Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Logi Runólfssonfæddist í Reykja- vík 31. janúar 1941. Hann lést af slysför- um 2. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Nanna Halldórsdóttir, f. í Reykjavík 22. júlí 1918, d. 4. desember 1997, og Runólfur Sæmundsson, f. í Reykjavík 30. októ- ber 1916. Logi var elstur þriggja bræðra en bræður hans eru Daði Run- ólfsson, f. 30. nóvember 1945, og Halldór Björn Runólfsson, f. 4. október 1950. Logi kvæntist 1. október 1966 Önnu Kristjánsdóttur, f. 23. des- ember 1943. Foreldrar hennar voru Rósa Þorsteinsdóttir, f. á Þverhamri í Breiðdal 16. júlí 1920, d. 8. ágúst 1992, og Krist- ján Kristjánsson, f. á Seyðisfirði 6. júlí 1905, d. 15. nóvember 1977. Logi og Anna eign- uðust tvö börn: Nönnu Logadóttur, f. 6. maí 1967, og Kristján Frosta Logason, f. 29. apríl 1978. Sambýlismað- ur Nönnu er Bjarki Ríkharðsson, f. 3. júlí 1965. Sonur Nönnu er Jón Logi, f. 8. september 1990. Logi lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar og frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1960. Hann starfaði við ýmis störf á árunum 1960–1964 en þá stofnaði hann ásamt föður sínum og bróður fyrirtækið Blossa sf. þar sem hann starfaði til dauðadags. Útför Loga fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku pabbi. Helst hefði ég viljað fá að kveðja þig með hraustlegu faðmlagi eins og við vorum vanir en vegna þess hversu fljótt þú fórst nota ég nú tækifærið og skrifa þér nokkur orð. Ég veit að þú nagar nú neglurnar og hefur áhyggjur af mömmu og okkur börnunum og þess vegna vil ég segja þér og fullvissa þig um að þær áhyggjur eru óþarfar. Ég mun hugsa um mömmu og Nönnu systur ásamt öllu því góða fólki sem stendur okkur svo nærri og hefur stutt okkur á þessum erfiðu tímum. Þú ert heldur betur búinn að leggja mér lífsregl- urnar og undirbúa mig fyrir lífið þó svo að þú hafir ennþá verið að kenna mér eitthvað nýtt á hverjum degi. Það voru jú þínar ær og kýr að segja mér hvað væri rétt og hvað væri rangt auk þess sem þú lagðir þig sí- fellt fram við að fræða mig um bæði allt og ekkert enda var af nógu að taka úr þeim óþrjótandi viskubrunni sem þú áttir í kollinum. Góðmennska þín og heiðarleiki hafa ávallt verið mitt leiðarljós í leit minni af sjálfum mér og efast ég ekki um að þar hafi ég fengið það besta og jafnframt hollasta lífsveganesti sem völ er á. Þær eru ófáar þumalputtareglurnar og nánast óteljandi heilræðin sem þú gafst mér og ég mun búa að alla ævi. Ókosti þína bentir þú mér á að nýta mér sem víti til varnaðar en segja má að þeir hafi verið fáir en frekar þungir og hvíldu þeir þá helst á sjálfum þér. Ég átti með þér marg- ar góðar stundir sem ég mun aldrei gleyma og ég vona að ég sjái þig ein- hvers staðar, einhverntíma aftur á ný. En þangað til vil ég að þú vitir að ég ætla mér að vera góður og einlæg- ur fulltrúi þinn hvar sem ég kem um alla ævi. Nú ert þú farinn, og kemur víst ekki aftur, en eftir situr minn- inginn um stórkostlegan mann, einn af þeim albestu sem ég kveð nú í hinsta sinn og minnist ég um leið orðanna sem þú hrópaðir upphátt um hver einustu áramót: „Happy New Year, I Love You.