Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 41 ✝ Svanberg Árna-son fæddist á Ak- ureyri 28. janúar 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri hinn. 27. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Fanney Svan- bergsdóttir, f. 6. janú- ar 1922, og Árni Indr- iðason, f. 2. október 1918, d. 7. maí 1976. Systkini Svanbergs eru Steinunn, f. 29.10. 1945, og óskírður drengur, f. 18. maí 1954, d. 19. maí 1954. Svanberg kvæntist 19. júlí 1975 Ragnhildi Thoroddsen, f. 29. októ- ber 1954. Foreldrar hennar voru Aðalbjörg Guðbrandsdóttir Thor- oddsen, f. 10. nóvember 1930, d. 17. apríl 1998, og Ólafur Thoroddsen, f. 29. júlí 1918, d. 5. ágúst 1998. Svanberg og Ragn- hildur eignuðust tvo syni. Þeir eru Ólafur Björn, f. 28. júlí 1975, og Sigurður Árni, f. 14. febrúar 1979. Svanberg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, gekk í Lind- argötuskóla í Reykjavík og fór til náms í Svíþjóð. Hans ævistarf var síðan hjá Vatnsveitu Akur- eyrar (sem nú í dag heitir Norðurorka og sameinar í eina stofnun vatns, - raf- magns- og hitaveitu). Svanberg starfaði lengi með karlakórnum Geysi. Einnig starf- aði hann í Lionsklúbbnum Hæng um nokkurra ára skeið. Útför Svanbergs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við viljum minnast mágs, svila og vinar okkar, Svanbergs Árnasonar, í nokkrum orðum. Svanberg var þægilegur maður í umgengni með mikið skopskyn og þær eru ófáar sögurnar sem hafa komið frá honum um hinar skoplegu hliðar mannlífsins. Hann var yfirveg- aður í orði og æði en sat ekki á skoð- unum sínum ef hann var inntur eftir þeim. Hann hafði gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi enda var hann ávallt hrókur alls fagnaðar ásamt því að vera liðtækur söngvari. Í gegnum tíðina höfum við í fjöl- skyldunni reynt hversu traustur Svanberg var og raungóður enda var hann alltaf reiðubúinn að leggja þarft til málanna og hjálpa til er þurfti. Svanberg hafði gott lag á börnum og hændust börnin í fjölskyldunni fljótt að honum enda hefur hæverska hans og gott lundarfar átt sinn þátt í því. Öll börnin okkar hafa notið þess að sitja í fangi hans og hlusta á skemmtilegar sögur eða eiga samtöl sem gátu spannað allt milli himins og jarðar. Svanberg og Ragnhildur voru ákaflega gestrisin og ávallt gaman að koma í Furulundinn. Þá nutum við þess hæfileika Svanbergs að búa til góðan mat enda var hann rómaður í fjölskyldunni fyrir færnina í matar- gerðarlistinni og veitti vel. Um leið og við vottum Ragnhildi, Óla Birni, Sigga Árna og Fanneyju okkar dýpstu samúð minnumst við Svanbergs og þökkum fyrir allar góðu stundirnar. Ragnheiður og Haukur. ... til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr farinn. (Hávamál.) Svanberg var traustur vinur vina sinna. Þökkum góðum samferða- manni liðnar stundir. Innilegar samúðarkveðjur til Ragnhildar, Óla Björns, Sigga Árna og Fanneyjar. Ólafur, Jónína og börn. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’ í vonum, og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Ó, þú, minn faðir þekkir og það í miskunn sér, sem hagsæld minni hnekkir, og hvað mér gagnlegt er, og ráð þitt hæsta hlýtur að hafa framgang sinn, því allt þér einum lýtur og eflir vilja þinn. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (B. Halld.) Hvíl í friði, elsku bróðir. Almátt- ugur góður guð varðveiti þig um alla eilífð. Þín systir Steinunn. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetrarnóttu, og leit eina litla stjörnu þar lengst út í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum árum. