Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 12.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sléttari húð, aukinn ljómi og fullkomin ró. Róandi næturkrem sem færir húðinni vítamín. Útsölustaðir: Andorra Hafnarfirði, Bjarg Akranesi, Bylgjan Kópavogi, Fína Mosfellsbæ, Hjá Maríu Amaró, Akureyri, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ. l i : i i, j i, l j l j í , i, i l i, i, ti l i l i . D-STRESS NÆTURKREM GÓÐ ýsuveiði hefur verið und- anfarið hjá smábátunum sem gera út á línu frá Vestmannaeyjum. Al- gengt hefur verið að trillusjómenn fái um 100 kílógrömm á hvert bjóð (bala) á dag, en yfirleitt er hver bát- ur með um 20 bala. Trillurnar hafa því komið í land með eitt til tvö tonn eftir daginn. Yfirleitt eru einn til tveir menn á hverri trillu. Ýsan fer á fiskmarkað í Vest- mannaeyjum og hafa sjómenn feng- ið 170–200 krónur fyrir kílóið af góðri ýsu, en 110–120 krónur fyrir smærri ýsuna. Um 20 smábátar eru gerðir út á ínu frá Vestmannaeyjum í vetur og að sögn sjómanna hefur ýsan, sem komið hefur á land undanfarið, ver- ið nokkuð blönduð. Veðrið hefur verið gott undanfarið en í gær var búist við brælu fram yfir helgi. Góð ýsuveiði SAMNINGUR Landspítala-há- skólasjúkrahúss og Urðar, Verð- andi, Skuldar (UVS) um samstarf á sviði krabbameinsrannsókna felur ekki í sér einkarétt af neinu tagi á þeim upplýsingum sem þar verða til ráðstöfunar, heldur geta önnur erfðarannsóknafyrirtæki gert sam- bærilega samninga við spítalann. Íslensk erfðagreining kemur til með að leggja fé til jafns við UVS til krabbameinsmiðstöðvarinnar, en á blaðamannafundi á miðvikudag kom fram að UVS leggur 300 milljónir kr. til krabbameinsmiðstöðvarinnar á næstu átta árum. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, sagði að samstarfssamningurinn, sem gerður hefði verið við UVS og skýrt var frá á blaðamannafundi á miðvikudag, fæli ekki í sér einka- rétt UVS til þeirra upplýsinga sem hægt yrði að finna í krabbamein- smiðstöðinni. Málið snerist um það að spítalinn færi inn í formlegt sam- starf við erfðafyrirtæki og gerði um það samning til viðbótar við það samstarf sem einstakir læknar eða hópar þeirra ættu í við einstök erfðarannsóknafyrirtæki. Með þessu móti greiddi spítalinn götu þessara rannsókna með form- legum hætti jafnframt því sem tryggt væri að meðferð þeirra upp- lýsinga sem þarna væru fyrir hendi lytu í einu og öllu þeim reglum sem settar væru hvað varðaði persónu- vernd, siðfræði vísindarannsókna og annað. Þarna væri sum sé verið að formbinda þetta samstarf báðum aðilum til hagsbóta. Magnús bætti því við aðspurður að sjálfsagt væri að gera sambæri- lega samstarfssamninga við aðra aðila. Íslensk erfðagreining hefði fært það í tal við spítalann, en það væri ekki komið það langt að samn- ingur hefði verið gerður í þeim efn- um. Hið besta mál Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, sagði að samstarfssamningur Landspítala- háskólasjúkrahúss við UVS væri hið besta mál. Íslensk erfðagreining hefði unnið að rannsóknum af þessu tagi í mjög langan tíma í samvinnu við Landspítala – háskólasjúkrahús og aðra aðila. Nýlega hefði þessum rannsóknum verið fundinn staður í dótturfyrirtæki ÍE, Íslenskum krabbameinsrannsóknum ehf., en það fyrirtæki væri nú að flytjast inn í rúmgott húsnæði á Krókhálsi í Reykjavík, sem keypt hefði verið undir starfsemina. „Ég held að það sé í fínasta lagi að það komi aðrir inn í þessar rann- sóknir og ég vona að Urður, Verð- andi, Skuld