Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 23
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 23
VÆNTANLEGUR dómsmálaráð-
herra Bandaríkjanna, John Ash-
croft, segist í bók er hann ritaði
reyna að „bjóða Guð velkominn“
þegar hann taki mikilvægar
ákvarðanir og líkir sigrum sínum
og ósigrum í stjórnmálum við upp-
risur og krossfestingar.
George W. Bush, sem tekur við
embætti forseta Bandaríkjanna
20. janúar nk., útnefndi Ashcroft
til embættis dómsmálaráðherra en
Ashcroft er prestssonur og fyrr-
verandi ríkisstjóri í Missouri.
Ashcroft skrifaði í bók sinni,
Lexíur föður til sonar (Lessons
From a Father to his Son), 1998,
að hann sé mjög trúrækinn krist-
inn maður og útskýrir hvernig
þetta hafi haft áhrif á langan feril
sinn í opinberu lífi – allt frá við-
horfum sínum til kynþátta til ein-
dreginnar andstöðu við fóstureyð-
ingar og stuðnings við
dauðarefsingar.
Ashcroft segir frá því að hann
hafi verið smurður við upphaf
beggja kjörtímabila sinna sem rík-
isstjóri og kvöldið áður en hann
sór eið sem öldungadeild-
arþingmaður greip vinur hans til
Crisco-matarolíu til að smyrja
hann með þar eð engin helguð olía
hafi verið við höndina. Síðan Bush
útnefndi Ashcroft dómsmálaráð-
herra hafa réttindabaráttuhópar
og fylgismenn fóstureyðinga látið
til skarar skríða og mótmælt val-
inu á honum vegna skoðana hans.
Í bók Ashcrofts er að finna svör
við slíkum ásökunum. „Það brýtur
gegn trú minni að þröngva trú
upp á fólk ... En ég trúi því líka að
ég verði að bjóða Guð velkominn
til alls sem ég geri, einnig stjórn-
málalífsins,“ skrifaði Ashcroft
sem er hvítasunnumaður.
Margir opinberir embættismenn
blanda saman stjórnmálum og trú,
segir séra Jerry Falwell. Joseph
Lieberman, öldungadeildarmaður
demókrata og bókstafstrúaður
gyðingur, talaði oft um trú sína í
kosningabaráttunni en hann var
varaforsetaefni Als Gores.
„Nú eru fleiri háttsettir sem
óhræddir segja frá trú sinni á Guð
en ég hef áður vitað til þau 50 ár
sem ég hef verið prestur,“ segir
Falwell. „John Ashcroft er ein-
hver einlægasti og sannfærðasti
kristni maður sem ég hef kynnst.“
Bók Ashcrofts er lofgjörð til
föður hans heitins, J. Roberts Ash-
crofts, sem var prestur og há-
skólarektor. Þakkar væntanlegur
dómsmálaráðherra föður sínum
fyrir að hafa kennt sér þau sið-
ferðisgildi sem hafi mótað líf sitt
sem opinber embættismaður.
„Viðhorf mitt til kosninga end-
urspeglast í því sem ég tel eiga
við um allt lífið. Hverri krossfest-
ingu fylgir upprisa – kannski ekki
um leið en möguleikinn er fyrir
hendi.“ Hann notaði sama líkinga-
mál til að lýsa ósigri sínum í þing-
kosningunum 1972: „Ósigri mín-
um í þingkosningunum lauk ekki
með krossfestingu; hann varð að
upprisu og opnaði dyrnar að
þeirri köllun minni að helga allt
líf mitt opinberri þjónustu. En
fleiri krossfestingar biðu.“
Ashcroft er fyrrverandi dóms-
málaráðherra Missouri og í bók-
inni talar hann um sum þeirra
málefna sem hann myndi þurfa að
takast á við í dómsmálaráðuneyt-
inu og í embættistökuyfir-
heyrslum en þær fara fram í
næstu viku frammi fyrir dóms-
málanefnd öldungadeildar þings-
ins. Leiðtogar blökkumanna hafa
gagnrýnt hann fyrir að hafa kom-
ið í veg fyrir útnefningu Ronnies
Whites, hæstaréttardómara í Miss-
ouri og fyrsta blökkumannsins til
að gegna því embætti, til alrík-
isdómaraembættis.
White hefur gefið vilyrði fyrir
því að bera vitni við yfirheyrsl-
urnar.
Hjartalagið aðalatriðið
Um kynþætti segir Ashcroft í
bókinni að hann hafi lært að mis-
rétti væri rangt þegar hann hafi
spurt föður sinn: „Hvað myndirðu
segja ef ég segði þér að ég ætlaði
að kvænast svartri konu?“ Faðir
hans svararði: „John, það væri
ekki gott ef þú myndir kvænast
einhverjum sem ekki væri sömu
trúar og þú.“ Ashcroft segir að
með þessu hafi faðir sinn sagt sér
að það sem skipti raunverulega
máli væri ekki húðlitur heldur
hjartalagið.
