Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 33 TALIÐ er að Sovétmennhafi ætlað að bjóðasænska stjórnarerindrek-ann Raoul Wallenberg í skiptum fyrir sovéska flóttamenn eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Sænsk stjórnvöld tóku aftur á móti ekki mark á sovéskum yfirvöldum þegar þau létu að þessu liggja, að því er fram kemur í niðurstöðum sænsk-rússneskrar nefndar sem hefur rannsakað afdrif Wallenberg. Málið er ein þekktasta, óleysta gáta heimsstyrjaldarinnar síðari og hefur orðið tilefni mikilla skrifa og vanga- veltna um örlög mannsins sem bjargaði lífi þúsunda gyðinga í Ung- verjalandi. Sérfræðinganefndin leggur niður- stöður sínar opinberlega fram í næstu viku en Svenska Dagbladet hefur frétt sína eftir heimildarmönnum úr nefndinni. Sovétmenn handtóku Wallenberg í janúar 1945 í Ung- verjalandi, þar sem hann var stjórnarer- indreki Svía, og sendu hann til Moskvu. Ekk- ert hefur verið staðfest um örlög hans síðan enda hafa Sovétmenn ýmist lýst því yfir að hann hafi látist sama ár og hann var handtek- inn, tveimur árum síð- ar, eða þá neitað allri vitneskju um hann. Sænsk og rússnesk yfirvöld gáfu hópi sér- fræðinga aðgang að leynilegum skjölum ár- ið 1991 í von um að þau gætu skýrt afdrif Wal- lenberg. Nú, tíu árum síðar, liggur niðurstað- an fyrir. Fullyrðir Svenska Dagbladet að hún sé sú að Sovét- menn hafi handtekið Wallenberg í von um að nýta sér hann í skiptum og að þetta hafi verið gert að skipan sovétleiðtogans Jósefs Stalín. Er þetta í fyrsta sinn sem lögð er fram tilgáta studd jafnafgerandi rökum um ástæðu handtökunnar en hún hefur hingað til verið jafnóljós og afdrif Wallenberg. Samið við Svisslendinga Það rennir stoðum undir þessa til- gátu að tveir svissneskir stjórnarer- indrekar voru handteknir í Búda- pest daginn á undan Wallenberg en voru síðar látnir lausir í skiptum fyr- ir Sovétmenn sem höfðu fengið póli- tískt hæli í Sviss. Yfirheyrslunum yfir öllum þremur svipar saman samkvæmt skjölum sem fundust í Sovétríkjunum. Munurinn var hins vegar sá að Svisslendingar reyndu allt sem í þeirra valdi stóð til að fá mennina látna lausa og hótuðu m.a. Sovét- mönnum að rjúfa stjórnmálasam- band við þá. Sovésk yfirvöld kröfð- ust þess þá að tveir sovéskir borgarar sem höfðu flúið til Sviss og fengið pólitískt hæli yrðu framseldir í skiptum fyrir stjórnarerindrekana. Sovésk sendinefnd gekk á fund Svisslendinga í desember 1946 til þess að reyna að semja um málið og tveimur mánuðum síðar voru alls fimm Svisslendingar sem voru í rússneskum fangelsum látnir lausir í skiptum fyrir sex sovéska flótta- menn. Fundað með Stalín Annað reyndist hins vegar uppi á teningnum gagnvart sænskum stjórnvöldum að því er fram kemur í heimildum sem lýsa því þegar sænski sendiherrann í Moskvu, Staffan Söderblom, gekk á fund Stalíns í júlí 1946, hálfu ári eftir að Svisslendingarnir höfðu verið látnir lausir. Stalín hitti nær aldrei erlenda stjórnarerindreka en varð við ósk Söderblom um fund þar sem sá síð- arnefndi var að láta af störfum. Ekki er vitað hvers vegna Stalín féllst á að hitta sendiherrann en sér- fræðinganefndin getur sér þess til að hann hafi viljað ræða við hann um örlög Wallenberg. Frumupptaka af samtalinu er ekki lengur til en á af- riti sem til er heyrist Söderblom hefja fund þeirra á því að bera lof á samskipti ríkjanna. Er Stalín spurði hann um erindi nefndi Söderblom Wallenberg og var þá greinilegt að sovétleiðtoginn þekkti vel til máls- ins. Sagðist