Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 61 DAGBÓK 1928, á horni Laugavegs og Klapparstígs, sími 552 2515. Tilboðið 2 fyrir 1 af púðum í fullum gangi. Tilboð á púðum LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. REYKJAVÍKURMÓTIÐ í sveitakeppni hófst á þriðju- daginn með þátttöku 22 sveita. Spilaðir eru 16 spila leikir, allir við alla. Í fyrstu umferð kom upp hættulegt slemmuspil, þar sem allt var þétt og kíttað fyrir utan trompið, en í þeim lit átti vörnin D10xx. Trompið lá allt á eftir ÁKG og því unn- ust ekki einu sinni sex spað- ar: Vestur gefur; AV á hættu. Áttum snúið. Norður ♠ ÁKG963 ♥ Á63 ♦ Á ♣ ÁK6 Vestur Austur ♠ – ♠ D1085 ♥ D9754 ♥ 8 ♦ 8762 ♦ 543 ♣ 9842 ♣ G10753 Suður ♠ 742 ♥ KG102 ♦ KDG109 ♣ D Fjögur pör spiluðu hálf- slemmu í grandi eða tíglum, en eitt par náði besta samn- ingnum – sjö gröndum. Þar voru á ferðinni Sigurður Sverrisson og Jón Baldurs- son í sveit Subaru, en mót- herjar þeirra voru Svavar Björnsson og Steingrímur Gautur Pétursson. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður Svavar Jón Steingr. Sigurður Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 7 tíglar Pass 7 spaðar Pass 7 grönd Pass Pass Pass Jón opnar fyrst á Stand- ard-alkröfu og Sigurður hlerar með tveimur tíglum. Þegar Sigurður fréttir af spaðalit í næsta hring, fer hann beint í lykilspilaspurn- ingu. Svarið á fimm hjörtum sýnir undir venjulegum kringumstæðum tvö lykil- spil án trompdrottningar, en engin alkrafa er svo rýr í roðinu og því túlkaði Siguð- ur svarið sem 5 lykilspil (all- ir ásarnir og spaðakóngur), án drottningarinnar í trompi! Þetta er svar sem sést ekki oft. Sigurður spurði um aukastyrk með fimm gröndum og fékk upp laufkónginn. Þá stakk hann upp á sjö tíglum, en Jóni leist illa á þá slemmu með ásinn blankan og breytti í sjö spaða. En Sigurður vissi að spaðadrottningin var úti og sagði sjö grönd. Útspilið var lauf. Sigurð- ur átti slaginn á drottn- inguna heima og fór í spað- ann. Þegar legan í þeim lit kom í ljós var með líkum að Svavar ætti lengd í hjarta og Sigurður svínaði fyrir drottninguna í vestur og fékk þannig 13 slagi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT ÚR KVÆÐI UM JÓN BYSKUP ARASON ... Þá var sóttr inn þriðji, þó þess enginn biðji; skatnar gjörðu að skunda skjótt til byskups funda; lýðr ei laganna gætir, þeir leiddu hann út um stræti, kvaddi hann fólk með kæti. Hélt á helgum krossi herrann prýddur hnossi, fór með flýti og greizlu fagnandi sem til veizlu; byskup blessaði alla, en bragnar á kné falla, leit eg hans líkann varla. In manus einatt sagði, orðin fleiri til lagði, hann gaf sig guði með þetta og gjörði hálsinn rétta; þrisvar þrautir gisti af þeim, sem öxina hristi, en lofðung lífið missti... Oddur Halldórsson handi. Árnað heilla UM hver áramót fer fram urmull alþjóðlegra skák- móta víðsvegar í Evrópu. Eitt þeirra er Rilton Cup sem haldið er í Stokkhólmi og kom staðan upp á síðasta móti. Gamla kempan Mark Taimanov (2418) er tíður gestur á þessum mótum en hann stýrði svörtu mönnunum í stöðunni. And- stæðingur hans var Mehdi Asadpour sem fékk að finna fyrir klækjum gamla refsins. 34...Hxf4! 35. Dc2 hrókurinn er friðhelgur þar sem eftir 35. Dxf4 verður hvítur mát með 35...Dxb2 og ef SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. peðið tekur hann þá fellur hvíta drottningin. 35...Hc4 36. h5 Hxc3 37. Dxc3 De6 38. Kb1 jafngildir uppgjöf en 38. hxg6+ hefði veitt meira viðnám. 38...Dxg4 39. hxg6+ Dxg6+ 40. e4 dxe4 41. Dxc7 og hvítur gafst upp um leið enda staðan ekki öf- undsverð eftir t.d. 41...e3+. Þriðja umferð Skákþings Reykjavíkur fer fram kl. 19.30 í kvöld, 11. janúar. 