Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 43 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Þegar annar undir- ritaðra hringdi til móð- ur okkar til að spyrja hvort hann ætti að taka hana með í skötuveislu sagðist hún ekki vera upplögð. Henni höfðu einmitt borist þau sviplegu tíðindi að Raggi hefði látist í bílslysi um morg- uninn. Annað skarð var höggvið í stóran frændsystkinahóp Hálsbæj- anna. Eftir að Raggi eins og við kölluð- um hann gjarnan hóf störf hjá Höldi á Akureyri við að sækja Morgunblað- ið suður og færa Norðlendingum reglulega að morgni töluðum við um hversu hugaður hann væri að aka þessa leið í öllum veðrum að nætur- lagi. Hann var hetja vegarins og stóð sig með afbrigðum vel í því starfi og sannaði þar hvar styrkur hans lá. Hugrekki hans og elja komu skýrt fram í þessu starfi. Bernska okkar og Ragga lá saman á Hálsbæjunum og vorum við sem bræður á þeim tíma og fram eftir aldri þó að fundum hafi fækkað með árunum og fennt yfir margar minn- inganna. Við minnumst þó margra skemmtilegra stunda og uppátækja. Efst í huga okkar eru bílaleikirnir í skriðunni ofan við bæina þar sem lagðir voru vegir og byggð hús. Veg- urinn lá í Eyjafjörð og voru farnar margar ímyndaðar ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Haldið var uppi áætlunarferðum og farið með vörur ýmist með hjólkopp í höndum sem stýri eða dreginn heimasmíðaður bíll sem Karl faðir Ragga smíðaði. Leikirnir voru eftir- líking af þeirri bílaumferð sem fór hjá túni á Hálsbæjunum á degi hverj- um, ýmist á norðurleið eða suðurleið. Við minnumst þess að í margt var RAGNAR KARLSSON ✝ Ragnar Karlssonfæddist á Hálsi í Kjós 24. maí 1953. Hann lést af slysför- um 19. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Gler- árkirkju á Akureyri 3. janúar. spáð og mikið spekúler- að. Á björtum og stillt- um vetrarkvöldum var tíðum legið á bakinu í mjúkum snjónum og horft spurnaraugum í stjörnurnar. Englar mótaðir í snjóinn, en fátt var um svör við spurningum um upp- runa sköpunarverksins og tilgang lífsins. Nú hefur Raggi fengið svar við þeirri spurningu sem við öll spyrjum. Við trúum því að hann hafi ekki orðið fyrir von- brigðum. Hann hefur fengið nýtt hlutverk á leiksviði lífsins. Við biðj- um algóðan Guð um að blessa Ragga á nýrri vegferð. Glaðlyndi, eljusemi, greiðasemi og frjótt hugmyndaflug Ragga voru hans aðalsmerki í leik og starfi. Hann var fljótur að hugsa og því úrræða- góður ef kæmi eitthvað upp á eins og stundum gerist meðal barna í leik. Hann var fús að taka á sig sökina jafnvel þó hann ætti hana ekki. Hon- um var því gjarnan kennt um hluti sem hann átti ekki neina sök á. Slíkir menn eru oftar en ekki misskildir. Hann kvartaði ekki yfir því heldur hélt sínu striki og bar byrðar annarra í hljóði. Eftir siglingar í öllum veðrum á lífsins ólgusjó var sem Raggi hefði fundið fjöl sína og lifði í sátt við sinn innri mann og aðra þegar hann flutti til Akureyrar og settist þar að í faðmi eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu. Skyndilegt fráfall Ragga snertir okkur öll mjög djúpt sem ólumst upp saman sem ein stór fjölskylda. Margt liggur ósagt og ógert. Það kennir okkur að bíða ekki til morguns með það sem við gætum gert í dag. Það bar aldrei nokkurn