Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ S ú hugsun að stjórnmála- menn láti hjá líða að gæta hagsmuna skatt- greiðenda á Íslandi er að sönnu ekki sérlega geðþekk eða upplífgandi. Einhver hefði ef til vill ætlað að kjörnum fulltrúum þjóðarinnar væri eigin- legt að halda uppi vörnum fyrir þá, sem tryggja viðgang sam- félagsins með skattgreiðslum sín- um. Ef þeim hinum sömu er ekki treystandi til að tryggja að fjár- útlát skattgreiðenda nýtist ein- vörðungu í almannaþágu hlýtur sú spurning að vakna hvort þessi hópur manna fái staðið undir þeim kröfum, sem til hans eru gerðar að öðru leyti. Ákvarðanir stjórnmálamanna um fjárútlát, sem með engu móti tengjast þörfum þeirra er leggja peningana fram, eru því fallnar til að grafa undan trausti alþýðu manna á mönnum, flokkum og fylkingum. Eftir að hafa horft upp á lygilegan fjáraustur til gæluverkefna stjórnmálamanna á liðnu ári hljóta skattgreiðendur á Íslandi að hug- leiða á hvern veg þeir geti brugð- ist við til að andóf þeirra verði í senn sýnilegra og skilvirkara. Hagsmunir og réttindi skatt- borgaranna eru af tvennum toga. Annars vegar ræðir um rétt hvers og eins til að greiða ekki meira í skatt en honum ber samkvæmt lögum og jafnræðisreglum. Hins vegar er almennt þörf á því að hið opinbera fari vel með fé almenn- ings og lánstraust ríkisins. Telji tiltekinn Íslendingur að á honum sé brotinn réttur hvað þetta varðar getur sá hinn sami brugðist við með ýmsum hætti. Viðkomandi getur kært til skatt- stjóra, ríkisskattanefndar eða höfðað dómsmál. Þetta ferli getur verið kostnaðarsamt þar eð iðu- lega þarf viðkomandi að leita að- stoðar lögmanna. Sá kostnaður getur í mörgum tilfellum reynst þyngri á metunum en sjálf kæran og þar með, hugsanlega hið minnsta, komið í veg fyrir fram- gang réttlætisins. Viðkomandi getur ef til vill leit- að til umboðsmanns Alþingis. Þar er þó trúlega ekki fyrir hendi sú sérþekking, sem þörf er á í slíkum efnum. Að auki eru skattar það sérstakur og flókinn málaflokkur að efast má um að æskilegt sé að umboðsmaður Alþingis hafi hann einnig á sinni könnu. Því vaknar sú spurning hvort þörf sé á sérstökum umboðsmanni til að taka við kærum frá einstak- lingum vegna skatta, sem á þá hafa verið lagðir. Þörfin fyrir slíkt embætti verð- ur hins vegar mun brýnni þegar hugað er að hinum almennu hags- munum íslenskra skattgreiðenda. Þar skortir mjög á eftirlit og að- hald líkt og dæmin sanna, sem verða ekki rakin hér af tillitssemi við lesendur. Ríkisendurskoðun gefur al- mennt yfirlit um meðferð opin- berra fjármuna en sinnir ekki kvörtunum einstaklinga. Það tald- ist til framfara þegar þessi stofn- un var færð undir Alþingi en eðli málsins samkvæmt lætur hún Al- þingi fyrst og fremst í té upplýs- ingar en knýr ekki á um að bætt sé úr. Það er hlutverk Alþingis. Því hlutverki sinnir Alþingi hins vegar ekki nógu vel m.a. vegna þess að þar hafa valdhafar, ríkis- stjórn hvers tíma, jafnan töglin og hagldirnar. Niðurstaða undangenginna hugleiðinga er því þessi: Hags- muna- og réttindagæslu íslenskra skattgreiðenda er engan veginn sinnt sem skyldi. Hvernig mætti haga henni? Víða um heim eru starfandi samtök skattgreiðenda. Þau