Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 1
9. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. JANÚAR 2001 EFTIR tíðindaleysi síðustu daga jukust líkur á samkomulagi í Mið- Austurlöndum í gær. Ísraelskir og palestínskir embættismenn greindu frá því síðdegis í gær að fundur háttsettra samningamanna stæði til í gærkvöldi. Shlomo Ben-Ami, utan- ríkisráðherra Ísrael, batt óvæntan enda á heimsókn sína í Frakklandi og sneri aftur til Ísraels, að sögn ísraelska útvarpsins var það vegna mikilvægrar og óvæntrar þróunar í friðarumleitunum. Að sögn palestínskra embættis- manna var ætlunin að Ben-Ami, ísraelski samningamaðurinn Gilead Sher og jafnvel Shimon Peres, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi forsætisráðherra, myndu í gærkvöldi hitta palestínsku samningamennina Saeb Erekat og Yasser Abed Rabbo til viðræðna um ramma friðarsamkomulagsins. Ben- Ami aflýsti fundi með utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Madeleine Al- bright, í París til að vera á fund- inum. Slakað á öryggisgæslu Margir hafa lýst efasemdum um að hægt verði að þoka friðarumleit- unum af stað á ný fyrr en forseta- skipti verða í Bandaríkjunum 20. janúar en þá tekur George W. Bush við af Bill Clinton. En Ísraelsstjórn segist ekki útiloka að árangur náist fyrr. „Við höldum áfram að reyna að draga úr ofbeldi og skilgreina ramma sem hugsanlega mun opna leið fyrir áframhaldandi friðarvið- ræður í embættistíð Clintons,“ var haft eftir starfsmanni Ehuds Bar- aks, forsætisráðherra Ísraels. Ísraelar drógu úr öryggisgæslu sums staðar á svæðum Palestínu- manna á Gaza-svæðinu og Vestur- bakkanum í gærdag. Vegir í grennd við Netzarim, landnemabyggð gyð- inga á Gaza-svæðinu, voru opnaðir á ný. Palestínskir og ísraelskir liðsfor- ingjar fylgdust með er vegartálmar voru fjarlægðir og tókust í hendur er því var lokið. Gæslu herliðs Ísra- ela var einnig aflétt í bæjunum Qalqilya og Jenin á Vesturbakkan- um. Ísraelar opnuðu einnig Gaza- flugvöll á nýjan leik og leyfðu ferðir frá Gaza til Egyptalands og af Vest- urbakkanum til Jórdaníu. Að sögn palestínsks embættis- manns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, er Dennis Ross, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjanna, væntan- legur til Mið-Austurlanda þegar samningamenn Ísraela og Palest- ínumanna hafa lagt fram tillögur sínar. Enn ber mikið á milli fylking- anna í málefnum palestínskra flótta- manna og varðandi yfirráð yfir helg- um stöðum í Jerúsalem. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir síðan átökin milli Ísraela og Palest- ínumanna hófust og hefur á fjórða hundrað manns látist í átökunum, flestir Palestínumenn. Friðarvið- ræður deiluaðila fóru út um þúfur síðasta sumar en Clinton Banda- ríkjaforseta er mikið í mun að sam- komulag náist áður en hann lætur af embætti. Hins vegar er ekki fullvíst hver verða örlög friðarsamkomulags ná- ist saman með fylkingunum. Kosið verður í Ísrael 6. febrúar og benda kannanir til að Ariel Sharon, leiðtogi Likud-bandalagsins, sigri Barak. Sharon er mótfallinn þeim mála- miðlunartillögum sem nú er rætt um. Skriður kominn á friðarsamninga Ísraela og Palestínumanna AP Palestínskur lögreglumaður hleypir löndum sínum í gegnum vegtálma Ísraela við eina af landnemabyggðum gyðinga, Netzarim, á Gazasvæð- inu. Aftar er ísraelskur hermaður í brynvörðum vagni sínum. Viðræður hafnar á ný Netzarim, Jerúsalem. AP, Reuters.  