Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÓPERUDEILD Söngskólans í
Reykjavík verður með þrjár sýn-
ingar á Gondólagæjunum, eða The
Gondoliers, gamanóperu eftir Gil-
bert og Sullivan, í Smára, tónleika-
sal skólans við Veghúsastíg 7,
sunnudaginn 14. janúar, klukkan 16
og 20 og síðan aftur miðvikudaginn
17. janúar, kl. 20.
Gondólagæjarnir er ein af fjórtán
gamanóperum þeirra Gilberts og
Sullivans og gerist um miðja 18. öld.
Forsaga málsins er sú, að hertoga-
dóttirin Casilda var í barnæsku lof-
uð syni konungs Barataríu en
stuttu eftir að konungssonurinn
barnungi var heitbundinn dóttur-
inni var konungurinn, faðir hans,
drepinn í uppreisn. Fulltrúi rann-
sóknarréttarins í Feneyjum, Don
Alhambra, brá skjótt við, bjargaði
unga konungssyninum úr klóm upp-
reisnarmanna og kom honum til að
byrja með í fóstur hjá spænskri al-
múgakonu, Inez, en síðar var hon-
um komið í fóstur til Palmieri,
drykkfellds gondólaræðara í Fen-
eyjum. Palmieri á son, á svipuðu
reki, og man ekki ljóst hvor þessara
föngulegu „gondólagæja“, Marco
eða Giuseppe, er afkvæmi hans,
enda hefur drykkjan nokkuð slævt
minni hans.
Í fyrsta þætti er sögusviðið lítið
torg í Feneyjum, árið 1750.
Fósturbræðurnir og gondólagæj-
arnir Marco og Giuseppe eru í þann
veginn að festa ráð sitt. Til borg-
arinnar kemur spænskur hertogi,
ásamt konu sinni og dóttur, Ca-
sildu, og eru þau komin til að ganga
frá gjaforðinu. Nú er úr vöndu að
ráða, fyrir háyfirdómara hins
spænska rannsóknarréttar, þegar
tilvonandi tengdaforeldrar væntan-
legrar drottningar koma eftir öll
þessi ár að vitja gjaforðsins. Til að
forða meiriháttar vandræðum eru
„gondólagæjarnir“ dubbaðir upp í
kóngaklæði og sendir til Barataríu
þar sem þeir reyna að sinna kon-
unglegum skyldum, á meðan sent er
eftir fóstrunni, Inezi, sem bjargaði
hinum réttborna konungssyni frá
dauða á sínum tíma, til að skera úr
um hvor er sá rétti.
Sögusvið 2. þáttar er móttökusal-
ur í konungshöllinni í Barataríu:
Allir aðilar þessa flókna máls eru
komnir saman til að fá botn í, og
væntanlega leysa, þessi óþægilegu
konungsvandræði.
Senur úr fleiri óperum
Gilberts og Sullivans
Leikstjóri sýningarinnar er Ólaf-
ur Guðmundsson og segist hann
reyna að fylgja söguþræðinum úr
Gondólagæjunum. „En við sleppum
þó nokkrum senum og reynum að
brúa það með því að skjóta inn
sögumanni sem við búum til,“ segir
hann. „Einnig eru settar inn í sýn-
inguna senur úr tveimur öðrum óp-
erum eftir þá Gilbert og Sullivan,
eða Mikado og Patience.“
Það eru nemendur við óperudeild
Söngskólans sem koma fram í sýn-
ingunni, en það eru nemendur sem
eru á lokastigum skólans, þurfa að
vera komnir á 6. stig og þreyta inn-
tökupróf inn í deildina. Þar er síðan
sett upp að minnsta kosti ein sýning
á ári. Í deildinni að þessu sinni eru
tuttugu stúlkur og fjórir strákar.
En hver velur verkefnið?
„Stjórn skólans velur þau atriði
sem sungin verða og raðar í hlut-
verk,“ segir Ólafur, „síðan fæ ég
verkefnið í hendur og sé hvað er
hægt að gera með það, vegna þess
að það er ekki samstætt. Mitt hlut-
verk er að setja þetta saman í heild
sem getur staðið sem sýning.“
Ólafur útskrifaðist sem leikari ár-
ið 1989 og hefur síðan leikið nokk-
uð, en gert meira af því að leikstýra
og enn meira af því að kenna. „Ég
hef verið mikið við kennslu,“ segir
hann, „sérstaklega í grunnskólum.
