Morgunblaðið - 04.01.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Lektor í kynjafræði við HÍ
Ný staða –
ný fræðigrein
NÝLEGA var dr.Þorgerður Ein-arsdóttir félags-
fræðingur ráðin lektor við
Háskóla Íslands í kynja-
fræðum. Þetta er ný
staða og fyrsta staðan í
kynjafræðum á Íslandi.
Hún var spurð hvað þetta
starf fæli í sér?
„Það felst í því að hafa
umsjón með og byggja
upp kynjafræðina sem er
þverfaglegt fræðasvið og
er þverfaglegt nám við
Háskóla Íslands í sam-
vinnu félagsvísindadeild-
ar og heimspekideildar.
Ég mun sjálf hafa umsjón
með og vera aðalkennari í
tveimur námskeiðum, þ.e.
inngangi að kynjafræðum
og kenningum í kynja-
fræðum. Einnig mun ég halda
utan um öll valnámskeið sem
haldin eru innan hinna ýmsu
deilda.“
– Í hverju er nám í kynjafræði
fólgið?
„Kynjafræði er aukagrein inn-
an Háskóla Íslands, sem þýðir
að það er ekki hægt að útskrifast
sem kynjafræðingur þaðan,
heldur aðeins taka próf í grein-
inni sem aukafagi. Þetta eru yf-
irleitt fyrstu skrefin í háskóla-
námi í þessari grein. En
kynjafræðinámskeið er líka
hægt að taka sem einstök val-
námskeið í einstökum greinum.
Til dæmis get ég nefnt kvenna-
guðfræði, kvennamannfræði,
ýmis námskeið í bókmenntum og
íslensku og svo auðvitað ýmis
námskeið í félagsvísindadeild.“
– Hvað er kynjafræði í raun?
„Það er fræðasvið sem felur í
sér kynjafræðilega nálgun á við-
fangsefni nánast allra fræði-
greina – viðfangsefni, aðferðir
og kenningar hinna ýmsu fræði-
greina. Kynjafræðin eru að
þróast sem sjónarhorn innan
hinna ýmsu fræðigreina þar sem
kynjafræðilegt sjónarhorn er
samþætt þeirri fræðigrein en
líka sem sjálfstætt fræðasvið þar
sem eru að þróast sérstakar
kenningar og aðferðafræði.
Þetta nýja fræðasvið er þverfag-
legt í eðli sínu og það er það sem
er nýtt og róttækt við fagið og að
það þekkir engin landamæri. Til
dæmis nota þeir sem hafa félags-
fræðilegan bakgrunn, eins og ég
sjálf, kenningar sem eru upp-
runnar í sagnfræði, bókmennt-
um eða sálfræði og nýjar aðferð-
ir eru að þróast samfara þessu.
Kynjafræðin fela í sér gagnrýnið
sjónarhorn á vísindin sem slík og
vísindasöguna enda er þetta vin-
sælt og vaxandi fag í erlendum
háskólum.“
– Undir hvaða deild HÍ heyrir
þetta nám?
„Það heyrir nú undir félags-
vísindadeild en það er eins og
fyrr kom fram samvinna um
milli deilda.“
– Er kynjafræðin mikilvæg
sem fræðasvið?
„Já, mikilvægi
kynjafræðinnar sem
fræðasviðs ræðst af
því að kynferði er
grundvallarstærð í
mannlegri tilveru. Í
öllum samfélögum er viðhöfð að-
greining eftir kynferði og þess
vegna ætti kynferði að hafa
jafnháan sess eða hærri og aðrir
grundvallarþættir í samfélaginu,
t.d. eins og stétt, aldur, búseta
og fleira. Það er stundum sagt
að þessi fræði séu á „þröngu
sviði“ en það er í raun mjög fjar-
stæðukennt því allt samfélagið,
saga okkar og menning heyrir
undir þetta. Til þess að geta
gagnrýnt og skoðað frá sjónar-
hóli kynjafræða þarf einmitt að
skoða málefnin þeim mun
dýpra.“
– Á kynjafræðin erindi út í
samfélagsumræðuna?
