Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sléttari húð, aukinn ljómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Amaró, Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. l i : i i, j i, l j l j í , i, i l i, i, ti l i l i . D-STRESS NÆTURKREM GÓÐ ýsuveiði hefur verið und- anfarið hjá smábátunum sem gera út á línu frá Vestmannaeyjum. Al- gengt hefur verið að trillusjómenn fái um 100 kílógrömm á hvert bjóð (bala) á dag, en yfirleitt er hver bát- ur með um 20 bala. Trillurnar hafa því komið í land með eitt til tvö tonn eftir daginn. Yfirleitt eru einn til tveir menn á hverri trillu. Ýsan fer á fiskmarkað í Vest- mannaeyjum og hafa sjómenn feng- ið 170–200 krónur fyrir kílóið af góðri ýsu, en 110–120 krónur fyrir smærri ýsuna. Um 20 smábátar eru gerðir út á ínu frá Vestmannaeyjum í vetur og að sögn sjómanna hefur ýsan, sem komið hefur á land undanfarið, ver- ið nokkuð blönduð. Veðrið hefur verið gott undanfarið en í gær var búist við brælu fram yfir helgi. Góð ýsuveiði SAMNINGUR Landspítala-há- skólasjúkrahúss og Urðar, Verð- andi, Skuldar (UVS) um samstarf á sviði krabbameinsrannsókna felur ekki í sér einkarétt af neinu tagi á þeim upplýsingum sem þar verða til ráðstöfunar, heldur geta önnur erfðarannsóknafyrirtæki gert sam- bærilega samninga við spítalann. Íslensk erfðagreining kemur til með að leggja fé til jafns við UVS til krabbameinsmiðstöðvarinnar, en á blaðamannafundi á miðvikudag kom fram að UVS leggur 300 milljónir kr. til krabbameinsmiðstöðvarinnar á næstu átta árum. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, sagði að samstarfssamningurinn, sem gerður hefði verið við UVS og skýrt var frá á blaðamannafundi á miðvikudag, fæli ekki í sér einka- rétt UVS til þeirra upplýsinga sem hægt yrði að finna í krabbamein- smiðstöðinni. Málið snerist um það að spítalinn færi inn í formlegt sam- starf við erfðafyrirtæki og gerði um það samning til viðbótar við það samstarf sem einstakir læknar eða hópar þeirra ættu í við einstök erfðarannsóknafyrirtæki. Með þessu móti greiddi spítalinn götu þessara rannsókna með form- legum hætti jafnframt því sem tryggt væri að meðferð þeirra upp- lýsinga sem þarna væru fyrir hendi lytu í einu og öllu þeim reglum sem settar væru hvað varðaði persónu- vernd, siðfræði vísindarannsókna og annað. Þarna væri sum sé verið að formbinda þetta samstarf báðum aðilum til hagsbóta. Magnús bætti því við aðspurður að sjálfsagt væri að gera sambæri- lega samstarfssamninga við aðra aðila. Íslensk erfðagreining hefði fært það í tal við spítalann, en það væri ekki komið það langt að samn- ingur hefði verið gerður í þeim efn- um. Hið besta mál Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði að samstarfssamningur Landspítala- háskólasjúkrahúss við UVS væri hið besta mál. Íslensk erfðagreining hefði unnið að rannsóknum af þessu tagi í mjög langan tíma í samvinnu við Landspítala – háskólasjúkrahús og aðra aðila. Nýlega hefði þessum rannsóknum verið fundinn staður í dótturfyrirtæki ÍE, Íslenskum krabbameinsrannsóknum ehf., en það fyrirtæki væri nú að flytjast inn í rúmgott húsnæði á Krókhálsi í Reykjavík, sem keypt hefði verið undir starfsemina. „Ég held að það sé í fínasta lagi að það komi aðrir inn í þessar rann- sóknir og ég vona að Urður, Verð- andi, Skuld verði loksins eitthvað annað en orðin tóm. Ef ég man rétt var fyrirtækið stofnað 1997 og það er ekki enn komin