Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ LAUSIR, innlendir gjaldeyrisreikn- ingar banka og sparisjóða skiluðu allt að 21,87% nafnávöxtun á síð- asta ári. Bestri nafnávöxtun skiluðu gjaldeyrisreikningar í Bandaríkja- dölum, eða yfir 21%, og reikningar í Kanadadölum, yfir 16%. Íslands- banki-FBA hafði að jafnaði besta nafnávöxtun lausra gjaldeyris- reikninga, þá Búnaðarbanki. Hæstu nafnávöxtun allra sér- kjarareikninga báru Gulldebet 3. þrep hjá S24, með 11,35%, og Mark- aðsreikningur Netbankans, sem bar 10,83% nafnávöxtun. Af lífeyrisreikningum skilaði Líf- eyrisbók Búnaðarbankans hæstri nafnávöxtun á liðnu ári, eða 10,81 og óverðtryggð Lífeyrisbók Lands- bankans næsthæstri, 10,69% en ávöxtun allra banka og sparisjóða var á bilinu 10,41 til 10,81%. Árið áður skiluðu sömu reikningar allir yfir 11% nafnávöxtun. Yfir 21% nafnávöxtun af gjaldeyrisreikningum                                                         !   " #  # # $    %&'! ( ' )* # )*  )*  +,  $ #-$  #  . ../  -    0 12 + 3 12 # ' + 3 12 ' 4  51  +, 12 2 +, 12  /$// .  # ./$ -$--  .     4 12  12 0& 12       12 # )6 2 !  +, 12   #$ .$. .-      !" 7!!  !  # !  # !   !   51 +, -##$ - .--   #/   # 8 4 31  9 4 31  9 4 31 # 9 /- ..- #- #- $ %      ) 33&    ! 0 33& 8  2  "&  2    2     , :!   ; ) 3      # & '    *   < ! 2 .  .  .     /# #/   / #  .   - -. -   $ < "  < =  3 1 /   .   /  #  / #/  #.  #-- .  /# ##    $ < "  < )6  /   /. / /# /. - #/ -. # #.- #      . - .  $ < "  < + 3 1 - /  -   . # -/ #/ - # #/ # /. # -# - -  .  $ < "  < FORSETI Íslands afhenti markaðs- verðlaun ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, á hádegisverðarsam- komu í gær. Húsasmiðjan var valið markaðsfyrirtæki ársins og tók Bogi Þór Siguroddsson, forstjóri Húsa- smiðjunnar, við verðlaununum. Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða, var valinn markaðsmaður ársins. Sigurður verður fulltrúi Íslands í vali á markaðsmanni Norðurlanda en sú viðurkenning hefur verið veitt allt frá árinu 1933. Þetta er í tíunda sinn sem ÍMARK veitir verðlaunin en þau eru veitt því fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári á sviði markaðsmála. Að þessu sinni voru þrjú fyrirtæki tilnefnd en þau voru, auk Húsasmiðjunnar, Skjár einn og Kaupþing. Hafliði Kristjáns- son tók við sérstöku viðurkenning- arskjali af hálfu Kaupþings og Árni Þór Vigfússon af hálfu Skjás eins. Í ræðu Ingólfs Guðmundssonar, formanns ÍMARK, kom fram að þessi þrjú fyrirtæki starfi á mjög ólíkum sviðum en eigi það sameig- inlegt að hafa vaxið ört á undanförn- um misserum. Öll verðskuldi þau fyllilega að vera tilnefnd til mark- aðsverðlauna ÍMARK. Skýr markaðsstefna Húsasmiðjan opnaði smávöru- verslun í Súðavogi árið 1984 og sagði Ingólfur að fyrirtækið hafi vaxið jafnt og þétt frá þeim tíma með opnun nýrra verslana vítt og breytt um landið og kaupum á fyr- irtækjum í svipaðri eða skyldri starfsemi. „Húsasmiðjan er nú ein af stærstu smásölukeðjum landsins með um 600 starfsmenn. Hjá Húsa- smiðjunni er það haft að leiðarljósi að vera markaðssinnað verslunar- og þjónustufyrirtæki. Í hinu hraða uppbyggingarstarfi hefur verið kappkostað að byggja allt innra skipulag út frá markaðsafstöðu. Einnig er lögð áhersla á valddreif- ingu þannig að einstakar rekstrar- einingar hafi mikið sjálfstæði og rík áhersla er lögð á að virkja frum- kvæði starfsmanna. Við gerð þjón- ustustaðla er tekið mið af því að hægt sé að bregðast hratt við breyttum þörfum viðskiptavina og einnig að starfsmenn hafi svigrúm til þess að bregðast strax við kvört- unum og ábendingum frá viðskipta- vinum. Kynningar- og markaðsstarf Húsasmiðjunnar er margþætt enda markhóparnir, sem fyrirtækið höfð- ar til, margir. Undanfarið hefur ver- ið lögð áhersla á að efla viðskipta- tryggð með beinum markaðs- aðgerðum og hefur fyrirtækið náð góðum árangri á því sviði. Framtíð- arsýn Húsasmiðjunnar tekur mið af enn frekari útvíkkunarmöguleikum á núverandi starfsemi og í nýjum vöruflokkum, tækifærum í skyldri starfsemi, sbr. kaup á Blómavali og Ískraft, netþjónustu auk möguleika á erlendum vettvangi.