Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FROSTHÖRKURNAR að undanförnu hafa myndað ís á Reykjavíkurtjörn og víðar á vötnum á höfuðborgarsvæð- inu og annars staðar á land- inu. En kuldinn hefur einnig nægt til að mynda ís á inn- anverðum og sjósöltum Sundunum og ríkti sann- kölluð vetrarstemmning er ljósmyndari var þar á ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fossvogur Foss- vogur ísilagður ÞRIGGJA manna starfshópur, sem komið var á laggirnar í apríl í fyrra og hafði það verk- efni að gera tillögur um að- gerðir til varðveislu laxa- og silungsáa í Reykjavík, hefur nú lokið störfum. Tillögur nefnd- arinnar gera ráð fyrir því að allt forræði í málefnum lax- og silungsvatnasvæða í borgar- landinu færist til umhverfis- og heilbrigðisnefndar en Orku- veitan annist þó áfram umsjón Elliðaánna. Í starfshópnum voru Hrannar B. Arnarson formað- ur, Steinunn Valdís Óskars- dóttir og Guðlaugur Þór Þórð- arson sem skilaði séráliti. Kvað hann margt gott koma fram í drögum hópsins en van- kantarnir væru þó of miklir og því gæti hann ekki skrifað upp á niðurstöðuna, þar sem meiri- hlutinn taki ekki á málum El- liðaár, mikilvægustu náttúru- perlu borgarinnar, heldur skilji hana áfram eftir undir stjórn Orkuveitunnar. Mjög aðkallandi verk Vatnasvæðin, sem starfs- hópurinn fjallaði um, voru Elliðaár, Úlfarsá, Bugða, Hólmsá, Suðurá, Elliðavatn og Leirvogsá. Í samtali við Morg- unblaðið í gær sagði Hrannar, aðspurður um tildrög könnun- arinnar, að þetta hafi verið orðið mjög aðkallandi ýmissa hluta vegna. „Ég varð þess áskynja mjög fljótlega eftir að ég kom í borg- arstjórn, að þessi mál voru dá- lítið í lausu lofti og vildi þess vegna að þetta yrði tekið sam- an á einn stað. Það var að verða meira og meira aðkall- andi að taka á þeim heildstætt, vegna þróunar byggðarinnar,“ sagði Hrannar. „Það er aðal- lega tvennt sem liggur þarna að baki; annars vegar upp- bygging Elliðaánna, sem er nauðsynleg, og hins vegar það, að borgin hefur verið að þróast með þeim hætti að dýrmætum svæðum hefur verið að fjölga; Leirvogsáin er komin í þann hóp, með sameiningunni við Kjalarnes, byggðin er að fær- ast nær Úlfars- ánni, og síðan hafa menn verið með Elliðavatn og svæðið þar í kring í alveg sérstakri skoðun vegna upp- byggingaráforma í Kópavogi. Vegna alls þessa vildum við líta málin heildstætt og koma þeim í einhvern fastan farveg í stað- inn fyrir að vera með einhverj- ar sérlausnir á hverjum stað. Menn hafa verið í ýmsum að- gerðum í Elliðaárdalnum, sem horfa í þá átt að bæta stöðu Elliðaánna. Við vildum ekki lenda í því Í Leirvogsánni eða Úlfarsánni að þurfa að koma svo öfugt að málum, eins og þar er gert, að vera í einhverj- um björgunaraðgerðum, held- ur gera þetta frekar þannig að menn passi sig strax í upphafi og standi þess vegna betur að vígi í framtíðinni.. Við áttum að skila af okkur fyrir áramót og gerðum það, svo að núna er búið að taka saman lista yfir þau verkefni sem við teljum mikilvægust og þær breytingar sem við viljum að verði gerðar á stjórnkerfinu í kringum þetta. Þessa dagana eru tillögurnar í umhverfis- og heilbrigðisnefnd og borgarráði og það er viðbúið að einhverjar breytingar verði gerðar í því ferli en ég á svo von á að tillög- urnar verði samþykktar um miðjan janúar.“ Þríþætt markmið Í niðurstöðu starfshópsins kemur m.a. fram, að markmið- ið ætti að vera þríþætt: a) að vatnasvæðin endurheimti og haldi náttúrulegum styrk sín- um sem búsvæði laxa og sil- unga, b) að þau verði sjálfbær og c) að umhverfi þeirra nýtist vel til útivistar. Hvað aðgerðir snertir legg- ur hópurinn þetta til:  Að umhverfis og heil- brigðisnefnd verði falið form- legt forræði borgarinnar í mál- efnum lax- og silungsvatna í borgarlandinu og nefndinni falin umsjón með réttindum og skyldum vegna aðildar borgar- innar að veiðifélögum á vatna- svæðunum. Ekki er þörf á breytingu vegna Elliðaánna.  