Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 45
✝ Gestur KristinnÁrnason fæddist í
Ólafsvík 21. septem-
ber 1918. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði hinn 3. janúar
síðastliðinn, en þar
var hann vistmaður
síðustu æviárin. For-
eldrar hans voru Árni
Kristófer Sigurðsson,
sjómaður og verka-
maður í Ólafsvík og
Reykjavík, f. 2.11.
1895 á Eyri á Arnar-
stapa Snæfellsnesi, d.
17.9. 1969, og kona
hans, Sigurborg Þórkatla Jóhann-
esdóttir húsmóðir, f. 7.9. 1894 í
Bakkabúð á Brimilsvöllum á Snæ-
fellsnesi, d. 23.12. 1966. Gestur var
elstur fjögurra systkina en hin eru
Jóhannes Kristberg, f. 24.7. 1921,
Sigurður Kristófer, f. 7.2. 1925, og
Guðríður, f. 22.10. 1930. Fyrstu
æviárin bjó Gestur í Ólafsvík en
1924 fluttist fjölskyldan til Reykja-
víkur. Gestur tók kennarapróf frá
Kennaraskóla Íslands 1939 og
sveinspróf í málaraiðn árið 1951.
Vann hann við þá iðngrein það sem
eftir var starfsævinnar, lengst af
hjá Ríkisspítulum á Vífilsstaðahæli
og Kópavogshæli.
Gestur kvæntist hinn 19.1. 1951
Sigríði Friðfinnsdóttur, f. 26.8.
1923 í Hafnarfirði, d. 24.8. 1980.
Bjuggu þau mest af sínum búskap
á Þúfubarði 9 í Hafnarfirði. Gestur
og Sigríður eignuð-
ust fjóra syni en þeir
eru 1) Friðfinnur
Steinar, f. 16.4. 1952,
sjómaður, hann
kvæntist Fjólu S.
Hoblyn, f. 22.1. 1958,
þau skildu. Þeirra
börn eru Gestur
Kristinn og Sigfríður
Agnes. Seinni kona
Friðfinns er Nonita I.
Pintor, f. 27.3. 1954.
2) Gunnar, f. 24.8.
1955, vélfræðingur,
kvæntur Sólveigu J.
Guðmundsdóttur, f.
21.8. 1956. Þeirra börn eru Sigríð-
ur Lára, Torfi og Grímur. 3) Birgir
Örn, f. 25.3. 1957 verslunarmaður,
hann kvæntist Hellen Lindu
Georgsdóttur, f. 29.6. 1960, þau
skildu. Þeirra börn eru Kristjana
Ósk og Eyrún Ösp. Seinni kona
Birgis var Málfríður S. Sigurðar-
dóttir, f. 14.8. 1967, d. 24.3. 1999.
Þeirra börn eru Sigurður Freyr og
Magnea Dís. Málfríður ættleiddi
Kristjönu og Eyrúnu 1994. 4)
Hörður, f. 20.6. 1960, starfsmaður
Ísal í Straumsvík, kvæntur Magneu
Sturludóttur, f. 21.7. 1965. Þeirra
börn eru Aníta Estíva, Andrea
Fanney, Aron Bjarki og Alexander
Logi. Gestur eignaðist tvö barna-
barnabörn.
Útför Gests fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Illa til þess oft ég finn,
amma fæ ei hrundið.
Er nú horfinn afi minn,
yfir breiða sundið.
Mun ég lengi muna þig,
mörg var slóðin valin.
Góðu kynnin glöddu mig,
guði vertu falinn.
(FI)
Elsku afi minn, ég minnist þín með
söknuði þegar ég hugsa um allar góðu
stundirnar sem ég átti með þér, á
Hringbrautinni og á Álfasekiðinu.
