Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mývatnssveit - Fuglatalning áhuga- manna fór fram víða um land á sunnudag svo sem venja er til um hver áramót. Í Mývatnssveit hefur verið talið á svæði sem nær frá Birgisskeri við Reykjahlíð og þaðan meðfram vatnsbakka suður á Kálfastrandarvoga sunnan Hafurs- höfða. Samtals voru skráðir 224 fuglar í talningunni að þessu sinni. Aðstæður til fuglaskoðunar voru frekar óhagstæðar vegna þoku. Á þessu svæði haldast auðar vak- ir á vetrum þótt vatnið sé annars ísilagt og kemur það til vegna volgs aðstreymis frá jarðhitasvæðinu austan vatns. Þarna heldur fuglinn sig, en upp af eyðunum myndast mikil þoka í frostum og því meiri sem frostið er harðara. Fuglatalning á svæðinu var fyrst í höndum Jóhannesar Sigfinns- sonar á Grímsstöðum en síðan Ill- uga Jónssonar á Bjargi og nú síð- ustu árin hafa afkomendur Illuga annast talninguna. Á Kálfastrandarvogum voru að þessu sinni stokkendur, húsendur og gulendur. Ekkert sást af spör- fuglum í skóginum við Höfða utan einn snjótittlingur, sem eflaust hef- ur orðið viðskila við hópinn sinn. Músarindill sem á hér óðul sín lét hvorki heyra til sín né sjá og var því ekki skráður, en mývetnskir skóg- arþrestir eru í vetrarfríi úti við sjávarströndina um þessar mundir, svona svipað og þegar mannfólkið skreppur til Kanaríeyja yfir ára- mótin. Um húsandarhjón sem syntu með unga sína á Kálfastrandarvogum orkti Baldvin Stefánsson fyrir mannsaldri: Húsa sé ég hjónin stór hér sitt auka gaman. Þó hefur engin kátur í kór klerkur gefið saman. Morgunblaðið/BFH Klasar á Kálfastrandarvogum. 224 fuglar skráðir á Kálfastrandarvogum STJÓRN Öldunnar, stéttarfélags í Skagafirði, hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun sem samþykkt var á fundi 10. janúar sl.: „Fundur haldinn í stjórn Öldunn- ar, stéttarfélags, 10. janúar 2001 lýs- ir undrun sinni og áhyggjum yfir því, að félagsmálaráðherra hefur ekki skipað formann í svæðisráði Norður- lands vestra, en fráfarandi formaður ráðsins sagði formlega af sér hinn 4. október sl. Með því að skipa ekki nýjan formann hefur ráðherrann haldið ráðinu óstarfhæfu í þrjá mán- uði. Því til viðbótar má segja að ráðið hafi verið illa starfhæft frá því í maí sl. að mestu vegna óheppilegrar af- skiptasemi forstjóra Vinnumála- stofnunar af störfum svæðisráðs og varðandi starfsmannaráðningar. Hlutverk svæðisráðsins er marg- víslegt varðandi atvinnulaust fólk í kjördæminu sbr. t.d. 10.–13. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir frá 1997. Verður ekki séð að það þjóni hags- munum atvinnulauss fólks að halda ráðinu óstarfhæfu eins og hér gerist. Skorar stjórnin á félagsmálaráð- herra að skipa nú þegar formann ráðsins úr hópi þeirra sem tilnefndir hafa verið þar til starfa.“ Stéttarfélagið Aldan í Skagafirði Formaður svæðisráðs verði skipaður VÍGSLA nýs leikskóla á Króki 1, Grindavík, fer fram sunnudaginn 14. janúar kl. 13. Þetta er 650 fm hús- næði með vandaðri lóð. Á leikskól- anum verða fjórar deildir og rúmar hann um 80 börn í einu. Með þessum nýja leikskóla verður gjörbreyting á leikskólaþjónustu í Grindavík. Skólinn er byggður í einkafram- kvæmd að undangengnu útboði. Eig- andi leikskólans og rekstraraðili hússins er Nýsir hf. Grindavíkurbær leigir húsið með lóð og búnaði af Nýsi hf. í 29 ár. Ístak hf. byggði mannvirkið. Fjármögnunaraðili er Íslandsbanki hf. Húsið er hannað af Arkitektastofunni ehf. og eru arki- tektar þeir Ormar Þór Guðmunds- son og Sigurður Kolbeinsson. Leikskólinn er opinn almenningi til sýnis á vígsludaginn kl. 14–17. Leikskóli vígð- ur í Grindavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.