Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 40
HJÓNAMINNING 40 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján IngvarStefánsson var fæddur á Búðum í Fáskrúðsfirði 9. nóv- ember 1920. Hann lést á Landspítalan- um í Fossvogi 24. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Árnason, f. á Kleif í Breiðdal 18. septem- ber 1887, d. 29. ágúst 1954, og Guð- finna Jóhannsdóttir, f. í Hvammi í Fá- skrúðsfirði 16. apríl 1887, d. 5. október 1938. Systkini Kristjáns eru Jóhanna, f. 7. apríl 1909, d. 31. júlí 1984; Þóra, f. 1. júlí 1910, d. 30. nóvember 1948; Árni, f. 27.september 1912, d. 21. októ- ber 1979; Jón Kristinn, f. 13. júlí 1918, d. 19. september 1981; Frið- rik, f. 16. nóvember 1924; Albert, f. 26. mars 1928, d. 26. september 2000. Einnig átti Kristján tvo eldri bræður sem létust báðir í bernsku. Kristján ólst upp á Búðum og hóf ungur að sækja sjó með föður sínum og bræðrum og fékk síðar frá Aabornesi, Norfold í Norður- Noregi, f. 27. janúar 1894, d. 12. febrúar 1968, og Sigríður Símon- ardóttir frá Hellisfirði, f. 4. maí 1898, d. 22. febrúar 1943. Systkini Estherar eru Georg Juul, tvíbura- bróðir hennar, sem lést aðeins nokkurra mánaða gamall; Jóna Sesselja (Bíbí), f. 16. febrúar 1921, og Erna Ragnhild, f. 9. september 1926, d. 2. október 1972. Esther fluttist um tveggja ára aldur til Seyðisfjarðar og bjó fjölskyldan þar uns hún fluttist til Fáskrúðs- fjarðar þegar Esther var að nálg- ast tvítugt. Á Fáskrúðsfirði kynnt- ist Esther eiginmanni sínum og bjó þar allan sinn aldur. Esther og Kristján gengu í hjónaband 28. september 1946. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Jens, f. 15. febrúar 1946. 2) Þóra f. 25. febrúar 1948, gift Hermanni Steinssyni. Þeirra dóttir er Est- her, f. 25. marz 1970, í sambúð með Guðmundi Hafsteinssyni, þau eiga Dagnýju Freyju, f. 12. apríl 1999. 3) Ingvar Hafsteinn, f. 7. apríl 1949, kvæntur Hallgerði Hlöðversdóttur. Þeirra börn: Drengur, f. 15. september 1973, d. 19. september 1973; Kristjana, f. 19. nóvember 1974, gift Bjarte Midtsæter; Jens Hafsteinn, f. 26. maí 1978; Óliver Bjarki, f. 31. júlí 1984. 4) Guðfinna, f. 12. maí 1958, gift Gunnari Geirssyni. Þeirra börn: Esther Ösp, f. 6. janúar 1984, og Snorri Þór, f. 28. marz 1989. Útför Kristjáns fer fram frá Fá- skrúðsfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. vélstjóra- og stýrimannsréttindi. Hann var vélstjóri og skipstjóri á ýmsum bátum. Hann vann alla tíð að störfum tengdum sjávarútvegi, gerði út bát með Alberti bróður sínum nokkur ár og síðar mörg ár Sólborgu SU með dóttur sinni og tengdasyni eða þar til hann dró sig í hlé vegna aldurs. Jenný Esther Jensen var fædd í Neskaupstað 31. marz 1923. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað 10. ágúst 1978. Foreldrar hennar voru hjónin Nils Hagerup Jensen Faðir okkar kvaddi þennan heim 24. desember síðastliðinn eftir erfið veikindi. Enda þótt liðin séu rúm tuttugu og tvö ár frá andláti móður okkar tengjast þessi samrýndu hjón svo í minningunni að við vilj- um minnast þeirra beggja nú. For- eldrar okkar hófu sinn búskap hér á Fáskrúðsfirði og bjuggu þá fyrst í Ásbrú þar sem einnig bjuggu föð- urafi okkar og föðurbræður. Síðar bjuggu þau fjölskyldunni heimili á Lögbergi og í Vallholti. Faðir okk- ar vann ætíð vel fyrir heimilinu og móðir okkar nýtti vel. Mamma var listakokkur og gat gert veislumat úr hvers kyns hráefni. Pabbi tók í arf frá foreldrum sínum að kunna að lifa af landsins gæðum og um- gangast hráefnið. Þau voru sam- stillt í því sem þau unnu að. Þeim búnaðist því ávallt vel. Ekki nutum við systkinin bara alúðar í ytra atlæti heldur líka mik- ils ástríkis foreldra okkar en þau voru bæði einstaklega barngóð. Nutu barnabörnin þess