Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. Síðan 1972 múrvörur Traustar íslenskar Leitið tilboða! ELGO SÓLIN hefur skinið glatt á suð- vesturhorni landsins að und- anförnu en hún rís ekki hátt á þessum árstíma. Skinið hefur gert ökumönnum erfitt fyrir og því vissara að hafa gott útsýni með hreinni framrúðu. Hér hefur samviskusömum ökumanni þótt nóg um og skotist út úr bílnum á rauðu ljósi í Reykjavík til að pússa framrúðuna. Eins og sjá má var vandað vel til verks. Morgunblaðið/Golli Pússað á rauðu ljósi STJÓRN ofanflóðasjóðs leggur til að staðsetningu snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík verði breytt og garður- inn verði lagður neðar í fjallinu. Sam- kvæmt þessari áætlun mun hluti garðsins liggja yfir hús í Dísarlandi og verða þau því keypt af ofanflóða- sjóði. Málið hefur enn ekki verið kynnt í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Fyrir um einu ári samþykkti bæj- arstjórn Bolungarvíkur tillögu um snjóflóðavarnargarð fyrir ofan byggðina við Dísarland, svokallaða leið 4. Ný reglugerð kallar á breyttar tillögur Stjórn ofanflóðasjóðs samþykkti einnig þessa leið. Í fyrra var hins veg- ar sett ný reglugerð um snjóflóða- varnir sem felur í sér strangara hættumat. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telur stjórn ofanflóðasjóðs að þessi reglugerð kalli á breytingar á fyrirliggjandi tillögum um snjóflóða- varnir í Bolungarvík. Færa verði garðinn neðar í fjallið. Það þýðir hins vegar að garðurinn mun liggja að hluta til yfir hús í Dísarlandi. Þessi leið þýðir þannig að kaupa verður upp hús í Dísarlandi. Íbúar í götunni voru óánægðir með tillögur um snjóflóðavarnir sem búið var að samþykkja í bæjarstjórn og í stjórn ofanflóðasjóðs, en þær fólu í sér byggingu garðs ofan við húsin. Áfram var þó gert ráð fyrir að húsin yrðu rýmd þegar hætta skapaðist. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, vildi ekkert tjá sig um málið þar sem hann væri ekki búinn að fá bréf frá stjórn ofanflóðasjóðs um málið. Hús við Dísar- land verða keypt og rifin          Ofanflóðasjóður vill breytta staðsetn- ingu varnargarðs í Bolungarvík FRYSTITOGARINN Baldvin Þor- steinsson EA frá Akureyri var með mest aflaverðmæti allra ís- lenskra fiskiskipa á síðasta ári. Verðmæti aflans, alls um 7.800 tonna, nam um 993 milljónum króna sem er nokkru minna en á árinu 1997 en þá nam aflaverð- mæti skipsins rétt rúmum einum milljarði króna. Guðmundur Þ. Jónsson skip- stjóri segir að þrátt fyrir að þorsk- veiði hafi gengið tregar á síðasta ári og minna virðist af þorski í kringum landið sé víða smár þorskur sem gefi væntingar um góða veiði á næstu árum. Frystitogarinn Arnar HU frá Skagaströnd kom næst á eftir Baldvini Þorsteinssyni í verðmæt- um, með um 976 milljónir króna, en Arnar var með mesta aflaverð- mætið árið 1999, um 1.025 millj- ónir króna. Í þriðja sæti var frysti- togarinn Júlíus Geirmundsson frá Ísafirði með 943 milljóna króna aflaverðæti. Baldvin Þorsteinsson EA veiddi 7.800 tonn í fyrra Verðmætið um milljarður  Baldvin með/20 VERÐMÆTI útfluttra loðnuaf- urða hefur minnkað síðustu tvö ár- in, eftir mikinn uppgang í veiðum og útflutningi á árunum 1996 til 1998. Samkvæmt áætlun Þjóðhags- stofnunar fyrir síðasta ár hefur heildarverðmæti útfluttra loðnuaf- urða minnkað um rúma 6 milljarða frá árinu 1998, úr tæpum 16 millj- örðum árið 1998 í tæpa 10 millj- arða á síðasta ári. Verðmæti út- fluttra loðnuafurða er þó á svipuðu róli og árið 1995. Mikil óvissa ríkir um útflutning á fiskimjöli og lýsi á komandi ver- tíð í kjölfar nýrra reglna Evrópu- sambandsins um innflutning á fiskimjöli til fóðurgerðar. Jón