Ég hef unnið mikið með börnum og
unglingum undanfarin ár og verið
viðriðinn sýningar þeirra, einkum
söngleiki. Ég átti meðal annars þátt
í að setja upp stóran söngleik í
Hlíðaskóla í fyrra, ásamt Önnu
Flosadóttur. Það var mjög
skemmtilegt verkefni og lærdóms-
ríkt og sú reynsla hefur nýst mér
vel í vinnunni hérna.“
Hvað fáið þið langan æfingatíma í
Söngskólanum?
„Við byrjuðum að æfa í lok nóv-
ember og höfum því mjög stuttan
æfingatíma.“
Sviðið hér í Smáranum er ægi-
lega lítið.
„Já, það er ansi lítið en það er
mesta furða hvað er hægt að gera á
þessu litla sviði. Sviðsmyndin er fal-
legir rósarunnar sem hanga á
veggjum. Við erum ekki með eig-
inlega leikmynd, heldur skreytingar
með blómum og litum.
Síðan höfum við lagt áherslu á að
hafa búningana fallega og litríka.
Verkið er dálítið ofhlaðið og það
hefði verið að bera í bakkafullan
lækinn að hlaða leikmynd á sviðið.
Það er líka dálítið sérkennilegt í
laginu, dálítið skakkt, en þetta er
mjög góður salur og það er sérlega
gott að vinna í honum.“
Um höfundana
Skáldið William S. Gilbert og tón-
skáldið Arthur S. Sullivan kynntust
árið 1869 og saman áttu þeir eftir
að semja fjórtán gamanóperur á ár-
unum 1871 til 1896.
William S. Gilbert (1836–1911)
sneri sér að ritstörfum fljótlega eft-
ir að hann lauk prófi frá Lund-
únaháskóla. Í upphafi rithöfunda-
ferils skrifaði hann aðallega list- og
leikhúsgagnrýni og myndskreytti
einnig gamankvæði sem urðu þekkt
undir nafninu Bab Ballads og eru
margar af þekktustu óperum Gil-
berts og Sullivans byggðar á efni úr
Bab Ballads. Fyrsta leikrit hans,
Dulcamara, var jólaleikrit St. Jam-
es-leikhússins 1866, en mesta frægð
hans fólst í samstarfinu við Sullivan.
Arthur S. Sullivan (1842–1900)
var aðeins fjögurra eða fimm ára
þegar „augljóst var að hann yrði
tónlistarmaður, ekkert annað kæmi
til greina“.
Faðir hans var hljómsveitarstjóri
og átta ára gat hann leikið á öll
blásturshljóðfæri í hljómsveit föður
síns. Hann hlaut tónlistarmenntun í
einkaskóla og síðar í „Chapel
Royal“, úrvalsdrengjakór, og var af-
bragðsgóður söngmaður. Honum
var margt til lista lagt, sálmur birt-
ist eftir hann 13 ára gamlan og ári
síðar hlaut hann, fyrstur manna,
Mendelssohn-styrk til náms við Ro-
yal Academy of Music og augu allra
tónlistarunnenda í Bretlandi beind-
ust að honum. Hann stundaði fram-
haldsnám í Leipzig og þar samdi
hann fyrsta stórverk sitt, The
Tempest, tónlist við leikrit Shake-
speares með sama nafni. Fram til
ársins 1875, þegar samvinna hans
við Gilbert hófst fyrir alvöru, var
Sullivan dáðasti höfundur „æðri
tónlistar“ í Englandi.
Þótt hann héldi áfram að semja
slíka tónlist til æviloka og samtíðin
hyllti alvörugefnari verk hans, eru
þau nú sjaldan eða aldrei flutt.
Frægð hans í dag grundvallast á
þeim tónsmíðum sem honum sjálf-
um þótti léttúðarfullar, það er gam-
anóperum Gilberts og Sullivans.
Þátttakendur
Söngvararnir í Nemendaóperu
skólans að þessu sinni eru: Aðal-
steinn Bergdal, Auður Guðjohnsen,
Bentína Sigrún Tryggvadóttir,
Bryndís Jónsdóttir, Erna Hlín Guð-
jónsdóttir, Guðmundur Helgi Jóns-
son, Guðríður Þ. Gísladóttir, Helga
Magnúsdóttir, Hjördís Elín Lárus-
dóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir,
Hulda Dögg Proppé, Ívar Helga-
son, Kristveig Sigurðardóttir, Linda
P. Sigurðardóttir, Margrét Árna-
dóttir, María Jónsdóttir, María
Mjöll Jónsdóttir, Ólöf Inger Kjart-
ansdóttir, Pétur Örn Þórarinsson,
Ragnheiður Hafstein, Sibylle Köll,
Sigurlaug Jóna Hannesdóttir, Sól-
veig Unnur Ragnarsdóttir, Þórunn
Elfa Stefánsdóttir. Leikstjóri er,
sem fyrr segir, Ólafur Guðmunds-
son, tónlistarstjóri er Garðar Cor-
tes. Æfingastjóri og píanóleikari
Helga Laufey Finnbogadóttir,
dansahöfundur Sibylle Köll.
