Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 64
FÓLK Í FRÉTTUM 64 FÖSTUDAGUR 12. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ JOHNNY Cash er fyrir löngu orðinn goðsögn í lif- anda lífi. Hann hefur verið að í meira en hálfa öld, samið og leikið þjóðlaga- og sveitatónlist, blús og hreina og klára popp- tónlist á máta sem engum hefur tekist að leika eftir – sama hversu stíft menn hafa reynt. Americana III: Solitary Man er lokaskífan í þrenningu sem Cash hefur unnið að með upptökustjóranum nafntogaða Rick Rubin og eru margir á því að gripurinn sé einn sá allra besti sem goðsögnin hefur sent frá sér í lengri tíma. Meðal þeirra laga sem finna má á plötunni eru einkar fram- bærileg túlkun á Nick Cave-laginu „The Mercy Seat“ og hinu margfræga „One“ sem upp- haflega prýddi Achtung Baby U2. Goðsögn! LOKSINS, segja þeir örugg- lega, strákarnir í Coldplay, þegar þeir sjá Tónlistann yfir plötusölu fyrstu viku nýrrar aldar. „Loksins komumst við á toppinn.“ Parachutes hefur nefnilega verið að tvístíga í kringum toppsætið eins og köttur í kringum heitan graut. Löngum stundum dvalist á meðal fimm efstu, meira að segja þegar jólaplötuflóðið stóð sem hæst, en aldrei náð að tylla sér í sætið góða. Samkvæmt nýj- ustu tölum lítur líka út fyrir að gripurinn góði fari í gullsölu innan tíðar, en hann hefur selst í um 4.500 eintökum sem gerir hann að fjórðu mest seldu erlendu plötu ársins 2000. En þess má geta að Eminem á mest seldu erlendu plötuna, The Marshall Mathers LP, sem seldist í 7.300 eintökum og gengur reyndar enn dável. Loksins, loksins! Með útgáfu Íslensku Disney laganna er í fyrsta sinn komin út hér á landi plata sem inni- heldur upprunalegar upptökur úr hinum einu sönnu Disney-barna- og fjölskyldumyndum en þær eru eins og flestir vita uppfullar af söngv- um og dönsum. Það vita líka flestir að nú- orðið eru allar helstu teiknimyndir Disney sem sýndar eru hérlendis hljóðsettar á íslensku, jafnt tal sem söngur. Til þeirra verka hafa jafnan verið kallaðir nokkrir af helstu leikurum og dægurtónlistarmönnum okkar hverju sinni og inniheldur platan afrakst- ur þeirrar vinnu, m.ö.o. útgáfurnar sem birtust upprunalega í myndunum þegar þær voru sýnd- ar í kvikmyndahúsum hérlendis. Alvöru Disney! OFSTÆKISMENN vestra hafa kallað hann And- krist á meðan fylgjendur hans hampa honum sem sjálfur Kristur væri. Lykilorðið þegar þetta „fyrirbæri“, Marilyn Manson, er annars veg- ar er öfgar. Sjálfur gerir hann umbúðalaust út á þær og viðbrögðin, hvort sem þau eru góð eða slæm, eru fram úr hófi öfgakennd. Holy Wood er fimmta breiða hljóðversskífa sveitarinnar, sem eiginlega er lítið annað en verkfæri eins manns, Brians Warner, sem jafnan gengur und- ir nafni sveitarinnar. Nýja platan þykir boða nokkurt afturhvarf til hinnar hráu Antichrist Superstar, vinsælustu skífunnar til þessa, en sú síðasta, Mechanical Animal, féll mörgum fylgjendum miður í geð – þótti heldur mjúk. Heilagt timbur! GODSPEED You Black Emperor! er hiklaust umtalaðasta neðanjarð- arsveit síðustu ára. Í sveitinni kristallast enda einkenni þessa geira; markaðsöflin sniðgengin, sömuleiðis fjölmiðlar