Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 44
KIRKJUSTARF 44 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KÓRTÓNLEIKAR verða í Kópa- vogskirkju á þrettándanum, laug- ardaginn 6. janúar, kl. 16. Kór Kópavogskirkju og Samkór Kópavogs flytja fjölbreytta dag- skrá ásamt einsöngvurum og ein- leikurum. Stjórnandi Julian Hew- lett. Baritónsöngvarar eru Halldór Björnsson og Ian Wilkinson. Sópr- ansöngvari er Anna Þ. Hafberg. Undirleikarar Jónas Sen og Julian Hewlett. Básúnuleikari Ian Wilk- inson. Aðgangseyrir er kr. 500. Allir velkomnir. Háteigskirkja. Jesúsbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smurning. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.00. Gunnar Gunn- arsson leikur á orgel fyrstu 10 mínúturnar. Digraneskirkja. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta, djákna og starfsfólks safnaðarins. Allir velkomnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrir- bænasamvera kl. 18.30. Fyrir- bænaefnum er hægt að koma áleiðis fyrir hádegi virka daga kl. 10-12 í síma 421-5013. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Safnaðarstarf Kórtónleikar í Kópavogskirkju Morgunblaðið/Ómar Bridsfélag Kópavogs Í kvöld, fimmtudaginn 4. janúar, hefst keppni að nýju eftir jóla- og áramótafríið. Við hefjum leikinn með þriggja kvölda tvímenningi í boði Kebap hússins. Spilamennska hefst kl. 19.45 og hvetjum við alla til að mæta og taka upp spilin að nýju eftir gott frí. Spilað er í Þing- hól við Álfhólsveg. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Fjarðabyggðar Hinn 30. desember stóð Brids- félag Fjarðabyggðar fyrir jólamóti á Breiðdalsvík. 16 pör tóku þátt og voru spiluð fjögur spil milli para. Úrslit urðu á þessa leið: Gunnar P. Halldórss. – Sverrir Guðm. 79 Böðvar Þórisson – Kristján Kristjánss. 52 Árni Guðmundss. – Þorbergur Haukss. 32 Hjörtur Unnarss. – Jón Halldór Guðm. 31 Þá var spilaður tvímenningur þriðjudagskvöldið 2. janúar með þátttöku 7 para, fjögur spil milli para. Úrslit uðru þessi. Aðalsteinn Jónsson – Gísli Stefánsson 93 Þorbergur Haukss. – Árni Guðmundss. 92 Ragna Hreinsdóttir – Sigurður Freyss. 87 Óttar Guðmundss. – Magnea Magnúsd. 84 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 8. jan. hefst starf deildanna á nýju ári, með eins kvölds tvímenningi, Mitchell. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor, bæði í N/S og A/V. Allir eru velkomnir, skráning á spilastað í Þönglabakka 1 ef mætt er stundvíslega kl. 19.30. Spilastjóri er Ísak Örn Sigurðsson. Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár, þökkum samstarfið á liðnu ári. VLADIMIR Kramnik er sestur aftur við skákborðið eftir stutta hvíld í kjölfar frækilegs sigurs í einvíginu gegn Kasparov. Hann teflir nú atskákeinvígi við hinn unga og bráð- efnilega Peter Leko frá Ungverja- landi. Einvígið fer fram í Búdapest, þannig að Leko er á heimavelli. Ung- verskir skákáhugamenn hafa beðið spenntir eftir þessu einvígi, minnug- ir yfirburðasigurs Lekos gegn FIDE-heimsmeistaranum Alexand- er Khalifman. Það einvígi var teflt á sama tíma í fyrra og sigraði Leko með 4½ vinningum gegn 1½. Leko sigraði í öllum þremur skákunum þegar hann hafði hvítt, en hélt jafnt- efli með svörtu. Það er ljóst, að hann endurtekur ekki þá sögu í einvíginu gegn Kramnik. Það var Kramnik sem hafði hvítt í fyrstu skákinni og vann sannfærandi sigur eftir að hafa séð við tilraunum Lekos til að leiða skákina inn á sjald- séðar leiðir í Grünfelds-vörn. Í ann- arri skákinni hafði Kramnik svart og greip þá til vopnsins sem lagði grunninn að sigrinum í einvíginu gegn Kasparov, Berlínarvarnarinn- ar í spænska leiknum. Þrátt fyrir að hafa haft nægan tíma til að leita uppi veikleika í taflmennsku Kramniks frá því einvíginu við Kasparov lauk, þá varð Leko lítið ágengt og varð að sætta sig við skiptan hlut líkt og Kasparov. Staðan í einvíginu eftir