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartárum. (Magnús Ásgeirss.) Elsku amma, Ragnhildur, Óli og Siggi Árni. Megi algóður guð vaka yf- ir ykkur og styrkja í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Hildur Sigurðardóttir. Þegar við fimmtugir Akureyringar fögnuðum sameiginlega afmælum okkar í sept. sl. varð okkur tíðrætt um að við mættum þakka fyrir þau forréttindi að ná þessum aldri. Flest hugsuðum við líklega eitthvað á þá leið, að við ættum enn mikið eftir. En enginn veit hver verður næstur. Okk- ur var þó öllum mjög brugðið er félagi okkar Svanberg Árnason var skyndilega burt kallaður nú um há- tíðirnar. Við sem fædd erum árið 1950 og gengum saman í skóla á Akureyri höfum alltaf verið mjög samstilltur hópur. Við höfum í sameiningu fagn- að ýmsum tímamótum svo sem skóla- afmælum allt frá árinu 1972. Nú síð- ast fögnuðum við sameiginlega fimmtugsafmælum okkar með veg- legu hófi. Svanberg var í undirbún- ingsnefnd fyrir þetta stóra hóf okkar, enda var hann ávallt reiðubúinn til að leggja sitt af mörkum fyrir hópinn og var traustur og góður félagi. Hann útbjó og varðveitti m.a. skrá yfir okk- ur jafnaldrana, en hún hefur að geyma heimilisföng, svo að auðveld- ara er að ná til okkar þegar eitthvað stendur til. Tíminn líður hratt og eftir því sem árin færast yfir finnst okkur hann herða verulega á sér. Þess vegna verður samheldnin og vináttan stöð- ugt mikilvægari. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Laxness.) Við þökkum Svanberg samfylgd- ina og sendum eiginkonu hans, son- um, móður og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd undirbúningsnefndar 50 ára afmælisins. Dóra og Una. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi, þeim er góðan sér getur. (Úr Hávamálum.) Vertu sæll, kæri vinur, og þakka þér fyrir allar ánægjustundirnar sem við áttum saman. Ég kynntist Svanberg fyrst, þegar við Teddi vinur hans stofnuðum hljómsveitina Comet á Akureyri á sjöunda áratugnum. Svanberg var dyggur stuðningsmaður hljómsveit- arinnar, fylgdi okkur og var til að- stoðaðar hvert á land sem við fórum. Og margar ánægjustundir áttum við þrír saman á æskuheimili Svanbergs í Þingvallastræti 39. Þar nutum við mikillar gestrisni og örlætis foreldra Svanbergs, Fanneyjar og Árna, eig- inleika sem Svanberg bar síðan með sér alla tíð. Margt var brallað, enda uppátæki Svanbergs mörg og óút- reiknanleg. Á þessum árum brugðum við Svanberg okkur meðal annars í gervi spæjaranna Sam Flowers og Birk Jones og spunnum um þá mörg ævintýri í baráttu þeirra við and- stæðinginn Johnna Spy. Þau ævin- týri gætu eflaust fyllt margar bækur. Leiðir okkar Svanbergs skildu þegar við stofnuðum fjölskyldu og ég flutti burt til náms og starfa og dvaldi langdvölum erlendis. Þegar ég flutti aftur heim á Norðurlandið barst mér fljótlega tölvupóstur frá Svanberg og fylgdu síðan mörg skeyti milli þeirra Sam Flowers og Birk Jones. Þegar við Katrín konan mín brugðum okkur til Akureyrar heimsóttum við oftast Svanberg og hans ágætu konu, Ragn- hildi Thoroddsen, og nutum þar sömu gestrisni og heima hjá Svanberg á unglingsárunum. Jóhanni syni okkar er minnisstætt að Svanberg átti tvö sjónvörp, sem stóðu hlið við hlið, og að hann bar í hann fullar skálar af sælgæti og fleiri lítra af gosdrykkjum í þeim heimsóknum. Allt var stórt í sniðum hjá Svanberg, sem var góður drengur, örlátur og hjálpfús. Nú er Svanberg horfinn á braut. Nú verður ekki jafn skemmtilegt að koma til Akureyrar og ekki eins spennandi að opna tölvupóstinn og gá að bréfi frá Sam Flowers. Sam Flo- wers mun þó lifa áfram og hver veit nema bók um hann líti einhverntím- ann dagsins ljós. Um það skal þó engu lofað, en hann ætti það vel skil- ið. Við hjónin