“ Takk fyrir allt, pabbi minn. Þinn sonur að eilífu, Frosti Logason. Elsku pabbi minn. Það er ólýsan- lega sár tilfinning að þurfa að kveðja þig svona snögglega. Þið mamma gáfuð mér svo góða æsku og þú studdir mig ómetanlega mikið í líf- inu. Þú varst svo góður maður, alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum og miðla af visku þinni og heiðarleika. Aldrei féll af þínum vörum hnjóðsyrði um nokk- urn mann. Það verða viðbrigði að geta ekki hringt til þín þegar mig vantar svör við einhverju því aldrei var komið að tómum kofunum hjá þér, þú varst svo víðlesinn og minn- ugur. Ég skal ekki bregðast þér að styðja mömmu og Kristján Frosta bróður, við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Takk fyrir allar góðu minningarnar ekki síst síðastliðin jól og áramót þegar við áttum svo marg- ar góðar stundir saman. Minningin um þig verður ávallt í hjarta mínu. Þín elskandi dóttir, Nanna. Aldrei framar óttast þú eldraun dags né kalda nótt; kvatt þú hefur heimsins bú, heimför gert og laun þín sótt. Æskufjör og heimsins hold fylgist að í dökka mold. Aldrei meir þér ógna skal ygglibrún og ráðin há; skeyt ei framar flík né mal, fellur eik sem visið strá. Speki, vald og hreystihold Hafnar allt í kaldri mold. Aldrei meir þig skelfa skal skrugga snögg og elding föl, áfjátt níð og eitrað tal; öll er gengin sæld og kvöl. Ást sem björtust finnst á fold fylgir þér í svarta mold. Enginn seiður æri! enginn galdur særi! illir andar víki! Alein þögnin ríki! Hljóttu frið í hinztu gjöf; heiður signi þína gröf! (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Margrét og Halldór Björn. Elsku Logi frændi. Þegar við fengum þær sorglegu fréttir að þú værir farinn frá okkur virtist það svo óraunverulegt. Þú, sem hafðir verið svo hress og kátur með okkur fjöl- skyldunni á gamlárskvöld, varst skyndilega fallinn frá. Hvernig hefði okkur getað grunað að þetta yrði í síðasta sinn sem við myndum fagna nýju ári með þér? Þau eru ógleymanleg öll áramótin þegar við systkinin fylgdumst með þér og Daða frænda kveikja ykkur í vindli til að geta sent flugeldana á loft þegar miðnætti nálgaðist og kvöldhimininn var baðaður í ljósa- dýrð. Eins og við munum eftir þér varstu alltaf svo hress að þú gast komið öllum í kringum þig í gott skap. Þú varst alltaf svo hlýlegur í viðmóti. Þegar við vorum yngri varst þú ávallt sá sem veittir okkur hvað mesta athygli, enda orðlagður fyrir barngæsku og nærgætni gagnvart þeim sem voru að stíga sín fyrstu spor í þessum heimi. Þannig minnist pabbi þín einnig best en honum varstu alltaf sannkallaður stóri bróð- ir, fullur af gæsku og hrekkleysi. Við söknum þín sárt og eigum, eins og allir sem þekktu þig, erfitt með að sætta okkur við þetta svip- lega slys. Eina huggunin er að dauði þinn var snöggur og að nú ertu kom- inn til betri staðar en okkar hraða og harða heims. Megi Guð styrkja þína nánustu í sorginni og hjálpa okkur að varðveita allar góðu endurminn- ingarnar frá samfundunum við þig. Þegar ég horfi burt í bláa firð, þú birtist mér, því mildur bjarmi af mána og stjörnu-dýrð er mynd af þér. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Árni og Sigrún. Ég get ekki sagt með réttu að ég hafi þekkt Loga eins lengi og þeir sem kynntust honum í bernsku, því ég hef aðeins þekkt hann í tæp þrjá- tíu ár. Líklega er það ekki langur tími þegar tekið er tillit til þess að við jafnaldrarnir vorum fæddir á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Þó vorum við ekki mjög gamlir eða það fannst okkur að minnsta kosti ekki. Fyrstu kynni okkar voru þau, ef ég man rétt, að við vorum ekki að fullu sáttir við litinn á húsum