Að 100-250 metra helg- unarsvæði verði markað um- hverfis hvert vatnasvæði, en þó 50-200 metra við Elliðaár, og þau friðlýst sem fólkvangur þar sem það á við, náist um það samkomulag við aðliggjandi sveitarfélög.  Að yfirstjórn hvers helg- unarsvæðis verði falin sérstakri stjórn skipaðri fulltrúum aðliggj- andi sveitarfélaga, sbr. lög um fólk- vanga.  Að unnið verði að sam- komulagi landeigenda og um- sjónaraðila svæðanna um lang- tímastefnumótun og sérstaka aðgerðaáætlun varðandi þróun hvers svæðis.  Að lokið verði við flokkun og markmiðasetningu fyrir öll vatnasvæðin fyrir lok ársins 2001.  Að samið verði við fag- aðila um áframhaldandi rann- sóknir og reglubundið eftirlit og vöktun á svæðunum. Þrjár gjöfular laxveiðiár Í greinargerð starfshópsins kemur fram, að þær sérstæðu aðstæður, að í borgarlandinu sé að finna þrjár gjöfular lax- veiðiár auk enn fleiri búsvæða silunga, eigi sér tæplega nokkra hliðstæðu meðal höfuð- borga á Norðurhveli jarðar. Í þessari sérstöðu Reykjavíkur felist mikil og verðmæt lífs- gæði fyrir borgarsamfélagið. Ábyrgð borgarinnar á að við- halda þessum náttúruperlum borgarlandsins sé því afar mikil og fari vaxandi, samfara aukinni byggð í nágrenni vatnasvæðanna. Orðrétt segir síðan: „Til að þetta sé mögu- legt er nauðsynlegt að fela einni af fagnefndum borgar- innar skýra ábyrgð á mála- flokknum en fram til dagsins í dag má segja að einungis El- liðaárnar hafi notið slíks for- ræðis, þrátt fyrir almenna stefnumótun á vettvangi ým- issa fagnefnda borgarinnar. Vegna þessarar óljósu ábyrgð- ar hefur heildstæða stefnu- mótun vantað, þátttöku borg- arinnar í veiðifélögum umræddra svæða verið lítt sinnt og frumkvæði skort í þessum mikilvæga málaflokk. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir því að allt forræði í mál- efnum lax- og silungsvatna- svæða í borgarlandinu færist til umhverfis- og heilbrigðis- nefndar. Þó er gert ráð fyrir því að Orkuveitan annist áfram umsjón Elliðaánna í samræmi við almenna stefnumótun borgarinnar enda hefur Orku- veitan og fyrirverar hennar staðið vel að málefnum Elliða- ánna. Þar er því ekki talið sér- stakt tilefni til breytinga. Þá gera tillögur nefndarinn- ar ráð fyrir því að umhverfis vatnasvæðin verði markað 100-250 metra helgunarsvæði og það verndað fyrir lífríki vatnasvæðanna og til útivistar fyrir almenning. Á þessum svæðum yrðu, með svipuðum hætti og á vatnsverndarsvæð- um höfuðborgarsvæðisins, strangari umgengnisreglur en almennt gerist og ekki yrði gert ráð fyrir frekari uppbygg- ingu mannvirkja sem ekki tengjast með beinum hætti náttúruvernd og útivist. Þar sem borgin ein fer með allt for- ræði yfir svæðunum telur nefndin að staðfest borgar- vernd ætti að duga, en á öðrum svæðum, þar sem forræðið er sameiginlegt með öðrum sveit- arfélögum, leggur hún til að ráðist verði í friðlýsingu svæð- anna og um þau verði stofnaðir fólkvangar í samræmi við nátt- úruverndarlög. Með þessum hætti yrði tryggt að svæðin nytu verndar og að aðliggjandi sveitarfélög kæmu sameigin- lega að stjórn hvers svæðis og þau myndu þ.a.l. ekki líða fyrir mismunandi stefnumótun á hverjum stað. Á vettvangi fólk- vanganna yrði síðan tekið heildstætt á málefnum svæð- isins í samstarfi við veiðifélög viðkomandi svæðis. Í Mos- fellsbæ hafa bæjaryfirvöld haldið eftir 200 metra svæði meðfram Úlfarsá og Leirvogsá þar sem ekki er gert ráð fyrir byggð en í Kópavogi eru áform uppi um byggð í allt að 50 metra fjarlægð frá Elliðavatni á takmörkuðu svæði. Nánari útfærsla fyrir hvert svæði er því háð samkomulagi við að- liggjandi sveitarfélög og að- stæðum á hverjum stað en ljóst er að nú þegar er byggð á nokkrum stöðum nær vatna- svæðunum en æskilegt getur talist. Þá gera tillögur nefndarinn- ar ráð fyrir því að lögbundinni flokkun og markmiðasetningu á vatnasvæðunum verði lokið fyrir lok ársins 2001 en und- irbúningur þessa verks er þeg- ar hafin á vettvangi Heilbrigð- iseftirlits Reykjvíkur. Jafnframt er lagt til að ráðist verði í nauðsynlegar rann- sóknir og vöktun á vatnasvæð- unum. Í nýlegu samkomulagi við Kópavogsbæ er tekið á þessum þáttum varðandi El- liðavatn og aðliggjandi ár en ít- arlegri viðræður eru nauðsyn- legar við Mosfellsbæ.