ekki síður. Foreldrar okkar voru alla tíð mikið „fjölskyldufólk“ og eyddu áreiðan- lega aldrei í neitt fyrir sig ef þeim fannst að okkur vantaði eitthvað. Í þá daga var ekki hægt að fara út í búð og kaupa alla hluti. Þá var bara reynt að bæta úr því heima. Við minnumst þess ekki að hafa ekki getað „tekið þátt“ vegna þess að viljann skorti heima. Ef faðir okkar sigldi á erlendar hafnir kom hann færandi hendi fyrir okkur og heimilið. Heima fyrir vorum við óspart hvött til að standa á eigin fótum og vinna af heiðarleika og mynda okkur eigin skoðanir á mönnum og málefnum. Við vorum hvött til náms og fengum við það stuðning, þó kannski heldur meira af móður okkar sem notið hafði betri skólagöngu og var vel læs á a.m.k. tvö tungumál sem kom sér vel þegar teiknimyndasögur o.fl. var aðeins fáanlegt á erlendum tungumálum. Foreldrar okkar voru bæði ein- staklega greiðvikin. Það gaf þeim áreiðanlega báðum mikið þótt aldr- ei væri um það rætt. Pabbi var lag- inn við ýmsa hluti, s.s. kyndingar af gömlu gerðinni. Oft var bankað upp á. Biluð kynding – allt orðið kalt í vetrarveðrum. Eigendurnir, oft komnir af léttasta skeiði, voru þá drifnir inn í aðhlynningu og veitingar hjá mömmu á meðan pabbi fór að glíma við kyndinguna. Þegar hann birtist aftur sótsvartur varð að bíða eftir að ylur kæmist á. „Gólfsópnum“ á bænum finnst í minningunni hann hafa spilað heil- an sunnudag við aldraðan gest sem beið eftir að hlýnaði í kotinu sínu. Seinna – bank í elhúsglugga – rétt út skál full af eggjum eða rjómaflaska úr sveitinni. Laun fyrir gamlan greiða. Það var heldur ekk- ert mál að lána bíl eða leyfa fólki að horfa á sjónvarp þegar fáir áttu svoleiðis græju. Heimilið stóð ættingjum og vin- um ætíð opið og ekki síður okkar vinum en þeirra. Þó að húsakynnin væru ekki alla tíð rúm á nútíma- mælikvarðavar alltaf pláss til að leika sér eða hvað sem okkur lang- aði að „bardússa“. Okkur fannst við aldrei vera fyr- ir. Fráfall móður okkar, er hún lést úr krabbameini árið 1978, var okk- ur öllum skelfilegt áfall. Þessi fal- lega ljúfa kona var lögð að velli á skömmum tíma. Í hönd fór mjög erfitt tímabil fyrir föður okkar, þetta sætti hann sig í raun aldrei við en lærði að lifa með. Hann hafði ekki farið varhluta af sorginni, missti móður sína snemma, önnur systir hans varð ekkja með son sinn kornungan, hin dó frá eig- inmanni og ungum börnum. Sjálfur var hann hætt kominn í sjóslysi ásamt bróður sínum og fleirum í Hornafjarðarósi. Hann varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að bjarga áhöfn á svipuðum slóðum nokkru síðar. Af þessum afrekum hældi hann sér ekki en mat þakkir þeirra sem töldu sig eiga honum líf að launa. Um 1980 voru kransæðasjúk- dómar farnir að þjaka pabba og gekkst hann undir tvær stórar hjartaaðgerðir, í Englandi 1980 og Bandaríkjunum 1984. Fylgdarmaður hans í báðum ferðunum var Níls Axelsson sem studdi hann með ráðum og dáð, hafi hann innilegar þakkir fyrir. Eftir seinni aðgerðina náði hann nokkuð góðri heilsu sem hann bjó að mörg næstu ár. Auk þess að geta aftur farið að vinna ferðaðist hann töluvert mikið á þessum ár- um. Hann var áfram sami fjöl- skyldumaðurinn og sinnti barna- börnum sínum af mikilli alúð. Þau elskuðu hann og dáðu og fannst hann ætti alltaf að vera meðenda kom hann til okkar og með okkur bara ef heilsan leyfði. Ekki var dálætið minna þegar langafastelpan fæddist. Hún kom eins og ferskur blær inn í líf hans og veitti langafa sínum mikla ánægju þótt ung sé. Hann hafði samband við flest okkar á hverjum degi. Hann kom í heimsókn eða fékk heimsókn. Fyrir rúmu ári ákvað hann sjálfur að hann yrði að fara á nýopnað hjúkr- unarheimili hér á staðnum. Pabbi fór ekki langt og á þessu heimili leið honum áreiðanlega eins