Gondólagæjar og gjaf-
vaxta Feneyjameyjar
Nemendaópera
Söngskólans í
Reykjavík að þessu
sinni er unnin upp
úr verkum Gilberts
og Sullivans. Sús-
anna Svavarsdóttir
leit inn á æfingu
og spjallaði við
leikstjórann,
Ólaf Guðmundsson.
Morgunblaðið/Kristinn
Óperudeild Söngskólans í Reykjavík verður með þrjár sýningar á Gondólagæjunum.
TVÖ af þremur höfðum kambód-
ísks Brahma-steinskúlptúrs sjást
hér í forgrunni myndarinnar.
Skúlptúrinn er meðal fjölda ann-
arra muna sem finna má í Guimet-
safninu í París en miklum umbótum
á safninu, sem sérhæfir sig í asískri
list, er nú lokið.
AP
Guimet-safnið
í nýjum búningi
SIGRÍÐUR Ólafsdóttir er nýtt
nafn á vettvangi textílhönnunar
hér á landi, í öllu falli hvað sýn-
ingaathafnir áhrærir. Hún hefur
langt listnám að baki, sem spannar
upphaf síðasta áratugar til 1997, er
hún lauk meistaragráðuprófi í
formun og handverki frá háskól-
anum í Gautaborg, með vöruhönn-
un sem lokafag. Þetta er frumraun
Sigríðar hvað sérsýningu snertir
og hún hefur að auki einungis tekið
þátt í fimm samsýningum, þar af
fjórum á Norðurlöndum, einni í
Bergen en þrem á jafnmörgum
stöðum í Svíþjóð. Ekki kemur fram
í fátæklegri sýningarskrá hvar at-
hafna hennar hafi séð stað frá því
námi lauk, og öll ber sýningin mik-
illi hógværð vitni. Skiptist í tvo
hluta, hinn fyrri samanstendur af
röð klippimynda með léttástleitnu
ívafi, þar sem ferlið byggist á ör-
smáum pappírsrifrildum sem límd
eru upp og mynda kvenlíkama og
tilfallandi bakgrunn. Þar er helst
staðnæmst við mynd af konu við
spegil (4), sem er klárust og svip-
mest í myndbyggingu. En þessi
hluti sýningarinnar segir skoðand-
anum ekki mikið og ótrúlegt að
meistaragráða sé að baki vinnu-
brögðunum, sem leiða hugann að
æfingum í grunnnámi. En þetta
virðist bersýnilega ekki vera sá
lærdómur sem er uppistaðan í
námi listakonunnar heldur hönnun
á verklegu sviði, sem sér stað í hin-
um helmingi sýningarinnar og er
svo allt annar handleggur. En þar
eru fjögur af sex verkunum hluti af
lokaverkefni frá háskólanum í
Gautaborg og vekur Sítrónukjóll
(8) úr hör og ull óskipta ahygli fyr-
ir lífræna útfærslu. En helst er það
jakki úr koparvír, girni og bómull-
arflaueli sem rennir stoðum undir
erindi Sigríðar Ólafsdóttur á sýn-
ingavettvang og má hún þar vel við
una. Ekki beinlínis þægilegur
klæðnaður og vafasamt að hann sé
ætlaður til almenns brúks, en er
fyrir formræna og upplifaða fjöl-
breytni meira fyrir augað en annað
á sýningunni. Það ætti þannig að
vera klárt, að það eru sjálfstæð
vinnubrögð innan ramma mennt-
unargrunns listakonunnar sem
frambera svipmestan árangur og
gefa mestu fyrirheitin.
Klipp og
textíl
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Jakki; koparvír, girni
og bómullarflauel.
Bragi Ásgeirsson
LIST OG
HÖNNUN
L i s t h ú s Ó f e i g s
KLIPP OG
FATAHÖNNUN
SIGRÍÐUR
ÓLAFSDÓTTIR
Opið á tíma verslunarinnar.
Til 16. janúar. Aðgangur ókeypis.