„Já, ég hef sjálf verið virk í
jafnréttisumræðu í stjórnmálum
um árabil og gaf nýlega út bók
sem heitir Bryddingar. Í henni
reyni ég að fjalla um hvaða er-
indi kynjafræðirannsóknir eiga
við samfélagið og umræðuna um
það. Ég ætla að kynna þessa bók
í hádegisrabbi í Rannsóknar-
stofu í kvennafræðum fimmtu-
daginn 11. janúar nk. þar sem
fjallað er um kynjafræði í erindi
sem ég nefni Femínismi við alda-
mót, úreltur boðskapur eða brýn
samfélagsgagnrýni? Á fundinum
kynna Bríetarnar einnig bók
sína, Píkutorfuna.“
– Tekur kynjafræði á málefn-
um eins og kvennabaráttu?
„Já, kynjafræðin skoðar það
málefni bæði í sögulegu ljósi og í
samtímanum. Hún skoðar bæði
hvernig kvennabaráttan og
kvennahreyfingin kallast alltaf á
við kvennafræðin á hverjum
tíma og þarna koma einmitt að-
ferðir fræðigreina svo sem
félagsfræði og mannfræði að
góðu gagni. Kynjafræðin leitast
ekki bara við að skoða heiminn
og lýsa honum heldur líka við að
finna forsendur til breytinga, t.d.
eins og vísindin yfir-
leitt. Það getur enginn
skoðað augljóst órétt-
læti án þess að láta sig
það varða. Þess vegna
getur kynjafræðin og
kynjafræðilegar rannsóknir lagt
mikið af mörkum bæði fyrir ein-
staklinga og einnig í víðtækari
stefnumótun í samfélaginu. Að
því leytinu til hefur bæði nám og
rannsóknir í kynjafræði hagnýtt
gildi, það leggur til þekkingu og
yfirsýn sem má nota í samfélagi
þar sem sífellt eru gerðar aukn-
ar kröfur um að jafnrétti kynja
sé haft að leiðarljósi.“
Þorgerður Einarsdóttir
Þorgerður Einarsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1957. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Ísafirði 1977 og fil.cand.
prófi í félagsfræði frá háskól-
anum í Gautaborg 1982 og dokt-
orsprófi í félagsfræði frá sama
skóla 1997. Hún hefur starfað við
kennslu í framhaldsskóla, verk-
efnastofnun á Iðntæknistofnun
og verið sjálfstætt starfandi
fræðimaður. Nú er hún nýráðin
lektor í kynjafræðum við Há-
skóla Íslands. Þorgerður er gift
Pálma Magnússyni framhalds-
skólakennara og eiga þau þrjú
börn.
Kynjafræði
hefur hagnýtt
gildi
SENDIRÁÐ ÍSLANDS í Kaup-
mannahöfn fær nýtt aðsetur í gömlu
pakkhúsi á Strandgötu við Græn-
landsbryggju þar sem vestnorrænt
menningar- og stjórnsetur verður
starfrækt. Endurbygging hússins
hefst senn og stefnt er að upphafi
starfsemi þess í lok ársins 2002.
Danska ríkið ákvað að afhenda
Íslendingum, Færeyingum og
Grænlendingum húsið gegn því að
þar yrði skipulögð menningar- og
rannsóknarmiðstöð Norður-Atl-
antshafslandanna en húsið er alls
um sjö þúsund fermetrar og er
áætlað að uppbygging þess kosti
um einn milljarð króna. Íslenska
ríkið leggur til um 160 milljónir
króna og er sú upphæð á fjárlögum
ársins, að sögn Guðmundar Árna-
sonar, skrifstofustjóra forsætis-
ráðuneytisins, sem á sæti í stjórn
pakkhússins. Grænland og Færeyj-
ar leggja til sömu upphæð, danska
ríkið 400 milljónir og danskur auð-
jöfur, Mærsk McKinney Møller,
leggur að jafnvirði 200 milljóna til
verksins.
Í pakkhúsinu gamla verður auk
íslenska sendiráðsins starfrækt
menningarmiðstöð fyrir hin vest-
norrænu lönd, góð sýningaraðstaða
fyrir listsýningar, veitingahús og
kaffihús á jarðhæðinni auk upplýs-
ingaskrifstofu landanna þriggja.
Sendiskrifstofur Færeyja og Græn-
lands í Danmörku verða á sitt
hvorri hæð hússins. Að sögn Guð-
mundar er mikil uppbygging á
svæðinu og má nefna að Danir
hyggjast reisa nýtt óperuhús í
næsta nágrenni við vestnorrænu
menningarmiðstöðina auk þess sem
Dansk polar centrum er í næsta
húsi. Undanfarin ár hafa mörg
gömlu pakkhúsanna fengið „andlits-
lyftingu“ af þessu tagi og þykir
fengur fyrir þjóðirnar þrjár að hafa
eignast eitt þeirra.