vel og honum gat liðið á stofnun. Hann fékk að eyða ævikvöldinu í firð- inum sem hann unni og hafði trú á. Hann þekkti bæði vistmenn og starfsfólk. Hlý og vinsamleg umönnun er hér með innilega þökkuð. Það er mjög mikilvægt að eldra fólk eigi kost á að búa áfram í sínu byggðalagi við góðar aðstæð- ur. Pabbi upplifði sig aldrei sem geymdan eða gleymdan, hann gat skroppið heim eða fengið sér bíltúr enda hélt hann góðri andlegri heilsu. Hann átti sínar erfiðu stundir en tók samt veikindum sín- um af ótrúlegu jafnaðargeði. Hann átti gott með að umgangast fólk, kvartaði ekki en vildi helst spjalla við lækna og hjúkrunarfólk á létt- um nótum. Að leiðarlokum viljum við systk- inin þakka þeim fjölmörgu sem heimsóttu hann og studdu í veik- indum hans. Sérstakar þakkir fá læknarnir Brynjólfur Hauksson og Helgi Sigurðsson, starfsfólk á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað, starfsfólk á deildum 5A og 7B á Landspítalanum í Fossvogi, Friðrik bróðir hans og Lóa, Aðalsteinn systursonur hans og Hanna Gunna svo og Þorsteinn Sigurðsson vinur hans, fyrir allar þeirra fjölmörgu heimsóknirnar og stuðning. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning foreldra okk- ar. Jens Kristjánsson, Þóra Kristjánsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Guðfinna Kristjánsdóttir. Elsku besti afi minn. Ég trúi því varla ennþá að þú sért dáinn. Ég býst svona hálfpartinn við því að þú eigir eftir að kíkja í heimsókn þá og þegar. Það er svo stutt síðan ég sá þig síðast, svo ótrúlega hress- an miðað við þessi miklu veikindi. Það var eins og þú tækir því ekkert alvarlega þegar þú lást þarna á sjúkrahúsinu, heldur hafðir meiri áhyggjur af því hvernig okkur hin- um liði. Hafðir meðal annars áhyggjur af því hvort ég klæddi mig nógu vel í vetrarkuldanum. Það var reyndar alveg lýsandi fyrir þig, hafandi áhyggjur af öllum nema sjálfum þér. Þú varst til dæmis ennþá að passa upp á að ég tæki örugglega lýsi og drykki nóga mjólk þó ég væri orðin 16 ára. Það var líka gott, unglingum hættir oft til að gleyma þessu. Við brölluðum nú ýmislegt sam- an. Mér þætti gaman að vita hvað við vorum búin að baka marga stafla af pönnukökum í Vallholti í gegnum árin. Ótrúlegt að hvorugt okkar hafi ekki verið búið að fá nóg af pönnukökum, því þegar ég óx upp úr bakarahlutverkinu þá tók litli bróðir bara við. Oftast var pönnukökunum sporð- rennt yfir teiknimyndaþættinum um Heiðu sem bjó í Svissnesku Alpafjöllunum, sem var langvinsæl- asta teiknimyndaserían. Þú varst ótrúlega sniðugur kokk- ur, tókst að gera venjulegan, ís- lenskan mat, sem yfirleitt bragð- aðist eins, óvenjulega góðan. Ég man sérstaklega eftir íslensku kjöt- súpunni. Ég veit ekki hvaða upp- skrift þetta var, en ég hef aldrei nokkurn tíma smakkað eins góða kjötsúpu og hjá þér. Þú kenndir mér líka að tálga og vafðir hnífinn að mestu með lím- bandi í fyrstu skiptin svo ég slasaði mig nú ekki. Það var kannski frek- ar óvenjulegt að ég lærði að tálga á meðan jafnöldrur mínar léku sér með Barbie. Ég man líka eftir því þegar við bjuggum til fuglahús úr trjágrein- um og svörtum ruslapoka í sum- arbústaðnum. Þrátt fyrir efniviðinn þá stóðst fuglahúsið íslenska veðr- áttu í þrjú eða fjögur ár, sjálfsagt góðri smíði að þakka. Öll sumrin sem það stóð uxu þar ungar úr grasi, við mikla kátínu smiðanna. Já, við björguðum okkur alltaf, gerðum ótrúlegustu hluti nýtilega eða breyttum notagildi þeirra. Gott dæmi um það er kannski myndin sem ég á af okkur tveimur, þar sem við stöndum úti á svölum í Vallholti sitthvorumegin við myndarlegan snjókarl, sem ólíkt skyldmennum sínum er ekki með gulrótarnef, heldur „Hraunbita-nef“. Það var nú samt oft stutt í stríðnispúkann í manni og mér er nú minnisstæð sagan sem