75 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 12. janú- ar, verður sjötíu og fimm ára Ívar L. Hjartarson, fyrrver- andi birgðavörður hjá Pósti og síma, Búðagerði 3, Reykjavík. Hann er staddur erlendis. 50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag 14. janúar verður fimmtug Aðalbjörg Sigurjónsdóttir frá Vopna- firði, til heimilis í Suðurhól- um 14, Reykjavík. Hún heldur upp á daginn í Gisti- heimilinu Geysi í Haukadal á morgun 13. jan. frá kl. 19. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Þú átt gott með að fá fólk til liðs við þig og drífa það áfram. Þú þarft að gæta heilsu þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki eins og þú þurfir að klára alla skapaða hluti á einu bretti. Sígandi lukka er best og þá gefur þú þér tíma til að kanna málin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þú leggir mikið upp úr því að vita deili á sem flestu í fari samstarfsmanna þinna, máttu ekki ganga svo langt að vera yfirþyrmandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það kostar sitt að halda frið- inn við allt og alla og reynd- ar spurning, hvort það borg- ar sig fyrir þig að leggja það á þig í öllum tilfellum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að gera hreint fyrir þínum dyrum svo þínir nán- ustu velkist ekki í vafa um afstöðu þína. Temdu þér umfram allt hreinskilni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Flas er ekki til fagnaðar í fjármálum frekar en öðrum. Kynntu þér þá kosti sem í boði eru og mundu að ekki er allt gull sem glóir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu bara öruggur og full- ur sjálfstrausts og þá munu aðrir sjá að þú ert maður fyrir þinn hatt. Þá muntu fá verkefni sem henta þér full- komlega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt sjálfsagt sé að vera gagnrýninn á sjálfan sig máttu ekki fara út í öfgar á því sviði frekar en öðrum. Gefðu þér tækifæri til að blómstra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það getur verið erfitt að gefa öðrum góð ráð. En þú skalt ekki hika við að sýna vinum þínum samstöðu og hjálpa þeim að leggja á ráð- in. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Svo virðist sem ákveðinn persóna eigi erfitt með að þiggja aðstoð þína og þakka fyrir sig. Láttu það ekki á þig fá – allt hefur sinn tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þau verkefni, sem þú hefur tekið að þér, krefjast mik- illar einbeitingar. Þú þarft því hvað sem það kostar að forðast allt sem dreifir hug- anum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú verður að venja þig af því að klára ekki alla hluti, sem þú byrjar á. Þessi löst- ur er þér til trafala í starfi og einkalífi. Söðlaðu um. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það hefur ekkert upp á sig að æpa á aðra og slík ósann- girni lagar ekki stöðuna. Temdu þér þá tillitssemi sem þú vilt að aðrir sýni þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10– 12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á morgun sér Magnea Sturludóttir um prédikun og Ragnheiður Ólafsdóttir um biblíufræðslu. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21: Styrkur unga fólks- ins. Dans, drama, rapp og prédikun. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Bill Olson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðu- maður Styrmir Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla kl. 12. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarstarf Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurkirkja KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík www.mbl.is GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 12. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Andrea Tryggvadóttir og Sig- urður Þórðarson, Vallholti 21, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.