Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á Smíðaverkstæðinu á næstsíðasta degi ársins leikritið Með fulla vasa af grjóti eftir Marie Jones. Verkið er skopleg lýsing á írska bíóævintýrinu en undanfarið hefur færst mjög í vöxt að þar í landi hafi verið framleiddar erlendar stórmyndir. Rótgróið bæjarfélagið verður fyrir mikl- um sviptingum þegar Hollywood-draumasmiðjan gerir „innrás“ og býður heimamönnum gull og græna skóga. Einungis tveir leikarar fara með öll hlutverkin í verkinu, þeir Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson en leikstjóri er Ian McElhinney en hann hefur sett verkið upp bæði í Bretlandi og í Svíþjóð við fádæma góður viðtökur og sagan segir að næsta skrefið sé Broadway. Þess má geta að það er faðir Hilmis Snæs, Guðni Kolbeinsson, sem þýtt hefur verkið á íslensku. Það var margt góðra gesta á frumsýningunni og meðal þeirra margir af máttarstólpum leikhúslífsins í Þjóðleikhúsinu á síðari helmingi nýliðinnar aldar. Með fulla vasa af grjóti frumsýnt í Þjóðleikhúsinu Elín Edda Árnadóttir, leikmyndahönnuður sýning- arinnar, og eiginmaður hennar, Sverrir Guðjónsson, fögnuðu því að hafa verið kærustupar í 25 ár. Hinir þjóðkunnu og þaulvönu þremenningar Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason og Flosi Ólafsson láta sig ekki vanta þegar frumsýnt er í Þjóðleikhúsinu. Morgunblaðið/Jim Smart Stórleikararnir Stefán Karl og Hilmir Snær voru sælir að lokinni frumsýningunni. Sveinn Einarsson, Þóra Kristjánsdóttir, Vigdís Finn- bogadóttir, Guðríður Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Írskir bíódagar Skólavörðustíg ● 21sími 551 4050 ● Reikjavík Sængurverasett úr egypskri bómull m eð satínáferð Póstsendum   Í HLAÐVARPANUM Missa Solemnis helgieinleikur á síðasta degi jóla 9. sýn. lau. 6. jan kl 17:30 síðasta sýning „Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frá- bærlega..einstök helgistund í Kaffileikhúsinu“ (SAB Mbl). Stormur og Ormur 22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00 23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00 „Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur) „Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint í mark...“ SH/Mbl Eva bersögull sjálfsvarnareinleikur 5. sýn. þri. 9. jan kl 21:00 6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00 7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00 8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00 19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00 20. sýn laugardag 20. jan kl 21:00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)          552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fös 5/1, C&D kort gilda UPPSELT sun 7/1, Aukasýning fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti fim 18/1 Aukasýning fös 19/1, G&H kort gilda nokkur sæti lau 27/1 nokkur sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 20 nokkur sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 fös 26/1 530 3030 SÝND VEIÐI lau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR sun 7/1 kl. 20 örfá sæti laus fim 11/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 19/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00:                        !     !             "#$%&$'&$&() *!+ #,!     !         Smíðaverkstæðið kl. 20.00: '%&-%$*  *!      !     !                ./# &$01#23  45         6667 + 87  9 8: + 87 ! " # $ $%   $    ;  !< 9 7=> 77 ?= @9 ;7= 77 ?=A 7        B C* 8  !  &   D; E C        ; 3 C8 !  &    ;!< 5 8C 7 ?2 F!C 9;E C E C8C7D9 GHA G 7 6667  C7                       FILMUNDUR ætlar að fagna alda- mótunum með glæsibrag. Nú á að gleðja kvikmyndaáhugamenn svo um munar. Filmundur forsýnir sem sagt bresku kvikmyndina Billy Elliot sem hefur hlotið lof gagnrýnenda um allan heim og þykir afar líkleg til þess að hreppa tilnefningu til Óskarsverð- launanna sem afhent verða í mars næstkomandi. Hún hefur þegar hlotið tvær tilnefningar til Golden Globe- verðlaunanna fyrir bestu myndina auk þess sem Julie Walters er til- nefnd sem besta leikkonan í aukahlut- verki. Myndin gerist árið 1984 í námubæ á Norður-Englandi þar sem verkfall námumanna er í fullum gangi. Billy Elliot er ellefu ára og pabbi hans og bróðir eru í verkfalli en mamma hans er dáin. Vegna verkfallsins og erfiðra fjölskylduaðstæðna er andrúms- loftið á heimilinu hlaðið spennu og hörku. Billy er ekkert fyrir ofbeldis- fullar strákaíþróttir eins og boxið sem honum er uppálagt að stunda í skól- anum heldur hrífst hann af ballett sem stelpurnar stunda og sýnir mikla hæfileika á því sviði. Þegar fjölskyld- an kemst að ballettáhuganum lendir Billy í vandræðum en með stuðningi ballettkennarans heldur hann áfram að æfa sig í laumi. Þegar kennaranum tekst svo að koma því til leiðar að Billy fari í prufu hjá Konunglega ball- ettskólanum vantar bara samþykki fjölskyldunnar til þess að allt gangi upp. Það er víst hægara sagt en gert. Myndin er frumraun leikstjórans Stephen Daldry á hvíta tjaldinu en handritið er eftir Lee Hall. Með aðal- hlutverkið fer hinn þrettán ára gamli Jamie Bell og þykir hann standa sig með prýði, svo vel að samtök gagn- rýnenda í Bandaríkjunum völdu pilt- inn besta unga leikara ársins. Myndin verður sýnd í Háskólabíói á klassískum Filmundartímum, þ.e. fimmtudagskvöldið kl. 22.30 og á mánudagskvöldið á sama tíma. Filmundur forsýnir Billy Elliot Billy Elliot heldur jafnvæginu með því að dansa ballett. Ballettskór í stað boxhanska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.