Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gylfi Ásmunds-son fæddist í Reykjavík13. sept- ember 1936. Hann lést úr krabbameini á Landspítala hinn 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gróa Ásta Jafets- dóttir, f. 10. nóvem- ber 1902, d. 19. maí 1988, og Ásmundur Ásmundsson, bak- arameistari í Reykja- vík, f. 20. desember 1907 í Rvík., d. 11. mars 1976. Systkini Gylfa voru: Gunnar Jafet, f. 25. ágúst 1929 í Rvík; Sigurður, f. 27. mars 1932, d. 5. febrúar 1999, og Guðrún, f. 27. ágúst 1940. Gylfi kvæntist 27. október 1962 eftirlifandi eiginkonu sinni Erlu Guðríði Katrínu Líndal, f. 10. júní 1939 í Rvík, hárgreiðslumeistara og sjúkraliða. Foreldrar hennar: Jósafat J. Líndal, sparisjóðsstjóri, f. 21. júní 1912 á Holtastöðum, A- Hún., og kona hans Áslaug Katrín Líndal (f. Öster) kennari, f. 8. september 1913 í Tvöröyre á Suð- urey í Færeyjum. Gylfi og Erla byggðu sér hús að Þinghólsbraut 8 í vesturbæ Kópa- vogs og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru fjögur: 1) Áslaug, f. 9. apríl 1964 í Rvík. 2) Katrín, f. 8. september 1966 í Rvík. 3) Ormar, f. 27. október 1970 í Rvík. 4) Brynhildur, f. 6. desember 1972 í Rvík. Gylfi var forstöðu- sálfræðingur við geðdeild Landspítal- ans frá 1985 og dós- ent við Háskóla Ísl. frá 1974 auk margra annarra starfa tengdu fagi hans. Gylfa voru falin margskonar trúnað- arstörf í félagsmál- um og stjórnum og ráðum tengdum störfum hans. Gylfi var mikilvirkur rithöfundur (t.d. dálkahöfundur í Mbl.) bæði í fagi hans og áhugamálum. Um fags- krif hans vísast í „Íslenska sam- tíðarmenn“ en útgáfur um sagn- fræði og ættfræðirit eru eftirfarandi: „Bollagarðaætt“ (móðurætt), „Ásmundur Sigurðs- son, f. 1868 á Vallá á Kjalarnesi, ævi hans, ættir og niðjar“ (föð- urætt), „Húsafell og nágr.“ (fyrir ferðamenn og sumarhúsaeigend- ur), „Lárus í Grímstungu“ (ævi- saga vinar hans), „Lækjarmót- sætt“ (v/ niðjamóts ættingja konu hans), „Húsafellsætt“ (Niðjatal Snorra á Húsafelli í Borgarfirði) og í vinnslu með fleirum „Sál- fræðingatal“. Útför Gylfa verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ég kveð þig, kæri vinur, og þakka þér sérstaklega þau tuttugu ár sem við vorum í mestu samneyti með fjölskyldur okkar; í heimahús- um, í Fróðá og í Húsafelli. Fjöl- skyldumaðurinn, þessi rólegi, íhug- uli en jafnframt glaðværi vinur, alltaf til í glens og gaman, þó í hófi. Ekkert verið að spekúlera í aldri viðkomandi. Samveran skipti öllu. Margt kemur upp í hugann, t.d. gamlárskvöldin þar sem borðað var til skiptis hjá okkur og ykkur og ættingjar og vinir litu inn um kvöld- ið og voru jafnvel framundir morg- un, t.d. þegar skall á blindbylur svo ekki varð farið á milli húsa. Þá var farið í leiki eða spilað og sofið, hvar sem gólfpláss var. Í Fróðá var líka oft þröng á þingi þótt húsakynni væru allmikil á mælikvarða „veiði- kofa“. Þá bjóstu bara til „sérstakar húsreglur“ sem farið var eftir æ síðan og allt lukkaðist prýðilega. Seinni árin okkar þar var veiðilöng- unin ekki eins ólgandi en þá var það golfið, göngu- og fjöruferðir. Einnig var löngunin í ritstörfin farin að banka fastar á. Árlegar vikuferðir í Húsafell voru sérstakur kapítuli. Sundlaugin, potturinn og skógurinn hjá „Ferðabændunum“ Kristleifi og Sigrúnu frá 1972 þar til nýja að- staðan var komin upp og þið komin í ykkar eigin bústað