Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 44
KIRKJUSTARF
44 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KÓRTÓNLEIKAR verða í Kópa-
vogskirkju á þrettándanum, laug-
ardaginn 6. janúar, kl. 16.
Kór Kópavogskirkju og Samkór
Kópavogs flytja fjölbreytta dag-
skrá ásamt einsöngvurum og ein-
leikurum. Stjórnandi Julian Hew-
lett.
Baritónsöngvarar eru Halldór
Björnsson og Ian Wilkinson. Sópr-
ansöngvari er Anna Þ. Hafberg.
Undirleikarar Jónas Sen og Julian
Hewlett. Básúnuleikari Ian Wilk-
inson. Aðgangseyrir er kr. 500.
Allir velkomnir.
Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20.
Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með
handayfirlagningu og smurning.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12.00. Gunnar Gunn-
arsson leikur á orgel fyrstu 10
mínúturnar.
Digraneskirkja. Helgistund kl. 11.
Kvöldbænir kl. 18.
Kópavogskirkja. Kyrrðar- og
bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests eða kirkjuvarðar.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð-
arstund í kirkjunni kl. 22. Koma
má bænarefnum til presta, djákna
og starfsfólks safnaðarins. Allir
velkomnir.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrir-
bænasamvera kl. 18.30. Fyrir-
bænaefnum er hægt að koma
áleiðis fyrir hádegi virka daga kl.
10-12 í síma 421-5013.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og
sorgmæddum.
Safnaðarstarf
Kórtónleikar í
Kópavogskirkju
Morgunblaðið/Ómar
Bridsfélag Kópavogs
Í kvöld, fimmtudaginn 4. janúar,
hefst keppni að nýju eftir jóla- og
áramótafríið. Við hefjum leikinn
með þriggja kvölda tvímenningi í
boði Kebap hússins. Spilamennska
hefst kl. 19.45 og hvetjum við alla
til að mæta og taka upp spilin að
nýju eftir gott frí. Spilað er í Þing-
hól við Álfhólsveg.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsfélag
Fjarðabyggðar
Hinn 30. desember stóð Brids-
félag Fjarðabyggðar fyrir jólamóti
á Breiðdalsvík. 16 pör tóku þátt og
voru spiluð fjögur spil milli para.
Úrslit urðu á þessa leið:
Gunnar P. Halldórss. – Sverrir Guðm. 79
Böðvar Þórisson – Kristján Kristjánss. 52
Árni Guðmundss. – Þorbergur Haukss. 32
Hjörtur Unnarss. – Jón Halldór Guðm. 31
Þá var spilaður tvímenningur
þriðjudagskvöldið 2. janúar með
þátttöku 7 para, fjögur spil milli
para. Úrslit uðru þessi.
Aðalsteinn Jónsson – Gísli Stefánsson 93
Þorbergur Haukss. – Árni Guðmundss. 92
Ragna Hreinsdóttir – Sigurður Freyss. 87
Óttar Guðmundss. – Magnea Magnúsd. 84
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
Mánudaginn 8. jan. hefst starf
deildanna á nýju ári, með eins kvölds
tvímenningi, Mitchell.
Rauðvín í verðlaun fyrir bestu
skor, bæði í N/S og A/V.
Allir eru velkomnir, skráning á
spilastað í Þönglabakka 1 ef mætt er
stundvíslega kl. 19.30. Spilastjóri er
Ísak Örn Sigurðsson.
Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár,
þökkum samstarfið á liðnu ári.
VLADIMIR Kramnik er sestur
aftur við skákborðið eftir stutta hvíld
í kjölfar frækilegs sigurs í einvíginu
gegn Kasparov. Hann teflir nú
atskákeinvígi við hinn unga og bráð-
efnilega Peter Leko frá Ungverja-
landi. Einvígið fer fram í Búdapest,
þannig að Leko er á heimavelli. Ung-
verskir skákáhugamenn hafa beðið
spenntir eftir þessu einvígi, minnug-
ir yfirburðasigurs Lekos gegn
FIDE-heimsmeistaranum Alexand-
er Khalifman. Það einvígi var teflt á
sama tíma í fyrra og sigraði Leko
með 4½ vinningum gegn 1½. Leko
sigraði í öllum þremur skákunum
þegar hann hafði hvítt, en hélt jafnt-
efli með svörtu. Það er ljóst, að hann
endurtekur ekki þá sögu í einvíginu
gegn Kramnik.