Sjálfseignastofnun var mynduð
um húseignina og hefur stofnunin
nú fengið afhent skilyrt afsal.
Stjórn stofnunarinnar hefur verið
skipuð og er Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti Íslands, formað-
ur hennar. Vigdís sagði í samtali við
Morgunblaðið að starf stjórnarinn-
ar hefði verið farsælt og hún vænti
þess að svo yrði áfram. „Það hefur
verið gríðarlega skemmtilegt að
vinna að þessu verkefni og þá sér-
staklega að fá tækifæri til að starfa
með því mikla hugsjónafólki sem að
verkinu hefur komið,“ sagði Vigdís.
„Þar má fremstan nefna herra Møll-
er sem er mikill hugsjónamaður um
norræn málefni og hefur stutt við
ótal verkefni í Danmörku. Þetta er
hinn vænsti maður sem tók þegar í
upphafi vel í að styrkja framkvæmd
verksins. Það má ekki heldur
gleyma hvað Danir hafa verið
rausnarlegir að afhenda okkur
þetta fallega hús sem skartar alveg
sérstaklega góðum arkitektúr.“
Spurð hvaða þýðingu það hefði
fyrir frændþjóðirnar að starfa undir
sama þaki sagði Vigdís hana vera
ómetanlega þar sem þetta styrkti
enn frekar tengsl á milli þessara
þjóða sem eiga sameiginlegan bak-
grunn og sögu. „En nú horfum við
til framtíðar á hvað má gera gott og
glæsilegt. Þegar maður stendur á
Grønlandshavneplads í Kaup-
mannahöfn á fólk að fá sjónvídd á
Norðvestur-Atlantshafslöndin,
horfa í sannkallað auga norðursins,“
sagði Vigdís.
Byggingarnefnd sem á að und-
irbúa byggingarframkvæmdir er
nýstofnuð og heldur sinn fyrsta
fund í næstu viku. Spurð hvenær
húsið yrði fullbúið og opnað fyrir al-
menningi sagði Vigdís það skýrast
þegar byggingarnefnd kynnir til-
lögur sínar en varlega áætlað væri
stefnt að opnun í lok næsta árs.
Menningarmiðstöð í Kaupmannahöfn opnuð á næsta ári
Sendiráð Íslands
flytur um set
Vöruhúsið á Grænlandsbryggju fær senn nýtt hlutverk.
GRÝLUKERTI eru alltaf augna-
yndi þó að þau minni á kulda og
vetur. Lögun þeirra og stærð getur
verið mjög fjölbreytt og það er af-
skaplega fallegt þegar sólin sindrar
í gegnum ísinn. Fréttaritari Morg-
unblaðsins stóðst því ekki freist-
inguna þegar hann fann þetta tvö-
falda kerti og sneri því við og
myndaði það baðað í geislum sól-
arinnar, sem er núna mjög lágt á
lofti.
Grýlukerti á haus
Fagradal. Morgunblaðið.
Innbrot
í BT
upplýst
ÞRÍR 16 og 17 ára piltar hafa
viðurkennt að hafa aðfaranótt
föstudagsins 29. desember sl.
brotist inn í verslun BT í
Grafarvogi í Reykjavík og
stolið þar fartölvu og 20 far-
símum af ýmsum gerðum.
Innbrotið uppgötvaðist er ör-
yggisvörður kom að verslun-
inni undir morgun.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Reykjavík
náðist að endurheimta far-
tölvuna en piltunum hafði
tekist að selja farsímana.
Reynt verður að finna not-
endurna, en sérhver farsími
hefur sérstakt I-MEI-númer,
sem hægt er að rekja, óháð
því hvaða símkort er notað í
hann hverju sinni.
Stálu hagla-
byssum
LÖGREGLUNNI í Borgarnesi
var tilkynnt innbrot í raf-
magnsverkstæði í Norðurárdal
um áramótin. Innbrotið hefur
átt sér stað einhvern tíma á
tímabilinu 28. desember til 2.
janúar. Sá eða þeir sem þar
voru að verki höfðu á brott með
sér rafmagnsmæla og tvær
haglabyssur.
Þeir sem hafa upplýsingar
um málið eru beðnir að hafa
samband við lögreglu.