Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ Á ekki af þeim Gallagher-bræðrum að ganga og nú er það eldri bróðirinn Noel úr Oasis sem er í vandræðum. Í september skildi kappinn við Meg Matthews, eig- inkonu sína til þriggja ára, og gáfu þau saman út fréttatilkynningu um að allt væri gert í mesta vinskap og virðingu við hvort annað. Þau ætluðu að sýna þroska sinn með því að halda í vinskapinn og sjá jafnt um uppeldi eins árs dóttur sinnar, Anais. En kjafturinn á Gallagher-bræðrum verð- ur þeim víst seint til framdráttar og um leið og Noel opnaði sinn til þess að tjá sig um hjónabandið var Meg ekki lengi að slá hann til baka á veikasta blettinn, pen- ingabudduna. Sem hjón höfðu þau nefnilega gert með sér skilmála þess efnis að einkamálin skyldu vera eign þeirra beggja og kæmu engum öðrum við. Þau höfðu einn- ig gert annan sáttmála um að ef kæmi einhvern tímann til skiln- aðar fengi Meg greiddar tæpar þrettán milljónir króna af eignum Noels. Þegar þau svo skildu bætti kappinn rausnarlega rúmum 50 milljónum við upphæðina, ef til vill til þess að styrkja vináttuböndin. En það var ekki nóg. Eftir að Noel opnaði sig um hjónabandið í fjölmiðlum og braut þannig sáttmála þeirra heimtar Meg meiri pen- inga. Og við erum ekki tala um neina skiptimynt því hún vill fá rúmar 885 milljónir króna borg- aðar í peningum, tæp- lega 190 milljóna króna hús þeirra hjóna á Ibiza auk tæplega 190 millj- óna króna íbúðar þeirra í London. Verði Gallag- her ekki að óskum henn- ar segist hún ætla að op- inbera öll smáatriði hjónabands þeirra. Skiljanlega er Noel ekki par sáttur við þessa málamiðlun og bauðst til að borga henni þess í stað tæplega 380 milljónir og sagði það vera meira en sanngjarnt. Meg fannst það til- boð bara hlægilegt og stefnir mál- ið í hart. Já, það getur verið dýrt að tala af sér. Skilnaður Noels Gallagher ætlar að reynast honum dýr Meg vill 1.265 milljónir Noel og Meg meðan allt lék í lyndi. Ég um mig frá mér til í Írenu (Me Myself and Irene) G a m a n m y n d  Leikstjórn og handrit Peter og Bobby Farelly. Aðalhlutverk Jim Carrey, Renée Zellweger. (116 mín.) Bandaríkin 2000. Skífan. Ekki við hæfi ungra barna. ÉG VIÐURKENNI fúslega að þegar ég heyrði því fyrst fleygt að grínkóngurinn Carrey og fyndnustu kvikmyndagerðar- mennirnir í brans- anum í dag Far- elly-bræður ætluðu að sameina krafta sína að nýju eftir frábært samstarf við gerð Dumb and Dumber fékk ég vatn í munninn, eða réttara sagt hlát- urstár í augun. Um óumdeilanlega hæfileika Carreys verður ekki fjöl- yrt hér en Farelly-bræður áttu fyrir þessa mynd að baki þrjár af allra bestu grínmyndum síðustu ára, of- annefnda mynd með Carrey í aðal- hlutverki, Kingpin og There’s Some- thing About Mary. Eftir fyrstu atrennu fullvissaði ég mig um að þau vissu vonbrigði sem ég hafði orðið fyrir með söguna af klofna persónuleikann Charlie og Hank í Ég um mig frá mér til Írenu stöfuðu af of miklum væntingum, nokkuð sem stundum vill gerast. En eftir annað áhorf rann upp fyrir mér að hér er einfaldlega á ferð langsísta mynd þeirra Farelly-bræðra og ekki annað hægt að segja en að þau hlaut að koma að því að þeir myndu stíga feilspor. Hér er engan veginn við Carrey og Zellweger að sakast. Þau eru frábær, tala nú ekki um miðað við hversu litlu þau höfðu úr að moða. En það þýðir ekki velta sér upp úr þessu. Bræðurnir eru byrj- aðir á annarri mynd og vita trúlega vel að leiðin liggur upp á við. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Tvö- faldur í roðinu „Stórbrotnar geðsveiflur“ „...bráðskemmtileg en vekur eigi að síður til umhugsunar“ - Halldóra Friðjónsdóttir, DV. „...áhrifarík sýning“ „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð“ - Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið. Næstu sýningar: Sun. 8. okt. kl. 17.00 (á ensku) Þri. 10. okt. kl. 21.00 UPPSELT Fös. 13. okt. kl. 21.00 Örfá sæti laus Þri. 17. okt. kl. 21.00 Fös. 20. okt. kl. 21.00 Boðið er upp á mat á góðu verði fyrir sýningu. Háaloft - geðveikur svartur gamanleikur. Frábærir dómar segja það sem segja þarf um sýninguna: Höfundur og leikari: Vala Þórsdóttir Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Hluti af einleikjaröð Kaffileikhússins „Í öðrum heimi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.