Það var Kramnik sem hafði hvítt í
fyrstu skákinni og vann sannfærandi
sigur eftir að hafa séð við tilraunum
Lekos til að leiða skákina inn á sjald-
séðar leiðir í Grünfelds-vörn. Í ann-
arri skákinni hafði Kramnik svart og
greip þá til vopnsins sem lagði
grunninn að sigrinum í einvíginu
gegn Kasparov, Berlínarvarnarinn-
ar í spænska leiknum. Þrátt fyrir að
hafa haft nægan tíma til að leita uppi
veikleika í taflmennsku Kramniks
frá því einvíginu við Kasparov lauk,
þá varð Leko lítið ágengt og varð að
sætta sig við skiptan hlut líkt og
Kasparov. Staðan í einvíginu eftir
fyrstu tvær skákirnar er því 1½-½
Kramnik í vil.
Fyrstu tvær skákir þessa einvígis
minna óneitanlega á viðureign þeirra
Kramniks og Kasparovs, þar sem
sömu byrjanir og sömu úrslit voru
uppi á teningnum.
Einvígið er alls 12 atskákir. Tvær
skákir eru tefldar á dag, en 5. janúar
er hvíldardagur. Það er nýtt fyrir-
tæki, RWA Gas, sem fjármagnar
einvígið.
Hannes Hlífar sigraði
á nýársmóti Skeljungs
Laugardaginn 30. desember fór
fram nýársskákmót Skeljungs. Mót-
ið var haldið í samvinnu við Taflfélag
Reykjavíkur og var keppt í matsal
Skeljungs á 8. hæð á Suðurlands-
braut 4. Þetta er í annað sinn sem
mótið er haldið en mótið var fyrst
haldið 2. janúar í fyrra.
Hannes Hlífar Stefánsson sigraði
eftir harða keppni við Jóhann Hjart-
arson, en þeir leiddu mótið þar til í
sjöundu umferð og höfðu þá sigrað
alla andstæðinga sína. Jóhann hélt
sigurgöngunni áfram, en Hannes
tapaði hins vegar tveimur næstu
skákum. Eftir 11 umferðir var Jó-
hann enn með fullt hús og var kom-
inn með góða forystu. Þá snéri
stríðsgæfan hins vegar við honum
bakinu og allt fór að ganga á aft-
urfótunum. Hann tapaði að lokum
fjórum síðustu skákunum og hleypti
ekki einungis Hannesi fram úr sér,
heldur einnig þeim þremur skák-
mönnum sem lentu í 2. - 4. sæti:
Helga Áss Grétarssyni, Helga Ólafs-
syni og Þresti Þórhallssyni. Úrslit
urðu annars sem hér segir:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 16½
v. af 19
2. Helgi Áss Grétarsson 14½ v.
3. Þröstur Þórhallsson 14½ v.
4. Helgi Ólafsson 14½ v.
5. Jóhann Hjartarson 13 v.
6. Margeir Pétursson 12½ v.
7. Ágúst Sindri Karlsson 12 v.
8. Jón L. Árnason 11 v.
9. Magnús Örn Úlfarsson 10½ v.
10. Þorsteinn Þorsteinsson 10 v.
o.s.frv.
Skákstjórar voru Ólafur Ásgríms-
son og Ríkharður Sveinsson.
Helgi Áss sigraði á jólamóti
Hellis & ICC
Helgi Áss Grétarsson sigraði á
jólamóti Hellis & ICC sem fram fór
29. desember, en þetta var fyrsta
netskákmótið sem Helgi tók þátt í.
Davíð Kjartansson, Ingvar Þór Jó-
hannesson og Guðmundur Gíslason
urðu í 2.-4. sæti. Ingvar Þór Jóhann-
esson, Birgir Berndsen og Ólafur
Ingason sigruðu í sínum stigaflokk-
um. Alls tóku 32 keppendur þátt í
mótinu. Röð efstu manna (keppnis-
nöfn innan sviga):
1. Helgi Áss Grétarsson (daggi) 7
v. af 9
2. Davíð Kjartansson (Begga-
Babe) 6½ v.
