Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Már Jóns-son fæddist í Reykjavík 29. apríl 1974. Hann lést 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Bergmann Skúla- son, f. 24.1. 1947, og Þórdís Heiða Einars- dóttir, f. 24.8. 1955. Foreldrar hennar eru Einar Bjarni Sturlu- son, f. 22.1. 1919, og Kristín Andrésdóttir, f. 11.5. 1924. Árið 1980 giftist Þórdís Heiða fóstur- föður Einars Más, Ásgrími Guð- mundssyni, f. 1.3. 1957, foreldrar hans eru Guðmundur Guðlaugs- son, f. 23.7. 1932, og Ásdís Erla Ás- grímsdóttir, f. 6.6. 1935, d. 27.1. 1992. Systkini Einars Más eru Ás- grímur Fannar, f. 7.4. 1982, unn- usta hans er Perla Dís Kristins- dóttir, f. 16.10. 1982, og Ásdís Erla, f. 4.2. 1989. Þórdís Heiða og Ásgrímur skildu árið 1997. Einar Már ólst upp í Reykjavík og gekk í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla. Síðan nam hann mat- reiðslu í Múlakaffi og útskrifaðist frá Hótel- og veitinga- skóla Íslands við Menntaskólann í Kópavogi í janúar 1997 og vann hann við þá iðn þar til hann lést. Í lok ársins 1997 kynntist Einar Már Berglindi Garðarsdóttur, f. 16.9. 1977. For- eldrar hennar eru Sveindís Alex- andersdóttir, f. 31.5. 1958, og Garðar Guðnason, f. 1.5. 1958. Dóttir Einars Más og Berglindar er Hrafnhildur Eva, f. 19.11. 1999. Útför Einars Más fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku sonur minn. Ástarþakkir fyrir að hafa verið til. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark, til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. (Æðruleysisbænin.) Helgum guðs börnum herrans hold helgaðu bæði jörð og mold, gröfin því er vort svefnhús sætt, svo má ei granda reiðin hætt. Svo að lifa, ég sofni hægt, svo að deyja, að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs barn hér, gefðu, sætasti Jesú, mér. (Hallgrímur Pétursson.) Megi algóður Guð geyma hjartans barnið mitt og styrkja okkur sem eft- ir lifum og vera okkur öllum náðugur. Þín eilíft elskandi mamma. Oft höfum við heyrt það sagt að þeir sem deyi ungir séu þeir sem Guð elski mest, en það er ekki fyrr en nú að við komumst að því af eigin raun að það er satt. Elsku Einar, við áttum svo margar góðar stundir saman og það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért nú látinn og farinn í annan heim. Lífið reyndist þér oft á tíðum erfitt og á þessum alltof stutta tíma sem þú varst meðal vor upplifðir þú eflaust meira en margir gera á allri sinni lífstíð. Vonandi hefur þú nú öðl- ast þann innri frið sem þú öðlaðist ekki hér. Þrátt fyrir alla þessa sorg má þó finna gleði og er hún þín ynd- islega dóttir Hrafnhildur Eva og þökkum við þér og Guði fyrir hana, því að þar eigum við stóran hlut í þér. Við munum alltaf varðveita minn- inguna um þig í hjarta okkar og vit- um það að þú munt ávallt vaka yfir okkur. Megi Guð varðveita þig að ei- lífu. Ég var lítið barn og ég spurði móður mína hver munur væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Þín systkini Fannar og Ásdís. Þjáningin er fæðingarhríð skiln- ingsins. Eins og kjarni verður að sprengja utan af sér skelina, til þess að blóm hans vaxi upp í ljósið, eins hljótið þið að kynnast þjáningunni. – Kahlil Gibran. Nú þegar birta tekur á nýju ári fáum við þær fréttir að elskulegur frændi okkar sé farinn til nýrra heimkynna. Þetta er stórt högg fyrir þá sem eftir standa – þögulir í sorg. Geta ekki snúið tímanum við… Minningarnar um Einar Má eru margar þótt þær tilheyri mest liðn- um tíma því samgangur varð strjálli þegar börnin uxu úr grasi og hver fór í sína átt. Við munum hann fyrst og fremst fyrir það hvað hann var fljótur að hugsa, fljótur að hlaupa og fyrir það að honum var alltaf að detta allt mögulegt og ómögulegt í hug. Þrenn- ingin Helga Björk, f. 1973, Einar Már, f. 1974, og Villi Þór, f. 1975, er ógleymanleg og margar minningar koma upp í hugann. Það var ekki ró- legheitunum fyrir að fara þegar þau hittust og uppátækin ótrúleg. Einar