hann hafa gefið skipun um að Svíarnir nytu verndar. Í stað þess að ganga á lagið brást Söder- blom við með því að segjast sann- færður um að Wallenberg hefði lát- ist í slysi. Stalín spurði þá hvort Sovétmenn hefðu ekki veitt neinar upplýsingar um Wallenberg og Söd- erblom svaraði því til að hann teldi sovésk yfirvöld ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif hans. Vitað er að Stalín gerði ráð fyrir klukkustundar áheyrn og Söder- blom sagði síðar að fundurinn hefði staðið í hálftíma. Hið rétta er að hon- um lauk eftir aðeins fimm mínútur og telja sérfræðingarnir það til marks um að Stalín hafi ekki talið ómaksins vert að reyna frekar að vekja áhuga Söderblom þar sem sá síðarnefndi sýndi engin viðbrögð við orðum hans um vernd og upplýsing- ar. Ekki er vitað hvers vegna Söder- blom brást ekki við tilraunum Stalín en líklegt telst þó að hann hafi orðið við ósk utanríkisráðherrans, Östens Undéns, sem var mótfallinn öllum tilraunum til að grafast fyrir um ör- lög Wallenberg. Undén vildi ekki fyrir nokkra muni hætta á að sam- skiptin við Rússa versnuðu og var það opinber yfirlýsing sænska utan- ríkisráðuneytisins þegar snemma árs 1945 að Wallenberg væri látinn þótt Söderblom hefði komið þeim skilaboðum á framfæri frá Sovét- mönnum að hann „nyti verndar Rauða hersins“. Utanríkisráðherrann mótfallinn skiptunum Undén mun hafa vísað öllum hug- myndum um skipti á fólki á bug og sagt að sænsk stjórnvöld tækju ekki þátt í mansali þrátt fyrir að það væri ítrekað gefið til kynna. Dekanozov, þáverandi utanríkis- ráðherra Sovétríkj- anna, hitti Söderblom árið 1945 og nefndi þá að Sovétmenn vildu endurheimta sex sovéska sjómenn sem höfðu sótt um hæli í Svíþjóð. Í skýrslu um fundinn tengdi Söder- blom þetta ekki máli Wallenberg þótt afdrif hans hefðu einnig ver- ið rædd á fundinum. Þá sagði Alexandra Kollontaj, sendiherra Sovétríkjanna, móður Wallenberg og eigin- konu utanríkisráð- herrans sænska að hann væri í öruggum höndum í Sovétríkjun- um og honum liði vel. Utanríkisráðherrann lét þó undir höfuð leggjast að greina frá þessum orðum Kollon- taj þar til fjórum árum síðar. Í þriðja lagi má nefna að sovéskir ráðamenn ýjuðu mjög sterklega að því að þeir vildu skipta á Wall- enberg fyrir Sovétmenn í Svíþjóð í samtölum við undirmann Söderblom í Moskvu árið 1946 en er sá sendi skeyti um áhuga þeirra var honum svarað með þögn. Þess í stað eru fjölmargar heimildir um að Söd- erblom hafi lýst því yfir í samtölum við ýmsa sovéska ráðamenn að hann teldi Wallenberg látinn. Þar sem Svíar sýndu engan áhuga á því að fá Wallenberg lausan sáu Sovétmenn sér ekki hag í því að halda honum í fangelsi. Ein lífseigasta tilgátan er að hann hafi verið tekinn af lífi sum- arið 1947. Í ágúst það ár lýstu Sovétmenn því formlega yfir að Wallenberg væri „ekki í Sovétríkj- unum og okkur ókunnugur“. Tíu árum síðar viðurkenndu sovésk yfirvöld að hafa haft hann í haldi en sögðu hann hafa látist úr hjartaáfalli árið 1947. Fjölmörg vitni hafa gefið sig fram sem segjast hafa séð hann síðar á lífi í fangelsi. Er- lendir sagnfræðingar, þeirra á með- al hin bandaríska Susan Mesinai, segja gögn vera til um að Sovétmenn hafi tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og óskað eftir að skipta á Wallenberg og öðrum. Þetta hafi gerst árið 1956 og aftur 1966 en þá vildu Sovétmenn fá sænska njósn- arann Stig Wennerström. Benda sérfræðingarnir á að þetta hljóti að þýða að Wallenberg hafi verið á lífi. Þá