Það var alltaf svo gaman að koma
til þín, það er mér sérstaklega minn-
isstætt þegar við systkinin komum til
þín í heimsókn og spiluðum á orgelið
hjá þér. Yfirleitt var það bara eitt-
hvert glamur en þá komst þú alltaf til
hjálpar og spilaðir eitthvað sniðugt
fyrir okkur. Svo var alltaf svo gott að
fá að gista hjá þér eina og eina nótt,
þá last þú alltaf fyrir mig sögu áður en
ég fór að sofa. Svo á morgnana vakn-
aði maður alltaf við ilmandi hafra-
graut, það var eiginlega bara regla
hjá þér að hafa hafragraut í morg-
unmat, hann var líka sérstakur hjá
þér.
Elsku afi minn, guð geymi þig
ávallt, ég veit að núna ertu ánægður
að vera kominn til konunnar sem þú
elskaðir svo heitt, hennar ömmu.
Blessuð sé minning þín.
Sigfríður Agnes Friðfinnsdóttir.
Mér þótti alltaf gaman að koma til
afa þegar ég var smágutti, því hann
var alltaf svo góður við mig. Hann
sagði mér fullt af svo skemmtilegum
sögum og fór oft með mig upp í Heið-
mörk og hafði ég mjög gaman af því.
Við gátum alltaf skemmt okkur sam-
an og fundið okkur eitthvað að gera
þegar við vorum bara tveir einir.
Hann afi var frekar rólegur og góð-
ur maður, hann spilaði oft á orgelið
fyrir mig og hafði hann mikið gaman
af því. Hann hafði mjög mikið dálæti á
klassískri tónlist og fór hann mikið á
tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands á efri árum. Hann var harðdug-
legur að vinna og fannst honum erfitt
að hætta því þegar aldurinn fór að
segja til sín.
Honum þótti vænt um syni sína og
fjölskyldur þeirra. Ég á eftir að sakna
hans afa en ég hugga mig við það að
honum líður vel núna þar sem hann er
með henni ömmu minni sem hann
elskaði svo mikið. Ég mun ávallt
hugsa til þín og ömmu og ég mun
ávallt elska ykkur.
Gestur Kristinn Friðfinnsson.
GESTUR
ÁRNASON
fagra minning sem þið hafið um
yndislegan ástvin veita ykkur
huggun og færa ykkur birtu á ný.
Minninguna um Gauja Manga
mun ég geyma í hjarta mér. Við
Bryndís, Gísli og Huginn Sær
þökkum honum samfylgdina gegn-
um árin og biðjum Guð að blessa
minningu Gauja vinar okkar.
Megi góður Guð geyma Gauja
Manga um alla eilífð.
Grímur Gíslason.
Komið er að kveðjustund. Í dag
kveðjum við Guðjón Magnússon eða
Gauja Manga, eins og hann var æt-
íð kallaður.
Gaui hefði orðið 80 ára 4. apríl
nk. en í mínum huga var Gaui alltaf
sami unglingurinn, það sannaðist á
honum að aldur er mjög afstæður.
Glaðværð og léttleiki einkenndi
Gauja, enda var hann vinsæll hvort
heldur var hjá eldri eða yngri kyn-
slóðinni. Vandamál var ekki til í
hans orðabók, hann gat ætíð bjarg-
að öllum hlutum á auðveldan hátt.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að alast upp í návist Gauja og
hans fjölskyldu á Heiðarveginum.
Þegar ég hugsa til baka finnst mér
ég alltaf hafa átt heima hjá Önnu
og Gauja í æsku, þó svo við flyttum
af loftinu þegar ég var sex ára og
færum í austurbæinn, við mikinn
fögnuð heimasætunnar á bænum,
Þuru frænku minnar.
Margs er að minnast á svo langri
tíð. Ofarlega í huga eru öll ferðalög-
in, þegar Gaui spilaði Sæsavalsinn
á greiðu fyrir okkur krakkana,
safnaði spreki í varðeldinn og lék
við okkur fótbolta. Þá var hann svo
sannarlega einn af okkur krökkun-
um og ekki eru mörg ár síðan ég sá
hann síðast standa á höndum og
sleppa meira að segja annarri án
þess að hafa mikið fyrir, enda van-
ur fimleikamaður frá árum áður á
ferð.