eru t.a.m. verulega áhrifamikil í Þýskalandi hvar þau nefnast „Verein der Steuerzahler“. Þessi samtök birta á ári hverju „svarta skýrslu“ um meðferð opinbers fjár, sem vekur einatt töluverða athygli. Mælir eitthvað sérstaklega gegn því að slík samtök verði stofnuð hér í lýðveldinu? Önnur leið er að setja á fót emb- ætti umboðsmanns skattgreið- enda. Hann hefði það hlutverk að fylgjast almennt með meðferð op- inbers fjár, afhjúpa sóun og spill- ingu og leggja fram tillögur til úr- bóta. Ástæða er til að tiltaka að engin nýjung fælist í slíku eftir- litshlutverki innan ríkiskerfisins. Nú þegar eru starfandi umboðs- maður Alþingis vegna stjórnsýsl- unnar og umboðsmaður barna. Þá má nefna sjálfstæðar stjórnsýslu- stofnanir á borð við Samkeppnis- stofnun, sem gætir að hags- munum neytenda, og nýstofnaða Persónuvernd, er stendur vörð um friðhelgi einkalífs og persónu- upplýsingar. Hvers vegna hafa þessar nýju stofnanir litið dagsins ljós? Þær eru svarið við því að hefðbundnar stofnanir á borð við dómstóla og Alþingi eru ekki nógu sveigjan- legar eða ópólitískar til að gæta nægilega vel hagsmuna borgar- anna gagnvart ríkisvaldinu. Nákvæmlega hið sama á við um hagsmuni skattgreiðenda á Ís- landi. Stjórnmálamenn á Íslandi ættu að taka þessari hugmynd fagn- andi. Í henni felst veruleg réttar- bót auk þess sem embætti um- boðsmanns skattgreiðenda myndi létta störf þeirra. Með tilvísun til slíks embættis gætu þeir hafnað kröfum ýmissa samtaka og sér- hópa, sem gera út á sameiginlega sjóði landsmanna þegar að því kemur að fjármagna áhugamálin. Jafnframt má ætla að umboðs- maður skattgreiðenda myndi, í nafni jafnstöðu, knýja á um rann- sóknir á þeim umfangsmiklu skattsvikum, sem tíðkast hér á landi og valdamenn sýna lítinn áhuga. Vert er að benda á að víðast hvar erlendis eru réttindi, hags- munir og peningar skattgreiðenda fyrirferðarmiklir í opinberum um- ræðum. Þannig er því ekki farið hér á landi þótt bæði flokkar og stjórnmálamenn gefi sig út fyrir að vera sérlegir fulltrúar alþýðu manna á því sviði. Ginnungagap ríkir milli orða og efnda í íslensk- um stjórnmálum en fá dæmi finn- ast um að þessi íslenska „sér- staða“ bitni á svo fjölmennum hópi fólks og skattgreiðendum. Eftir stendur að æskilegt væri að starfandi stjórnmálamenn héldu fram sjónarmiðum skatt- borgara á Íslandi. Til lengri tíma litið verður slíkri hagsmunavörslu hins vegar best komið í höndum sérstaks umboðsmanns. Umbi óskast Víðast hvar erlendis eru réttindi, hags- munir og peningar skattgreiðenda fyr- irferðarmiklir í opinberum umræðum. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson ✝ Sigurbjörn Guð-jón Þorkelsson frá Hrygg í Hraun- gerðishreppi fædd- ist 10. desember 1952. Hann varð bráðkvaddur á ferðalagi í Hollandi 28. desember síðast- liðinn. Móðir hans er Þorbjörg Guðjóns- dóttir frá Hrygg en faðir hans er Þorkell Jónsson frá Smjör- dölum í Sandvíkur- hreppi. Systkini Sig- urbjörns eru Heimir Ólafsson, Kristín Þorkelsdóttir, Jón Gísli Þorkelsson, Guðjón Þorkelsson og Árni Þorkelsson. Sambýliskona Sigurbjörns var Gunndís Hafsteinsdóttir í Þor- lákshöfn. Dóttir þeirra er Þor- björg Harpa Sigur- björnsdóttir, f. 10.1. 