verði loksins eitthvað annað en orðin tóm. Ef ég man rétt var fyrirtækið stofnað 1997 og það er ekki enn komin starfsemi í gang. Ég vona að þetta leiði til þess að þeir fari að vinna og ég vona að sú vinna gangi vel,“ sagði Kári. Hann sagði að þessi samstarfs- samningur takmarkaði á engan hátt rannsóknir Íslenskrar erfðagrein- ingar og dótturfyrirtækis þess á þessu sviði. Íslensk erfðagreining leggi mjög mikið fé til stofnunar krabbameinsmiðstöðvarinnar þó það hafi ekki komið fram í fréttum af blaðamannafundinum þar sem samstarfssamningurinn var kynnt- ur. „Staðreynd málsins er hins vegar sú að við komum til með að leggja fé til jafns á við UVS í að stofna þessa rannsóknamiðstöð. Þetta er rann- sóknamiðstöð sem Landspítalinn er að setja saman, ekki til þess að þjónusta eitt fyrirtæki, heldur til að sjá til þess að þeir sem vilja vinna við krabbameinsrannsóknir í sam- vinnu við þá eigi aðgang að upplýs- ingum og efnivið og það er hið besta mál,“ sagði Kári. Hann sagði að tvö fyrirtæki myndu því starfa á þessu rannsóknasviði og eftir eitt til tvö ár væri ástæða til að skoða hvort fyr- irtækið hefði náð betri árangri. „Ef ég man rétt, í þeirri sveit sem ég bjó í um dálítinn tíma sem heita Bandaríki Norður-Ameríku, að þá lögðu menn mikla áherslu á að sam- keppni væri af hinu góða. Og ég get ekki sagt annað en að ég bara hlakki til þess að vinna í samkeppni við Urði, Verðandi, Skuld,“ sagði Kári ennfremur. Krabbameinsmiðstöð Landspítala – háskólasjúkrahúss ÍE leggur fram fé til jafns við UVS Morgunblaðið/Sigurgeir Líflegt hefur verið á bryggjunum í Vestmannaeyjum undanfarna daga. Á myndinni er verið að flokka ýsu. GUÐGEIR Eyjólfsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, segir fíkniefnaneyslu í fangelsum viðvarandi vandamál, einkum í fang- elsinu Litla-Hrauni. Þetta eigi bæði við um ólögleg fíkniefni og misnotk- un lyfja sem ávísuð eru af læknum. Þá segir Guðgeir að ástæða sé til að endurskoða fyrirkomulag einangr- unarvistar hér á landi. Guðgeir bendir á að nú sé það svo, að rann- sóknari ákveði fyrirkomulag einangrunar og hvert inntak hennar er en þá ákvörðun sé hægt að bera undir dómara. „Eðlilegra virðist að svo íþyngj- andi ákvörðun, sem einangrun er, sé tekin af dómara skv. kröfu rann- sóknara og sé tekin til ákveðins tíma. Ennfremur að einangrun verði sett- ur hámarkstími, sem gæti verið mis- munandi eftir alvarleika brotsins,“ segir Guðgeir. Almennt verði að gæta hófs í beitingu einangrunar en verulega hafi verið dregið úr beit- ingu einangrunar sem agaviðurlaga í fangelsum á síðustu árum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í for- mála Guðgeirs að ársskýrslu Fang- elsismálastofnunar fyrir árið 1999. Þekking á fyrirkomulagi einangrunar takmörkuð Guðgeir tekur einnig fram að svo virðist sem þekking almennings á fyrirkomulagi einangrunar sé tak- mörkuð. Með einangrun sé átt við að fangi sé útilokaður frá félagsskap við aðra fanga. Það hafi ekki sjálfkrafa í för með sér takmörkun á öðrum rétt- indum, s.s. aðgangi að fjölmiðlum og heimsóknum. „Í reynd hefur gæslu- varðhaldsfangi sem sætir einangrun samskipti við fangaverði, fangelsis- prest, heilbrigðisstarfsfólk og að sjálfsögðu verjanda sinn. Einnig eru í sumum tilfellum heimilaðar heim- sóknir ættingja,“ segir Guðgeir. Þá segir Guðgeir mjög mikilvægt að nýtt fangelsi rísi á næstu miss- erum. Aðstaða í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg sé óviðunandi og uppfylli ekki lágmarkskröfur sem gerðar eru til fangelsis. Þar sé t.d. engin aðstaða til vinnu eða náms. Guðgeir vísar í skýrslu Evrópu- nefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi með- ferð eða refsingu til ríkisstjórnar Ís- lands.