“ Ör vöxtur á síðustu misserum Ingólfur benti á að Kaupþing hafi m.a. sett sér það markmið að vera leiðandi og framsækið fyrirtæki sem veiti alþjóðlega fjármálaþjónustu til jafnt innlendra sem erlendra aðila og að skapa trausta og framsækna ímynd sem sjálfstæður fjárfesting- arbanki. „Markaðsstarf Kaupþings tekur mið af þessum markmiðum og í markaðsdeild fyrirtækisins eru sett- ar fram skýrar aðgerðaráætlanir, markhópar skilgreindir og vel fylgst með árangri einstakra dreifileiða“. sagði hann. „Skjár einn er dæmi um fyrirtæki þar sem stofnendur með miklum dugnaði og útsjónarsemi hafa á að- eins 14 mánuðum náð að skapa fyr- irtækinu fótfestu á hörðum sam- keppnismarkaði. Starfsmenn fyr- irtækisins eru nú um 100 og hefur hlutdeild þess á auglýsingamarkaði samhliða auknu áhorfi aukist hratt undanfarna mánuði en dreifikerfi stöðvarinnar nær nú til yfir 70% landsmanna. Markmið eigenda Ís- lenska sjónvarpsfélagsins er að byggja upp alhliða afþreyingarfyr- irtæki og gegnir Skjár einn þar lyk- ilhlutverki.“ Hafa sett Ísland í alfaraleið Í máli Sigríðar Ragnarsdóttur, framkvæmdastjóra ÍMARK, kom fram að á þeim tíma sem Flugleiðir hafa verið undir stjórn Sigurðar Helgasonar hafi orðið mjög miklar breytingar á félaginu. Það sé orðið mjög fjölþætt alþjóðlegt markaðs- fyrirtæki og Sigurður og samstarfs- fólk hans hafi á liðnum árum verið í fararbroddi við að markaðssetja Ís- land sem eftirsóknarvert ferða- mannaland og hafi átt drjúgan þátt í því að ferðamönnum hefur fjölgað um meira en helming á liðnum ára- tug, sem sé meiri fjölgun en í öðrum Evrópulöndum. Ferðum til og frá landinu hafi fjölgað um 83% frá því að vaxtarskeið félagsins hófst fyrir sex árum og á sama tímabili hafi far- þegum Flugleiða fjölgað um 70%. Undir stjórn Sigurðar hafi hin markaðsdrifna stefna félagsins sett Ísland í alfaraleið í alþjóðasamgöng- um og það hafi skipt sköpum fyrir ferðaþjónustuna og íslenskt at- vinnulíf. Markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, veitt í tíunda sinn Húsasmiðjan markaðsfyrir- tæki ársins Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni Þór Vigfússon, Hafliði Kristjánsson og Bogi Þór Siguroddsson. Í NÝLEGRI skýrslu alþjóðlega matsfyrirtækisins Moody’s kemur meðal annars fram að grunnviðir ís- lenska bankakerfisins hafi styrkst að undanförnu, að hluta til vegna auk- ins hagnaðar og að lánshæfni vegna- langtímaskuldbindinga hafi batnað. „Aukinn hagnaður íslenskra banka er til kominn vegna aukningar í út- lánum, þjónustutekjum og hagnaði af verðbréfaviðskiptum en allt þetta má rekja til uppgangs í efnahagslíf- inu á Íslandi og aukinnar samþjöpp- unar í bankakerfinu.