Gaui var einn sá mesti þjóðhátíð-
armaður sem ég hef nokkru sinni
kynnst. Hann var Týrari í húð og
hár og var hann einn af burðar-
ásum í þjóðhátíðarnefnd hjá Tý til
margra ára, enda nauðsynlegt að
hafa slíkan reddara í þjóðhátíðar-
undirbúningnum.
Ég kvaddi Gauja minn á jóladag
sl. en hann hafði átt við illvígan
sjúkdóm að stríða sl. mánuði. Ekki
hafði hann nú hátt um það og sagði
við mig að þetta væri nú alveg að
lagast og við myndum hittast fljót-
lega aftur. Það verður væntanlega í
nýjum heimkynnum og verður ef-
laust spilaður þar Sæsavalsinn
ásamt öllum Eyjalögunum, sem
voru í miklu uppáhaldi hjá Gauja.
Minninguna um einstakan mann
munum við geyma í hjarta okkar.
Erla Ólafía og fjölskylda.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast Gauja Manga. Hann er
einn af þeim yndislegustu mönnum
sem ég hef kynnst um ævina.
Ég var ekki há í loftinu þegar ég
fór að fara í heimsókn til Önnu og
Gauja á Heiðarveginn. Ein af mín-
um fyrstu minningum af þeim
heimsóknum er þegar amma henn-
ar Grýlu kom og bankaði á
gluggann ein jólin og kom inn og
drakk heitt súkkulaði úr pottinum
hennar Önnu. Ég titraði öll af
hræðslu en án þess að ég vissi að
þarna var að sjálfsögðu Gaui í aðal-
hlutverki. Hann var alltaf með ein-
hver leikrit í gangi og alltaf mikil
gleði í kringum hann.
Á þorrablóti sem við héldum sl.
vetur var Gaui auðvitað aðalmað-
urinn í skemmtiatriðunum, sýndi
m.a. skemmtiatriði með „okkur hin-
um unglingunum“ eins og hann orð-
aði það.
Það hefur verið hefð hjá okkur að
fara alltaf á Heiðarveginn til Önnu
og Gauja eftir að búðunum er lokað
á Þorláksmessu og borða hákarl.
Þangað hef ég farið með pabba frá
því að ég var lítil stelpa og finnst
mér þessi heimsókn alltaf vera upp-
haf jólanna. Gaui var ekki heima á
síðustu Þorláksmessu þar sem
hann lá á sjúkrahúsinu en ég hitti
hann þar með nýfædda dóttur mína
sem honum fannst svo yndisleg.
Elsku Anna, Þura, Biggi og fjöl-
skyldur, ég vona að Guð styrki ykk-
ur á þessum erfiðu tímum.
Guð geymi þig, elsku Gaui.
Kristín Inga.
Glettni í auga og góður andi var
aðalsmerki Gauja Manga. Hann var
engum líkur, með töfra sem entust
honum ævina alla, yndislegur mað-
ur, traustur vinur og félagi, eitil-
harður keppnismaður, en alltaf
sanngjarn þótt hann yrði stundum
að afgreiða slíkt með þögninni.
Guðjón Magnússon var glæsileg-
ur maður eins og hann átti ætt til.
Hann var í hópi snjöllustu íþrótta-
manna landsins um langt árabil á
fyrri hluta ævinnar, en alla tíð, þótt
hamar tímans væri rétt við að slá
80 árin inn þegar kallið kom, hafði
Gaui Manga stíl og léttleika ólymp-
íufarans. Munurinn var kannski
helst sá að það var alltaf sama
hvort Gaui var að koma eða fara,
hann var alltaf jafngæjalegur og er
það þó orð sem maður notar ekki að
öllu jöfnu um áttræðan mann. „Þú
hefur bara ekkert breyst,“ segja
menn stundum, oftast reyndar við
fólk á svipuðum aldri, en ef það var
hægt að segja þetta við nokkurn
mann fullum fetum, þá var það
Gaui Manga. Hann var einfaldlega
alltaf eins þótt slagharpa tímans
skildi hann að sjálfsögðu ekki út-
undan frekar en aðra.
