Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 9
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest eins
mánaðar gæsluvarðhald yfir manni
sem grunaður er um að hafa stungið
annan mann tvívegis með hnífi við
veitingastaðinn Hróa hött við Faxa-
fen í Reykjavík sl. föstudag.
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík-
ur kemur fram að samkvæmt lækn-
isvottorði hafi komið fram við skoðun
tvö djúp stungusár, annað á hálsi, um
15 mm og djúpt, og hitt á brjóstvegg.
Af eðli og staðsetningu stungusár-
anna megi ætla að litlu hefði mátt
muna að áverkinn næði til mikilvægra
líffæra. Þá segir í úrskurðinum að
maðurinn sem kærður er neiti sak-
argiftum í málinu, en fyrir liggi við-
urkenning hans á því, bæði fyrir lög-
reglu og fyrir dómi, að hafa áður veist
að manninum sem fyrir árásinni varð.
Gögn málsins þyki benda til þess að
kærði hafi ráðist á hinn manninn í til-
tekið sinn og veitt honum umrædda
áverka. Þá kemur fram að rannsókn
málsins sé skammt á veg komin og
hætta sé á að kærði, sem sé erlendur
ríkisborgari, geti torveldað rannsókn
þess eða reynt að komast úr landi ef
hann gangi laus.
Áverkinn
nærri mikil-
vægum
líffærum
BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam-
þykkti á fundi sínum á þriðjudag að
taka tilboði Bergbrots hf. í annan
áfanga Leirdalsræsis í Grafarholti.
Bergbrot sem var lægstbjóðandi
bauð tæpar 46 milljónir króna.
Samþykkt var tilboð Héðins hf. í
gufuháfa fyrir Nesjavallavirkjun.
Var næstlægst en það hljóðaði upp á
rúmlega 29 milljónir. Borgarráð tók
ennfremur tilboði Vélsmiðjunnar
Gils ehf. í smíði á skiljum í Nesja-
vallavirkjun. Tilboð vélsmiðjunnar
var um 31,5 milljónir.
Borgarráð sam-
þykkir
verktilboð
FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hf. flaug
með rúmlega 46 þúsund farþega til og
frá Íslandi á 21 áfangastað á árinu
2000. Stundvísin var 82% og sætanýt-
ing 76%. Stundvísi var með besta
móti hjá félaginu á árinu bæði hér á
landi og erlendis og má geta þess að í
ágústmánuði var félagið í öðru sæti í
stundvísi af sextán flugfélögum sem
fljúga frá Gatwick-flugvelli í London,
segir í frétt frá Atlanta.
Félagið flaug með tæpar tvær
milljónir farþega á heimsvísu á árinu
og er það mesti fjöldi farþega sem
félagið hefur flogið með á einu ári.
Um þessar mundir er Flugfélagið
Atlanta með fjórtán breiðþotur í
rekstri, flestar af gerðinni Boeing
747.
Tæplega tvær
milljónir far-
þega síðasta ár
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Útsala
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Gott úrval af drögtum
Útsalan
hefst í dag • • •mkm
v i ð Ó ð i n s t o r g
1 0 1 R e y k j a v í k
s í m i 5 5 2 5 1 7 7
Hverfisgötu 105, Rvík.
s. 551 6688.
ÚTSALA!
ÚTSALA!
20%
staðgreiðsluafsl.
af annarri vöru
Neðst við Dunhaga
sími 562 2230
Opið kl. 10-18
laugardag kl. 10-14
ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA
S k i p h o l t i 1 7 a 1 0 5 R e y k j a v í k S í m i 5 5 1 2 3 2 3
20-70%
afsláttur
! " #$ %& ' ()
* #+,-./
Opið kl. 9 - 18 virka daga
Laugardaga kl. 10 - 16
Kringlan 8-12, 3. hæð
sími 581 4711
Bókum saumaklúbba- og starfsmannakvöld núna.
Nýtt námskeið kynnt þriðjudagskvöld 16. janúar,
sveigjanlegt fyrirkomulag. Komdu í keramik
þegar þér hentar, opið alla daga.
Keramik fyrir alla er á Laugavegi 48b.
Opið mánud.-föstud.: 11-18., laugard. og sunnud. 13-17.
Síminn er 552 2882, kynning á Netinu: keramik.is
ÚTSALAN
ER HAFIN
www.oo.is
Einnig nokkur
TILBOÐ á
barnavörum og
leikföngum.