þar. Göngu- túrarnir, spilamennska, hellarann- sóknir, hinar sérstöku Húsafells- bókmenntir, sungið með vinum og öðrum gestum. Fjögurra daga gönguferð okkar tveggja frá Húsa- felli norður yfir hálendið niður í Hjarðartungu í Vatnsdal og svo margt fleira. Nokkra veiðitúra fórum „bara við karlarnir“ í Langá á III. svæði. Konurnar höfðu komið í fyrstu ferð- ina, en lítill kofi án vatns, rafmagns og klósetts var ekki draumastaður þeirra, svo þarna máttum við húka ef við endilega vildum. Við vorum ekkert að hafa hátt um þær end- urbætur sem smám saman komu í „Kofann“. Þarna var notalegt við kolaofninn og kertaljósin að loknum veiðidegi, hvort sem tekið var í spil eða verið með gamanmál. Dagleg störf okkar voru á ólíkum vettvangi en áhugamálin voru mörg þau sömu eins og áður er nefnt, þótt eitt sé eftir og það er áhugi á sögulegum fróðleik og ættfræði. Þegar börnin voru komin á legg og þú uppgötvaðir hina áhugaverðu notkun tölvunnar til skráningar ættfræðiupplýsinga héldu þér engin bönd, eins og afrekaskráin sýnir. Margt hafðirðu í huga þótt hér vær- irðu stöðvaður í miðju verki. Okkur þótti mjög vænt um heim- sókn ykkar sl. sumar þótt hún væri alltof stutt. En það verður ekki á allt kosið. Erla mín, við sendum þér, börn- um ykkar og öðrum ástvinum inni- legustu samúðarkveðjur. Þórarinn B. Guðmundsson. Gylfi var góður frændi. Trúr og tryggur sínum nánustu allt til enda. Skýr mynd af honum sitjandi í stof- unni með gleraugun, yfirvegaður með bók í hendi og ærslafull börn allt í kring. Hann hafði þægilega nærveru, friður, ró og mikil viska fylgdi honum. Börnum gaf hann ör- yggi með glettnu brosi er hann leit upp úr bókinni öðru hvoru. Aldrei skammir, þó oft væri ærin ástæða til. Það var alltaf notalegt að koma til „Glyfa og Eldru“ en svo bárum við systurnar fram nöfnin þeirra fyrstu árin. Móðir okkar Karí var lánsöm að eignast Gylfa fyrir mág, er hún ung að árum fluttist frá Noregi til Ís- lands. Alla tíð hafa þeirra samskipti einkennst af hlýju, nærgætni og gleði og Gylfi reynst henni sem besti bróðir og Erla einstök vin- kona. Já, yndislega æska þú hverfur smátt og smátt við hvern ástvin sem við kveðjum. Minningin lifir, sterk, björt og hrein. Gylfi samdi ljóð fyrir tveimur ár- um er bróðir hans lést. Við látum það fylgja hér, þar sem það lýsir fallegum huga hans og fölskvalausri bróðurást. Átti ég bróður sem unni mér, öllum fremri í augum mínum. Fremstur í leikjum, fyrstur í keppni í veröld sem var í Vesturbænum. Hann gætti mín og hann gaf mér traust, fyrirmynd ég fann í honum. Alltaf síðan, alla ævi, bar engan skugga á okkar trúnað. Þökk sé þér bróðir, bróðir minn. (Gylfi Ásmundsson 1999.) Þökk sé þér frændi, frændi minn. Sunna, Ellisif, Birna, Edda. Eins og allar straumþungar ár mótar elfur tímans þau lönd, sem hún rennur um. Sverfur gljúfur á einum stað, fyllir upp dal á öðrum. Stundum hrifsar hún til sín væna torfu úr bakkanum, stundum skilur hún eftir bjarg í farveginum. Tím- inn mótar okkur öll, meitlar og slíp- ar, brýtur niður og byggir upp. Þeir, sem berast saman niður fljótið og byltast hverjir innan um aðra í iðuköstum þess, komast ekki hjá því að rekast á, núast saman, og slípast hverjir af öðrum. Það var drjúgan spöl upp með fljótinu að leiðir okkar Gylfa Ásmundssonar lágu saman. Ég hóf störf sem geð- læknir við Kleppsspítalann árið 1969. Gylfi var þá þegar í starfi þar sem