og strika- merki hvergi sjáanleg fremur en snefill af viðleitni til að þýðast meginstrauminn. Hér er komin list með stóru L-i sem þekkir ekki þá þreytandi kaldhæðni sem tröllríður allt of mörgu í menningunni um þessar mundir. Þetta hérna er grínlaust. Sú plata sem hér er til umfjöll- unar, Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven, kom út seint á síðasta ári og er óhætt að segja að hennar hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Tónlistin er rokk. Ansi afbyggt. Síðrokk sem „rokkar“ lítið, er ósungið og líður áfram á naum- hyggjulegan en þó afar áhrifamik- inn hátt. Leitað er jafnt í smiðju ný-sígildra tónlistarmanna eins og Gorecki og Pärt sem og til tíma- móta-jaðarrokkssveita eins og My Bloody Valentine og Sonic Youth eftir innblæstri. Hátónaður og ískrandi gítarleikurinn minnir mig einnig nokkuð á skosku sveitina Big Country hér í árdaga, eins undarlega og það kann að virðast. Godspeed á einnig ýmislegt sam- merkt með hinni íslensku sveit Sig- ur Rós, báðar sveitir hafa lag á að búa til hrífandi fallegar melódíur, svo fallegar reyndar að þú þarft að vera ansi fráhverfur fyrirbærinu tónlist ef þær ná ekki að hreyfa eitthvað við þér. Hljómur God- speed er þó öllu hrárri og villtari. Sigur Rós í bílskúrnum? Það er líka merkilegt hvað hljómsveit eins og Godspeed minn- ir mann mikið á framsækna rokkið (e. prog rock) sem vinsælt var í byrjun áttunda áratugarins og ástundað var af sveitum eins og Yes, ELP og King Crimson. Á þessari plötu hér, sem ég kalla eft- irleiðis L.Y.S.F.L.A.T.H., eru fjög- ur kaflaskipt lög, öll um og yfir 20 mínútur að lengd. Hugurinn hvarflar nánast ósjálf- rátt til þess „verks“ sem var í raun og réttu upphafið að endi fram- sækna rokksins, hinni uppskrúfuðu og yfirdrifnu Tales From Topo- graphic Oceans (1973) með Yes en þar voru lögin einmitt fjögur – og öll um og yfir tuttugu mínútur að lengd. Fyrsta lagið á þessari plötu Yes heitir „The Revealing Science of God – Dance of The Dawn“. Lagakafli í verkinu „Sleep“ eftir Godspeed heitir „Broken Windows, Locks Of Love pt. III. / 3rd part“. Og báðar þessar hljómsveitir eru ansi langt frá því að vera að glensa eitthvað. Þetta er listrænt rokk (e. art rock) fram í fingurgóma. Plata Yes fékk lofsamlega dóma á sínum tíma – en var tætt í sund- ur tíu árum síðar. Það skyldi þó aldrei vera að maður ætti eftir að ganga með veggjum innan tíðar eftir að vera búinn að hampa síð- rokkinu í hástert undanfarin ár? Helsta gagnrýnin sem fram hef- ur komið í garð Godspeed hefur einmitt snúist um framangreint. Er þetta einlæg, virðingarverð tónlist- arsköpun? Eða hrokafullt mont- rokk sem tekur sig allt of alvar- lega? Mönnum er í sjálfsvald sett hvorn pólinn þeir vilja taka í hæð- ina. Engu að síður er varasamt að láta svona pælingar skemma fyrir sér það sem máli skiptir – tónlist- ina. Því þegar fólk heyrir tónlist sem er sem slík frábær er það fljótt að fella niður tuð um hvort eitthvað sé frumlegt eða ekki (dæmi: Belle and Sebastian, Tortoise, Sigur Rós). Það er nefnilega ekkert nýtt undir sólinni. Málið snýst um það hvort vel sé unnið úr því sem er fyrir. Í ljósi