1972. Sambýlismað- ur hennar er Baldur Geir Arnarson og eiga þau Gunndísi Evu og Júlíu Bríeti. Þau búa í Reykja- vík. Sigurbjörn kvæntist 10.12. 1982 Hjördísi Ingólfs- dóttur. Þau skildu eftir tíu ára sam- búð. Dóttir hennar sem ólst upp hjá þeim heitir Ýr Margrét. Síðasta árið átti Sigurbjörn heimili í Vatnsholti 1 í Villinga- holtshreppi. Útför Sigurbjörns fór fram frá Hraungerðiskirkju 5. janúar. Við bræður ólumst upp í sveitinni, fyrst á fæðingarstað móður okkar í Hrygg en vorið 1960 fluttumst við með henni að Læk, en þangað hafði hún ráðið sig sem ráðskona, ég á fimmta ári en Sigurbjörn á því átt- unda, bóndinn á Læk hét Gísli Högnason. Á Læk var blandaður búskapur, þ.e. kýr, kindur, hestar og fáeinar hænur, og var því snemma nóg handa okkur að gera við umhirðu búpenings og í heyskap. Stundum gafst þó tími til að leika sér, þá gjarnan með ýmiss konar búdót, en við áttum saman lítið bú í túnjaðrinum. Snemma hneigðist hugur hans til að fást við byggingar, hann hlóð hús- kofa úr torfi og grjóti fyrir búsmalann á meðan ég klambraði saman traktor- um og einhverju öðru dóti með hjól- um. Oft var skroppið á bak og hesta- mennska var mikið áhugamál hans á yngri árum. Í Hróarsholtslæk sem rennur hjá bænum veiðist silungur og stundum var setið fram á kvöld við að dorga og oftar en ekki komum við heim með væna silunga í soðið. Áður en langt um leið var ráðist í kaup á silunganeti því að dorgveiðiskapur þótti honum of seinlegur. Einn af leikjum hans var að stífla lækjarsprænu sem rennur ofan úr Torfamýri í áðurnefndan læk. Virt- ist mér tilgangurinn vera sá að at- huga hvað stíflan þyrfti að vera sterk til að hún brysti ekki áður en vatnið byrjaði að renna yfir. Stífluna gerðum við úr steinum sem við þéttum með torfi eða mosa. Ég minnist sérstaklega að einn vet- urinn voru mikil ísalög yfir öll túnin en við áttum stóran sleða sem Gísli frændi okkar í Hrygg hafði smíðað og vorum við vanir að renna okkur í góð- um brekkum frammí holti. Nú voru góð ráð dýr, enginn snjór og veturinn að verða búinn. Brugðum við á það ráð að setja segl á sleðann svo við gætum rennt okkur eftir ísnum en nógur var vindurinn. Á Læk voru alltaf ráðnir unglingar til sumarstarfa, gjarnan tveir strákar og ein stelpa og var oft glatt á hjalla. Að loknum verkum var setið við spila- mennsku eða sögulestur á kvöldin. Sérstaklega hafði Sigurbjörn gaman af að lesa upp magnaðar draugasögur eftir að fór að dimma. Stundum samdi hann sögurnar jafnóðum ef stemmn- ingin var þannig að sögubækurnar voru ekki nógu hressilegar eða mergjaðar. Síðan spiluðum við hjóna- sæng eða vist á eftir því annars gekk okkur ekki nógu vel að sofna. Alltaf var hann foringi í öllu sem tekið var upp á, til dæmis í útileikjum eða söng. Svona liðu nú kvöldin í sveitinni fyrir daga sjónvarpsins. Skólaganga Sigurbjörns hófst í Þingborg undir handleiðslu Bjarna Þórarinssonar skólastjóra. Síðan lá leiðin í Héraðsskólann á Laugarvatni þar sem hann lauk gagnfræðaprófi og eftir það var hann mest heima við öll almenn bústörf í eitt ár. Því næst hóf hann nám við Bændaskólann á Hvanneyri. Með búfræðipróf í rassvasanum settist hann að í Þorlákshöfn til að