Gaui Manga var topp-Týrari,
enda fæddur um svipað leyti og
félagið var stofnað, en fyrst og
fremst var hann Eyjamaður af
Guðs náð og þótt sigurinn væri
sætur var það fyrst og fremst heil-
brigð og sækin leikgleði sem Gaui
sóttist eftir. Það er nú svo að síð-
ustu hálfa öldina sem sá man sem
þetta ritar var Gaui driffjöðrin í svo
mörgu sem laut að félagslífi í Vest-
mannaeyjum. Það var þjóðhátíðin,
íþróttamót af öllum gerðum, þrett-
ándinn, fjölbreytt félög, bjargveiði-
mennskan og fleira og fleira og allt-
af var Gaui Manga með sama
drifkraftinn, góðu ráðin, jákvæða
viðhorfið og alltaf gladdist hann yf-
ir því sem vel gekk, sama hver átti í
hlut. Öfund var nokkuð sem hann
þekkti ekki, en hvatningarorð,
snerting á öxl, hlýtt viðmót. Þá var
hann á heimavelli.
Hann kunni að hnýta hnútana,
ekki aðeins sem netagerðarmeist-
ari, ekki síður í mannlífsspjallinu
og ræktaði öðrum fremur það sem
segir að maður sé manns gaman.
Það var óendanlega mikils virði að
eiga vináttu hans, ekki síst í starfi
og leik og hvort sem maður var í
kappleik, hlaupi, með gítarinn eða
að sinna einhverju verkefni til ár-
angurs kunni hann allra manna
best lagið á að hvetja með nokkrum
lágværum orðum og kannski kossi
á kinn. Þá var maður til í tuskið
eins og eldflaug á Canaveralhöfða.
Eftir heimsóknir á netaverk-
stæðið til þeirra Gríms Þórðar,
Gauja, Bigga sonar hans og ann-
arra sem koma við sögu hafði mað-
ur enga sérstaka löngun til þess að
fara í leikhús lengi á eftir, slík voru
tilþrifin, spjallið, húmorinn, en um-
fram allt góðvildin. Ekkert bensín
er eins öflugt.
Fyrir liðlega ári heimsóttum við
Gaui Hjöll Grím og Gauja út í Ysta-
klett í veiðikofann síðla sumars
ásamt tveimur félögum okkar í
byggingarnefnd Stafkirkjunnar.
Við lögðum í’ann um miðnætti í
svartamyrkri, en góður hópur Yst-
klettinga vakti eftir okkur. Við klif-
um Klettinn til bóls og smullum á
augabragði inn í stíl úteyinga. Það
suðaði í gasofninum, það suðaði í
kaffikönnunni og á veggnum var
risastór mynd af einu alþjóðlega
toppmódelinu sem hefði ekki þurft
að suða lengi. Við höfðum með okk-
ur nokkra brúsa með því á rúss-
nesku er skráð Vodga en þýðir
vatn.
Klukkan var farin að halla í þrjú
um nóttina þegar söngurinn var í
algleymingi og gítarstrengirnir
glóðu. Svo kom að ljúfu Önnu og þá
fór Gaui eins og fjallahind um veggi
veiðikofans, dansaði og stökk af
sama léttleika og þegar hann setti
Íslandsmetin í röðum forðum.
Hann heimtaði ljúfu Önnu aftur og
í sama mun þreif hann farsímann
sinn og hringdi í hana Önnu sína,
vakti hana upp um miðja nótt og
söng fyrir hana hástöfum af því að
hann elskaði hana svo mikið, 78 ára
gamall maðurinn. Ef þetta er ekki
skotheld ást, hvað þá? Og Anna tók
öllu með jafnaðargeði eins og
venjulega, haggaðist ekki í stóískri
ró sinni, þessi stórkostlega kona
sem var Gauja Manga eini vinning-
urinn um ævina sem skipti öllu máli
og þó eiga þau afbragðs börn og af-
komendur sem sverja sig til þeirra
beggja.
