Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Síðan 1972
múrvörur
Traustar
íslenskar
Leitið tilboða!
ELGO
SÓLIN hefur skinið glatt á suð-
vesturhorni landsins að und-
anförnu en hún rís ekki hátt á
þessum árstíma. Skinið hefur
gert ökumönnum erfitt fyrir og
því vissara að hafa gott útsýni
með hreinni framrúðu. Hér hefur
samviskusömum ökumanni þótt
nóg um og skotist út úr bílnum á
rauðu ljósi í Reykjavík til að
pússa framrúðuna. Eins og sjá
má var vandað vel til verks.
Morgunblaðið/Golli
Pússað á rauðu ljósi
STJÓRN ofanflóðasjóðs leggur til að
staðsetningu snjóflóðavarnargarðs í
Bolungarvík verði breytt og garður-
inn verði lagður neðar í fjallinu. Sam-
kvæmt þessari áætlun mun hluti
garðsins liggja yfir hús í Dísarlandi
og verða þau því keypt af ofanflóða-
sjóði. Málið hefur enn ekki verið
kynnt í bæjarstjórn Bolungarvíkur.
Fyrir um einu ári samþykkti bæj-
arstjórn Bolungarvíkur tillögu um
snjóflóðavarnargarð fyrir ofan
byggðina við Dísarland, svokallaða
leið 4.
Ný reglugerð kallar
á breyttar tillögur
Stjórn ofanflóðasjóðs samþykkti
einnig þessa leið. Í fyrra var hins veg-
ar sett ný reglugerð um snjóflóða-
varnir sem felur í sér strangara
hættumat.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins telur stjórn ofanflóðasjóðs að
þessi reglugerð kalli á breytingar á
fyrirliggjandi tillögum um snjóflóða-
varnir í Bolungarvík. Færa verði
garðinn neðar í fjallið. Það þýðir hins
vegar að garðurinn mun liggja að
hluta til yfir hús í Dísarlandi. Þessi
leið þýðir þannig að kaupa verður upp
hús í Dísarlandi.
Íbúar í götunni voru óánægðir með
tillögur um snjóflóðavarnir sem búið
var að samþykkja í bæjarstjórn og í
stjórn ofanflóðasjóðs, en þær fólu í
sér byggingu garðs ofan við húsin.
Áfram var þó gert ráð fyrir að húsin
yrðu rýmd þegar hætta skapaðist.
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík, vildi ekkert tjá sig um
málið þar sem hann væri ekki búinn
að fá bréf frá stjórn ofanflóðasjóðs
um málið.
Hús við Dísar-
land verða
keypt og rifin
Ofanflóðasjóður vill breytta staðsetn-
ingu varnargarðs í Bolungarvík
FRYSTITOGARINN Baldvin Þor-
steinsson EA frá Akureyri var
með mest aflaverðmæti allra ís-
lenskra fiskiskipa á síðasta ári.
Verðmæti aflans, alls um 7.800
tonna, nam um 993 milljónum
króna sem er nokkru minna en á
árinu 1997 en þá nam aflaverð-
mæti skipsins rétt rúmum einum
milljarði króna.
Guðmundur Þ. Jónsson skip-
stjóri segir að þrátt fyrir að þorsk-
veiði hafi gengið tregar á síðasta
ári og minna virðist af þorski í
kringum landið sé víða smár
þorskur sem gefi væntingar um
góða veiði á næstu árum.
Frystitogarinn Arnar HU frá
Skagaströnd kom næst á eftir
Baldvini Þorsteinssyni í verðmæt-
um, með um 976 milljónir króna,
en Arnar var með mesta aflaverð-
mætið árið 1999, um 1.025 millj-
ónir króna. Í þriðja sæti var frysti-
togarinn Júlíus Geirmundsson frá
Ísafirði með 943 milljóna króna
aflaverðæti.
Baldvin Þorsteinsson EA veiddi 7.800 tonn í fyrra
Verðmætið um milljarður
Baldvin með/20
VERÐMÆTI útfluttra loðnuaf-
urða hefur minnkað síðustu tvö ár-
in, eftir mikinn uppgang í veiðum
og útflutningi á árunum 1996 til
1998.
Samkvæmt áætlun Þjóðhags-
stofnunar fyrir síðasta ár hefur
heildarverðmæti útfluttra loðnuaf-
urða minnkað um rúma 6 milljarða
frá árinu 1998, úr tæpum 16 millj-
örðum árið 1998 í tæpa 10 millj-
arða á síðasta ári. Verðmæti út-
fluttra loðnuafurða er þó á svipuðu
róli og árið 1995.