3. Ingvar Þór Jóhannesson
(y2chip) 6½ v.
4. Guðmundur Gíslason (GSG) 6½
v.
5. Arnar Þorsteinsson (Kine) 6 v.
6. Birgir Berndsen (Gosi) 6 v.
7. Björn Ívar Karlsson (TheGen-
ius) 6 v.
8. Sigurbjörn Björnsson (Czento-
vic) 5½ v.
9. Hrannar B. Arnarsson (gaga)
5½ v.
10. Bragi Halldórsson (Njall) 5 v.
11. Magnús Örn Úlfarsson (sleggj-
an) 5 v.
12. Sæberg Sigurðsson (Cyberg) 5
v.
13. Ólafur Ingason (Icecross) 5 v.
14. Gunnar Magnússon (sigma) 5
v.
15. Heimir Ásgeirsson (Tupelo)
4½ v.
16. Magnús Magnússon (IAMC)
4½ v.
17. Hrannar Baldursson (Sleeper)
4½ v.
18. Kristján Örn Elíasson
(GRAND) 4½ v.
19. Hjörtur Þór Daðason (Vargas)
4½ v.o.s.frv.
Ingvar Þór Jóhannesson sigraði í
flokki skákmanna undir 2100 skák-
stigum. Birgir Berndsen sigraði í
flokki stigalausra. Ólafur Ingason
sigraði í flokki skákmanna undir
1800 skákstigum. Þremenningarnir
fá allir fjóra mánuði frítt á ICC.
Skákstjóri og mótsstjóri var Gunnar
Björnsson (Vandradur), en þetta var
fyrsta skákmótið á ICC sem stjórnað
er af Íslendingi.
Jón Viktor sigraði á öflugu
jólahraðskákmóti TR
Jólahraðskákmót Taflfélags
Reykjavíkur fór fram 27. og 28. des-
ember. Fyrri daginn voru tefldar
undanrásir og þann síðari úrslit. Jón
Viktor Gunnarsson sigraði í A-riðli í
úrslitakeppninni með fullu húsi, fékk
17 vinninga í jafnmörgum umferð-
um.
Í öðru sæti varð Helgi Áss Grét-
arsson með 16 vinninga og í þriðja
sæti varð Bragi Þorfinnsson með
14½ vinning. Guðmundur Kjartans-
son sigraði í B-úrslitum með fullu
húsi, 11 af 11. Úrslit urðu sem hér
segir:
A - úrslit:
1. Jón Viktor Gunnarsson 17 v.
2. Helgi Áss Grétarsson 16 v.
3. Bragi Þorfinnsson 14½ v.
4. Stefán Kristjánsson 11½ v.
5.-6. Sigurður Daði Sigfússon, Páll
Agnar Þórarinsson 11 v.
7. Ingvar Þór Jóhannesson 10 v.
8.-10. Björn Þorfinnsson, Sigur-
björn Björnsson, Björn Freyr
Björnsson 8½ v.
o.s.frv.
B - úrslit:
1. Guðmundur Kjartansson 11 v.
2. Kjartan Guðmundsson 10 v.
3. Hjörtur Þór Daðason 8½ v.
4. Björn Halldórsson 8 v.
5. Friðrik Jensen 7 v.
o.s.frv.
Þátttakendur voru 39 og skák-
stjórn var í höndum Ríkharðs
Sveinssonar.
Þráinn Vigfússon sigraði á
flugeldamóti TK
Flugeldamót Taflfélags Kópavogs
var haldið 28.12 og kepptu 14 skák-
menn í einum riðli. Eftir spennandi
baráttu urðu Þráinn Vigfússon og
Ögmundur Kristinsson jafnir í 1.-2.
sæti með 11 vinninga af 13. Þráinn
sigraði síðan Ögmund 2-1 í einvígi
um fyrsta sætið. Hrannar Baldurs-
son, sem nú er búsettur í Mexíkó,
sýndi að hann hefur engu gleymt og
náði þriðja sæti með 10 og hálfan
vinning. Dagur Arngrímsson varð
fjórði með 9 vinninga. Gunnar
Björnsson og Haraldur Baldursson
urðu í 5.-6. sæti með 8 vinninga.
