Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
AÐEINS ein umsókn barst um
stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra
Slökkviliðs Akureyrar en umsóknar-
frestur rann út skömmu fyrir ára-
mót.
Umsækjandi um stöðuna er Heim-
ir Gunnarsson tæknifræðingur og
verslunarstjóri Byko á Akureyri.
Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðs-
stjóri á Akureyri hefur verið ráðinn
til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
og flytur sig um set innan tíðar.
Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðs-
stjóri sagði að töluverð spenna væri
á vinnumarkaðnum og þá ekki síst í
tæknigeiranum og að það skýrði m.a.
að ekki bárust fleiri umsóknir um
stöðu aðstoðarslökkviliðsstjóra.
Eins og komið hefur fram bárust
11 umsóknir um stöður slökkviliðs-
manna sem auglýstar voru í nóvem-
ber sl. Stefnt er að því að ráða í fimm
stöður slökkviliðsmanna og tengist
sú fjölgun að mestu leyti sameiningu
Slökkviliðs Akureyrar og Slökkviliðs
Flugmálastjórnar á Akureyrarflug-
velli nú um áramótin.
Að sögn Tómasar Búa voru 5 af
þeim 11 sem sóttu um taldir hæfir en
síðan hafa tveir þeirra dregið um-
sóknir sínar til baka. Hann sagði að
því yrði auglýst aftur eftir slökkvi-
liðsmönnum.
Auglýsa þarf aftur eftir slökkviliðsmönnum á Akureyri
Ein umsókn um stöðu að-
stoðarslökkviliðsstjóra
Mikil þensla hefur verið í byggingariðnaðinum á Akureyri
Síðasta ár var metár
í byggingariðnaðinum
Morgunblaðið/Björn Gíslason
EMBÆTTI sýslumannsins á Ólafs-
firði hefur verið auglýst laust til um-
sóknar en staðan er veitt frá 1. apríl
2001. Sýslumaðurinn á Akureyri hef-
ur gegnt embættinu síðan haustið
1999 er Björn Rögnvaldsson, sýslu-
maður á Ólafsfirði, tók við embætti
sýslumannsins á Siglufirði af Guð-
geiri Eyjólfssyni sem hóf störf hjá
Fangelsismálastofnun ríkisins.
Björn Friðfinnsson, ráðuneytis-
stjóri dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
isins, segir að nú hafi þessar manna-
breytingar gengið til baka nema
hvað að Björn Rögnvaldsson, fyrrum
sýslumaður á Ólafsfirði, hafi kosið að
láta af störfum og því sé staðan aug-
lýst nú.
Tímabundin tilraun
„Það var alltaf stefnan að þessar
mannabreytingar gengju til baka.
Það var ekki stefnan að leggja emb-
ættið niður en það má þó segja að
þetta hafi verið tímabundin tilraun
hvort hægt væri að veita sömu þjón-
ustu með sýslumanninn á Akureyri
og ég held að það sé óhætt að full-
yrða að svo hafi verið. Engu að síður
var ákveðið að auglýsa stöðuna og
verður hún veitt frá 1. apríl en fram
að þeim tíma sinnir sýslumaðurinn á
Akureyri embættinu.
Ólafsfjörður
Embætti
sýslumanns
laust til
umsóknar
SAMKVÆMT bráðabirgðatölum
Hagstofu Íslands fjölgaði Akureyr-
ingum um 253 eða 1,7% á síðasta ári
og voru þeir því 15.396 1. desember
sl. Ásgeir Magnússon, formaður bæj-
arráðs, segir að stjórnendur bæjarins
séu afar hamingjusamir með þessa
fjölgun. „Það er greinilegt að þetta er
allt á réttri leið og við erum loks að
sjá jákvæða þróun í íbúafjölda sem
við höfum beðið eftir í langan tíma.
Við höngum nú loksins í landsmeð-
altalinu og vel það og það verður von-
andi framhald á því.“
Ástæður fjölgunarinnar telur Ás-
geir vera marga samverkandi þætti.
„Það hafa verið gríðarleg umsvif í
bæjarfélaginu á undanförnum miss-
erum, bæði á vegum opinberra aðila
og ekki síður í einkageiranum þar
sem mikill uppgangur hefur verið.
Byggingariðnaðurinn er oft góður
mælikvarði á hvort heilbrigt efna-
hagsumhverfi er í viðkomandi sam-
félagi og það eru ár og dagar síðan
jafn mikið hefur verið byggt eins og
gert er nú hér á Akureyri. Mikill upp-
gangur hefur verið í verslun og þjón-
ustu hér á Akureyri ásamt öðrum
greinum og það er því vonandi að fólk
sjái að hér er gott að búa og nóg um
að vera.