Mikil óvissa ríkir um útflutning
á fiskimjöli og lýsi á komandi ver-
tíð í kjölfar nýrra reglna Evrópu-
sambandsins um innflutning á
fiskimjöli til fóðurgerðar. Jón
Reynir Magnússon, forstjóri SR-
mjöls, segir að ástand og horfur
varðandi útflutning á mjöli og lýsi
séu frekar döpur af þessum sök-
um. Þá segir hann að Íslendingar
geti verið í afar slæmum málum
varðandi lágmark á díoxíni í fiski-
mjöli, þar sem díoxín sé meira í af-
urðum héðan en í öðrum afurðum
sem notaðar eru í fóðurblöndur.
Verðmæti útfluttra
loðnuafurða minnkar
Daprar horfur/32–33
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
fagnar afgerandi niðurstöðu í at-
kvæðagreiðslu kennara við Verzlun-
arskóla Íslands um nýgerðan kjara-
samning við stjórnendur skólans. Í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
vonaðist Geir til þess að niðurstaðan í
Verzlunarskólanum hefði jákvæð
áhrif á viðsemjendur ríkisins, þ.e.
framhaldsskólakennara. Hún gæti
flýtt fyrir lausn þeirrar deilu frekar
en hitt. Geir sagði að afar tímabært
væri orðið að leysa deiluna við fram-
haldsskólakennara.
Samningafundur milli ríkisins og
kennara hófst hjá ríkissáttasemjara
um miðjan dag í gær og stóð fram
undir miðnætti. Ekki náðist í tals-
menn samningsaðila en fjármálaráð-
herra sagðist hafa fengið þær fregnir
að ágætlega hefði miðað í viðræðun-
um. Að minnsta kosti hefði ekki kom-
ið neinn afturkippur í deiluna.
Grunnlaun tvöfaldast til 2004
Eftir að ljóst varð í gær að 92%
kennara við Verzlunarskólann sam-
þykktu nýgerðan kjarasamning gat
kennsla hafist í dag samkvæmt
stundaskrá. Er þá von á ríflega eitt
þúsund nemendum skólans til leiks.
Meðal helstu atriða úr kjarasamn-
ingnum má nefna að grunnlaun
hækka strax um 50% nú um áramót-
in. Samningurinn gildir til 2004 og
lætur nærri að grunnlaunin tvöfaldist
á þeim tíma. Hækkun grunnlauna
skýrist af áfangahækkunum og stór-
tækum tilfærslum milli yfirvinnu og
dagvinnu. Stjórnendur og kennarar
skólans eru ánægðir með samninginn.
Þeir telja að hægt verði að vinna upp
þann námstíma sem fór forgörðum í
verkfallinu, sem hófst í skólanum 13.
nóvember, viku síðar en hjá öðrum
framhaldsskólakennurum.
„Að sjálfsögðu verður ekki mánað-
arverkfall hjá Verzlunarskólanum án
þess að þess sjáist merki. Við munum
þurfa að einbeita okkur betur að
kjarna málsins, fara hraðar yfir og
ekki eins djúpt í námsefnið og við
hefðum gert hefði verkfallið ekki
komið til,“ segir Þorvarður Elíasson,
skólastjóri Verzlunarskólans.
Annar tveggja kennara skólans í
samninganefnd, Bertha Sigurðar-
dóttir, telur að kennarar megi vel við
una. Umbylting hafi orðið á uppbygg-
ingu launakerfisins. Það hafi verið
einfaldað og alls konar aukagreiðslur
komið inn í dagvinnulaunin.
Sölvi Sveinsson, formaður Félags
framhaldsskóla og skólastjóri Fjöl-
brautaskólans í Ármúla, segist vita til
þess að allmargir nemendur hafi þeg-
ar ákveðið að hætta námi í vetur í
framhaldsskólunum vegna verkfalls-
ins. Hann telur hættu á að þeim fjölgi
hratt takist ekki að ljúka samningum
um helgina. Sölvi er afar óánægður
með að samningar skuli ekki enn hafa
náðst í kjaradeilunni.
„Mér finnst þetta ástand orðið
óþolandi. Viðræður hafa gengið allt of
hægt,“ segir Sölvi.
Fjármálaráðherra um kjarasamning kennara VÍ
Gæti flýtt fyrir lausn
kennaradeilunnar
92% kennara/6
♦ ♦ ♦
MJÖG mikil þensla hefur verið í
byggingariðnaði á Akureyri að und-
anförnu og telur Guðmundur Ómar
Guðmundsson, formaður Félags
byggingarmanna í Eyjafirði, að síð-
asta ár hafi verið algjört metár.
Hann segir ekki sjáanlegt að neitt
lát sé að verða á. Nokkur stór verk-
efni séu framundan, m.a. við Fjórð-
ungssjúkrahúsið og Amtsbókasafnið,
nýbygging fyrir Íslenska erfðagrein-
ingu og stækkun Giljaskóla.
Metár í ný-
byggingum
á Akureyri
Síðasta ár/16