sendum Ragnhildi, son- um þeirra hjóna og Fanneyju móður Svanbergs okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Farðu sæll, vinur, nú skiljast leiðir aftur. Bjarki Jóhannesson. SVANBERG ÁRNASON HJÓNAMINNING jakkaföt fyrir ferminguna, og í skólann vildi hann ekki eftir ferm- ingardaginn, því í hans augum voru menn þá strax fullorðinir og fóru auðvitað beint að vinna. Það hjálpaði afa alltaf mikið hvað hann var yfirleitt bjartsýnn og hafði gaman af lífinu og svo þessi sanni áhugi á öllu sem tengdist sjó og útgerð, sem ég held að sé eitt- hvað sem afi og bræður hans höfðu í blóðinu. En nú fækkar þeim hratt sem þekktu miðin eins og lófana á sér, kunnu öll örnefnin og treystu á sjónminnið og reynslu frekar en tæknina. Hann gat verið ansi einarður í skoðunum og það var ekki alltaf auðvelt að ætla að rökræða eitt- hvað sem afi hafði þegar myndað sér skoðun á, en hann mat per- sónuleika fólks og gerðir meira en ætterni eða stjórnmálaskoðanir og þeir sem einu sinni eignuðust vin- áttu hans áttu hann alltaf að. Það sýndi sig líka í veikindum hans að margir hugsuðu til hans, og allar heimsóknirnar sem hann fékk meðan hann lá á sjúkrahúsinu fyrir sunnan gáfu honum mikið. Afi var sannur barnakarl, hann naut þess meira en nokkur sem ég hef þekkt að vera innan um börn og ekkert var ofgert fyrir barnabörn- in. Þegar ég var tíu ára og fékk ekki leyfi foreldranna til að fá hund var bara eitt hægt að gera – leita til afa. Afi leysti vel úr málinu, ég mátti eignast hvolp sem fengi húsaskjól hjá honum. Síðustu árin hefur heilsu afa hrakað mjög, en hann hefur átt ótrúlega góða tíma inn á milli og var alltaf ákveðinn í því að njóta þess tíma sem hann hefði. Seinni- part sumars kom hann reglulega til að fara með langafastelpuna, Dag- nýju Freyju, í berjamó sem við vorum svo heppin að hafa rétt hjá húsinu. Það er dýrmæt minning núna, þegar ég horfði á eftir þeim, afi með stafinn í annarri hendi, leiðandi litla stelpu enn hálfvalta á fótunum í hinni. Hann lék mikið við langafabarnið og oft urðu mikil læti og fjör, en yfirleitt lauk látunum með því að afi varaði viðstadda við því að atast of mikið í barninu og gera það þannig óþægt – það var hans einkaréttur. Það er mikill missir fyrir okkar litlu fjölskyldu að hafa afa ekki lengur, en það var ómetanlegt að eiga hann að þennan tíma sem við fengum. Það var honum og okkur öllum mikið áfall þegar Berti bróð- ir hans féll skyndilega frá í haust. En það er víst eitt af því sem fylgir því að eldast, að horfa á eftir mörg- um ástvinum, sem alltaf er sárt. Hann talaði stundum um að hann gæti ekki hugsað sér að verða al- veg rúmfastur og ósjálfbjarga, hon- um varð að þeirri ósk sinni og það ber að virða. Ég þakka elsku afa mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Bless- uð sé minning hans. Edda. Elsku besti afi minn. Nú þegar þú ert dáinn hugsa ég um svo margt sem við gerðum saman. Ég var svo oft í Vallholti hjá ykkur Nenna frænda. Mér fannst svo gaman að gista hjá ykkur. Og þú lánaðir mér dúnkoddann þinn, þennan góða, þú veist. Borða hjá ykkur allt sem mér þykir best: Læri, saltkjöt, siginn fisk og hákarl sem ég kallaði „adúl“ þegar ég kunni ekki enn að tala. Þá var ég í pössun hjá þér eftir hádegi þegar mamma var að vinna. Ég var úti í kerrunni og vildi þá horfa á þig innum eldúsgluggann á meðan þú vaskaðir upp. Ef þér fannst ég vera lengi að sofna lokaðir þú aug- unum og þá gerði ég það líka, eða þú sagðir mér að passa fyrir þig trén og ég sofnaði. Þegar ég kom inn aftur varst þú alltaf búinn að baka vöfflur eða pönnukökur. Pönnukökurnar voru samt best- ar. Ef ég fann hvorki vöfflu- né