Már var fallegur drengur og sérlega góður við allt og alla. Hann líktist mjög móður sinni, handfljótur og vandvirkur með afbrigðum, sann- kallaður þúsundþjalasmiður og svo skipulagður með alla hluti að af bar. Alveg frá því að hann var smástrákur og eitthvað þurfti að setja saman eða lagfæra á heimilinu var Einar Már kallaður til. Hann lærði kokkinn og vann við það og minnisstæð er síðasta veislan sem hann sá um í fjölskyldunni, fermingarveisla frænda okkar síðast- liðið vor. Maturinn var svo góður og fallega framreiddur. Þegar hann var spurður hvort hann væri ekki búinn að vera með þetta í undirbúningi lengi svaraði hann: Nei, nei, ég byrj- aði í morgun! Honum lá alltaf lífið á, virtist alltaf vera að flýta sér að lifa – okkur er sannarlega ekki öllum ætlaður sami tími til að lifa lífi okkar hér á jörðu. Litla Hrafnhildur Eva fær örugg- lega að vita af því að hún á einhvern að í föðurættinni sinni, en þeim feðg- inum þótti svo vænt hvoru um annað. Elsku Heiða systir, Ási, Ásdís Erla, Fannar, Berglind og Hrafn- hildur Eva, megi algóður Guð varð- veita ykkur og gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. María Henley og fjölskylda. Ég er harmi slegin. Hver er til- gangurinn með veru okkar hérna? Sjaldan hefur þessi spurning sótt eins að mér og þessa síðustu daga. Einar Már kom inn í líf okkar með mömmu sinni fjögurra ára gamall. Bróðir minn varð pabbi hans. Á bak við þau mæðgin stendur stór, sterk og samheldin góð fjölskylda. Þetta var einstaklega fallegur og fjörugur strákur sem hafði endalausa orku. Ánægjulegar minningar þjóta um huga minn. Gifting foreldra hans. Lítill strákur og minni frænka mars- era prúðbúin inn kirkjugólfið. Hann er búinn að koma frænkunni í skiln- ing um hvernig fólk eigi að haga sér við svona hátíðleg tækifæri. Þau standa sig eins og hetjur. Sumarfríið í Ameríku hjá afa Ed og ömmu Sof- fíu. Strákurinn hleypur stoltur í allt of stórum Batman-búningi með til- heyrandi hljóðum um allt hús, öllum til mikillar skemmtunar. Sundlaugaferðirnar. Amma Ásdís að fara á taugum uppi á sundlaug- arbakka leitandi að drengnum í laug- inni gjörsamlega óhræddum við vatnið. Hann kemur stöku sinnum upp úr vatninu með höfuðið og skilur ekkert í þessum látum í konunni. Sumarbústaðaferðirnar. Að leik úti í náttúrunni. Þar nýtur hann sín. Af- mæli litlu frænkunnar rétt fyrir jólin. Nýsaumuðu jólafötin orðin frekar tætingsleg þegar komið er að heim- för. Uppúrgirtur, sveittur og sæll. Fjölskyldan stækkar, fyrst kemur bróðir og svo systir. Þau eiga góða foreldra. Þetta er góð fjölskylda. Drengurinn eldist og fer að lifa sínu lífi og sambandið á milli okkar minnkar. Aðstæður breytast. En allt- af koma fréttir. Hann er orðinn kokk- ur. Hann eignast unnustu og svo kemur lítil dóttir. Maður sér hann í stórafmælum og tilsýndar stöku sinnum. Þá er brosað og veifað. Svo er allt búið. Eitthvað brestur. Einar Már er farinn úr þessari jarðvist og örugglega á stað þar sem honum líð- ur vel. Ég þakka honum fyrir allt það sem hann var okkur og allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Megi minning um fallegan og góðan dreng hjálpa foreldrum hans, systkinum, unnustu og litlu dóttur og fjölskyldum þeirra í gegnum þessa miklu sorg. Louisa (Lúllý). Þegar ég kom heim að kvöldi hins 3. janúar biðu mín hræðilegar fréttir, Einar Már frændi minn var dáinn, frændi minn sem ég leit á sem minn eldri bróður, nei það gat ekki verið, ekki Einar Már, en þegar þetta smám saman varð ljósara, kom sorg- in, reiðin og söknuðurinn, ég trúði þessu ekki og geri ekki enn. Þessi strákur, sem ég hélt að væri ódauðlegur, hann var fastur punktur í lífi mínu eins og allra að ég held, ég hef alltaf borið mjög mikla virðingu fyrir honum Einari Má og mun alltaf gera, hann var stóri bróðir minn. Þegar þú ert farinn frá okkur, elsku Einar Már, vildi ég óska þess að við hefðum eytt meiri tíma saman, talað meira saman, en ég veit að það verður að bíða þar til við hittumst aft- ur, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér og gera allt fyrir mig sem þú gerðir með bros á vör, maður gat ekki annað en farið í gott skap þegar þú varst nálægt, bros þitt og hlýja EINAR MÁR JÓNSSON ✝ Kolbrún ErlaEinarsdóttir, Háaleiti 7, Keflavík, fæddist á Akureyri 22. september 1944. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík 4. janúar síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Einar Einars- son, prentari, f. 3.8. 1919, og Ragnheiður Jóhannesdóttir, hús- móðir, f. 31.5. 1921. Systir Erlu er Ásdís Einarsdóttir, f. 29.11. 1948, maki Sigurður Rúnar Gíslason, f. 31.5. 1944. Erla giftist 1962 Garðari Kjart- íð Stefánsson, f. 25.10. 1989, og b) Elvar Stefánsson, f. 11.11. 1994. Eftirlifandi maki Erlu er Þórður Jónsson, f. 13.2. 1941. Barn þeirra er: Linda Björk Þórðardóttir, f. 29.9. 1979, unnusti Grétar Magn- ússon, f. 8.7. 1970. Börn Þórðar af fyrra hjóna- bandi eru: 1) Helena Þórðardóttir, f. 7.7. 1963, maki Þröstur Antons- son, f. 13.7. 1966. Börn 1a) Þórður Valdimar, f. 25.10. 1982, 1b) Fann- ey, f. 10.3. 1985, og 1c) Anton, f. 20.9. 1989. 2) Kristín Þórðardóttir, f. 21.8. 1965, maki Þórarinn Pét- ursson, f. 2.7. 1966. Börn: 2a) Sig- rún Harpa, f. 27.10. 1987, 2b) Elín Ástrós, f. 10.7. 1992, og 2c) Helena Sóley, f. 7.10. 1995. 3) Ingvar Þor- steinn Þórðarson, f. 16.9. 1970. Erla starfaði síðustu ár við hreingerningafyrirtæki sitt á veg- um Keflavíkurverktaka. Útför Erlu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. anssyni frá Akranesi. Þau skildu. Börn Erlu og Garðars eru: 1) Sig- urborg Garðarsdóttir, f. 25.3. 1962, maki Jón Davíð Olgeirsson, f. 20.1. 1954. Börn Sig- urborgar af fyrra hjónabandi eru: a) Sól- veig Lilja Jóhanns- dóttir, f. 28.12. 1980, unnusti Jón Björn Lárusson, f. 26.5. 1977, b) Erla Jóhanns- dóttir, f. 5.8. 1985, og c) Arnar Már Jóhanns- son, f. 6.3. 1989. 2) Ragnheiður Garðarsdóttir, f. 22.7. 1965, maki Stefán B. Ólafsson, f. 11.6. 1965. Þeirra börn eru: a) Dav- Aðventan er sá tími ársins sem við fyllumst tilhlökkun yfir jólunum og lýsum upp skammdegið með birtu, yl og samverustundum með okkar nán- ustu. Þessi aðventa hafði því miður ekki það yfirbragð sem vant er og vörpuðu veikindi Erlu þar skugga á. Allt í einu var þessi tími orðinn fjöl- skyldunni áhyggjuefni sökum þess hve hún hafði veikst alvarlega. Síðast- liðið ár var Erlu erfitt sökum heilsu- brests. Í nóvember síðastliðnum greindist hún með sjúkdóm þann er varð henni að aldurtila. Með maka sinn sér við hlið og fjölskyldu barðist hún til síðasta dags. Upp koma margar minningar frá liðnum árum og eru mér efstar í huga þær minningar er Erla, móðursystir mín, bjó ásamt fjölskyldu sinni á Sól- vallagötunni í Reykjavík. Dætur hennar, þær tvær elstu, Bogga og Ragna, voru mínir helstu leikfélagar. Við vorum allar á svipuðum aldri og ég bjó ásamt fjölskyldu minni í húsinu við hliðina. Við frænkurnar þóttum stundum uppátækjasamar og kom Erla einu sinni að okkur inni í her- bergi þar sem Bogga var búin að klippa af mér hárið með því að setja vaskafat á höfuðið á mér og klippa eftir. Ég var svo komin langleiðina með að klippa Boggu er Erla sagði að nú væri nóg komið. Á góðum stund- um höfum við oft hlegið að þessu og ýmsu öðru skemmtilegu sem gerðist í þá daga. Erla frænka var alla tíð sjómanns- kona og eins og góðri sjómannskonu sæmir var hún húsbóndi á sínu heimili og þurfti ætíð að stóla á sjálfa sig bæði hvað snerti heimilishald svo og sitthvað er viðkom bílnum. Mér er það ákaflega minnisstætt er Erla átti Tánusinn, gamlan hvítan bíl. Gat hafði komið á pústkerfi bílsins og Erla var ekki lengi að finna ráð því til bjargar. Hún sendi okkur stelpurnar út í búð til að kaupa tyggjó, ekki bara einn pakka heldur margar af stærstu tyggjókúlunum sem til voru í búðinni. Þegar heim var komið mátti sjá okkur stelpurnar þar sem við stóðum úti í porti að tyggja tyggjó og rétta