starfsemi í gang. Ég vona að þetta leiði til þess að þeir fari að vinna og ég vona að sú vinna gangi vel,“ sagði Kári. Hann sagði að þessi samstarfs- samningur takmarkaði á engan hátt rannsóknir Íslenskrar erfðagrein- ingar og dótturfyrirtækis þess á þessu sviði. Íslensk erfðagreining leggi mjög mikið fé til stofnunar krabbameinsmiðstöðvarinnar þó það hafi ekki komið fram í fréttum af blaðamannafundinum þar sem samstarfssamningurinn var kynnt- ur. „Staðreynd málsins er hins vegar sú að við komum til með að leggja fé til jafns á við UVS í að stofna þessa rannsóknamiðstöð. Þetta er rann- sóknamiðstöð sem Landspítalinn er að setja saman, ekki til þess að þjónusta eitt fyrirtæki, heldur til að sjá til þess að þeir sem vilja vinna við krabbameinsrannsóknir í sam- vinnu við þá eigi aðgang að upplýs- ingum og efnivið og það er hið besta mál,“ sagði Kári. Hann sagði að tvö fyrirtæki myndu því starfa á þessu rannsóknasviði og eftir eitt til tvö ár væri ástæða til að skoða hvort fyr- irtækið hefði náð betri árangri. „Ef ég man rétt, í þeirri sveit sem ég bjó í um dálítinn tíma sem heita Bandaríki Norður-Ameríku, að þá lögðu menn mikla áherslu á að sam- keppni væri af hinu góða. Og ég get ekki sagt annað en að ég bara hlakki til þess að vinna í samkeppni við Urði, Verðandi, Skuld,“ sagði Kári ennfremur. Krabbameinsmiðstöð Landspítala – háskólasjúkrahúss ÍE leggur fram fé til jafns við UVS Morgunblaðið/Sigurgeir Líflegt hefur verið á bryggjunum í Vestmannaeyjum undanfarna daga. Á myndinni er verið að flokka ýsu. GUÐGEIR Eyjólfsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir fíkniefnaneyslu í fangelsum viðvarandi vandamál, einkum í fang- elsinu Litla-Hrauni. Þetta eigi bæði við um ólögleg fíkniefni og misnotk- un lyfja sem ávísuð eru af læknum. Þá segir Guðgeir að ástæða sé til að endurskoða fyrirkomulag einangr- unarvistar hér á landi. Guðgeir bendir á að nú sé það svo, að rann- sóknari ákveði fyrirkomulag einangrunar og hvert inntak hennar er en þá ákvörðun sé hægt að bera undir dómara. „Eðlilegra virðist að svo íþyngj- andi ákvörðun, sem einangrun er, sé tekin af dómara skv. kröfu rann- sóknara og sé tekin til ákveðins tíma. Ennfremur að einangrun verði sett- ur hámarkstími, sem gæti verið mis- munandi eftir alvarleika brotsins,“ segir Guðgeir. Almennt verði að gæta hófs í beitingu einangrunar en verulega hafi verið dregið úr beit- ingu einangrunar sem agaviðurlaga í fangelsum á síðustu árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í for- mála Guðgeirs að ársskýrslu Fang- elsismálastofnunar fyrir árið 1999. Þekking á fyrirkomulagi einangrunar takmörkuð Guðgeir tekur einnig fram að svo virðist sem þekking almennings á fyrirkomulagi einangrunar sé tak- mörkuð. Með einangrun sé átt við að fangi sé útilokaður frá félagsskap við aðra fanga. Það hafi ekki sjálfkrafa í för með sér takmörkun á öðrum rétt- indum, s.s. aðgangi að fjölmiðlum og heimsóknum. „Í reynd hefur gæslu- varðhaldsfangi sem sætir einangrun samskipti við fangaverði, fangelsis- prest, heilbrigðisstarfsfólk og að sjálfsögðu verjanda sinn. Einnig eru í sumum tilfellum heimilaðar heim- sóknir ættingja,“ segir Guðgeir. Þá segir Guðgeir mjög mikilvægt að nýtt fangelsi rísi á næstu miss- erum. Aðstaða í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg sé óviðunandi og uppfylli ekki lágmarkskröfur sem gerðar eru til fangelsis. Þar sé t.d. engin aðstaða til vinnu eða náms. Guðgeir vísar í skýrslu Evrópu- nefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu til ríkisstjórnar Ís- lands.