Skákþing Reykjavíkur 2001
Skákþing Reykjavíkur hefst þann
7. janúar og lýkur þann 31. janúar.
Tefldar verða 11 umferðir eftir sviss-
nesku kerfi með umhugsunartíman-
um 1½ klst. á 30 leiki og svo 45 mín-
útur til að ljúka skákinni. Umferðir
verða á miðviku- og föstudögum kl.
19:30 og á sunnudögum kl. 14. Um-
ferðum á virkum dögum lýkur kl. 24,
en sunnudagsumferðunum lýkur kl.
18:30. Skákþingið er opið öllum og
verður það reiknað til alþjóðlegra
skákstiga. Umferðatafla:
1. umf. sunnud. 7.1 kl. 14
2. umf. miðvikud. 10.1 kl. 19:30
3. umf. föstud. 12.1 kl. 19:30
4. umf. sunnud. 14.1 kl. 14
5. umf. miðvikud. 17.1 kl. 19:30
6. umf. föstud. 19.1 kl. 19:30
7. umf. sunnud. 21.1 kl. 14
8. umf. miðvikud. 24.1 kl. 19:30
9. umf. föstud. 26.1 kl. 19:30
10. umf. sunnud. 28.1 kl. 14
11. umf. miðvikud. 31.1 kl. 19:30
Verðlaun: 1. vl. kr. 60.000, 2. vl. kr.
30.000, 3. vl. kr. 20.000.
Þátttökugjald er kr. 3.000 fyrir 18
ára og eldri, kr. 2.000 fyrir 15-17 ára
og kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri.
Veitt verða verðlaun fyrir bestan
árangur skákmanns undir 2000 og
1600 Eló-stigum. Tekið er við skrán-
ingum í mótið í síma TR 568 1690, á
faxi 588 4113 eða með tölvupósti:
rz@itn.is.
Mót á næstunni
5.1. SÍ. Skákþ. Ísl., barnaflokkur
7.1. SA. 15-mín. mót (45 og e.)
7.1. TR. Skákþing Reykjavíkur
8.1. Hellir. Atkvöld
20.1. TR. SÞR, unglingaflokkur
Sævar Bjarnason og Margeir Pétursson að tafli á Skeljungsmótinu.
Hannes Hlífar Stefánsson
sigraði á Skeljungsmótinu.
Kramnik með
forystu gegn Leko
SKÁK
B ú d a p e s t
RWE Gas
ATSKÁKEINVÍGIÐ
2.-8.1. 2001
Daði Örn Jónsson
STEINDÓR J. Erlingsson heldur
gestafyrirlestur um hugmyndaheim
Þorvaldar Thoroddsen á vegum
Raunvísindadeildar Háskóla Íslands
fimmtudaginn 4. janúar 2001 kl.
16.15 í stofu 157 í húsinu VR-II að
Hjarðarhaga 4-6. Fyrirlesturinn er
öllum opinn.
Steindór lauk upphaflega BS-prófi
í líffræði frá HÍ árið 1996 en tók síð-
an meistarapróf í vísindasögu 1998.
Prófritgerð hans fjallaði um viðtökur
við kenningum Darwins og Mendels
á Íslandi á 19. öld og fyrri hluta
þeirrar tuttugustu. Hann hefur að
undanförnu rannsakað sérstaklega
ævi og feril Þorvaldar Thoroddsen
og ritstýrði meðal annars bók eftir
hann um þróunarkenninguna sem
kom út í Lærdómsritum Bók-
menntafélagsins árið 1999. Hann
stundar nú doktorsnám við Háskól-
ann í Manchester og fjallar þá sér-
staklega um sögu þróunarkenning-
arinnar.
Í fyrirlestrinum segir Steindór frá
rannsóknum sínum á frumheimild-
um um ævi og störf Þorvaldar, við-
horf hans og hugmyndir. Hann segir
meðal annars frá gögnum sem varpa
ljósi á stöðu Þorvaldar sem vísinda-
manns.
Fyrirlestur um hug-
myndaheim Þorvaldar
Thoroddsen
INNLENT