Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG ER bara venjulegur íslenskur unglingur í verkfalli. Ég er kannski óvenjuleg að því leyti að ég var alin upp við rétt mál og hef tileinkað mér það nokkuð vel þótt ég segi sjálf frá. Það fer virki- lega í mig þegar fólk notar málið rangt og nauðgar því í mörgum til- vikum. Til dæmis finnst mér það al- gerlega óhæft þegar fólk á fullorð- insaldri er með svokallaða þágufallssýki og það á háu stigi. Einnig truflar það mig þegar talað er um persónu sem heitir tveimur nöfn- um en einungis annað þeirra er beygt. Þetta tvennt og margt fleira fer, eins og ég áður sagði, virkilega í mig og má líkja því við þegar bitið er í ullarvettlinga eða þegar neglur eru dregnar eftir krítartöflu. Eitt er það þó sem truflar mig mest og það er þegar röng tala er notuð. Sem dæmi má taka að oft er talað um tveggja, þriggja og fjög- urra dyra bíla. Raunin er sú að orðið dyr er í orðabókinni flokkað undir fleirtöluorð. Því ætti að tala um tvennra, þrennra og fernra dyra bíla. Annað orð er það sem oft er notað vitlaust en það er orðið kaup. Þetta orð er bæði til í eintölu og fleirtölu en þá hefur það mismunandi merkingu. Orðið kaup í eintölu merkir laun. Fólk fær kaup fyrir vel unnin störf. Kennarar eru í óða önn (vona ég) að reyna að komast að samkomulagi við ríkið um að fá meira kaup. Þar sem það hefur verið mikið í fréttum ætti okkur að vera sú merking nokkuð ljós. Fleirtalan er hins vegar dregin af sagnorðinu að kaupa. Fólk getur gert kostakaup eins og okkur hefur verið gert ljóst á þessum síðustu tím- um, einkum og sér í lagi núna um jólaleytið. Einn margra aðila sem hefur reynt að telja okkur neytend- um trú um þetta eru einmitt Hag- kaup. Já, ég nota þetta fræga versl- unarnafn í fleirtölu, því það er jú ekki verið að reyna að selja okkur launin okkar, eða hvað? Sama má segja um Nýkaup, aug- ljóslega, því seinni hluti orðanna er sá sami. Sagt er í auglýsingum „Verslið í Nýkaupi, því þar er allt nýtt og ferskt“ ekki satt? „Við gerum innkaupin okkar fyrir jólin í Hagkaupum, því þar er allt ódýrara.“ Notum málið okkar rétt, það marg borgar sig. Ekki bara fyrir svona smámunasamt fólk eins og mig, heldur fyrir þjóðina í heild sinni, því séum það ekki við sem gætum tungu okkar, hverjir eru það þá? Verðum við kannski farin að tala ensku eftir nokkur ár? Eða segir ekki í kvæðinu „...að gæta hennar gildir hér og nú, það gerir enginn nema ég og þú.“ En hvað get ég svosem sagt. Ég er bara fávís unglingur. SIGRÚN V. ÞORGRÍMSDÓTTIR Rekagranda 8 107 Reykjavík. Kaup kaups? Frá Sigrúnu Völu Þorgrímsdóttur: HÖFUNDUR þessarar greinar, þurfti að fá sent bréf frá Selfossi til Víkur í Mýrdal með hraði rétt fyrir jólin. Þar sem ég vissi að póstbíll var væntanlegur frá Reykjavík þetta kvöld, með viðkomu á póst- húsunum sunnanlands, bað ég starfsmann stofnunarinnar sem senda átti bréfið að koma því á póst- húsið á Selfossi. Það ætti að vera fljótlegasta leiðin til að koma því á áfangastað. Skömmu seinna hringir þessi maður í mig og segir sínar farir ekki sléttar, allur póstur frá Sel- fossi fari fyrst til Reykjavíkur og þaðan aftur út á land. Eftir þessa vitneskju var bréfinu komið til mín eftir öðrum leiðum. Daginn eftir bárust fréttir af öng- þveitinu með jólapóstinn á pósthús- unum í Reykjavík. Nú hefur Íslandspóstur verið að „hagræða“ á pósthúsunum úti á landi að undanförnu, með tilheyr- andi fækkun á störfum og skertri þjónustu. Kannski hefði verið ódýrara fyrir Íslandspóst að láta einhverja sem sagt hefur verið upp á litlu pósthús- unum úti á landi lesa í sundur jóla- póstinn, sem ekkert erindi átti til Reykjavíkur (í dagvinnu) í stað þess að hafa fjölda fólks í Reykjavík á næturvinnukaupi við sömu iðju. Þetta er eitt lítið dæmi um hvern- ig stjórnendur fyrirtækja sem starfa á landsvísu og flest ef ekki öll hafa höfuðstöðvar í Reykjavík vinna markvisst að því að flytja störf af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins í nafni hagræðingar og sparnaðar, sem oft virkar alveg öf- ugt við yfirlýsta stefnu. Að öðru máli. Undirritaður vill hvetja alla sem sjá þetta greinarkorn til þess að lesa ágæta grein í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins hinn 28.12 sl. „Kalvín ríður röftum“ eftir Kára Auðar Svansson. Það er þörf ádrepa á okkar nútímaþjóðfélag, þar sem stór hluti þjóðarinnar stritar við það myrkranna á milli að sinna alls- konar óarðbærum sýndarstörfum sem búin eru til í nafni þekking- arþjóðfélagsins, nýja hagkerfisins, alls konar rannsóknum sem engan tilgang hafa o.sv.frv. Það fór hrollur um þjóðarsálina þegar svo virtist sem markaðir okk- ar á fiskimjöli og lýsi væru í hættu. Hvers vegna? Varla ætti öllum þessum þúsund- um sem vinna við framantaldar og hliðstæðar greinar að verða skota- skuld úr því að vinna upp tekjutapið af þessum gamaldags atvinnugrein- um, sem að mestu byggjast upp á nokkrum körlum og sjómönnum á einhverjum krummavíkum á lands- byggðinni. Og aftur er spurt: Er lífið þá kannski ennþá saltfiskur? ÞÓRIR N. KJARTANSSON framkvæmdastjóri, Vík í Mýrdal Hugleiðing með hækkandi sól Frá Þóri N. Kjartanssyni:                                  ! " # $%%            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.