skugga á samskipti okkar Ragga og fyrir það þökkum við og gleðjumst yfir um leið og við vottum fjölskyldu hans, eig- inkonu, börnum, barnabörnum, móð- ur, systkinum og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Ólafur Oddsson og Kristján Oddsson. skemmtilegt að eiga við hann orð- ræðu. Og hann lék m.a. þokkalega bæði á píanó og orgel. Þegar dóttir mín, Dagmar, var skírð sumarið 1967 lék hann undir við þá athöfn á orgel Stórólfshvolskirkju. Sem bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur hafði hann með skólanámi tekið virkan þátt í íþróttum. Þar var hann jafnvígur á líkamlega og andlega sviðinu. Lék knattspyrnu með meistaraflokki Víkings og tefldi í meistaraflokki Taflfélags Reykja- víkur. Var hann formaður í því félagi þegar hann réðst til sýslumanns- starfa austur fyrir fjall. Lifði enn í þeim glæðum þegar ég var á skrif- stofunni hjá honum, því að hann átti til að bjóða mér í skák eftir vinnu- tímann. Á síðari hluta ævi sinnar lagði hann talsverða rækt við frönsku og franska menningu. Var eins og hann fyndi til einhvers skyldleika með þeirri þjóð. Sérstaklega minnist ég þess, að de Gaulle var í miklum met- um hjá honum. Frakkar sáu og sér- staka ástæðu til að sæma hann heið- ursmerki sínu á árinu 1966 þegar hann var gerður að Chevalier de ĺOrdre National du Mérite. Á skilnaðarstundu votta ég eftir- lifandi eiginkonu Björns, Ragnheiði Jónsdóttur, og börnunum innilega samúð. Sigurður Gizurarson. Haustið 1975 hóf ég störf sem lög- lærður fulltrúi hjá sýslumanninum í Rangárvallasýslu, Birni Fr. Björns- syni. Ég kynnist honum þá vel í nánu samstarfi, sem stóð í rúm tvö ár eða þar til hann lét af störfum sem sýslumaður í árslok 1977. Þau góðu kynni sem þá urðu við hann og konu hans Ragnheiði Jónsdóttur hafa haldist eftir það. Þegar Björn lét af störfum hafði hann verið sýslumaður í Rangár- vallasýslu í rúm 40 ár, en jafnframt því starfi hafði hann setið 18 ár á Al- þingi. Embættisfærsla öll á sýslu- skrifstofunni var til fyrirmyndar og þar var allt aðgengilegt. Ljóst var að embættið var vel rekið, þar hafði verið haldið um stjórnvölinn af röggsemi og festu um áratugaskeið. Strax í upphafi starfs míns var mér gert að axla ábyrgð sem settur sýslumaður um mánaðarskeið, þar sem Björn sýslumaður var fulltrúi í sendinefnd Íslands á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þá um haustið. Það kom sér þá vel hversu góður andi ríkti á sýsluskrifstofunni og meðal starfsfólks þar og gott var að hafa þar í fyrirsvari öndvegishjónin Pálma Eyjólfsson og Margréti Ís- leifsdóttur, sem þekktu allt og alla í héraði og kunnu á öllu góð skil. Sá tími sem við Björn störfuðum saman var fyrir mér bæði ánægjulegur og lærdómsríkur og er ég þakklátur fyrir að hafa verið honum samskipa síðustu tvö árin sem hann gegndi sýslumannsstarfinu. Auk sýslumannsstarfa og þing- starfa gegndi Björn Fr. Björnsson fjölmörgum félags- og trúnaðar- störfum og átti drjúgan hlut að ýms- um framfaramálum í Rangárþingi. Verða þau ekki rakin hér. Þá sat Björn í stjórn Sýslumannafélags Ís- lands og Dómarafélags Íslands og gegndi þar einnig formennsku um skeið. Hann var heiðursfélagi í þeim félögum báðum. Þá sat Björn í rétt- arfarsnefnd 1972–1980. Eftir að ég hóf störf í