Minningarnar um Gauja Manga
eru málaðar sterkum litum sem
munu auðvelda framhaldið á
hlaupabrautum lífsins, því þótt
hans sé sárt saknað hafði hann
slíka geislun að hann fylgir manni í
sálinni og er að því leyti áfram sam-
tímamaður þótt hann sé sigldur út
fyrir Eyjar blár.
Megi góður Guð varðveita og
blessa eftirlifandi, megi minning-
arnar um Gauja Manga virka eins
og hann var sjálfur, með drifkraft,
góðan anda og glettni í auga.
Árni Johnsen.
Eitt af Eyjalögunum sem við
syngjum á Þjóðhátíð og öðrum
glöðum stundum er um Gamla Jón í
Gvendarhúsi. Í textanum er fjallað
um Gauja, Manga, Jón í Hlíð og
Lindarkonsúlinn. Þegar ég var
yngri var ég sannfærð um að það
væri verið að tala um Gauja Manga
í laginu en í raun er verið að tala
um tvo menn, Gauja og Manga. Ég
var aldrei sammála því og var ekki
tilbúin að fallast á það. Í mínum
huga var það alveg klárt að fyrst
það væri til lag um einhvern Jón í
Gvendarhúsi hlyti líka að vera til
lag um Gauja Manga. Þessi skoðun
mín sýnir ef til vill betur en margt
annað hversu mikið ég leit upp til
Gauja Manga og fannst hann vera
merkilegur persónuleiki.
Það er af mörgu af taka þegar
fjalla á um Gauja Manga. Hann var
alltaf svo hress og jákvæður að það
var ekki hægt að vera í vondu skapi
nálægt honum.
Það hefur alltaf verið gaman að
koma á Heiðarveginn. Móttökurnar
þar hafa ætíð verið fullar af hlýju
og góðvild og það var alltaf rosa-
lega spennandi að fara í heimsókn
þangað. Þar var Gaui, alltaf tilbú-
inn í eitthvert fjör. Hann gaf sér
alltaf nægan tíma fyrir okkur
krakkana og gætti þess vel að okk-
ur leiddist aldrei. Hann lét okkur
sýna leikrit fyrir fjölskylduna,
skellti upp litskyggnusýningu eða
sagði okkur einhverjar skemmtileg-
ar sögur um hitt og þetta. Heim-
sóknir á Heiðarveginn eru því
stundir sem alltaf verða mér of-
arlega í minni.
Það er óhætt að segja að heim-
sókn til Önnu og Gauja á Heið-
arveginn hafi markað upphaf og
endi jólanna í huga mínum alla tíð.
Margir líta eflaust á Þorláksmessu-
kvöld bara sem kvöldið fyrir jól en í
huga mínum er það miklu meira.
Það er hluti af jólunum. Þá byrja
jólin í huga mínum því að þá höfum
við alltaf heimsótt Önnu og Gauja,
borðað þar harðfisk og hákarl og
átt notalega stund saman.
Sömu sögu er að segja af þrett-
ándanum, síðasta degi jólanna. Eft-
ir þrettándagleðina á íþróttavellin-
um höfum við alltaf farið á
Heiðarveginn í súkkulaði og tertu-
hlaðborð hjá Önnu. Þá hefur alltaf
verið mikið fjör því þrettándinn
hefur alltaf verið dagurinn hans
Gauja Manga. Það var skrítið að
hafa Gauja ekki með núna á þrett-
ándanum en hann var með í huga
okkar og mun verða áfram um
ókomna tíð.
Elsku Anna, Biggi, Þura og fjöl-
skyldur, ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Elsku Gaui, ég þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman og fyrir þær fallegu
minningar sem ég á um þig.
Guð geymi þig.
Erna Ósk.
Fleiri minningargreinar um Guð-
jón Magnússon bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein-
ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höfundar/sendanda
fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima-
síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við
meðallínubil og hæfilega línulengd – eða
2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242