ungur, en vel menntaður og áhugasamur sálfræðingur. Mér féll strax vel við þennan trausta, hæg- láta, en glaðværa mann. Hann hafði lokið prófi í sálarfræði frá Háskól- anum í Edinborg árið 1961 og fram- haldsnámi í klínískri sálarfræði við Wayne State University í Detroit í Bandaríkjunum 1963-64. Starfaði sem sálfræðingur við geðverndar- deild barna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur árin 1961–63 og átti eftir að starfa þar að hluta frá 1964–70. Hann hóf störf sem sál- fræðingur við Kleppsspítalann árið 1965 og starfaði þar og við geðdeild Landspítalans sem yfirsálfræðingur og síðan forstöðusálfræðingur til ársloka 1999. Dósent í sálarfræði við læknadeild Háskóla Íslands var hann frá 1974. Ég læt þessa upp- talningu nægja um störf Gylfa Ás- mundssonar þótt henni sé hvergi nærri lokið. Gylfi var starfsamur og kom víða við, ekki einasta sem sál- fræðingur, vísindamaður og kenn- ari, því hann gegndi jafnframt margháttuðum trúnaðarstörfum og var afkastamikill rithöfundur. Þeg- ar litið er um öxl virðist sá spölur, sem við áttum samflot, allt of stutt- ur og undarlega fljótfarinn. Margt gerðist þó og breyttist á vegferð okkar niður fljótið. Við flutum niður straumþunga strengi, skoppuðum á flúðum og lónuðum á lygnum. Stundum var straumurinn stríður og óvæginn, en þó held ég að hann hafi oftast verið ljúfur og þægileg- ur. Smágusur, en engin alvarleg ágjöf. Þótt við þannig flytum sam- hliða með straumi tímans held ég að mér sé óhætt að fullyrða að aldr- ei hafi komið til alvarlegra árekstra milli okkar Gylfa, enginn meirihátt- ar núningur orðið milli okkar, þótt ef til vill hafi honum tekist að slípa eitthvað af mínum vanköntum, og aldrei slest uppá vinskapinn. Reyndar þekki ég engan mann, er samflot átti með Gylfa Ásmunds- syni, sem hefur aðra sögu að segja. Gylfi var einfaldlega þannig maður, að hann siglir ekki úfinn sjó. Það voru engar ýfingar kring um hann. Engar rastir, eða straumhnútar. Æstist vindur og ýfðist sjór þá reyndist hann hinn rólegi maður sátta, er stillti storma og lægði öldurót. Einni frægustu persónu Ís- lendingasagna, Njáli á Bergþórs- hvoli, er þannig lýst, að „hann var vitur og forspár, heilráður og góð- gjarn og varð allt að ráði það er hann réð mönnum, hógvær og drenglyndur, langsýnn og lang- minnugur. Hann leysti hvers manns vandræði er á hans fund kom“. Þessi lýsing gæti allt eins átt við Gylfa Ásmundsson. Ég held ekki að hann hafi beinlínis verið forspár, en hógvær var hann, drenglundaður, góðgjarn og heilráður. Mikil eft- irsjá er að slíkum samferðamanni. Við, sem ennþá velkjumst í ýmsum hafvillum í lífsins ólgusjó, munum sakna leiðsagnar hans og uppörv- unar. Við þökkum honum heils hug- ar samflotið. Eftirlifandi eiginkonu hans, Erlu Líndal, og börnum þeirra, Áslaugu, Katrínu, Ormari og Brynhildi, færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Bænir okkar fylgja Gylfa Ásmundssyni á leið hans yfir móðuna miklu. Við vitum að handan hennar nær ferja hans landi og að leiðarlokum kemst knörrinn óbrot- inn í naust. Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir. Að morgni 5. janúar barst sú sorgarfrétt milli okkar vinkvenn- anna að vinur okkar, Gylfi Ás- mundsson, hefði látist að kvöldi 4. janúar. Fréttin kom okkur í opna skjöldu, en við vissum þó að heilsa hans væri ekki sem skyldi. Er við vinkonurnar hittumst síð- ast nú skömmu fyrir jól, á mán- aðarlegum fundi saumaklúbbsins L- iða, var glatt á hjalla. Margt var skrafað og skipulagt, þar á meðal fundir okkar og mót fram eftir þessu ári. Herrakvöld var einnig ákveðið, en það hefur verið venja að hittast nokkru sinnum á ári með eiginmönnunum. Margra ánægjustunda erum við búin að njóta saman og eigum ljúfar minningar. Saumaklúbburinn L-iði og makar hafa ferðast mikið og skemmt sér saman í gegnum árin. Á fyrstu árunum voru börnin okkar gjarnan með en nú hafa þau vaxið úr grasi og mörg myndað sínar eig- in fjölskyldur. En við fylgdumst með börnum hver annarar og rædd- um sorgir og gleði hversdagsins í fjölskyldum okkar. Er lögð voru á ráðin um áætlun vetrarins grunaði okkur ekki að svo stutt yrði í kveðjustund hjá okkar góða vinahópi. Við viljum minnast góðs drengs sem með sínu hægláta fasi hafði fylgt okkur í gegnum ára- langa vináttu. Er hann kom með pípuna sína og ljúfa brosið og heils- aði okkur konunum þegar við röð- uðum okkur að kaffiborðinu hjá Erlu með skvaldri og gleði sam- verustundarinnar. Já, við minnumst hans er hópurinn kom saman á góð- um stundum þar sem hann rólegur, yfirvegaður öðlingurinn blandaði geði við okkur á sinn glettna hátt. Það var alltaf ánægjulegt að ræða við hann. Hann hafði ætíð eitthvað gott til málanna að leggja. Þessi vinahópur á mörg ár að baki og með árunum hefur vináttan bundist æ traustari böndum. Gylfi var einstaklega hlýr og traustur vinur og átti virðingu okkar. Elsku Erla og fjölskylda, þið eig- ið allar okkar kærleikshugsanir á þessum erfiðu tímamótum. Við biðj- um ykkur blessunar. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Saumaklúbburinn L-iði og makar. Það er mikill sjónarsviptir að Gylfa Ásmundssyni af vettvangi sálfræðinnar á Íslandi. Um áratuga skeið var hann í forystusveit ís- lenskra sálfræðinga og þeir eru margir úr okkar hópi sem notið hafa handleiðslu hans eða forystu með einum eða öðrum hætti. Kynni mín af Gylfa spanna um tuttugu og fimm ár. Þau hófust þegar ég var nemandi í sálfræði við Háskóla Íslands þar sem Gylfi leiddi nemendur í allan sannleika um eðli sálfræðilegra prófa. Þá strax kom hann fyrir á sinn ein- kennandi hátt, þægilegur, íhugull og greiðvikinn. Mér fannst hann líka sjá lengra og dýpra en flestir aðrir en um leið af mikilli mýkt og mildi. Gylfi var þá þegar kominn í forystu fyrir sálfræðinga á Land- spítalanum, einum öflugasta starfs- vettvangi sálfræðinga á Íslandi. Hann gerði ekkert til þess að mikl- ast af því en lagði því meiri rækt við að kynna okkur algengustu verk- færi sálfræðinga. Þarna voru fyrstu tækifæri okkar margra til að skyggnast undir yfirborðið í eigin lífi og hefja þá vegferð að láta ekki okkur sjálf verða til trafala í vinnu okkar með öðrum. Fyrir sjálfan mig er Gylfi ekki einungis upphafsmað- ur þessarar vegferðar heldur sá sem tók við mér beint úr fram- haldsnámi og hjálpaði mér við að skyggnast og skilja fólk og hvernig sálfræðingar geta starfað með áhrifaríkum hætti. Upphafsmenn sálfræði á Íslandi voru fjölhæfir menn. Þeir skrifuðu mikið fyrir almenning og komu víða við í skrifum sínum. Gylfi var mað- ur þessarar gerðar. Hann var vel lesinn og afar ritfær. Hann bæði þýddi og skrifaði um margvísleg sálfræðileg efni. Hann kunni þá list að gera flókið mál skiljanlegt og stíll hans var þýður og þægilegur. Nútíminn