pönnukökulykt varð ég svolítið móðgaður. Einu sinni bakaðir þú lummur. Það var ekki vinsælt. Þeg- ar mamma sótti mig sagði ég henni strax að afi hefði bakað „lumur“ eins og hann hefði fengið þegar hann var lítill og það væri ekki hægt að rúlla þeim! Mér og Esther fannst líka svo gott soðbrauðið sem þið Nenni keyptuð alltaf. Þegar ég var lítill setti ég á mig hattinn þinn og fékk smá rakspíra hjá þér. Það fannst mér flott. Við vorum alltaf eitthvað að gera saman ef þú varst nógu hress.Við fórum á sjó, að veiða, eitthvað á bílnum. Kannski fékk ég að keyra – ég skal engum segja. Við fórum líka stundum lengra en þá keyrði Nenni okkur, við vor- um svo góðir vinir allir þrír. Þá var stoppað í sjoppu til að kaupa pulsu og malt. Kannski „prins“ í ábæti. Við átt- um nefnilega „nammisjóð“. Þú sagðir mér margt, margt sem hjálpar mér að skilja betur það sem nú hefur gerst. Þó við séum öll leið finnst mér samt gott að þú sért hjá ömmu minni sem var dáin þeg- ar ég fæddist, en ég veit að þú elskaðir hana svo mikið og sakn- aðir hennar. Það er svo ótalmargar minningar sem ég á um þig, elsku afi minn. Þú varst besti afinn í öllum heiminum. Þinn afastrákur Snorri Þór. Hjartans afi okkar. Þú kvaddir okkur svo skyndilega, og við eigum svo bágt með að kveðja þig, manni finnst tíminn aldrei vera sá rétti, svo margt var ógert og svo margt ósagt, þótt mörg hugskeytin hafi verið stíluð á þig. Fyrir okkur ertu enn hér allt í kringum okkur, jafn sterkur, jafn hlýr og lífsglaður, því lífsgleði þín kæri afi var smitandi. Tíminn hefur flogið frá okkur, við erum öll að verða fullorðin en að sætta sig við að svo mikilvægur þáttur í lífi manns hverfi er ekki gott, stór eða lítill, ástin er jafn sterk. Já, afi, nú ertu kominn heim til Hans og þið amma sameinuð á ný. Við unnum þér, elsku afi, hvíldar þrátt fyrir söknuðinn. Þínu ævi- verki er lokið og var það unnið hörðum höndum. Elsku afi, hvíldu að eilífu, við munum ávallt minnast þín. Kristjana, Jens og Óliver. Við viljum í örfáum orðum minn- ast föðurbróður okkar, Kristjáns Stefánssonar, Kidda, sem nú er lát- inn. Kristján föðurbróðir okkar var fimmti í röð sjö systkina, en eru þau nú öll látin nema Friðrik. Þeirra foreldrar voru Stefán Árna- son og Guðfinna Jóhannsdóttir á Fáskrúðsfirði. Starfsvettvangur Kidda, líkt og föður hans og bræðra, tengdist sjónum, hann vann við almenna sjómennsku, vél- gæslu og útgerð. Kiddi gekk til verka sinna af mikilli alúð og var þá sama hvar borið var niður. Hann var laghentur og greiðvikinn og gott var að leita til hans ef eitt- hvað aflagaðist. Ógleymanleg er berjatínan sem hann smíðaði og gaf mömmu, löngu áður en slíkir gripir voru komnir á markað. Kona hans var Esther Jensen, glæsileg og góð kona, lést hún fyrir rúmum tuttugu árum. Bjuggu þau lengi á Lögbergi sem stendur á fal- legum stað við sjóinn og var það umhverfi ævintýraheimur í upp- vexti okkar, heimur sem nú er horfinn, þar sem saman fór sjó- mennska og landbúnaður. Eftir leik í fjörunni var gott að koma inn á Lögberg, þar var alltaf tekið á móti okkur með hlýju og einhverju góðgæti. Eftir að við fórum að heiman bar fundum okkar sjaldnar saman, en það var alltaf jafn notalegt að hitta Kidda og fjölskyldu hans þegar við heimsóttum fjörðinn okkar. Sér- staklega var gaman að sjá hvað barnabörnin nutu samvista við afa sinn og komu eiginleikar hans þar vel í ljós í umhyggju fyrir þeim. Við viljum þakka ljúfum föður- bróður fyrir samfylgdina og vottum börnum hans og fjölskyldum þeirrra samúð okkar. Systkinin frá Miðgarði. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/ sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.