svo oft var búið að segja manni og hlæja að. Það var þegar ég var nýbúin að sleppa hjálpardekkjunum á hjólinu, var orðin ansi hraðskreið og ekki alltaf gott fyrir eldri mann að halda í við sprækan krakka. Þá var brugðið á það ráð að binda spotta aftan í bögglaberann svo að þú gætir minnkað hraðann ef þurfti. Mér er reyndar sagt að ég hafi ver- ið frekar lúmsk í að plata þig til að losa spottann, lofað því að stinga ekki af og oft hafir þú látið undan fögrum loforðum. En þegar spott- inn var farinn fuku öll loforð út í veður og vind og eftir örfáar sek- úndur sást daman ekki svo langt sem auga eygði. Þú fylgdist alltaf vel með öllu sem við systkinin tókum okkur fyr- ir hendur, hvort sem það var í íþróttum, skólanum eða bara hverju sem er. Stundum voru þetta auðvitað hlutir sem þín kynslóð var ekki vön eða hafði aldrei kynnst, þannig að þér leist nú ekki alltaf vel á alla hluti fyrst, en svo varstu líka fljótur að draga í land með það. Það er mér til dæmis mjög minnisstætt þegar ég gisti hjá ykk- ur Jens þegar ég var minni og allt var gert til að þóknast litlu prins- essunni, þ.á m. pöntuð pitsa. Þér leist nú ekkert á þær fyrst, fannst þetta varla matur. Enda borðað- irðu einu sinni slátur á meðan ég og Jens borðuðum pitsuna. Ég man svo vel eftir því, mér fannst þetta svo svakalega fyndið. En með hverri gistingunni og hverri pits- unni breyttist þetta nú og ég held að þér hafi nú ekkert líkað þær illa síðustu ár. Allavega var slátrið ekki tekið fram úr búrinu og ekki talað mjög illa um pitsur. Eins og ég sagði, þú gerðir aldr- ei mikið úr veikindum þínum og stundum fannst manni að þú tækir lífinu ekkert allt of alvarlega. Það er kannski þess vegna sem hlutir eins og dauðinn var aldrei mikið ræddur og kannski líka þess vegna sem það situr svo í manni þegar það var gert. Ég man nefnilega svo vel eftir því þegar þú sagðir við mig, oftar en einu sinni, þegar ég var lítil að „þú ætlaðir nú að lifa þar til ég fermdist. Þú gerðir það, afi minn, og gott betur. Þó það sé sárara en allt sárt að fá ekki að hitta þig aftur, tala við þig og umgangast þig, þá er ég svo óskaplega glöð, afi minn, að þú haf- ir ekki þurft að eyða jólunum á sjúkrahúsi, hinumegin á landinu. Ég veit að þú hefðir verið óskap- lega ósáttur við það. Á hvaða góða stað sem þú ert núna, þá er ég viss um að þú held- ur áfram að passa okkur öll eins og þú gerðir alltaf. Þín dótturdóttir, Esther Ösp Gunnarsdóttir. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Og ég, sem drykklangt drúpi höfði yfir dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? (Steinn Steinarr.) Þær eru margar minningarnar sem ég á um hann afa, flestar skemmtilegar, aðrar ljúfsárar en allar dýrmætar. Ég var svo lánsöm að búa hjá afa og ömmu fyrsta ævi- árið, meðan foreldrarnir voru að byggja. Magakveisa hrjáði ung- barnið og mikið var grátið fyrstu mánuðina, þá gekk afi með mig um gólf og skipti þá engu hvort hann var nýkominn af vakt í frystihúsinu eða á leið í vinnu eftir nokkra tíma, hann var sjaldan þreyttur þegar börn voru annars vegar. Í árum skildi á milli okkar hálf öld, oftast fannst mér það miklu minna, stundum miklu meira. Hann var svo skýr í allri hugsun og fylgdist vel með, sérstaklega að- aláhugamálinu sem var sjórinn og allt sem honum viðkom. En þegar ég hlustaði á afa lýsa sínum upp- vaxtarárum fannst mér oft ótrúlegt að við værum fædd á sömu öld. Hugsunarháttur þessara tveggja kynslóða er svo gjörólíkur. Hvað það var honum mikils virði að fá KRISTJÁN STEFÁNSSON OG JENNÝ ESTHER JENSEN                                                        ""#   $ "   % $   "   &' & &$ ""# ( " $')   "   #"   ""#              ""#   *#" "   # ++'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.