Erlu svo tugguna til að hún gæti troðið í gatið. Viti menn, þessi viðgerð var hin ágætasta og dugði vel. Þetta var svo endurtekið eftir þörfum, þar til var- anlegri viðgerð fór fram. Erlu frænku er rétt lýst með þessari litlu sögu, hún hafði alltaf ráð við öllu og þótti ákaf- lega dugleg að bjarga sér. Já, það var margt skemmtilegt brallað á Sólvalla- götunni í þá daga og það var mér mik- ið áfall er Erla flutti með fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Ég man að ég grátbað mömmu að flytja þangað líka en það var víst ekki hægt. Árin sem á eftir komu var ég tíður gestur á heim- ili Erlu frænku og var alltaf velkomin. Erla var dugnaðarkona og þekkt fyrir vinnusemi sína sem sýndi sig best í velgengni fyrirtækis hennar og var henni oft sýnt þakklæti fyrir störf sín. Síðustu ár hefur samgangur fjöl- skyldna okkar minnkað eins og svo oft vill verða. Þrátt fyrir lítinn sam- gang síðustu misseri lifir minningin um Erlu frænku og bið ég almáttugan Guð að blessa minningu hennar og styrkja fjölskyldu hennar í þessari miklu sorg. Ég sendi afa og ömmu, Þórði, Boggu, Rögnu og Lindu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll og varðveiti. Elsku Erla, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gunnhildur Grétarsdóttir. Á stundu sem þessari verður mér hugsað til baka til áhyggjulausu æskuáranna á Akranesi þegar komið er að því að kveðja Erlu hinstu kveðju. Við vinkonurnar, Erla, Valla og undirrituð, bjuggum gegnt hver annarri á Heiðarbrautinni og vorum við óaðskiljanlegar á okkar yngstu ár- um. Aðalleiksvæði okkar voru Lang- isandur, kartöflugarðar og preststún- ið. Þá var líflegt á Heiðarbrautinni hvort sem var að degi eða kveldi en þar voru stundaðir hópleikir af börn- um úr nágrenninu því ekki var um- ferðin söm og í dag. Í götunni okkar mátti finna sjúkrahús, fjós, fjárhús, hlöðu, smábáta liggjandi letilega upp við húsveggi innan um baldursbrár, brenninetlur, rabarbara og njóla. Þetta var á þeim tíma sem Akranes var að breytast úr þorpi í bæ og annað hvort hús bar sitt eigið nafn en önnur voru aðeins númer við götu. Samneyti mitt við Erlu og fjöl- skyldu hennar áttu stóran þátt í að móta æskuminningar mínar. Alltaf vorum við vinkonurnar aufúsugestir hvort sem var á heimili hennar eða í prentsmiðjunni hjá föður hennar, en hún var starfrækt á neðri hæð heim- ilisins. Erla var fjörmikil stelpa, hlát- urmild og skapgóð og fann upp á hin- um ýmsu skemmtilegu uppátækjum. Þar kom að leiðir skildu, mín fjöl- skylda flutti suður og í gegnum ung- lingsárin sáumst við sjaldan. Það var ekki fyrr en við báðar fluttum til Keflavíkur að kunningsskapurinn endurnýjaðist. Þótt við sæjumst sjaldan var alltaf eins og leiðir hefðu aldrei skilið. Ánægjulegt var að ræða við Erlu um málefni líðandi stundar og hafði hún sterkar skoðanir á því sem betur mátti fara í okkar litla sam- félagi. Þá fór hún ekki varhluta af erf- iðleikum lífsins fremur en aðrir, hún mætti þeim með æðruleysi og dugn- aði. Hún vílaði ekki fyrir sér að takast á við erfið verkefni og leysti þau jafn- an vel af hendi. Nú er komið að leiðarlokum, fyrr en margur ætlaði. Í lok mánaðarins er komið að reglubundnum endurfund- um okkar skólasystkinanna af Skag- anum. Ég trúi því og treysti að Erla vinkona mín eigi sinn sérstaka endur- fund á himnum með frelsara okkar og föður Jesú Kristi. Fjölskyldunni allri vil ég votta mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu Kolbrúnar Erlu. Edda Björk Bogadóttir. Elsku vinkona. Kallið er komið, komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgjá í friðarskaut. (V. Briem) Um leið og við kveðjum okkar ástkæru vinkonu þökkum við henni fyrir sérstaka og ánægjulega sam- fylgd, sem í raun á engan sinn líka. Kæri Þórður, foreldrar, börn og fjölskyldur, megi guð styrkja ykkur öll í sorg ykkar. Hulda, Júlíus, Inga Lóa og Hafsteinn. KOLBRÚN ERLA EINARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.