stunda sjómennsku. Þar kynntist hann barnsmóður sinni Gunndísi Haf- steinsdóttur og eignuðust þau dótt- urina Þorbjörgu Hörpu. Um það leyti var áhugi Sigurbjörns á húsbyggingum endurvakinn en nú skyldi byggja alvöruhús, keyptu þau lóð í Þorlákshöfn og hófu fram- kvæmdir við einbýlishús. Í Þorlákshöfn leið honum aldrei vel, honum þótti samfélagið of lítið en verst þótti honum að hafa ekki útsýni til fjalla, þau fluttu því brátt í Kópa- vog í íbúð sem faðir hans á og hóf störf hjá ÍAV á Keflavíkurflugvelli. Eftir að dvöl Sigurbjörns við Faxa- flóa lauk setti hann upp fuglabú hjá frænda okkar Gísla í Hrygg. Fékk hann til afnota gamalt svínahús og nokkra hektara af túni. Bústofninn samanstóð til að byrja með af nokkr- um aliöndum og aligæsum. Ekki gekk búskapur þessi þrauta- laust fyrir sig enda litlar upplýsingar til á prenti, allra síst á íslensku, og endaði þekkingarleitin á því að hann lét senda sér doðrant einn mikinn frá Kína. Ekki veit ég hvernig lestur þess lærdómsrits gekk, en innan tíðar fóru íslenskar Pekingendur að vappa um hlaðið, stórar og feitar. Afurðina keypti vinur okkar Agnar veitinga- maður á Genghis Khan í Mjódd þar sem kokkur frá Asíu bjó til dýrindis krásir handa svöngum íbúum Faxa- flóasvæðisins að hætti Kínverja. En það er nú einu sinni þannig að allt sem á sér upphaf það hefur einnig endi, líkamlegt atgervi Sigurbjörns var ekki lengur í samræmi við áhug- ann, óstjórnleg ásókn í vímuefni leiddu þennan framtakssama gáfu- mann yfir móðuna miklu svo langt um aldur fram. Ég kveð hér bróður minn með miklum söknuði og trega, en um leið fagna ég því að hann höndlar nú frelsi í faðmi Guðs. Heimir Ólafsson. Elskulegur bróðir okkar, Sigur- björn eða Simbi eins og við kölluðum hann, hefur nú kvatt þennan heim langt fyrir aldur fram. Komið er að kveðjustund og þá er margs að minn- ast. Simbi var hálfbróðir okkar. Ekki voru miklar samvistir á milli okkar systkinanna meðan Simbi var á barnsaldri. Hann ólst upp hjá móður sinni, fyrst að Hrygg og síðan að Læk í Árnessýslu. Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar pabbi fór austur fyrir fjall að sækja Simba, nú fengjum við að hitta stóra bróður, en þá var Simbi á ung- lingsaldri. Samvistir okkar urðu mun tíðari þegar hann flutti með fjölskyldu sína til okkar á Birkihvamminn og síðan í næsta nágrenni. Það var alltaf mikið líf og fjör í kring um Simba og gaman að heim- sækja hann. Honum var margt til lista lagt. Hann spilaði á gítar og harmoniku, eldaði framandi rétti, ræktaði jarðarber o.fl., gerði upp hús- gögn og svo mætti lengi telja, það lék allt í höndunum á honum. Minnisstæð er ferð okkar með hon- um þegar hann sótti hafbeitarlax út á Snæfellsnes og sleppti síðan í Blika- dalsá á Kjalarnesi og seldi veiðileyfi að ánni. Simbi var einnig mikið fyrir dýr og sem dæmi um það er hrafn- sunginn sem hann fann og ól upp við ána. Margvísleg voru uppátæki Simba. Einnig er okkur minnisstæð árs- dvöl hans í Nígeríu. Þaðan sendi hann reglulega segulbandsspólur þar sem hann lýsti þessum framandi heimi sem hann dvaldi í. Margs er að minnast. Simbi flutti síðan aftur að Hrygg þar sem hann bjó seinustu árin. Hann var alltaf duglegur