fyrstu tvær skákirnar er því 1½-½ Kramnik í vil. Fyrstu tvær skákir þessa einvígis minna óneitanlega á viðureign þeirra Kramniks og Kasparovs, þar sem sömu byrjanir og sömu úrslit voru uppi á teningnum. Einvígið er alls 12 atskákir. Tvær skákir eru tefldar á dag, en 5. janúar er hvíldardagur. Það er nýtt fyrir- tæki, RWA Gas, sem fjármagnar einvígið. Hannes Hlífar sigraði á nýársmóti Skeljungs Laugardaginn 30. desember fór fram nýársskákmót Skeljungs. Mót- ið var haldið í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur og var keppt í matsal Skeljungs á 8. hæð á Suðurlands- braut 4. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið en mótið var fyrst haldið 2. janúar í fyrra. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði eftir harða keppni við Jóhann Hjart- arson, en þeir leiddu mótið þar til í sjöundu umferð og höfðu þá sigrað alla andstæðinga sína. Jóhann hélt sigurgöngunni áfram, en Hannes tapaði hins vegar tveimur næstu skákum. Eftir 11 umferðir var Jó- hann enn með fullt hús og var kom- inn með góða forystu. Þá snéri stríðsgæfan hins vegar við honum bakinu og allt fór að ganga á aft- urfótunum. Hann tapaði að lokum fjórum síðustu skákunum og hleypti ekki einungis Hannesi fram úr sér, heldur einnig þeim þremur skák- mönnum sem lentu í 2. - 4. sæti: Helga Áss Grétarssyni, Helga Ólafs- syni og Þresti Þórhallssyni. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 16½ v. af 19 2. Helgi Áss Grétarsson 14½ v. 3. Þröstur Þórhallsson 14½ v. 4. Helgi Ólafsson 14½ v. 5. Jóhann Hjartarson 13 v. 6. Margeir Pétursson 12½ v. 7. Ágúst Sindri Karlsson 12 v. 8. Jón L. Árnason 11 v. 9. Magnús Örn Úlfarsson 10½ v. 10. Þorsteinn Þorsteinsson 10 v. o.s.frv. Skákstjórar voru Ólafur Ásgríms- son og Ríkharður Sveinsson. Helgi Áss sigraði á jólamóti Hellis & ICC Helgi Áss Grétarsson sigraði á jólamóti Hellis & ICC sem fram fór 29. desember, en þetta var fyrsta netskákmótið sem Helgi tók þátt í. Davíð Kjartansson, Ingvar Þór Jó- hannesson og Guðmundur Gíslason urðu í 2.-4. sæti. Ingvar Þór Jóhann- esson, Birgir Berndsen og Ólafur Ingason sigruðu í sínum stigaflokk- um. Alls tóku 32 keppendur þátt í mótinu. Röð efstu manna (keppnis- nöfn innan sviga): 1. Helgi Áss Grétarsson (daggi) 7 v. af 9 2. Davíð Kjartansson (Begga- Babe) 6½ v. 3. Ingvar Þór Jóhannesson (y2chip) 6½ v. 4. Guðmundur Gíslason (GSG) 6½ v. 5. Arnar Þorsteinsson (Kine) 6 v. 6. Birgir Berndsen (Gosi) 6 v. 7. Björn Ívar Karlsson (TheGen- ius) 6 v. 8. Sigurbjörn Björnsson (Czento- vic) 5½ v. 9. Hrannar B. Arnarsson (gaga) 5½ v. 10. Bragi Halldórsson (Njall) 5 v. 11. Magnús Örn Úlfarsson (sleggj- an) 5 v. 12. Sæberg Sigurðsson (Cyberg) 5 v. 13. Ólafur Ingason (Icecross) 5 v. 14. Gunnar Magnússon (sigma) 5 v. 15. Heimir Ásgeirsson (Tupelo) 4½ v. 16. Magnús Magnússon (IAMC) 4½ v. 17. Hrannar Baldursson (Sleeper) 4½ v. 18. Kristján Örn Elíasson (GRAND) 4½ v. 19. Hjörtur Þór Daðason (Vargas) 4½ v.o.s.frv. Ingvar Þór Jóhannesson sigraði í flokki skákmanna undir 2100 skák- stigum. Birgir Berndsen sigraði í flokki stigalausra. Ólafur Ingason sigraði í flokki skákmanna undir 1800 skákstigum. Þremenningarnir fá allir fjóra mánuði frítt á ICC. Skákstjóri og mótsstjóri var Gunnar Björnsson (Vandradur), en þetta var fyrsta skákmótið á ICC sem stjórnað er af Íslendingi. Jón Viktor sigraði á öflugu jólahraðskákmóti TR Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram 27. og 28. des- ember. Fyrri daginn voru tefldar undanrásir og þann síðari úrslit. Jón Viktor Gunnarsson sigraði í A-riðli í úrslitakeppninni með fullu húsi, fékk 17 vinninga í jafnmörgum umferð- um. Í öðru sæti varð Helgi Áss Grét- arsson með 16 vinninga og í þriðja sæti varð Bragi Þorfinnsson með 14½ vinning. Guðmundur Kjartans- son sigraði í B-úrslitum með fullu húsi, 11 af 11. Úrslit urðu sem hér segir: A - úrslit: 1. Jón Viktor Gunnarsson 17 v. 2. Helgi Áss Grétarsson 16 v. 3. Bragi Þorfinnsson 14½ v. 4. Stefán Kristjánsson 11½ v. 5.