Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ódýri markaðurinn opnaður í Cochin / B5 Hamar heldur sínu striki / B6 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 8 SÍÐUR Sérblöð í dag  Á FÖSTUDÖGUM „ÉG heyrði neyðarkall frá bátnum. Þetta var dálítið óhuggulegt því að ég heyrði snarkið í eldinum á bak við þann sem talaði. Hann náði ekki að kalla upp staðsetningu þannig að þetta leit ekki vel út,“ sagði Jón Vigfús- son, stýrimaður á línubátnum Njarðvík GK, sem bjargaði fjór- um mönnum úr brenn- andi báti við strendur Norður-Noregs í fyrrakvöld. Njarðvík var þá á leið í sinn fyrsta veiðitúr við Noreg á þessu ári. „Ég fór að svipast um eftir honum og sá mjög fljótlega log- andi bát sem var í nokkurri fjar- lægð frá okkur. Síðan fuðraði brú bátsins upp á örskömmum tíma. Við settum allt í gang og vorum komnir að skipinu eftir örfáar mínútur. Þetta gekk allt vel fyrir sig því það var gott veður. Menn- irnir voru hins vegar kaldir og hraktir. Það komust ekki allir í björgunargalla og björgunarbát- urinn þeirra var illa farinn. Það má því segja að það hafi verið einskær lukka að við vorum þarna á svæð- inu.“ Björgunarbáturinn skemmdur og einn í sjónum Jón sagði að björg- unarbáturinn hefði eitthvað skemmst þeg- ar mennirnir stukku í hann. Þeir hefðu ekki getað komið sér al- mennilega fyrir í hon- um. „Þegar við kom- um að var einn maður í sjónum og tveir höfðu ekki komist í galla og voru gegn- blautir.“ Jón sagðist ekki vita um elds- upptök, en eldurinn hefði læst sig í bátinn á mjög skammri stundu. „Ég var nýbúinn að keyra framhjá bátnum og þá var allt í lagi með hann. Nokkrum mín- útum síðar kom neyðarkallið og litlu seinna fuðraði brúin upp. Skipstjórinn náði ekki að klára neyðarkallið.“ Jón sagðist telja ólíklegt að mennirnir hefðu allir komist af ef þeir hefðu þurft að vera í björg- unarbátnum í langan tíma við þessar aðstæður. Það hefði verið komið niðamyrkur þegar þetta gerðist. Mennirnir hefðu ekki náð að gefa út neina staðsetningu og eftir að báturinn var sokkinn hefði verið erfitt að finna þá. Jón sagði að mennirnir hefðu verið í losti, en afar þakklátir fyrir björgunina. Björgunarbátur hefði komið frá Havoysund og flutt mennina í land. „Það er ekki óþægileg tilfinn- ing að eiga þátt í að bjarga mönnum úr lífsháska með þessum hætti. Maður fær hálfgerðan hroll þegar maður hugsar um hvað hefði gerst ef við hefðum ekki verið þetta nálægt. Þá hefð- um við líklega ekki fundið þá. Það skiptir líka máli að áhöfn Njarðvíkur stóð sig öll ein- staklega vel. Þetta var því fín björgunaræfing,“ sagði Jón. Báturinn sem fórst hét Solgry og var 30 tonna bátur byggður 1973. Sagt er frá brunanum í norskum fjölmiðlum. Í blaðinu Nordlys kemur fram að menn- irnir hafi fengið snert af reyk- eitrun. Njarðvík hefur stundað línu- veiðar við Noreg. Í fyrra kærði norska strandgæslan útgerð báts- ins fyrir að henda smáfiski í sjó- inn, en eftirlitsmaður varð vitni að því þegar örfáum fiskum var sleppt í hafið. Útgerðin mótmælti kærunni en fyrir nokkrum dögum féllst hún á að greiða 2,9 millj- ónir í sekt til að komast hjá frek- ari vandræðum vegna málsins. Áhöfn Njarðvíkur GK bjargar fjórum Norðmönnum úr brennandi báti                         Heyrði snarkið í eldinum í talstöðinni Jón Vigfússon TÆPUM 10 árum eftir að bygg- ingu mannvirkjanna í Helguvík lauk stendur um 17 milljarða fjár- festing og 115 milljón lítra olíu- geymarými lítið notað. Þetta kom fram í ræðu Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, á fundi Rót- arýklúbbs Reykjavíkur á miðviku- daginn. Hann sagði að varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins hefði í ágúst 1999 boðið upp á viðræður um borgaraleg afnot af geymunum og að Skeljungur, sem flytti mikið eldsneyti landleiðina til Keflavíkur, hefði strax lýst yfir áhuga. Hann sagði að nú, um einu og hálfu ári síðar, væri málið enn í skoðun hjá varnarmálaskrifstofunni. Kristinn sagði að varnarliðið not- aði að meðaltali um 4–5 olíugeyma í Helguvík, en þeir væru alls 8 tals- ins. Hann sagði