“ Í skýrslunni er þó á það bent að Samkeppnisráð hafi hafnað samruna Búnaðarbanka og Landsbanka og að í kjölfar vaxta- hækkana hafi bankarnir tapað veru- legum upphæðum vegna skulda- bréfaeignar. „Til lengri tíma litið veltur arðsemi í bankakerfinu á því að þeim takist að hagræða á kostn- aðarhliðinni. Íslenskir bankar hafa aftur á móti sótt hratt fram á Netinu en það kann að vera mikilvæg leið til þess auka hagkvæmni og bæta arð- semi. Þá er enn að finna vaxtar- möguleika á vissum sviðum banka- viðskipta eins og til að mynda í sjóðvörslu bæði innanlands og er- lendis. Miklu máli skiptir hvernig af- skriftir vegna útlánatapa þróast á næstu mánuðum eftir því sem draga tekur úr hagvextinum eins og flestir spá. Ljóst er að íslenskir bankar eru enn verulega háðir afkomu sjávar- útvegsfyrirtækja og fyrirtækja í tengdum rekstri en segja má að það endurspegli einfaldlega uppbygg- ingu hagkerfisins í heild. Skýrsla Moody’s um bankakerfið Styrkara banka- kerfi UM helgina verður fjárfestingar- fundur með stjórnendum deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðar- greiningar, þar sem fara á yfir framtíðarverkefni fyrirtækisins, að sögn Braga Smith, sérfræðings í er- lendum hlutabréfum hjá Búnaðar- bankanum Verðbréfum. Hann segir bankann, ásamt fjölmörgum öðrum fjárfestum, bíða fregna frá félaginu. Bragi segir það vonbrigði að Ís- lensk erfðagreining hafi ekki gert samning við erlent lyfja- eða líf- tæknifyrirtæki eins og Kári Stef- ánsson, forstjóri fyrirtækisins, hafi sagt á síðasta ári að von væri á. Þessi umræða hafi komið upp á mismunandi tímum og hafi fjárfest- ar bundið miklar vonir við nýjan samning fyrirtækisins við annað er- lent fyrirtæki. „Þá má nefna að Kári Stefánsson hefur talað um að vinna með er- lendum aðilum, eins og Morgan Stanley, til að minnka áhrifin á þau bréf sem eru nú að fara á markað þegar læsingartímabilinu lýkur 15. þessa mánaðar,“ segir Bragi. „Ætl- unin var að koma þessum bréfum beint inn á markað. Markaðurinn er með væntingar um að þetta stand- ist en óvíst er nú hvernig þessi mál eru stödd. Þá hefur það einnig vald- ið vonbrigðum að einungis Morgan Stanley og Lehman Brothers, sem buðu fyrirtækið út á hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum, eru með greiningu á deCODE. Greining fleiri fyrirtækja hefði vakið athygli fjárfesta og aukið veltu með bréf- in.“ deCODE ekki náð til erlendra fjárfesta Bragi segir að mörg líftæknifyr- irtæki hafi farið á markað á skömmum tíma. Þetta hafi í för með sér meiri samkeppni um fjár- magn auk þess sem meiri vænt- ingar séu gerðar til fyrirtækjanna. Ljóst sé að mörg þessara fyrir- tækja þurfi á meira fjármagni að halda og óvíst að deCODE standi vel í þeirri samkeppni. deCODE eigi reyndar fjármagn nú en miklu skipti hvernig málin þróist til lengri tíma litið. „Svo virðist sem deCODE hafi ekki náð til erlendra fjárfesta. Um- fjöllun um deCODE erlendis er á þeim nótum að það sé gagna- grunnsfyrirtæki. Gagnagrunnurinn er hins vegar ekki kominn í gagnið og nokkuð er í að svo verði. Erlend- ir fjárfestar hafa hins vegar ekki verið reiðubúnir að kaupa sig inn í fyrirtækið þrátt fyrir mikla um- ræðu um sérstöðu Íslenska gagna- grunnsins. Ekki er ljóst hvers vegna erlend- ir fjárfestar hafa ekki verið reiðu- búnir til að kaupa sig inn í de- CODE en það er hins vegar mun meiri óvissa í líftæknigeiranum í heild en áður og fjárfestar hafa greinilega mun minni áhuga á minni fyrirtækjum en stórum og hlutabréf líða fyrir þetta.“ Áframhaldandi lækkun líftæknivísitölunnar Bragi segir að erlend umfjöllun um líftæknigeirann bendi til þess að líftæknivísitalan geti haldið áfram að falla. Á síðasta ári hafi líftækni- vísitalan haldist sterk þrátt fyrir að allir aðrir hátæknigeirar hafi lækk- að mikið. Nú sé umræðan að breyt- ast og markaðurinn að finna ástæð- ur til að réttlæta lækkun á líftæknivísitölunni. Svipuð þróun hafi sést meðal net- og annarra há- tæknifyrirtækja, sem hafi lækkað mjög mikið á skömmum tíma. Vonbrigði með þróun deCODE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.