnin Kraak Eet og Kraak Twee og eru samin sérstaklega fyrir Ís- lenska dansflokkinn. Þau verða frumsýnd á Stóra sviði Borgarleik- hússins 3. marz ásamt nýju verki eftir portúgalska danshöfundinn Rui Horta. Jo Strømgren er einn af fremstu danshöfundum Skandinavíu af yngri kynslóðinni. Eftir að hafa stundað ýmsar íþróttir lærði hann dans og kóreógrafíu og starfaði síðar í dansflokknum CARTE Blanche í Bergen. Árið 1998 stofn- aði hann sinn eigin hóp, Jo Strøm- gren Kompani. Strømgren er kunnur fyrir stíl sem blandar saman ýmsum þátt- um, leikhúsi, kvikmyndum og jafn- vel íþróttum, en nýlegt verk eftir hann ber nafnið A Dance Tribute to the Art of Football. Verk hans einkennast oft á tíðum af absúrd húmor og höfða til stórs hóps af fólki, bæði í heimalandinu og ann- ars staðar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og er eftirsóttur í Evrópu, bæði sem sjálfstæður danshöfundur og með sínum eigin flokki. „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið Jo til að semja þessi nýju verk fyrir okkur. Hann er einn skemmtilegasti evrópski danshöfundur sinnar kynslóðar,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórn- andi Íslenska dansflokksins. „Af því þetta hefur verið kaldur og einmanalegur vetur held ég að verkin verði um konur. Konur sem mig langar að hitta, konur sem langar að hitta mig auðvitað og vonandi eitthvað almennt um hegðun karlmanna; einfalt en samt mjög flókið,“ segir Jo Strømgren. Æfingar hafnar á Kraak eftir Jo Strømgren Ljósmynd/Knut Bry Danshöfundurinn Jo Strømgren. SNJÓKORN falla hér á þessar skemmtilegu styttur við Cranbrook listasafnið í Bloomfield Hills í Mich- igan fylki í Bandaríkjunum. Stytturnar virðast ýmist vera að bölva snjónum eða skýla sér fyrir honum, en víða hefur snjóað í Bandaríkjunum undanfarið. AP Snjókorn falla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.