Reynir Magnússon, forstjóri SR- mjöls, segir að ástand og horfur varðandi útflutning á mjöli og lýsi séu frekar döpur af þessum sök- um. Þá segir hann að Íslendingar geti verið í afar slæmum málum varðandi lágmark á díoxíni í fiski- mjöli, þar sem díoxín sé meira í af- urðum héðan en í öðrum afurðum sem notaðar eru í fóðurblöndur. Verðmæti útfluttra loðnuafurða minnkar  Daprar horfur/32–33 GEIR H. Haarde fjármálaráðherra fagnar afgerandi niðurstöðu í at- kvæðagreiðslu kennara við Verzlun- arskóla Íslands um nýgerðan kjara- samning við stjórnendur skólans. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi vonaðist Geir til þess að niðurstaðan í Verzlunarskólanum hefði jákvæð áhrif á viðsemjendur ríkisins, þ.e. framhaldsskólakennara. Hún gæti flýtt fyrir lausn þeirrar deilu frekar en hitt. Geir sagði að afar tímabært væri orðið að leysa deiluna við fram- haldsskólakennara. Samningafundur milli ríkisins og kennara hófst hjá ríkissáttasemjara um miðjan dag í gær og stóð fram undir miðnætti. Ekki náðist í tals- menn samningsaðila en fjármálaráð- herra sagðist hafa fengið þær fregnir að ágætlega hefði miðað í viðræðun- um. Að minnsta kosti hefði ekki kom- ið neinn afturkippur í deiluna. Grunnlaun tvöfaldast til 2004 Eftir að ljóst varð í gær að 92% kennara við Verzlunarskólann sam- þykktu nýgerðan kjarasamning gat kennsla hafist í dag samkvæmt stundaskrá. Er þá von á ríflega eitt þúsund nemendum skólans til leiks. Meðal helstu atriða úr kjarasamn- ingnum má nefna að grunnlaun hækka strax um 50% nú um áramót- in. Samningurinn gildir til 2004 og lætur nærri að grunnlaunin tvöfaldist á þeim tíma. Hækkun grunnlauna skýrist af áfangahækkunum og stór- tækum tilfærslum milli yfirvinnu og dagvinnu. Stjórnendur og kennarar skólans eru ánægðir með samninginn. Þeir telja að hægt verði að vinna upp þann námstíma sem fór forgörðum í verkfallinu, sem hófst í skólanum 13. nóvember, viku síðar en hjá öðrum framhaldsskólakennurum. „Að sjálfsögðu verður ekki mánað- arverkfall hjá Verzlunarskólanum án þess að þess sjáist merki. Við munum þurfa að einbeita okkur betur að kjarna málsins, fara hraðar yfir og ekki eins djúpt í námsefnið og við hefðum gert hefði verkfallið ekki komið til,“ segir Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans. Annar tveggja kennara skólans í samninganefnd, Bertha Sigurðar- dóttir, telur að kennarar megi vel við una. Umbylting hafi orðið á uppbygg- ingu launakerfisins. Það hafi verið einfaldað og alls konar aukagreiðslur komið inn í dagvinnulaunin. Sölvi Sveinsson, formaður Félags framhaldsskóla og skólastjóri Fjöl- brautaskólans í Ármúla, segist vita til þess að allmargir nemendur hafi þeg- ar ákveðið að hætta námi í vetur í framhaldsskólunum vegna verkfalls- ins. Hann telur hættu á að þeim fjölgi hratt takist ekki að ljúka samningum um helgina. Sölvi er afar óánægður með að samningar skuli ekki enn hafa náðst í kjaradeilunni. „Mér finnst þetta ástand orðið óþolandi. Viðræður hafa gengið allt of hægt,“ segir Sölvi. Fjármálaráðherra um kjarasamning kennara VÍ Gæti flýtt fyrir lausn kennaradeilunnar  92% kennara/6 ♦ ♦ ♦ MJÖG mikil þensla hefur verið í byggingariðnaði á Akureyri að und- anförnu og telur Guðmundur Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, að síð- asta ár hafi verið algjört metár. Hann segir ekki sjáanlegt að neitt lát sé að verða á. Nokkur stór verk- efni séu framundan, m.a. við Fjórð- ungssjúkrahúsið og Amtsbókasafnið, nýbygging fyrir Íslenska erfðagrein- ingu og stækkun Giljaskóla. Metár í ný- byggingum á Akureyri  Síðasta ár/16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.