Ashcroft hefur sagt að hann
hafi talið að White sýndi af-
brotamönnum linkind og kvaðst
hafa stutt 23 af 26 útnefningum
svartra dómara þegar hann hafi
verið öldungadeildarmaður.
Þegar hann hafi verið rík-
isstjóri hafi trúin ekki komið í veg
fyrir að hann leyfði aftökur –
jafnvel þegar glæpamaðurinn
hafði tekið trú.
„Þótt morðingi hafi lært að
elska drottin er ekki þar með sagt
að ríkið eigi að náða hann,“ skrif-
ar Ashcroft. „Sem kristinn maður
vil ég fyrirgefa honum; en sem
ríkisstjóra hefði mér ekki verið
stætt á að náða hann nema mistök
hefðu verið gerð í málflutn-
ingnum.“
John Ashcroft, til hægri, og Bush, væntanlegur Bandaríkjaforseti.
Sigur og ósigur
sem upprisa og
krossfesting
Washington. AP.
Endurminningar dómsmálaráðherraefnis Georges W. Bush vekja athygli í Bandaríkjunum
RITHÖFUNDAR og ritstjórar í
Egyptalandi hafa skorað á rithöf-
unda að sniðganga alþjóðlegu bóka-
messuna í Kaíró, stærstu og ef til vill
virtustu bókamessu í Miðausturlönd-
um. Ástæða áskorunarinnar er að
stjórnin hefur rekið embættismenn
sem stóðu fyrir útgáfu á skáldsögu
sem fór fyrir brjóstið á flokki
strangtrúaðra múslima. Rithöfund-
arnir saka stjórnina um ritskoðun og
tilræði við tjáningarfrelsið.
Tugir egypskra rithöfunda hafa
undirritað áskorunina. Bókamessan
er haldin á vegum stjórnarinnar og á
að standa í tvær vikur frá 24. janúar.
Skáldsagan sem deilt er um heitir
„Fyrir og eftir“ og höfundur hennar
er lítt þekktur egypskur rithöfund-
ur, Tawfiq Abdel Rahman. Skáldsag-
an var fjarlægð úr hillum bókaversl-
ana í vikunni sem leið eftir að
strangtrúaðir þingmenn Bræðralags
múslíma kröfðust þess að ráðherra
menningarmála kæmi fyrir þingið til
að svara því hvers vegna útgáfudeild
ráðuneytis hans ákvað að gefa bók-
ina út. Þeir sögðu hana „klámfengna
og særa siðferðiskennd almennings“.
Atef Obeid forsætisráðherra
ákvað að fyrirskipa rannsóknar-
nefnd þingsins að yfirheyra Ali Abu
Shadi, yfirmann útgáfudeildarinnar,
en ekki menningarráðherrann, Far-
ouk Hosni. Nokkrum klukkustund-
um síðar var Abu Shadi rekinn ásamt
fimm öðrum embættismönnum.
Hosni sagði að embættismennirnir
hefðu ekki verið reknir til að sefa
Bræðralagið eða koma í veg fyrir
deilur á þinginu, heldur til að vernda
almenning og siðgæðið.
Abu Shadi, þekktur gagnrýnandi
og rithöfundur, er á öðru máli og sak-
ar stjórnina um „tilræði við tjáning-
arfrelsið“. Í skáldsögu Abdels
Rahmans er kafli þar sem söguhetj-
an hefur mök við ástkonu sína á
sjúkrahúsi. Rithöfundurinn segir að
kynlífslýsingin í kaflanum sé mikil-
vægur þáttur í uppbyggingu skáld-
sögunnar.
Strangtrúaðir námsmenn efndu til
óeirða í fyrra vegna bókar annars rit-
höfundar sem var sakaður um guð-
last. Deild Abus Shadis gaf þá bók út
en honum var ekki refsað. Þess í stað
bannaði stjórnin stjórnmálaflokk
sem sakaður var um að hafa staðið
fyrir óeirðunum.
Bræðralagið varð stærsti stjórn-
arandstöðuflokkur Egyptalands í
kosningum í fyrra þegar það fékk 17
þingsæti. Þótt Demókrataflokkurinn
sé með mikinn meirihluta á þinginu,
388 sæti af 444, virðist hann hafa
miklar áhyggjur af uppgangi
Bræðralagsins.
Egypskir rithöfundar sniðganga
bókamessu í Kaíró
Stjórnin sökuð
um tilræði við
tjáningarfrelsið
Kaíró. AP.