að eitt olíubirgða- skip kæmi í höfnina með um 40–50 milljónir lítra af eldsneyti á um 12 til 18 mánaða fresti og því væri að- staðan í raun lítið notuð. Að sögn Kristins selur Skeljung- ur um 70% af því eldsneyti sem sett er á flugvélar á Keflavíkur- flugvelli auk þess að selja umtals- vert magn af öðru eldsneyti á svæðinu. Hann sagði að nú væri allt eldsneytið flutt frá Örfirisey og landleiðina til Keflavíkur eftir Reykjanesbraut. Rætt á Alþingi í vetur Í umræðum á Alþingi í vetur var nokkuð fjallað um flutning hættu- legra efna um Reykjanesbraut og sagði Sigríður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þá flutninga vera algjörlega óskiljan- lega með tilliti til þeirrar aðstöðu sem væri fyrir hendi í Helguvík. Hún sagði að rökin fyrir uppbygg- ingunni í Helguvík hefðu m.a. verið þau að þá þyrfti ekki lengur að flytja eldsneyti eftir Reykjanes- braut. Eins og áður kom fram rúma geymar varnarliðsins samtals um 115 milljónir lítra af eldsneyti, en til samanburðar er heildartanka- rými Skeljungs hf. og Olíudreif- ingar hf. í Örfirisey um 143 millj- ónir lítra. Eldsneyti er flutt landleiðina um Reykjanesbraut til Keflavíkur Olíugeymarnir í Helguvík lítið notaðir STEFNT er að því að sendiráð Jap- ans á Íslandi verði opnað á Hótel Sögu 5. febrúar nk. Sú staðsetning er þó hugsuð til bráðabirgða eða þar til fest verða kaup á framtíðarhús- næði fyrir sendiráðið. Ólafur B. Thors, ræðismaður Jap- ans á Íslandi, segir Japani hafa verið í viðræðum við fasteignasala um kaup á hentugu húsnæði. Það hafi hins vegar þótt rétt að láta þann mann sem mun veita sendiráðinu forstöðu sjá um að ganga frá kaup- unum. Sendiráðið mun taka til starfa í skrifstofuálmu hótelsins á fyrstu hæð sem sendiráðið hefur tekið á leigu. Þar hefur Hótel Saga til þessa haft skrifstofur sínar. Misoru Okazaki, fyrsti sendiráðs- fulltrúi Japans, mun veita starfsemi sendiráðsins forstöðu. Hann verður þá fulltrúi sendiherrans eða chargé d’affairs ad interim hér á landi, en gert er ráð fyrir að sendiherrann verði búsettur í Noregi. Sendiráð Japans á Hótel Sögu ALVARLEG bilun varð í Múlastöð Landssímans í Reykjavík um kl. 15:30 í gær og varð stór hluti austur- borgarinnar símasambandslaus í um hálfa aðra klukkustund. Ekki er ljóst af hverju bilunin stafaði. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum voru öll forrit í Múlastöð endurræst. Þar fengust ennfremur þær upplýsingar að málið yrði rann- sakað af tæknimönnum Símans og framleiðanda tækjanna. Sambandslaust varð í austurhluta borgarinnar frá Rauðarárstíg að Ell- iðaám en einnig varð sambandslaust víða í Grafarvogi og Árbæ fram á kvöld. Símasamband hélst í Breið- holti og GSM-kerfið virkaði allan tímann og var því unnt að ná í Neyð- arlínuna. Íslandssími segir að litlar truflanir hafi orðið á símasambandi viðskipta- vina félagsins vegna bilunarinnar í Múlastöð eða einungis í þeim núm- erum sem tengjast í gegnum stöðina. Bilunin hafi engin áhrif haft á númer sem tengjast beint inn á símstöðv- arkerfi Íslandssíma. Alvarleg bilun í Múlastöð Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes Hilmarsson hjá Lands- símanum skoðar tengingar í Múlastöð í gær. ♦ ♦ ♦ STÓRSTREYMT verður við strendur landsin sárdegis í dag og gerir Veðurstofan ráð fyrir stormi, meira en 20 metrum á sekúndu á öllum miðum. Spáð er miklum öldu- gangi við suðvestur- og vestur- ströndina í morgunsárið. Yfir Skotlandi er 1034 mb hæð, sem þokast austur, en á suðvest- anverðu Grænlandshafi er 981 mb lægð á hægri hreyfingu norður. Spáð er talsverðri rigningu í dag of- an á frosna og yfirleitt auða jörð og má því búast við snöggum vatna- vöxtum. Nokkur viðbúnaður var á Suð- urnesjum og víðar vegna veðurút- litsins í nótt, t.d. í Grindavík þar sem einnig verður vakt nú í býtið. Þessi smábátaeigandi nýtti tæki- færið í gærkvöldi til að treysta landfestar í höfninni í Elliðavogi, enda allra veðra von á þessum árs- tíma. Morgunblaðið/ Kristinn Viðbúnaður vegna veðurspár og háflóðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.