Þar mælist nefndin til þess að íslensk yfirvöld veiti byggingu nýs gæsluvarðhaldsfangelsis í Reykjavík algeran forgang. Guðgeir segir að með endurbótum sem gerðar voru á húsi 3 í fangelsinu Litla-Hrauni sé aðstaða þar orðin sambærileg við það sem er í nýjustu byggingu fangelsisins. Hann bætir við fjárveitingar til Fangavarðaskól- ans hafi verið stopular en ekki sé hægt að reka nútímalegt fangelsi nema með vel menntuðu og hæfu starfsfóki. Vonir séu þó bundnar við það að rekstur skólans verði tryggð- ur í framtíðinni með sérstakri fjár- veitingu. Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins Endurskoða þarf einangrunarvist BÆJARSTJÓRN Sandgerðis sam- þykkti í fyrrakvöld að fela bæj- arstjóra og skólastjóra að leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs. þar sem óskað verði eftir að menntamálaráðuneytið geri úttekt á öllu innra starfi skólans. Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri, sagði að á fundinum í fyrrakvöld hefðu farið fram ítar- legar umræður um skólastarf í Sandgerði í framhaldi af niður- stöðu í samræmdum prófum, en meðaleinkunnir í 4. og 7. bekk í Sandgerði voru langt fyrir neðan landsmeðaltal. Meðaleinkunn í stærðfræði í 4. bekk var 4,3 og 3,2 í íslensku. Meðaleinkunn í stærðfræði í 7. bekk var 3,1 og 2,6 í íslensku. Miklum fjármunum varið til skólastarfsins Sigurður sagði að útkoma skóla- barna á prófunum í Sandgerði ylli stjórnendum bæjarfélagsins mikl- um vonbrigðum, ekki síst í ljósi þess að ekkert sveitarfélag á land- inu hefði varið eins miklum fjár- munum til skólastarfs miðað við íbúafjölda og Sandgerði. Það hefði verið sérstakt átak í skólanum sl. þrjú ár sem miðaði að því að bæta innra starf skólans. Miklum fjár- munum hefði verið varið til að bæta tölvukost skólans og byggt hefði verið myndarlega við skól- ann. Hann sagði að menn hefðu talið sig sjá árangur á síðustu tveimur árum og þess vegna væri útkoman í samræmdu prófunum nú umhugsunarverð. Sú spurning vaknaði eðlilega hvort mistök hefðu verið gerð og hvort menn hefðu haft rangar áherslur á síðustu árum. Það væri auðvitað fullt tilefni til að spyrja hvort þeim auknu fjármunum sem bærinn hefði varið til skólans hefði verið illa varið. Hann hefði því lagt til á bæjarstjórnarfundinum að óskað yrði eftir úttekt mennta- málaráðuneytisins á skólastarfinu. Sigurður sagði að miklar um- ræður hefðu skapast á fundinum um skólann og skólastarfið. Menn hefðu verið sammála um að mik- ilvægt væri að við skólann störf- uðu kennarar með full kennara- réttindi og að stöðugleiki ríkti í starfsmannahaldi. Við skólann starfaði harður kjarni góðra kenn- ara og við hann hefðu einnig starf- að hæfir leiðbeinendur. Það hlyti hins vegar að vera metnaðarmál skólans að við hann störfuðu rétt- indakennarar. Bæjarstjórn Sandgerðis ræddi niðurstöðu samræmdra prófa Óska eftir út- tekt ráðuneytis á skólastarfi UNGUR ökumaður var tekinn á ofsaakstri um Reykjanesbraut um klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var öku- maðurinn, sem er 18 ára gamall, tek- inn á 165 kílómetra hraða í myrkri og rigningu. Lögregla segir að menn virðist aka eins og þeim sýnist og beri enga virðingu fyrir samborgurum sínum. Tekinn á 165 km hraða ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.