þessa er Godspeed í bestu málum. Tónlistin hér er blátt áfram hrífandi og lögin taka sér hægt og bítandi góðan bólstað í tóneyranu. Platan er heilsteypt og áran yfir henni er þægileg og heillandi, hvort sem um er að ræða áleitna og afturverkandi (e. feed- back) gítargeðveiki eða ljúfsárar og sveimandi rólyndisstemmur. Það mætti kannski segja að hæfileikar God- speed til að skapa harm- ræna en þó um leið ægi- fagra stemmningu lýsi sér best í mögnuðu eintali óþekkts roskins manns í upphafi þriðja lagsins sem ber yfirtitilinn „Sleep“. Þar rifjar hann upp æskuminningar frá ströndinni við Coney Is- land og er hann segir í lokin með glaðværum en þó tregablöndnum rómi, studdur varlega spiluðum gítartónum: „They don’t sleep anymore on the beach“ eru áhrifin hreint út sagt kynngimögnuð. Og tónlistin sem byrjar þegar 5 mínútur og 32 sekúndur eru liðnar af síðasta laginu, „Antennas to Heaven“, er – nú er lýsingarorðunum farið að fækka – einfaldlega sú besta tónlist sem ég heyrt í langan tíma. Gæsahúðin tryggð í hvert og eitt einasta skipti sem ég heyri þennan kafla! L.Y.S.F.L.A.T.H. er það besta sem Godspeed hefur gert frá upp- hafi, platan er í einu orði sagt stór- kostleg. Þó finnst manni samt eins og kraftarnir hafi ekki verið nýttir algerlega í botn, eitthvað sem mað- ur gerir ósjálfrátt kröfur um til þessa hóps. Kannski líður platan fyrir þær ósanngjörnu kröfur sem til hennar voru gerðar, þeir sem séð hafa Godspeed á tónleikum og heyrt fyrri afurðir hafa væntanlega beðið eftir þessari plötu – eins og ég – með lífið í lúkunum. Besta plata ársins, og síðusta ára ef út í það er farið, var á leiðinni, það var alveg hreint og klárt. Þessir annmarkar breyta því þó ekki að í samanburði við annað sem út kom í fyrra er þessi plata hik- laust það besta sem út kom í dæg- urtónlist það árið. Um það skyldi enginn efast. ERLENDAR P L Ö T U R Arnar Eggert Thoroddsen skrifar um plötu kanadísku síðrokkssveitarinnar God- speed You Black Emperor!, Lift Yr. Skinny Fists Like Antennas to Heaven  Svartir leiðtogar Godspeed You Black Emperor!: Af listinni skuluð þið þekkja þá.                  !  "# $%& '  ( #  "  )  *+ , , (   , ++ (  - )#.% /   ,    0#   ,     *  *  12       ( $     342 ' "#  /# 5                            !"  $    # %    "   &' (#)  *+ ,, % -./01-..0  2 3        *+ ,000 4  !  *+ &  5     #6 7  8   9 2  7 -    4    : !  7 2  6 # ;  3 ! 444< #     -= ,= 5= >= ?= @= A= /= .= -0= --= -,= -5= ->= -?= -@= -A= -/= -.= ,0= ,-= ,,= ,5= ,>= ,?= ,@= ,A= ,/= ,.= 50= 22 6 32 33 37 88 38 89 6 37 :4 : 84 6 32 : 6 : 8: 9 3 2 ; 4 3< 36 3 8 3 23 '*=  0 1    '*= 5 %% 1    ( *   0 () (   >? @    (  *$  >? 1    (  >? ( 1    1    '*= '  '*= 1    /   1    *$ 2 < 3 8 9 6 33 27 <2 4 34 : 8< 84 39 82 ; 67 83 88 93 48 36 3< 32 89 <6 6; 326 29 A -    .      ) %  B %C -       0 D #     ( +  # .   %   *  + %% )     %      E   F G  G 5  G " )   # G " ) !  G " )   G *&)  *  F  H G *&)  *  * G (    !  G () !  G ()    29 -= ,= 5= >= ?= @= A= /= .= -0= --= -,= -5= ->= -?= -@= -A= -/= -.= ,0= ,-= ,,= ,5= ,>= ,?= ,@= ,A= ,/= ,.= 50=        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.