Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 13 ÚTSALA Í húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 Þar sem gæði og gott verð fara saman... Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16. Mikið úrva l - mikill a fsláttur Stórlækka ð verð! Glæsilegu r kvenfatn aður Kuldagalla r Barnafatn aður Geisladisk ar í úrvali Raftæki Peysur Úlpur Skyrtur TVEIR labrador-hundar fengu um áramótin frá Hundaræktarfélagi Íslands nafnbótina Íslenskir veiði- meistarar, þeir fyrstu til að ná þeim áfanga hér á landi. Þetta eru Treckers Bouda, sem er í eigu Sig- urmons Hreinssonar á Akranesi, og Ýlir sem er í eigu Óskars Guð- mundssonar í Reykjavík. Til að ná þessum eftirsótta áfanga í hundarækt þarf hundurinn að fá þrisvar sinnum 1. einkunn í úrvalsflokki á A- eða B-retriever- veiðiprófi á Íslandi hjá þremur dómurum, þar af einum erlendum, og einu sinni 2. einkunn í opnum flokki eftir 24 mánaða aldur á sýn- ingum Hundaræktarfélags Íslands og öðrum sýningum Alþjóða- sambands hundaræktarfélaga, FCI. Þessum áföngum náðu veiði- meistararnir á veiðiprófum síðustu tvö sumrin þar sem þeir hlutu í öll skiptin 1. einkunn. Þá fékk Ýlir 1. einkunn á hundasýningu í reiðhöll Gusts sl. vor og Treckers Bouda fékk 2. einkunn á sýningu á sama stað haustið 1999. Í bæði skiptin voru dómarar alþjóðlegir á sýning- unum. Labrador-hundarnir Treckers Bouda og Ýlir Fyrstu íslensku veiðimeistararnir Morgunblaðið/Ingólfur Guðmunds Treckers Bouda er í eigu Sigurmons Hreinssonar. Labradorhundurinn Ýlir er í eigu Óskars Guðmundssonar. STJÓRN Hrafnistu hefur óskað eft- ir því við Hæstarétt að skipaður verði gerðardómur til að ákveða upphæð daggjaldagreiðslna til stofn- unarinnar, en fyrir nokkrum mánuð- um gerði öldrunar- og hjúkrunar- heimilið Grund slíkt hið sama. Sveinn H. Skúlason, framkvæmda- stjóri Hrafnistu, sagði að þar sem daggjöldin hefðu ekki verið leiðrétt í lok síðasta árs hefði verið tekin sú ákvörðun að vísa málinu til gerðar- dóms. „Við höfðum strax í upphafi síð- asta árs sent ráðuneytinu bréf, þar sem að við tilkynntum að ef daggjöld yrðu ekki leiðrétt myndum við fara þessa leið,“ sagði Sveinn. „Við erum búnir að tilefna okkar fulltrúa, sem er Árni Tómasson endurskoðandi, en Hæstiréttur og heilbrigðisráðuneyt- ið eiga eftir að tilefna sína menn.“ Sveinn sagði að sá grunnur sem daggjaldagreiðslurnar bygguðust á væri skakkur og að það hefði áhrif á rekstur og afkomu stofnunarinnar. Hann sagði að frá því að heilbrigð- isráðherra hefði ákveðið einhliða upphæð daggjaldagreiðslna árið 1990 hefðu þær lækkað verulega. Hann sagði að árið 1998 hefði grunn- urinn verið búinn að lækka um 8% og að í dag, um tveimur árum síðar, hefði hann eflaust lækkað meira. „Við munum ekki líða það að eigið fé stofnunarinnar verði étið upp. Þetta er einfaldlega spurning um það að komast af.“ Að sögn Sveins mun leiðrétting á grunninum hafa víðtæk áhrif á rekstur öldrunar- og hjúkrunar- stofnana, en á síðasta ári tapaði Hrafnista í Reykjavík um 50 til 60 milljónum króna fyrir utan lífeyris- skuldbindingar. Eftir að Hæstiréttur hafði skipað gerðardóm í máli Grundar og dóm- urinn kveðið á um að hann hefði lög- sögu í málinu stefndi heilbrigðisráð- herra Grund. Dómskröfur voru m.a. þær að daggjöld yrðu ákveðin af ráð- herra en ekki gerðardómi, eins og kveðið væri á um í 1. málsgr. 39. gr. laga um almannatryggingar. For- svarsmenn Grundar hafa átt fundi með fulltrúum heilbrigðisráðuneyt- isns og fjármálaráðuneytisins um lausn á deilunni, en hún er enn í hnút. Næsti fundur er boðaður á föstudaginn. Sveinn sagði að í ljósi þess sem á undan hefði gengið mætti allt eins gera ráð fyrir því að Hrafnistu yrði stefnt af ríkinu. Stjórn Hrafnistu óskar eftir að skipaður verði gerðar- dómur vegna ágreinings um daggjaldagreiðslur Grunnur daggjalda- greiðslna hefur lækkað SKÝRSLA rannsóknarnefndar flugslysa verður birt í lok jan- úar. Skúli Jón Sigurðarson, rannsóknarstjóri flugslysa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að rannsókn væri enn í gangi. Fimm af þeim sex sem voru í eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 210 sem hrapaði í Skerjafjörðinn hinn 7. ágúst sl. eru látnir. Flugmaðurinn og tveir farþegar fórust með vélinni og annar farþegi lést á sjúkra- húsi skömmu síðar. Annar pilt- anna sem lifðu slysið af lést á Landspítalanum – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi að kvöldi nýársdags. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn lögreglu miða vel. Yf- irheyrslur standa enn yfir en hann býst við að rannsókn ljúki innan þriggja vikna. Flugslysið í Skerjafirði Skýrsla væntanleg í lok janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.