Friður meginstefið/24 JIRI Hodac, umdeildur yfirmaður tékkneska ríkissjónvarpsins, sagði af sér í gær af heilsufarsástæðum, að því er ríkisútvarp landsins greindi frá. Útnefning Hodacs í embætti sjón- varpsstjóra 20. desember sl. olli gíf- urlegum mótmælum hjá fréttamönn- um sem sögðu hann í of miklum tengslum við flokk fyrrverandi for- sætisráðherra, Vaclavs Klaus. Alþjóðasamband blaðamanna fagn- aði í gær niðurstöðum baráttu tékk- nesku fréttamannanna og sagði að um væri að ræða sigur yfir stjórn- málamönnum sem reyndu að grafa undan ritstjórnarfrelsi þeirra. Tilkynningin um afsögnina barst nokkrum klukkustundum áður en fjöldamótmæli til stuðnings frétta- mönnum hófust í Prag. Um 50.000 manns komu þar saman. „Við viljum sjálfstætt sjónvarp,“ var hrópað. Vaclav Marhoul, sem skipulagt hefur mótmælafundina undanfarnar vikur, sagði að afsögn Hodacs dygði ekki og uppfylla yrði allar kröfur frétta- manna. Þeir heimta að nánustu sam- starfsmenn Hodacs og opinber sjón- varpsnefnd sem réð hann verði rekin. Hodac sagði af sér nokkrum stund- um eftir að tveir liðsmenn nefndar- innar sögðu af sér til að mótmæla því að nefndin skyldi ekki fara að kröfu þingsins um að reka sjónvarpsstjór- ann. Búist er við að á þingfundi í dag verði nefndinni vikið frá störfum. Sjónvarps- stjóri gefst upp Prag. AFP, AP.  Ný flauelsbylting/25 BILJANA Plavsic, fyrrverandi for- seti lýðveldis Bosníu-Serba, lýsti sig í gær saklausa af ákærum stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna. Plavsic kom fyrir réttinn í Ha- ag í fyrsta sinn í gær en hún er meðal annars ákærð fyrir að bera ábyrgð á þjóðarmorði og stríðsglæpum gegn múslimum og Króötum í Bosníu í upphafi Bosníustríðsins. Plavsic gaf sig sjálfviljug fram við dómstólinn á þriðjudag og hafa ýms- ir leitt getum að því að hún hafi sam- ið um að fá mildari refsingu gegn því að bera vitni gegn öðrum forystu- mönnum Serba í Bosníustríðinu. Carla del Ponte, aðalsaksóknari dómstólsins, neitar því þó staðfast- lega. Plavsic var náinn samstarfs- maður Radovans Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu, en sneri síð- an við honum baki. Stríðsglæpa- dómstóll SÞ Plavsic segist vera saklaus Haag. AFP, AP.  Járnfrúin/24 ♦ ♦ ♦ LUCIEN Bouchard sagði af sér embætti forsætisráðherra Quebec-ríkis í Kanada í gær. Sagði hann að sér hefði mistek- ist að leiða Quebec til sjálfstæð- is og tæki nú afleiðingunum en ákafir sjálfstæðissinnar hafa gagnrýnt Bouchard fyrir linku. Bouchard er 62 ára og hefur farið fyrir flokknum Parti Que- becois sem vill efla hag frönskumælandi íbúa en þeir eru rúmur helmingur íbúanna. Litlu munaði að kjósendur í ríkinu samþykktu að lýst yrði yfir sjálfstæði frá Kanada í þjóðaratkvæði 1995. Brian Tobin, sem er ráð- herra iðnaðarmála í Kanada- stjórn, sagðist álíta að afsögn Bouchards ætti rætur í minnk- andi fylgi Quebec-manna við sjálfstæði. Bouchard segir af sér Quebec. AP. Quebec-ríki GEORGE W. Bush tilnefndi í gær Elaine Chao í stað Lindu Chavez í embætti ráðherra atvinnumála í væntanlegri ríkisstjórn sem tekur við 20. janúar. Chao var áður yfirmaður Friðarsveitanna en er nú starfsmað- ur hjá Heritage Foundation, stofnun er sinnir stefnumótun fyrir hægri- menn. Hún er eiginkona repúblik- anaþingmannsins Mitch McConnells. Er Bush skýrði frá tilnefningunni í gær sagði Chao að hún myndi leggja sig fram um að hlú að „mikilvægustu auðlind“ Bandaríkjanna; vinnandi fólki. Chao er dóttir innflytjenda frá Ta- ívan og fluttist með þeim til Banda- ríkjanna er hún var átta ára gömul. Chavez dró sig í hlé á þriðjudag vegna ásakana um að hún hefði brot- ið lög með því að ráða ólöglegan inn- flytjanda í vinnu á heimili sínu. Einnig skýrði Bush frá því að Ro- bert Zoellick, sem gegndi á sínum tíma mikilvægum ráðuneytisstörfum í tíð fyrri ríkisstjórna repúblikana, myndi verða viðskiptafulltrúi og mun hann hafa vægi ráðherra. Zoellick mun því stjórna samningaviðræðum á vettvangi Heimsviðskiptastofnun- arinnar, WTO. Hann er náinn sam- starfsmaður James Bakers er var fjármálaráðherra og síðar utanríkis- ráðherra í stjórnartíð George Bush, föður væntanlegs forseta. Zoellick hét því í gær að vinna að eflingu frjálsra viðskipta og myndi hann í þeim efnum frá upphafi leita samstarfs á þingi við jafnt repúblik- ana sem demókrata. Dóttir innflytjenda frá Taívan tilnefnd í stað Chavez Chao tekur við atvinnu- málum í stjórn Bush Reuters Elaine Chao á fundi með George W. Bush, verðandi forseta, í gær er skýrt var frá tilnefningu hennar í ráðherraembætti. Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.