Ánægð á meðan
ekki fækkar
Á Grenivík og í Grýtubakkahreppi
fjölgaði íbúum um 5 á árinu, eða úr
379 íbúum í 384. Guðný Sverrisdóttir
sveitarstjóri segir að fjölgað hafi um
14 manns á Grenivík en að sama
skapi hafi fækkað í sveitinni. „Hjá
okkur hefur fjölgað í þéttbýlinu en
dregist saman aftur í dreifbýlinu
enda virðist þróunin vera þannig. Það
hefur verið talsvert um að fólk hafi
verið að flytja annars staðar að af
landinu á Grenivík og eru þar á meðal
einhverjir áður brottfluttir Grenivík-
urbúar. Þótt fjölgunin sé ekki mikil er
maður ánægður meðan ekki fækkar.“
Formaður bæjarráðs Akureyrar um íbúafjölgun á Akureyri
Jákvæð þróun
sem beðið hefur
verið eftir lengi
Morgunblaðið/Björn Gíslason
FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á
Dalbæ á Dalvík eru nokkuð bjartsýn-
ir í janúarspá sinni á nýju ári og vilja
halda sig við það sem sagt var um
fyrstu þrjú vetrartunglin, að þau yrðu
svipuð.
Þriðja tunglið endar þann 24. janú-
ar nk. og nýtt kviknar, þorratungl.
Samkvæmt þessu ætti veðrið að
verða svipað og verið hefur, umhleyp-
ingasamt, hvasst, norðlægar áttir og
svalt en samt með hléum. Þó gæti
orðið breyting á, að hann verði vest-
anstæður og meiri skafrenningur en
verið hefur. Ekki gera þeir klúbb-
félagar ráð fyrir miklum snjó eða
stórtíðindum.
Bjartsýni í veðurspánni byggja
flestir klúbbfélagar á að mjög sjald-
gæft er að það komi harður vetur eftir
slíku veðri og var hér sl. sumar. Þeir
telja þó að það geti orðið meiri vetur
austast á landinu og sunnanlands.
Janúarspá Veður-
klúbbsins á Dalbæ
Svipað veður
verður áfram
SÍÐASTA sýning leikritsins Gleði-
gjafarnir verður hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar laugardaginn 6. janúar.
Gleðigjafarnir er eitt vinsælasta og
víðförlasta leikrit bandaríska leik-
skáldsins Neil Simon en leikritið
hefur verið sýnt við góðan orðstír
hjá Leikfélagi Akureyrar síðan í
október. Aðalleikarar eru Þráinn
Karlsson og Aðalsteinn Bergdal.
Morgunblaðið/Kristján
Síðasta sýning
Gleðigjafanna
♦ ♦ ♦
GÍFURLEGA mikið hefur verið að
gera í byggingariðnaðinum á Akur-
eyri allt síðasta ár og ekki lítur út fyr-
ir að lát verði á því á næstunni. Guð-
mundur Ómar Guðmundsson,
formaður Félags byggingarmanna í
Eyjafirði, segist telja að síðasta ár sé
algjört metár í byggingariðnaði á Ak-
ureyri.
„Hugsanlega hefur einhvern tím-
ann á áttunda áratugnum verið byggt
meira af íbúðarhúsnæði en þá var
mun minna af öðrum framkvæmdum í
gangi eins og nú. Gríðarlega mikið var
byggt á síðasta ári af atvinnuhúsnæði
og langtum meira en ég hef nokkur
sinni séð.“
Mörg stór verkefni
framundan
Mörg stór verkefni eru fram undan
og segir Guðmundur Ómar að gríð-
arlega margt sé í farvatninu fyrir ut-
an þau verkefni sem eru í gangi núna.
„Fyrst er hægt að nefna innréttingu á
einni hæð við Fjórðungssjúkrahúsið
sem á að vera til fyrir vorið, síðan á að
byggja á lóð FSA 1.600 fermetra hús
fyrir Íslenska erfðagreiningu en þessi
tvö verkefni bættust við aðeins á síð-
ustu tveimur mánuðum ársins. Það á
að byrja á nýjum áfanga við Gilja-
skóla og er það tveggja ára verkefni,
áformað er að byrja á Amtsbókasafn-
inu og jafnframt vonast ég til að
heimavist Mennta- og Verkmennta-
skólans fari af stað. Einnig eru fyr-
irheit um byggingu rannsóknarhúss
við Háskólann á Akureyri sem hefur
verið í bígerð nokkuð lengi.
Ekkert lát á
framkvæmdum
Meðal annarra verkefna eru áform
um byggingu orlofsbyggðar í Grófar-
gili, einhverjar breytingar verða á
heilsugæslustöðinni og eins er verið
að byggja töluvert mikið af iðnaðar-
húsnæði og mér sýnist að það verði
áfram. Síðan er spurning hversu mik-
ið verði um íbúðarbyggingar en ég tel
að miðað við þá fólksfjölgun sem
stefnir í samhliða komu Íslenskrar
erfðagreiningar verði umtalsverð
þörf fyrir íbúðarhúsnæði á komandi
misserum.
Guðmundur Ómar segir að ekkert
lát sé á framkvæmdum, ekki síst
vegna samnings Íslenskrar erfðar-
greiningar, FSA og Háskólans.
„Þessar framkvæmdir einar sem nú
eru fyrirhugaðar í tengslum við þenn-
an samning verða líkast til á annan
milljarð króna á næstu tveimur árum.
Segja má að þetta sé hrein viðbót við
þau verkefni sem voru í gangi áður og
var ég þó bjartsýnn á verkefnastöð-
una fyrir. Það er því næg vinna fram
undan hjá iðnaðarmönnum í bygging-
ariðnaðinum.