að hafa samband og spjallaði þá vítt og breytt um lífið og tilveruna. Hann var hafsjór af fróðleik og vel lesinn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hvíldu í friði, elsku bróðir. Þín systkini, Kristín, Jón Gísli, Guðjón og Árni. Vinur minn Sigurbjörn G. Þorkels- son er fallinn frá langt um aldur fram. Kynni okkar hófust þegar við hófum að læra húsasmíði innan við tvítugt hjá feðrum okkar sem báðir voru húsasmíðameistarar hjá ÍAV á Kefla- víkurflugvelli. Við tókum sveinsprófið þar og síðan lá leiðin í Tækniskóla Ís- lands í nýtt nám, byggingaiðnfræði. Á þessum árum kynntist ég föðurfólki hans og það reyndist honum vel. Sig- urbjörn var ævintýramaður og eftir nám réðst hann til starfa í Afríku við að byggja við frumstæðar aðstæður í frumskógum Nígeríu þar sem hann hrinti í framkvæmd margskonar hag- ræðingu sem innfæddir, sem fæstir höfðu séð hvítan mann, nutu góðs af. Eftir heimkomuna varð Sigurbjörn fyrsti formaður Iðnfræðingafélags Ís- lands sem barðist m.a. fyrir lögvernd- un starfsheitis iðnfræðinga. Hann starfaði á Rekstrarstofunni í Kópa- vogi að ýmsum hagræðingarmálum í rekstri fyrirtækja, en hugur hans stóð til frekara náms. Hann lauk rekstrartæknifæðiprófi frá Háskól- anum í Bergen, þaðan lá leiðin í mast- ersnám í rekstrarverkfræði við Uni- versity of Oklahoma í Banda- ríkjunum, en þar lauk hann öllum þeim áföngum sem honum fannst máli skipta, áfangar í stjórnmála- og trúarbragðasögu Bandaríkjanna voru sniðgengnir og fannst honum þeir lít- ið eiga skylt við það sem hann var að læra. Hann var einstakur raungreina- maður, með afbrigðum töluglöggur og átti mjög auðvelt með nám. Sigurbjörn var framan af mjög vinnusamur, duglegur og framtaks- samur. Vann við smíðar og á upp- gangstímum var vinnudagurinn oft langur. Kvöld- og helgarvinnan var kölluð aukavinnufélagið og byggðum við á þeim tíma mörg hús. Sumar- vinnan á Tækniskólaárunum var á Grundarfirði við stækkun Hraðfrysti- hússins ásamt byggingu nokkurra húsa í bænum. Hann vildi standa á eigin fótum og stofnuðum við bygg- ingarfyrirtæki með háleitum mark- miðum sem við rákum saman. Hann starfaði sem iðnráðgjafi Norðurlands eystra með aðsetur á Húsavík um nokkurra ára skeið, þá stofnaði hann ásamt konu sinni Hjördísi fyrirtækin Lífsmark og Veitingastaðinn „22“. Sigurbjörn var mikill höfðingi heim að sækja, gleðimaður og hrókur alls fagnaðar, spilaði á munnhörpu, gítar og harmoniku og átti auðvelt með að kynnast og umgangast fólk. Við skip- brot og áföll fyrir um áratug var eins og halla tæki undan fæti og þá sérlega síðustu sex árin, en þá átti hann öruggt skjól hjá Gísla móðurbróður sínum í Hrygg. Heimir bróðir og Þor- björg mamma hans voru aldrei langt undan og voru honum stoð og stytta í þeim erfiðleikum og veikindum sem að lokum urðu honum að aldurtila. Sigurbjörn vissi mætavel hvert stefndi því raunsær var hann og reyndi af veikum mætti að rétta af braut en það tókst því miður ekki og veikindi hans ágerðust. Það hefði ekki verið í anda Sigurbjörns annað en að hans væri minnst eins og hann var. Það er dapurlegt að sjá jafn efnilegan SIGURBJÖRN G. ÞORKELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.