Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 31
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 31
Auglýst er eftir atriðum
á dagskrá Listahátíðar
í Reykjavík vorið 2002.
Frestur til að koma með tillögur
að atriðum er til 15. apríl
og eru allar nánari upplýsingar
gefnar á skrifstofu
Listahátíðar í Reykjavík,
Lækjargötu 3B,
sími 561 2444,
fax 562 2350,
netfang: artfest@artfest.is
Póstfang:
Listahátíð í Reykjavík,
pósthólf 88,
121 Reykjavík
2002
ÁKVEÐIÐ hefur verið að skera
allmikið niður í netdeild New
York Times og verður 70 af 400
starfsmönnum hennar sagt upp.
Áður hefur komið fram, að
heimasíður Express-blaðanna
fjögurra í Bretlandi verða lagðar
niður en við það munu 50 manns
missa vinnuna.
Ástæðan fyrir niðurskurðinum
er hallarekstur á netdeildunum.
Auglýsingar hafa næstum alltaf
verið minni en til þurfti og hjá
netdeild New York Times hafa
þær minnkað mikið á síðustu
mánuðum. Með niðurskurðinum
er stefnt að því að spara rúmar
500 millj. ísl. kr. en samkvæmt
uppgjöri netdeildarinnar fyrir
þriðja fjórðung liðins árs var tap-
ið á henni fyrstu níu mánuði árs-
ins um 3,9 milljarðar króna. Á
sama tíma 1999 var það 1,5 millj-
arðar kr. Á fyrstu níu mánuðum
síðasta árs voru tekjur netdeild-
arinnar rúmlega þrír milljarðar
kr. en tæplega 1,3 milljarðar kr.
á sama tíma 1999. Eins og fyrr
segir verður 70 af 400 starfs-
mönnum netdeildarinnar sagt upp
en það hefur vakið mikla óánægju
og hneykslan, að frá þessu var
skýrt í blaðinu áður en fólkinu
hafði verið greint frá því. Hefur
aðalframkvæmdastjóri netdeild-
arinnar, Martin Nisenholtz, beðist
afsökunar á því og segir, að um
hafi verið að ræða mistök.
Fyrir um mánuði ákvað dag-
blaðaútgáfan Knight Ridder að
segja upp 68 manns af 420 í sín-
um netdeildum og áður hefur
komið fram, að þegar Express-
blöðin fjögur í Bretlandi voru
seld fyrir skömmu, var ákveðið
að hætta með allar heimasíður
þeirra. Voru þær seldar SP In-
vestments fyrir táknræna upp-
hæð, eitt pund, og síðan hefur
það fyrirtæki reynt að finna
kaupanda að vefsíðurekstrinum.
Það hefur ekki tekist og ákveðið
hefur verið að taka rekstur
þeirra til gjaldþrotaskipta.
Sá sem kemst áfram í New York kemst áfram alls staðar, syngur Frank Sinatra. Ekki gengur allt í haginn á netdeild The New York Times og hefur ver-
ið ákveðið að segja upp 70 starfsmönnum af 400 vegna hallareksturs.
Niðurskurður
í netdeildunum
TALSMAÐUR breska stórblaðsins
The Times skýrði frá því fyrr í vik-
unni, að ekkert yrði af því, að dálka-
höfundurinn Stephen Pollard, sem
skrifað hefur fyrir Express-blöðin,
kæmi til starfa hjá blaðinu. Var engin
ástæða tilgreind en allir þykjast þó
vita, að lokakveðja Pollards til hins
nýja eiganda Express-blaðanna,
Richards Desmonds, hafi ráðið úrslit-
um.
„Við höfum rætt við Stephen Poll-
ard og það verður ekkert af því, að
hann komi til okkar,“ sagði George
Brock, ritstjóri The Times, í viðtali
við Guardian. Meira vildi hann ekki
segja en almennt er talið, að ástæðan
sé síðustu leiðaraskrif Pollards í Ex-
press á föstudegi fyrir viku. Hjá The
Times hafi þau ekki verið talin sæm-
andi ábyrgum blaðamanni.
Leiðari Pollard var efnislega ósköp
hversdagslegur. Hann fjallaði um
breska bændur, bága stöðu þeirra
þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur og
þá skoðun sumra, að lífrænn land-
búnaður væri í raun hagkvæmari fyr-
ir samfélagið. Þeir hjá The Times
hafa ekki haft neitt við þetta að at-
huga en hitt var verra, að Pollard
hafði suma upphafsstafi í leiðaranum
feitletraða. Þegar þeir voru teknir
saman mátti lesa þetta: „Farðu til
fjandans, Desmond“ („Fuck you
Desmond“).
Margir eru sammála því, að
strákapör af þessu tagi séu langt fyr-
ir neðan virðingu reynds blaðamanns
en þeir eru líka til, sem finnst, að hjá
The Times kunni menn ekki að taka
góðu gríni.
Bara tilviljun?
Pollard var meðal þeirra fyrstu til
að segja upp þegar Express-blöðin
voru seld Northern & Shell-útgáf-
unni en hún er aðallega kunn fyrir
klámtímaritin OK og Asian Babes. Í
desember var honum boðið að koma
til starfa hjá The Times og var þá
gerður formlegur samningur við
hann. Það má því búast við, að það
kosti blaðið nokkuð að falla frá hon-
um.
Pollard hefur lítið tjáð sig um upp-
sögnina hjá The Times en sl. mánu-
dag höfðu ýmis blöð eftir honum, að
þetta með upphafsstafina hefði bara
verið tilviljun. Þegar hann fór frá Ex-
press sagði hann hins vegar í viðtali
við Guardian, að Desmond og gengið í
kringum hann litu á lesendur sem
„fífl, sem vilja ekkert nema léttmeti“.
Afdrifaríkir upphafsstafir
SAMKEPPNI í blaðaútgáfu verður
sífellt harðari í Bandaríkjunum og
grípa menn til ýmissa ráða. Nýjasta
dæmið er sennilega Express, niður-
soðin útgáfa dagblaðsins Daily News
í New York, sem dreift er í neðan-
jarðarlestarkerfi borgarinnar. Ekki
er nóg með að Express sé dreift
ókeypis heldur er einnig um síðdeg-
isútgáfu að ræða.
Stjórnendur Daily News segja að
ráðist hafi verið í síðdegisútgáfu
vegna þess að öll blöð borgarinnar
séu morgunblöð og því sé lag. Þeir
sem hafa efasemdir um þessa útgáfu
benda hins vegar á að sennilega sé
ástæða fyrir þessu. Ófáar tilraunir
hafi verið gerðar til að gefa út síð-
degisblöð, en þau hafi öll lagt upp
laupana.
Laða ekki að auglýsendur
Ókeypis dagblöð hafa einnig átt
erfitt uppdráttar í Bandaríkjunum.
Þau laða ekki að auglýsendur, sem
virðast trúa því að almenningur lesi
frekar dagblað ef hann hefur borgað
fyrir það heldur en fengið það án
endurgjalds. Á hinn bóginn laðast
auglýsendur að ókeypis vikublöðum.
Þá hafa ýmsir bent á að líklegra sé
að takist að gefa út ókeypis dagblað í
litlum bæjum og borgum þar sem
samkeppni er engin og sú sé raunin í
öllum tilfellum nema einu í Banda-
ríkjunum. Staðan er hins vegar allt
önnur í New York.
Það verður því fylgst með þessari
tilraun Daily News til að afsanna hið
viðtekna.
Samkeppni
á fjölmiðlamarkaði
Ókeypis
síðdegis-
útgáfa
www.mbl.is