kallar á fólk með trausta þekkingu og færni í vísindum og fræðum. Gylfi var maður sem sinnti þessu kalli vel. Hann átti frum- kvæði að og stjórnaði fjölmörgum rannsóknum sem jafnan sneru að þýðingarmiklum málum s.s. lífi og líðan sjómanna, áfengisneyslu og áhrifum hennar og sálrænum áföll- um vegna náttúruhamfara. Sam- félagslega ábyrgð sína sýndi Gylfi með forystu og þátttöku í fjölda nefnda og stjórna, bæði á vegum Sálfræðingafélags Íslands og stjórnvalda. Væri þörf á vönduðum manni sem fullvíst væri að skilaði góðu verki var Gylfi jafnan fyrsti kostur. Gylfi stýrði stórum hópi sálfræð- inga á geðdeildum Landspítala. Undir hans forystu í þrjátíu ár óx og dafnaði sá hópur. Það er aldrei létt verk að leiða hóp ólíkra ein- staklinga. Þótt á stundum hafi verið skiptar skoðanir um áherslur var aldrei ágreiningur um manninn Gylfa. Hann hafði alla okkar virð- ingu en ekki síður væntumþykju. Ekki var betra að leita til nokkurs manns og aldrei þörf að draga úr eða hika. Skilningur og hlýja ein- kenndi allt hans viðmót. Hann mat meira heilindi og manngæsku í samskiptum við samferðamenn en vegtyllur og völd í samfélagi heil- brigðisstétta. Á honum stóðu mörg spjót en upp úr stóð manneskjan og skjaldborg hans um raunveruleg mannleg gildi. Í þessu felst ein stærsta og besta minningin um Gylfa og þetta er það veganesti sem mér og mörgum mun veitast nota- drjúgt. Gylfi kaus að láta af forystu sál- fræðiþjónustu Landspítala áður en aldur sagði til um. Við fögnuðum því með honum að geta nýtt fjöl- þætta hæfileika sína algerlega eftir eigin höfði en sáum jafnframt að við gætum notið krafta hans og félags- skapar um langa hríð. Þótt ég hefði ekki hitt Gylfa um nokkurt skeið bárust mér fregnir af góðu gengi hans og mikilli virkni. Voru það fregnir sem glöddu mjög. Skyndi- legt andlát hans kom því sem reið- arslag. Missir fjölskyldu Gylfa er mikill. Hann var farsæll fjölskyldu- faðir, ást hans til konu sinnar og umhyggja í garð fjögurra uppkom- inna barna var öllum ljós. Þeim sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Hörður Þorgilsson. Dýrmætar minningar geymir hver fyrir sig og því verða hér ein- ungis færðar þakkir fyrir að hafa átt þig að og notið samfylgdar þau 39 ár sem liðin eru síðan kynni okk- ar hófust. Þar hefur aldrei borið skugga á. Og lengi gat gott batnað! Hvílíkan hetjuskap og ósérhlífni þú sýndir í viðureign þinni við illvígan sjúkdóm af elsku og tillitssemi við fjölskyldu þína og aðra samferða- menn verður vonandi mörgum til eftirbreytni. Ekkert víl og múður, lífið hélt áfram sinn vanagang, nýr starfsvettvangur, ferðalög, dýr- mætar og kærar stundir með fjöl- skyldu og vinum. Ómetanlegt var að eiga með ykkur Erlu og öðrum vinum unaðsstundir í Aþenu og við nafla alheimsins í Delfí fyrir tveim mánuðum og takk fyrir kaffi, kon- fekt og skemmtilegt spjall heima í stofu á Þinghólsbrautinni á gaml- ársdag. En í dögun nýrrar aldar varð að beygja af. Á hálfum fjórða sólar- hring var tekinn nýr kúrs og festar leystar á vit nýrra ævintýra. Orð Péturs Gauts til móður sinn- ar veljum við sem hjartans kveðju okkar til þín við vistaskiptin: Guð launi þér lífsstundir þínar. Kæru Erla, Áslaug, Kata, Ormar og Bryna. Þið eigið okkur alltaf að. Jóhanna og Tómas. GYLFI ÁSMUNDSSON  Fleiri minningargreinar um Gylfa Ásmundsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.