Þar mælist nefndin til þess að íslensk yfirvöld veiti byggingu nýs gæsluvarðhaldsfangelsis í Reykjavík algeran forgang. Guðgeir segir að með endurbótum sem gerðar voru á húsi 3 í fangelsinu Litla-Hrauni sé aðstaða þar orðin sambærileg við það sem er í nýjustu byggingu fangelsisins. Hann bætir við fjárveitingar til Fangavarðaskól- ans hafi verið stopular en ekki sé hægt að reka nútímalegt fangelsi nema með vel menntuðu og hæfu starfsfóki. Vonir séu þó bundnar við það að rekstur skólans verði tryggð- ur í framtíðinni með sérstakri fjár- veitingu. Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins Endurskoða þarf einangrunarvist BÆJARSTJÓRN Sandgerðis sam- þykkti í fyrrakvöld að fela bæj- arstjóra og skólastjóra að leggja tillögu fyrir næsta fund bæjarráðs. þar sem óskað verði eftir að menntamálaráðuneytið geri úttekt á öllu innra starfi skólans. Sigurður Valur Ásbjörnsson, bæjarstjóri, sagði að á fundinum í fyrrakvöld hefðu farið fram ítar- legar umræður um skólastarf í Sandgerði í framhaldi af niður- stöðu í samræmdum prófum, en meðaleinkunnir í 4. og 7. bekk í Sandgerði voru langt fyrir neðan landsmeðaltal. Meðaleinkunn í stærðfræði í 4. bekk var 4,3 og 3,2 í íslensku. Meðaleinkunn í stærðfræði í 7. bekk var 3,1 og 2,6 í íslensku. Miklum fjármunum varið til skólastarfsins Sigurður sagði að útkoma skóla- barna á prófunum í Sandgerði ylli stjórnendum bæjarfélagsins mikl- um vonbrigðum, ekki síst í ljósi þess að ekkert sveitarfélag á land- inu hefði varið eins miklum fjár- munum til skólastarfs miðað við íbúafjölda og Sandgerði. Það hefði verið sérstakt átak í skólanum sl. þrjú ár sem miðaði að því að bæta innra starf skólans. Miklum fjár- munum hefði verið varið til að bæta tölvukost skólans og byggt hefði verið myndarlega við skól- ann. Hann sagði að menn hefðu talið sig sjá árangur á síðustu tveimur árum og þess vegna væri útkoman í samræmdu prófunum nú umhugsunarverð. Sú spurning vaknaði eðlilega hvort mistök hefðu verið gerð og hvort menn hefðu haft rangar áherslur á síðustu árum. Það væri auðvitað fullt tilefni til að spyrja hvort þeim auknu fjármunum sem bærinn hefði varið til skólans hefði verið illa varið. Hann hefði því lagt til á bæjarstjórnarfundinum að óskað yrði eftir úttekt mennta- málaráðuneytisins á skólastarfinu. Sigurður sagði að miklar um- ræður hefðu skapast á fundinum um skólann og skólastarfið. Menn hefðu verið sammála um að mik- ilvægt væri að við skólann störf- uðu kennarar með full kennara- réttindi og að stöðugleiki ríkti í starfsmannahaldi. Við skólann starfaði harður kjarni góðra kenn- ara og við hann hefðu einnig starf- að hæfir leiðbeinendur. Það hlyti hins vegar að vera metnaðarmál skólans að við hann störfuðu rétt- indakennarar. Bæjarstjórn Sandgerðis ræddi niðurstöðu samræmdra prófa Óska eftir út- tekt ráðuneytis á skólastarfi UNGUR ökumaður var tekinn á ofsaakstri um Reykjanesbraut um klukkan átta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var öku- maðurinn, sem er 18 ára gamall, tek- inn á 165 kílómetra hraða í myrkri og rigningu. Lögregla segir að menn virðist aka eins og þeim sýnist og beri enga virðingu fyrir samborgurum sínum. Tekinn á 165 km hraða ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.