hefur ekki fengist skýring á því hvers vegna Sovétmenn afhentu fjölskyldu Wallenberg óvænt skil- ríki hans árið 1989. Á meðan ekki fæst úr örlögum hans skorið lifa kenningarnar góðu lífi. Formaður sænsk-rússnesku sérfræðinga- nefndarinnar hefur látið nægja að segja að niðurstaða hennar bindi ekki enda á málið. Vildu skipta á Wall- enberg og sovésk- um flóttamönnum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Sænski sendimaðurinn Raoul Wallenberg. Skýrsla sænsk-rúss- neskrar sérfræði- nefndar um örlög Raouls Wallenberg bendir til þess að Sovétmenn hafi rænt honum í von um að geta skipt á honum og Sovétmönnum sem leitað höfðu hælis í Svíþjóð. Svíar höfnuðu boðinu. AP við að setja nýjar reglur um innflutn- ing á mjöli og lýsi, þar sem gert er ráð fyrir að ekki sé leyfilegt að nota fiskimjöl í fóður fyrir jórturdýr, en hins vegar verður leyfilegt að nota það í fóður fyrir svín, alifugla, gælu- dýr og í laxeldi. Að sögn Jóns Reynis voru lagðar þær kvaðir á fóðurframleiðendur sem kaupa og nota fiskimjöl, að þeir þyrftu að aðskilja framleiðslu fóðurs fyrir jórturdýrin frá hinni fram- leiðslunni þar sem notað er fiskimjöl. „Það hefur verið rætt um að gefin verði út reglugerð sem kveður á um að aðskilnaður sé nægur ef það eru tvær línur í verksmiðjunni, önnur línan sé þá bara í framleiðslu fyrir jórturdýrafóður og hin línan þá í hinu fóðrinu. Þetta held ég að sé kannski erfitt að uppfylla, a.m.k. meðal minni fóðurframleiðenda. Yf- irleitt eru þeir bara með eina línu og maður sér ekki ennþá hvaða áhrif þetta hefur á markaðinn og eftir- spurnina.“ Erum í slæmum málum hvað varðar díoxíninnihald Að sögn Jóns Reynis ríkir því meiri óvissa núna en nokkurn tíma áður um útflutning á fiskimjöli. Fleiri blikur eru á lofti varðandi út- flutninginn, en væntanleg ákvörðun Evrópusambandsins um hámarks- magn af díoxíni í fiskimjöli og lýsi getur orðið til þess að notkun fiski- mjöls í allt dýrafóður verði bönnuð innan sambandsins. Slíkt myndi nánast leggja íslenskan fiskimjöls- iðnað í rúst, þar sem mestur hluti þessara afurða er seldur til ESB. „Ég myndi segja að við værum í frekar slæmum málum hvað díoxín- innihald varðar, sem er meira í okk- ar afurðum en í öðrum afurðum sem eru notaðar í fóðurblöndur. Ef þessi mörk verða sett mjög lágt erum við bara í ansi slæmum málum,“ segir Jón Reynir. Hann segir að verð á lýsi og mjöli hafi verið afskaplega lágt undanfarin ár og þá sérstaklega á lýsi, sem sé þó að skríða aðeins upp á við. „Árin 1996–1998 fengum við El Niño inn í þetta, sem hækkaði verðið upp úr öllu valdi bæði á lýsi og mjöli, og það var auðvitað ágætt meðan á því stóð. Síðan fengum við það í bakið aftur, því þeir sem notuðu fiskimjöl og lýsi voru farnir að nota eitthvað annað þar sem verðið var orðið svo hátt og það er erfitt að snúa því við.“ Sala á frystri loðnu hefur sveiflast mikið upp og niður á síðustu tíu ár- um. Árið 1991, þegar loðnuveiðin var mjög léleg, voru 329 tonn fryst í landi og 44 á sjó. Ári síðar voru 2.467 tonn fryst í landi og 61 á sjó, en næstu árin jókst loðnufrysting tals- vert og náði hámarki 1997 þegar 75.517 tonn voru fryst í landi og 638 á sjó. Síðan hefur dregið úr frystingu loðnu, en í fyrra voru 10.378 tonn fryst í landi en ekkert á sjó. Sam- kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar nam loðnufrysting síðasta árs 7.868 tonnum. Útflutningur á loðnuhrognum hef- ur einnig sveiflast nokkuð. Árið 1991 voru flutt út 3.954 tonn, en áætlanir