Borgardómi 1982 fór ég stundum að loknum vinnudegi í heimsókn til þeirra Björns og Ragnheiðar á Hávallagöt- una. Björn var jafnan skrafhreifinn og hress heim að sækja. Hann vildi frétta af mönnum og málefnum af vettvangi dómsmála og ræða það sem hæst bar í þjóðmálum hverju sinni. Einnig bar fótbolta stundum á góma, enda var Björn kunnur knatt- spyrnumaður frá fyrri árum sem leikmaður með meistaraflokki Vík- ings. Var Björn þar vel með á nót- unum. Björn Fr. Björnsson sýslumaður átti að baki langan og farsælan emb- ættisferil. Þegar hann var settur sýslumaður í Árnessýslu 1936 til 1937 var það hans fyrsta embætt- isverk að flytja embættið frá Eyr- arbakka að Selfossi, þar sem fram- tíðarstaðsetning þess varð. Þegar Björn tók við embætti sýslumanns í Rangárvallasýslu var embættið staðsett í Gunnarsholti. Var það töluvert úr alfaraleið. Björn taldi þá staðsetningu sýslu- skrifstofunnar mjög óhentuga og óskaði þegar í stað eftir flutningi embættisins þaðan. Lagði hann til að sýsluskrifstofan yrði flutt á Hvolsvöll, sem var miðsvæðis og upprennandi verslunarstaður. Var það samþykkt af dómsmálaráðherra og hefur Björn sjálfur sagt að hann hafi flutt embættið á öðrum degi á Hvolsvöll og þar hefur sýsluskrif- stofa Rangárvallasýslu verið stað- sett síðan. Löngum ævidegi Björns Fr. Björnssonar er nú lokið. Blessuð sé minning hans. Ég votta Ragnheiði, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og öllum aðstandendum samúð mína. Eggert Óskarsson. Björn Friðgeir var orðinn með elstu eftirlifandi lögfræðingum landsins. Hann nam öll sín lögvísindi í Alþingishúsinu, þar sem um þrjá áratugi var aðsetur Háskóla Ís- lands. Þröngt hefur vafalaust verið setinn bekkurinn þar, því að Háskóli Íslands hafði aðeins neðstu hæðina til umráða. Þar á móti kom að vísu að tala stúdenta var ekki nema brot af því sem nú er. Lengi var aðeins um fjórar námsleiðir að ræða í hin- um unga háskóla. Björn valdi lög- fræðina og lauk prófi aðeins 24 ára að aldri. Hann ólst upp í Reykjavík og sat þar af leiðandi að vissu leyti við kjötkatlana, hvað menntun varð- aði. Hann var settur sýslumaður í Rangárvallasýslu, að því er dóms- mál snerti, aðeins tæplega 26 ára. Það var óvenjulegt þá en ennþá sjaldgæfara nú. Björn var settur sýslumaður í Árnessýslu um tæp- lega ársskeið 1936 til 1937, en fljót- lega eftir það var hann settur sýslu- maður í Rangárvallasýslu og skipaður í embættið ári síðar. Hann var um fjóra áratugi yfirvald í þess- ari blómlegu sýslu. En ekki nóg með það. Hann var þingmaður Rang- æinga á sumarþinginu 1942, en Suð- urlandskjördæmis frá 1959 til 1974. Sat þess vegna æði mörg þing. Gegnir raunar furðu að hann skyldi geta gegnt þessum tveimur störfum jafn lengi samtímis og raun var á. Mér er hins vegar kunnugt um að hann átti á heimaslóð góðan aðstoð- armann, hann Pálma Eyjólfsson. Hér er ekki tóm til að gera grein fyrir embættisstörfum Björns sýslu- manns; það gera aðrir betur en ég. En það eru hin persónulegu kynni, sem mig langar að gera örlitla grein fyrir, en þau vöruðu um hálfan ann- an áratug, meðan ég var skólastjóri í Þykkvabæ. Tvisvar á ári kom sýslu- maður til að þinga, ásamt Pálma fulltrúa sínum, og fékk þá inni í skól- anum hjá mér, sem raunar var einn- ig þinghús. Þetta