“ Ekki tekið á málum Elliðaáa Guðlaugur Þór Þórðarson segir margt gott koma fram í þessum drögum starfshópsins en vankantarnir séu og miklir og þess vegna hafi hann ekki skrifað upp á þessa niðurstöðu. Gerði hann þess í stað skriflegar at- hugasemdir í fjór- um liðum og lét færa til bókar. Þar segir hann m.a., að hugmyndir um 100-250 metra helgunarsvæði séu af hinu góða og sömuleiðis sé jákvætt að hugað verði að öllum vatnasvæðum í borgar- landinu. Það sem vanti augljóslega í þessar tillögur sé hins vegar, að ekki sé tekið á málum Ell- iðáa og því læðist að sá grunur að hér sé reynt að dreifa at- hyglinni frá vanda þeirra með því að taka öll vatnasvæði, sem tengjast Reykjavíkurborg, fyrir í einu lagi. Segist hann telja, að sökum mikilvægis ánna væri eðlilegt að sérstök stjórn skipuð af borgarráði færi með málefni ánna og svæðisins. Elliðaárnar séu verðmætustu ár Reykvíkinga, náttúruperla í miðri borginni sem hafi löngum verið stolt borgarbúa. Reykjavík sé ein af síðustu borgum Evrópu sem enn eiga lifandi laxveiðiá. Á undanförnum árum hafi lax- veiði minnkað mjög í Elliðaám og árin 1998 og 1999 hafi verið langminnsta veiði í sögu ánna. Það sé mikilvægt að uppbygg- ing í Elliðaám verði í forgangi hjá borgaryfirvöldum og fyrsta skrefið í því væri að setja árnar og umhverfi þeirra undir eina stjórn sem síðan semdi við hagsmunaaðila eins og Orkuveituna og Stangveiði- félagið um afnot af ánum. Það séu engin rök fyrir því að orku- fyrirtæki hafi umsjón með Laxveiðiám, sérstaklega þegar viðkomandi orkufyrirtæki sé með orkuvinnslu í ánni. Það að Rafmagnsveita Reykjavíkur, síðar Orkuveita Reykjavíkur, hafi haft umsjón með ánum hafi verið fyrirkomulag sem var barn síns tíma. Nú á tímum séu gerðar aðrar og meiri kröf- ur. Það fari illa saman að reka orkufyrirtæki og laxveiðiá því hagsmunir geti rekist á. Þá segir Guðlaugur enn- fremur, að æskilegt hefði verið að í niðurstöðum hópsins væri lagt mat á það hvernig ætti að forgangsraða framkvæmdum til að koma í veg fyrir rennsli skolps og mengaðs ofanvatns í Elliðaá og Elliðavog. Fyrir hefði legið skýrsla gatnamála- stjóra og starfshópnum hefði því ekkert verið að vanbúnaði að fara yfir málið og koma fram með tillögur. Og með hliðsjón af því, að tillögur starfshópsins gerðu ráð fyrir að umhverfis- og heil- brigðisnefnd verði falið form- legt forræði yfir vatnasvæð- um, sé mikilvægt að skilgreina við hvað sé átt; hvað felist í for- ræði, hvað sé umsjón o.s.frv. Eignarhald á flestum vatna- svæðum fyrir utan Elliðaár í borgarlandinu sé flókið. Bæði sveitarfélög og einkaaðilar eigi land að ánum og það virðist sem það sé misjöfn tilhögun á veiðistjórn í þeim. Mikilvægt sé að borgarlögmaður fari yfir málið og í framhaldinu komi tillögur frá vinnuhópnum þar sem hugtök, sem áður hafi verið nefnd, og skilgreiningar á hlutverki um- hverfis- og heilbrigðisnefndar, séu alveg skýr. Að lokum bendir Guðlaugur á, að ekki er ástæða til að til- greina sérstaklega þær stofn- anir sem samið verði við um ákveðin verkefni, því þeim að- ilum fari fjölgandi sem geti sinnt rannsóknum á sviði um- hverfismála. Starfshópur um aðgerðir til varðveislu laxa- og silungsáa klofnaði í áliti sínu Deilt um Orkuveit- una og Elliðaárnar Stíflan við Elliðavatn, en þar eru upptök Elliðaánna talin vera. Reykjavík Varna rennsli skolps og mengaðs ofanvatns Ráðist verði í nauðsynlegar rannsóknir og vöktun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.