gera ráð fyrir að útflutningur hafi numið 5.649 tonnum í fyrra. Á síð- ustu tíu árum var útflutningur loðnu- hrogna mestur árið 1995, eða 6.179 tonn. Smærri loðna til frystingar Steindór Gunnarsson, markaðs- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, segir að menn líti til þess að einhver framleiðsla verði á frystri loðnu á Japansmarkað á komandi vertíð. „Við erum að gera okkur von- ir um að við getum framleitt þá loðnu sem við höfum alltaf getað gert, og erum þá að vonast til að ná stærðinni 50–60 stykki í kílói.“ Að sögn Steindórs er markaður- inn þó mjög erfiður og mikið fram- boð þar af fiski. Norðmenn komu með 22.000 tonn inn á markaðinn á síðustu vertíð og lentu þá í erfiðleik- um með að ná samningum eftir ver- tíðina. „Við eigum okkar ákveðna sess þarna á markaðnum og erum með aðra stærð af loðnu en Norðmenn. Þeir hafa verið með allt undir 50 stykki í kílói, en okkar stærð er á bilinu 50–60 stykki í kílóinu. Það er ákveðinn markaður fyrir þessa vöru í Japan, en við vitum ekki ennþá hver þörfin verður fyrr en við erum búnir að fara út og reyna að semja um bæði magn og verð, en það verður farið í það núna seinnihlutann í janúar.“ Steindór segir að markaðurinn hafi undanfarin ár tekið þeim sveifl- um sem orðið hafi og verðið sveiflast upp og niður eftir því hvert fram- boðið var á frystri loðnu frá Íslend- ingum, Norðmönnum og Kanada- mönnum. „Íslendingar hafa lengi setið að þessum markaði einir, þangað til í fyrra og árið þar á undan, en þá komu Norðmenn inn og þar áður voru Kanadamenn búnir að vera á markaðnum með mjög stóra loðnu. Við höfum lent í því að vera með smærri loðnu en við reiknuðum með.“ Loðnuveiðar gengu mjög vel í upphafi síðasta árs og höfðu íslensk skip veitt um 130 þúsund tonn í lok janúar. Var það besti árangur í loðnuveiðum frá árinu 1990, þegar rúm 202 þúsund tonn komu á land í janúar, en minnst veiddist í janúar- mánuði árið 1995 þegar aðeins 1.219 tonn komu á land. Sumarveiðin var einnig með betra móti á síðasta ári og komu alls rúmlega 145 þúsund tonn á land, þar af rúm 104 þúsund tonn af íslenskum skipum. Haustver- tíð brást hins vegar og veiddist þá lít- ið. Lítið sást af fullorðinni loðnu Árlegur haustleiðangur Hafrann- sóknastofnunar til að meta stofn- stærð loðnunnar tókst ekki sem skyldi, þar sem lítið fannst af fullorð- inni loðnu. Af þeim sökum er fiski- fræðingum ekki unnt að segja til um ástand stofnsins á þessari stundu. Ráðgert er að fara í mánuðinum í mælingaleiðangur austur fyrir land, en mikil bræla hefur verið þar und- anfarið. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að sáralítið hafi sést af fullorð- inni loðnu í hefðbundnum mælinga- leiðangri Hafrannsóknastofnunar í nóvember og byrjun desember. „Svipað var reyndar upp á ten- ingnum haustið 1999 og eins 1998. Eftir sem áður birtist nú loðnan bæði í fyrravetur og veturinn 1998 á sín- um venjulega tíma í janúar. Og þang- að til annað kemur í ljós gerir maður ráð fyrir að ástandið sé svipað núna.“ Að sögn Hjálmars er hinn mögu- leikinn auðvitað sá að eitthvað óheppilegt sé að gerast varðandi loðnustofninn, en hann segir í sjálfu sér engar haldbærar vísbendingar um það, sökum þess að ástandið hafi verið með sama hætti undanfarin tvö ár. man síðustu tvö árin ur í út- imjöls Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Ólafssyni AK.                    phafi ur í ur í afa í rðist unds- að ng á vissu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.