okkar. Þannig var nefnilega málum háttað að við vorum nágrannar, bjuggum í sitt hvorum enda raðhúsalengju með tvö hús á milli. Þegar fyrstu litir veggja og glugga tóku að fölna og mást og ef til vill eitthvað að flagna var tekið til við að endurnýja hverfandi fegurð fast- eigna okkar og þá fór eins og oft þeg- ar Íslendingar eiga í hlut, að við gát- um ekki orðið fyllilega sammála. Það gátu raunar ekki heldur þeir sem bjuggu á milli okkar Loga. Þar sem örlögin höfðu skikkað okkur í raðbýli hlaut svo að fara, að í ríflega tuttugu og fimm ár hafa þessi fjögur hús í lengjunni aldrei verið nákvæmlega eins á litinn. Hinu hefðum við aldrei gengist við, að litirnir væru ekki þeir sömu. Við hjónin höfðum mikla ánægju af því að kynnast Loga. Raunar varð Inga fyrri til og hafði þekkt hann lengur, því þegar hún ung að árum vann einn vetur í eldhúsi Samvinnu- skólans á Bifröst var Logi þar nem- andi. Hefur hún oft nefnt hvað Logi bar þar af öðrum ungum mönnum í fasi öllu og háttprýði. Sagði hún hon- um þetta alloft og gat ég ekki betur séð en að hann roðnaði eilítið við í hvert sinn er hún hældi honum svo hann mátti heyra. Ekki hafði ég kjark til að spyrjast frekar fyrir um þá hluti. Alloft sagði Logi frá því að ungur vann hann hjá Landssímanum við lagningu símans við norðanverðan Breiðafjörð. Á Barðaströnd komu þeir Logi og vinnufélagar hans í Litlanes til Júlíusar, sem bjó þar síð- astur ásamt konu sinni og syni og Jóni Thorberg vinnumanni. Leist Loga stax vel á þetta fólk allt, ekki síst Jón. Ungur hafði Jón misst ann- an fótinn og hafði tréfót öðrum meg- in til þess að báðir fætur mættu telj- ast jafnlangir. Tréfóturinn þreytti hann og meiddi og því gerðist það ósjaldan að Jón kastaði tréfætinum og gekk þá á hnjánum. Þannig sá Logi hann ganga að slætti í Litla- nestúni og þreyttist ég seint á að heyra Loga segja frá þessu, því sam- úð hans með þessum hörðu lífskjör- um leyndi sér ekki. Logi var góður ökumaður og þeg- ar ég frétti að hann væri látinn í um- ferðarslysi þótti mér sem eina ferð- ina enn væri verið að segja söguna af sægarpi þeim sem oft hafði siglt í gegnum brimskafla og brotsjói, en drukknaði að lokum í bæjarlæknum á sólfögrum sumardegi. Logi var mjög vel menntaður þó ég kunni ekki vel að rekja skóla- göngu hans. Ég tók fljótlega eftir því að merkilega eins var smekkur okk- ar á því sem í bókum stendur, ekki síst ljóðum. Höfðum við báðir mikið dálæti á kveðskap Jóns Helgasonar, bæði birtum og óbirtum. Við þurft- um ekki annað en tilvitnun í slíkar yrkingar til þess að sættast að mestu eftir vitsmunalega umræðu um t.d. liti á húsum, þar sem við gátum aldr- ei orðið fyllilega sammála um hin fínni blæbrigði litanna. Oft barst í tal þýðing Jóns á gömlu sænsku kvæði sem Magnús prúði hafði þýtt fyrir löngu, en Jóni líkaði ekki allskostar þýðingin. Ein vísa úr þessu kvæði finnst mér einhvern veginn eiga bet- ur við nú en oft áður: Dauðinn er veiðimaður sem drepur í þrá, fer hann með sína hunda, fellir hann eina rá, fellir hann síðan aðra, fellir hann síðan tvær, fellir hann allt fyrir ofan mold sem andar og lifir og grær. Við Inga viljum ekki trúa því að það sé fullseint að þakka Loga fyrir vináttuna og samfylgdina, og send- um Önnu, Nönnu, Kristjáni Frosta og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Leifur A. Símonarson. Hann Logi vinur minn er farinn. Það var hringt til mín seinnipart 2. janúar síðastliðinn og mér færð þessi hörmungarfrétt; að hann Logi vinur minn hefði látist í bílslysi upp úr há- deginu. Hugur minn hefur verið fullur af hugsunum um Loga síðan. Eitt kvöldið nú í vikunni fór ég til Runólfs, pabba Loga, og truflaði hann þar sem hann var kominn með kvöldmatinn fyrir framan sig. Eitt sinn í samtalinu leit Rönsi til lofts og sagði: „Svona var þetta nú bara, Logi minn.