voru góðir gestir og fannst mér jafnan ágæt tilbreyt- ing að hitta þá. Oft röbbuðum við Björn saman í bókaherbergi skólans eftir að störfum hans var lokið á þessum stað. Fann ég þá glöggt hversu bókelskur maður hann var og komst að því að hann vildi gjarn- an geta sinnt bóklestri meir en hann gerði sökum starfs síns. Þegar Björn varð sextugur, 18. september 1969, var haldið veglegt hóf á Hvoli á Hvolsvelli. Var þá því um leið fagnað, að sonur Björns og Ragnheiðar, konu hans, var skírður nafni föðurins. Vakti það mikinn fögnuð gesta. Björn var vinsælt yf- irvald. Hann var léttur í lund, tónvís og söngvinn. Margar ræður voru að vonum fluttar. Ég las ljóð þá nýort, sem birtist í Íslendingaþáttum Tím- ans og geymist þar. Þegar Björn hætti störfum sem sýslumaður, árið 1978, var hóf mikið haldið á Hvoli og mannmargt, enda sagði ég þá í upphafi ljóðs, er ég flutti þar: Að Hvoli safnast sægur manns um sumarmálabil. Og það er alveg öruggt mál, að eitthvað stendur til. Í bestu flíkum birtist þjóð úr byggðunum í kring, en Hvolinn sveipar kvöldsins húm, – og kyrrð um Rangárþing. Undir lok samkomunnar hélt sýslumaður ræðu, sem verður áreið- anlega mörgum minnisstæð, er þarna var staddur. Hann sagðist hafa á sínum langa embættisferli farið eftir málshættinum gamla, að mögur sátt væri betri en mikill dóm- ur. Og víst er, að góður friður mun hafa verið í Rangárþingi, meðan Björn Friðgeir réð þar sem yfirvald laga og réttar. Ungur var Björn nýtur knatt- spyrnumaður, enda vék ég að því í ljóðinu á þessa leið: Af Birni sögur fóru fyrr, þá fótboltanum sparn í liði Víkings langa stund, og löngum ærslagjarn. En bak við glettni garps og fjör bjó göfug sóknarþrá, sem hefur líka honum enst, þótt hafi bjátað á. Vel mundi Björn Friðgeir þessi ljóð, sem ég flutti honum í fyrr- greind tvö skipti. Og eitt sinn, er ég heimsótti þau hjón, rétti hann mér tvær vænar bækur áritaðar, „með þökk og virðingu“ frá þeim hjónum: Blaðagreinar eftir Jón Sigurðsson forseta, í útgáfu Sverris Kristjáns- sonar. Mér þykir vænt um þessar bækur, ekki síst vegna þess að þær eru gjöf til mín frá góðum og traust- um vinum. Nú er Björn kvaddur með þökk og virðingu þeirra, er hon- um kynntust, en þeir voru margir. Auðunn Bragi Sveinsson, fyrrum skólastjóri. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi Með Birni Fr. Björnssyni er genginn einn elsti félagi Víkings. Björn Fr. Björnsson var á árun- um 1922 til 1933 liðsmaður í keppn- isliðum félagsins í yngri aldurflokk- um og í meistaraflokki. Þá sat Björn um skeið í stjórn Víkings og vann að þjálfun fyrir félagið á þessum árum. Björn sinnti á starfsævi sinni ann- asömum og ábyrgðarmiklum störf- um bæði sem alþingismaður og sýslumaður og átti því ekki kost á að taka beinan þátt í starfsemi félags- ins, en sýndi alla tíð mikinn áhuga á vexti þess og viðgangi, sem sýndi sig í margvíslegum stuðningi og hvatn- ingu. Fyrir störf sín og stuðning var Björn sæmdur gullmerki félagsins. Birni þökkum við samfylgdina og stöðuga tiltrú og traust um áratuga skeið. Víkingar senda eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Þór Símon Ragnarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systk- ini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.