-6. Sigurður Daði Sigfússon, Páll Agnar Þórarinsson 11 v. 7. Ingvar Þór Jóhannesson 10 v. 8.-10. Björn Þorfinnsson, Sigur- björn Björnsson, Björn Freyr Björnsson 8½ v. o.s.frv. B - úrslit: 1. Guðmundur Kjartansson 11 v. 2. Kjartan Guðmundsson 10 v. 3. Hjörtur Þór Daðason 8½ v. 4. Björn Halldórsson 8 v. 5. Friðrik Jensen 7 v. o.s.frv. Þátttakendur voru 39 og skák- stjórn var í höndum Ríkharðs Sveinssonar. Þráinn Vigfússon sigraði á flugeldamóti TK Flugeldamót Taflfélags Kópavogs var haldið 28.12 og kepptu 14 skák- menn í einum riðli. Eftir spennandi baráttu urðu Þráinn Vigfússon og Ögmundur Kristinsson jafnir í 1.-2. sæti með 11 vinninga af 13. Þráinn sigraði síðan Ögmund 2-1 í einvígi um fyrsta sætið. Hrannar Baldurs- son, sem nú er búsettur í Mexíkó, sýndi að hann hefur engu gleymt og náði þriðja sæti með 10 og hálfan vinning. Dagur Arngrímsson varð fjórði með 9 vinninga. Gunnar Björnsson og Haraldur Baldursson urðu í 5.-6. sæti með 8 vinninga. Skákþing Reykjavíkur 2001 Skákþing Reykjavíkur hefst þann 7. janúar og lýkur þann 31. janúar. Tefldar verða 11 umferðir eftir sviss- nesku kerfi með umhugsunartíman- um 1½ klst. á 30 leiki og svo 45 mín- útur til að ljúka skákinni. Umferðir verða á miðviku- og föstudögum kl. 19:30 og á sunnudögum kl. 14. Um- ferðum á virkum dögum lýkur kl. 24, en sunnudagsumferðunum lýkur kl. 18:30. Skákþingið er opið öllum og verður það reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Umferðatafla: 1. umf. sunnud. 7.1 kl. 14 2. umf. miðvikud. 10.1 kl. 19:30 3. umf. föstud. 12.1 kl. 19:30 4. umf. sunnud. 14.1 kl. 14 5. umf. miðvikud. 17.1 kl. 19:30 6. umf. föstud. 19.1 kl. 19:30 7. umf. sunnud. 21.1 kl. 14 8. umf. miðvikud. 24.1 kl. 19:30 9. umf. föstud. 26.1 kl. 19:30 10. umf. sunnud. 28.1 kl. 14 11. umf. miðvikud. 31.1 kl. 19:30 Verðlaun: 1. vl. kr. 60.000, 2. vl. kr. 30.000, 3. vl. kr. 20.000. Þátttökugjald er kr. 3.000 fyrir 18 ára og eldri, kr. 2.000 fyrir 15-17 ára og kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri. Veitt verða verðlaun fyrir bestan árangur skákmanns undir 2000 og 1600 Eló-stigum. Tekið er við skrán- ingum í mótið í síma TR 568 1690, á faxi 588 4113 eða með tölvupósti: rz@itn.is. Mót á næstunni 5.1. SÍ. Skákþ. Ísl., barnaflokkur 7.1. SA. 15-mín. mót (45 og e.) 7.1. TR. Skákþing Reykjavíkur 8.1. Hellir. Atkvöld 20.1. TR. SÞR, unglingaflokkur Sævar Bjarnason og Margeir Pétursson að tafli á Skeljungsmótinu. Hannes Hlífar Stefánsson sigraði á Skeljungsmótinu. Kramnik með forystu gegn Leko SKÁK B ú d a p e s t RWE Gas ATSKÁKEINVÍGIÐ 2.-8.1. 2001 Daði Örn Jónsson STEINDÓR J. Erlingsson heldur gestafyrirlestur um hugmyndaheim Þorvaldar Thoroddsen á vegum Raunvísindadeildar Háskóla Íslands fimmtudaginn 4. janúar 2001 kl. 16.15 í stofu 157 í húsinu VR-II að Hjarðarhaga 4-6. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Steindór lauk upphaflega BS-prófi í líffræði frá HÍ árið 1996 en tók síð- an meistarapróf í vísindasögu 1998. Prófritgerð hans fjallaði um viðtökur við kenningum Darwins og Mendels á Íslandi á 19. öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Hann hefur að undanförnu rannsakað sérstaklega ævi og feril Þorvaldar Thoroddsen og ritstýrði meðal annars bók eftir hann um þróunarkenninguna sem kom út í Lærdómsritum Bók- menntafélagsins árið 1999. Hann stundar nú doktorsnám við Háskól- ann í Manchester og fjallar þá sér- staklega um sögu þróunarkenning- arinnar. Í fyrirlestrinum segir Steindór frá rannsóknum sínum á frumheimild- um um ævi og störf Þorvaldar, við- horf hans og hugmyndir. Hann segir meðal annars frá gögnum sem varpa ljósi á stöðu Þorvaldar sem vísinda- manns. Fyrirlestur um hug- myndaheim Þorvaldar Thoroddsen INNLENT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.