“ Hann leit síðan á mig og spurði: „Heldurðu að það sé fram- hald?“ „Hver veit,“ svaraði ég, „en þú, hvað heldur þú?“ „Ég veit að það er,“ svaraði Run- ólfur og sagði mér svo söguna sem bjó að baki vissu hans. Maturinn varð ískaldur, við töluðum um Loga í tvo tíma, báðir jafn ósáttir við ótíma- bæra brottför, hvorugur kannski nógu sáttur við Loga síðustu árin, en báðir harmi slegnir yfir að þurfa að kveðja fyrirvaralaust góðan dreng, son og vin sem okkur þótti svo óhemju vænt um. Nanna og Runólfur fluttu í íbúð í húsi foreldra minna við Skólavörðu- stíg með Loga þegar hann var þriggja ára, ég var þá fjögurra. Við vorum eins og bræður á uppvaxtar- árunum. Margs er að minnast. Skömmu eftir að Logi kom í húsið fékk hann talið mig á að fara inn á skrifstofu til föður míns og falast eft- ir peningum til sælgætiskaupa. Heldur uppburðarlítill og niðurlútur tókst mér að stynja upp: „Pabbi viltu gefa okkur aur?“ „Krónu sagði ég,“ gall þá í Loga. Vinskapurinn hélst fram á fullorð- insár. Minnisstæðar eru heimsóknir til Loga og besta skólafélaga hans, Gissurar á Bifröst, þegar Loga tókst að fá væna smjörklípu út í kjötsúp- una í tilefni gestakomu! Þá einnig heimsóknir okkar Loga saman til Gissurar og félaga í símavinnuflokki vestur í Dölum, þar sem Guðjón gamli, einn flokksfélaganna varð að ævilöngu skemmtiefni, sakir sér- staks málfars, talanda og framkomu. Fjölskylda Loga flutti til Buenos Aires en Logi undi ekki í því lofts- lagi, kom heim á undan hinum og bjó þá hjá mér og fyrri konu minni, Birnu, fyrsta árið sem við bjuggum saman, árið sem við eignuðumst eldri son okkar. Svo fór að okkar fóstbræðralag rofnaði. Hvers vegna veit ég ekki. Útundan mér vissi ég að Logi átti við erfiðleika að stríða, hann glímdi við sama volduga andstæðinginn og mér hefur sjálfum reynst erfiður í gegn- um árin. Þrívegis gerðum við til- raunir til að endurvekja sambandið, hittumst og vorum saman hluta úr dögum, en með litlum árangri og án þess að ég fengi botn í sambandsslit- in. Í mörg ár var sambandið tvö sím- töl á ári á afmælisdögum okkar svo og skiptst á jólakortum. Þessar línur eru skrifaðar fyrir mig sjálfan, tilraun til að létta af mér hluta af þeim minningaflaumi sem um huga minn flýgur. Helgi Hákon. Þessi heimur er ekki aðskildir hlutir, allt tengist öllu. Rætur á himni vex til jarðar ber ávöxt, skapar líf okkar. Rætur í jörðu, tré sem vex upp til ljóssins aldin þess stjörnur. Við skyndilegt fráfall svila míns, Loga Runólfssonar, leitar hugurinn aftur um þrjátíu og fimm ár en við urðum um svipað leyti tengdabörn Rósu og Kristjáns á Hrísateigi 8. Þrátt fyrir að hann væri heims- borgari sem hafði ferðast og dvalið langdvölum í öðrum löndum og heimsálfum en ég, uppburðarlítil feimin sveitastúlka, sem aðeins hafði LOGI RUNÓLFSSON Erfisdrykkjur 50-300 manna Glæsilegir salir Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu, Engjateigi 11, sími 588 4460.                               !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.